Þjóðviljinn - 14.12.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.12.1985, Blaðsíða 13
HEIMURINN Kýpur Arafat á síðustu dögum PLO í Líbanon. Nú eru sveitir hans farnar að þoka sér nær ísrael attur eftir þriggja ára útlegð í Túnis. PLO Herlið flutt frá Túnis Túnis — Frelsissamtök Palest- ínu, PLO, eru nú að flytja tals- verðan hluta starfsemi sinnar frá höfuðstöðvunum ÍTúnis til Baghdad í írak og annarra ara- baríkja. Markmiðið er sagt vera að efla hernaðarmátt samtak- anna að nýju eftir áfallið sem þau urðu fyrir árið 1982. Fyrir þremur árum neyddist Yasser Arafat til að flytja höfuð- stöðvar PLO frá Beiut í Líbanon til Túnis eftir innrás ísraelshers í Líbanon. Þá fór allur herafli sam- takanna sem verið hafði í Líban- on með leiðtoga sínum. Stærsti hlutinn fór til Túnis en einnig til annarra arabaríkja, td. Alsír og Norður-Jemen, en á síðarnefnda staðnum setti Frelsisher Palest- ínu, PLA, upp höfuðstöðvar sínar. í Túnis eru skrifstofur PLO og mikill fjöldi óbreyttra palestínu- araba. Nú stendur til að fækka palestínuaröbum í Túnis um 50- 75%. Sú ákvörðun mun hafa ver- ið tekin á fundi Arafats og Huss- eins konungs í Jórdaníu í febrúar sl. að flytja heraflann og óbreytta borgara nær hugsanlegum átaka- svæðum í grennd við ísrael, svo sem Vesturbakkans og Gaza- svæðisins. Eftir það fluttu hundr- uð palestínumanna til Amman í Jórdaníu. Á undanförnum vikum hafa á þriðja hundrað palestínumanna, einkum hermenn og stjórnendur úr höfuðstöðvunum, farið til Baghdad í írak. Þarlend stjórn- völd hafa fallist á að kosta þjálfun hermanna úr PLA og í höfuð- borginni er risin palestínsk her- stöð sem er eins og hluti af her fraks. Aðrir eru farnir eða á leiðinni til Jórdaníu, Alsír, Norður-Jemen og Súdan. Þrýstingur frá Túnis? Embættismenn PLO leggja á það áherslu að ákvörðunin um þessa flutninga hafi verið tekin áður en ísraelskar flugvélar gerðu loftárás á höfuðstöðvar PLO í Túnis og áður en ítalska farþega- skipinu Achille Lauro var rænt en samt er haft fyrir satt að þessir atburðir hafi reynt talsvert á þol- rifin í sambúð PLO og stjórnar Habib Bourgiba íTúnis. Erlendir sendimenn í Túnis hafa haldið því fram að Bourgiba hafi eftir loftár- ás ísraelsmanna hugleitt í alvöru að fækka palestínumönnum í landinu en opinberlega hefur ver- ið lýst fullum stuðningi við veru PLO í Túnis. Hvað sem því líður hefur heldur verið hert á brott- flutningi palestínuaraba upp á ERLENDAR FRÉTTIR ha^ldsson/REUIER síðkastið. Nokkrir starfsmenn palest- ínsku fréttastofunnar WAFA hafa flutt sig frá Túnis og starf- semi hennar í Túnis hefur dregist saman. Ekki mun þó ætlunin að loka henni. Farouk Kaddoumi utanríkisráðherra PLO verður áfram í Túnis með sínu starfsliði og sama máli gegnir um 10 manna framkvæmdanefnd samtakanna sem svipar til ríkisstjórnar. Stór hluti hinna óbreyttu borg- ara sem farið hafa frá Túnis eru félagar í fjöldasamtökum verka- manna, námsmanna og kvenna. Heimildir innan PLO segja að ástæðan fyrir brottflutningunum sé ekki síst sú að mikið atvinnu- leysi hefur ríkt meðal palestínu- manna í Túnis. Finnst ráða- mönnum samtakanna ekki rétt að láta fólk sitt hanga þar iðju- laust heldur reyna að koma því í einhver störf nær föðurlandinu. Önnur ástæða er að stjórnvöld í írak hafa heimilað fjölskyldum starfsmanna og hermanna að flytjast með þeim til landsins. PLO fannst því kjörið að nota það tækifæri sem þannig gafst til að endurskipuleggja samtökin og heraflann sem hefur verið æði sundraður og lítt agaður á undan- förnum árum flækings og út- legðar. Vestur-Þýskaland Njósnað um Græningja Bonn — Næstæðsti yfirmaður vesturþýsku gagnnjósnaþjón- ustunnar, Stefan Pelny, skýrðl frá því í yfirheyrslu þingskip- aðrar rannsóknarnefndar að leyniþjónustan hefði stundað njósnir um hugsanleg tengsl Græningja við borgarskæru- liða og hryðjuverkamenn á ysta vinstrikanti. Rannsóknarnefnd þessi var skipuð að kröfu jafnaðarmanna eftir njósnahneykslin í Vestur- Þýskalandi í sumar og haust. Beinist rannsóknin einkum að því hvernig yfirstjórn innanríkis- ráðuneytisins á málefnum leyni- þjónustunnar hafi verið háttað. Pelny greindi nefndinni frá því að á sl. tveimur árum hefðu verið gerðar amk. fjórar rannsóknir á starfsemi Græningja og einstakra þingmanna flokksins að beiðni Hans-Dieter Spranger aðstoðar- ráðherra í innanríkisráðun- eytinu. Sumar þeirra voru þess eðlis að Pelny og þáverandi yfir- manni hans, Heribert Hellenbro- ich, fannst verið að misnota leyniþjónustuna í þágu flokks- hagsmuna. Spranger og yfirmað- ur hans, Friedrich Zimmermann innanríkisráðherra, tilheyra báð- ir kristilegum flokki Strauss í Bæjaralandi. Ein rannsóknin beindist að því hvort hægt væri að bendla einn þingmanna Græningja, Otto Schily, við hryðjuverkahópa. Schily gat sér fyrst orð á 8. ára- tugnum þegar hann var verjandi nokkurra leiðtoga Rauðu her- deildanna. Aðrar rannsóknir beindust að því að kanna bak- grunn og forsögu þingmanna Græningja og áhrif hópa yst til vinstri á starfsemi Græningja. Loks nefndi Pelny að Spranger hefði beðið leyniþjónustuna að safna saman völdum tilvitnunum í helstu forystumenn Græningja en þær ætlaði hann að færa einum þingbróður sínum, Jurgen To- denhöfer þingmanni kristilegra demókrata. Flokkur Græningja sem í gær hóf landsfund sinn í Offenburg brást við þessum uppljóstrunum Pelnys með því að krefjast tafar- lausrar afsagnar Sprangers. Ekki náðu fréttamenn tali af Spranger en talsmaður innanríkisráðu- neytisins taldi ekkert athugavert við þessa beiðni hans. Flugslys Grandaði sprengja Gander— Ekki hefur enn feng- ist nein skýring á orsökum flugslyssins mikla í Gander á Nýfundnalandi sem kostaði Madrid — Þrír kúbanskir dipló- matar og einn óbreyttur borg- ari voru handteknir á götu í miðborg Madrid í gær eftir að þeir höfðu reynt að hafa kú- banskan flóttamann á brott með sér með valdi. Að sögn spænsku lögreglunnar beindu kúbanirnir byssum að Manuel Antonio Sanchez Perez þegar hann kom út úr banka í miðborginni. Reyndu þeir að hnoða honum inn í bíl en Perez veitti mótspyrnu og tókst að tefja mannræningjana þar til lögregla skakkaði leikinn. Sjónarvottar sögðu að vegfarendur hefðu hóp- ast í kringum bílinn og leigubíl- 248 bandaríska hermenn og 8 manna áhöfn lífið. Bandarísk yfirvöld telja ólíklegt að sprengju hafi verið komið fyrir stjóri hefði lagt bíl sínum þannig að kúbanirnir komust ekki af stað. Kúbanskir útlagar á Spáni héldu því fram að Perez hefði verið háttsettur foringi í kú- bönsku leyniþjónustunni og séð um greiðslur á útgjöldum kúban- skra njósnara í Vestur-Evrópu. Lítið er vitað um Perez þennan, hann er ekki á skrá hjá þeim hjálparstofnunum sem annast málefni kúbanskra flóttamanna á Spáni og spænska innanríkis- ráðuneytið vildi í gær ekki tjá sig um það hvort hann hefði verið tengdur kúbönsku leyniþjónust- unni. vélinni? um borð í flugvélinni en kanad- ísk loftferðayfirvöld vilja ekki útiloka að svo hafi verið. Tvenn samtök, önnur íslömsk í Líbanon, hin egypsk, hafa lýst á hendur sér ábyrgð á flugslysinu. í yfirlýsingu fyrrnefndu samtak- anna sem afhent var fréttastofu í Beirut segir að samtökin hafi komið fyrir sprengjunni til að sýna að bandaríkjamenn geti hvergi verið öruggir. Sögðu sam- tökin að sprengjan hefði átt að springa við lendingu í Kentucky en vegna tafa sem urðu í milli- lendingu vélarinnar hafi hún sprungið yfir kanadísku lands- svæði. Björgunarmenn leituðu að flugritanum sem skráir samtöl flugmanna og gang vélarinnar og fundu hann í biakinu. Fyrst var talið að hann hefði skemmst af völdum bruna en svo var sagt að hann væri í ágætu lagi. Þótt nokk- ur hálka hafi verið á flugbrautinni telja flugmálayfirvöld það ekki líklega skýringu á flugslysinu og heldur ekki veðrið þótt dimmt hafi verið yfir. Spánn Kúbanir reyna mannrán Morðingjar dæmdir Nicosia — Þrír menn, jórdani, sýrlendingur og breti, voru í gær fundnir sekir um morð á þremur ísraeismönnum í höfn- inni í Larnaca á Kýpur í sept- embermánuði sl. Voru þeir dæmdirtil lífstíðarfangavistar. Þremenningarnir játuðu á sig verknaðinn og kváðust hafa talið það siöferðislega skyldu sína við málstað Palestínu að rnyrða ísra- elsmennina sem hefðu verið starfsmenn ísraelsku leyniþjón- ustunnar og ábyrgir fyrir hand- töku palestínskra hermanna úti fyrir strönd ísraels fyrr í sumar. Yfirvöld í ísrael sögðu að fólk- ið, tveir karlar og ein kona, hefðu verið saklausir ferðamenn. Hefndu þau morðsins með loftár- ás á höfuðstöðvar PLO í Túnis 1. október sl. Þótt dómurinn hafi hljóðað upp á lífstíð.arfangavist verður fangelsisdvölin ekki le igri en 20 ár og svo gæti farið að hún yrði ekki nema 10 ár ef fa.igarnir hegða sér vel. Nató Ráðheirar fagna þíðu Brussel — í yfirlýsingu sem gefin var út að loknum fundi utanríkisráðherra Nató-ríkja í gær er fagnað þeim framförum sem orðið hafa í samskiptum austurs og vesturs að undan- förnu. Á fundinum létu ýmsir ráð- herrar evrópuríkja í ljósi þá skoð- un að almenningur í Evrópu vænti þess að sjá fyrsta áþreifan- lega árangurinn af fundi Reagan og Gorbatsjofs í Genf á dögunum eigi síðar en á næsta fundi leiðtoganna sem haldinn verður næsta sumar. George Shultz utanríkisráð- herra Bandaríkjanna svaraði því til að stjórn hans myndi ekki rasa að neinu samkomulagi sem ekki þjónaði hagsmunum Nató til þess eins að sýna einhvern árangur. Bandaríkjamenn myndu leita eftir viðunandi samningum ef unnt reyndist að ná þeim fyrir fundinn næsta sumar. f yfirlýsingunni er hvergi minnst á geimvarnaráætlun Re- agans forseta. Þar er hins vegar lýst stuðningi við alla viðleitni Bandaríkjanna til að ná samkomulagi um afvopnun á öllum sviðum á fundunum í Genf. Franska stjórnin hefur ávallt hindrað að vikið sé orði að Stjörnustríði Reagans í ályktun- um Nató og svo var einnig nú. Franski utanríkisráðherrann, Roland Dumas, sagði að nauðsynlegt væri að draga úr þeim æsingi og pólitísku undir- tónum sem einkenna alla um- ræðu um Stjörnustríðið. Það kom fram á fundinum að búið er að setja upp allar 108 stýr- iflaugarnar sem ætlunin var að setja upp í Vestur-Þýskalandi. Einnig er búið að setja upp 128 sli'kar flaugar í Bretlandi, Belgíu og á Ítalíu en alls er ætlunin að setja upp 464 stýriflaugar búnar kjarnaoddum í ofannefndum Nató-ríkjum auk Hollands. Shultz kvað bandalagið ekki reiðubúið til að fækka þessum flaugum fyrr en samningar nást um gagnkvæma afvopnun. Hann gaf lítið fyrir þá yfirlýsingu Gor- batsjofs frá því í fyrradag að so- vétinenn hefðu fækkað SS-20 flaugum sínum í Austur-Evrópu. Sagði Shultz að Nató hefði engar leiðir til að sanna réttmæti þeirrar yfirlýsingar. Laugardagur 14. desember 19851 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.