Þjóðviljinn - 14.12.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 14.12.1985, Blaðsíða 14
Ólafur Ragnar Grímsson: Upplýsingaskylda forstjóranna Hverjar eru skuldir stórfyrirtœkjanna? Fjármálakerfi íslendinga býr nú við mikla erfiðleika. Erlendar skuldir hafa vaxið. Staða bank- anna er þröng. Ýmis stórfyrir- tæki hafa horfið á undanförnum vikum. ísbjörninn er ekki lengur til. Hafskiper gjaldþrota. Rekstr- arstöðvun blasti við Arnarflugi fyrir nokkrum dögum. I umræðum á Alþingi í þessari viku sagði ég eftirfarandi: „Almenningur vill jafnframt fá vitneskju um hvort rétt sé að fjöl- mörg önnur stórfyrirtæki í landinu hafi notað lánafyrir- greiðslu þjóðbankakerfisins til að safna skuldum? Hvort það sé rétt að fjölmörg önnur stórfyrirtæki landsins séu nú í biðsal dauðans í bankakerfinu þar sem tap þjóð- bankanna og annarra viðskipta- banka verði enn meira en Haf- skipsmálið hefur leitt í ljós? Hvort sú saga sem við erunr nú að fjalla um og tengjum Hafskipi sé bara fyrsti kaflinn í enn stærri skuldabók íslenská viðskiptalífs- ins?“ Ég nefndi síðan í ræðunni til viðbótar við Hafskip, ísbjörninn og Arnarflug fimm önnur fyrir- tæki sem hefðu safnað skuldum. Pau voru: Sjöstjarnan, Víðir, Byggung, Hagvirki og Olís. I Morgunblaðinu á fimmtudag er í aðalfrétt á baksíðu sagt að ummæli mín hafi valdið reiði og óróa og birt eru viðtöl við for- stjóra þriggja þessara fyrirtækja. I svörum forstjóranna koma ekki fram miklar upplýsingar. Aðal- Iega persónulegur skætingur í minn garð. Hann er þó aukaatriði en sýnir hins vegar vel starfsstíl manna í ábyrgðarstöðum í við- skiptalífinu. Stóryrtastur er Þórður Ás- geirsson forstjóri Olís. Hann vfs- ar í fyrstu á bug fullyrðingum um að Olís standi illa en nefnir þó engar tölur máli sínu til stuðn- ings. 1 lok yfirlýsingar sinnar viðurkennir Þórður Asgeirsson hins vegar að miklar skuldir séu tengdar rekstri Olís og fer síðan að skora á alþingismenn að grípa til pólitískra aðgerða til að bjarga þessari skuldastöðu. Forstjórinn staðfestir þar með að verði ekki gripið til pólitískra björgunarað- gerða. þ.e. ríkisstjórn og Alþingi útvegi peninga, þá séu „vissulega erfiðleikar“ í skuldastöðu Olís. Pólitískir valdhafar eiga þannig að bjarga stöðu fyrirtækisins. Jóhann Bergþórsson forstjóri Hagvirkis viðurkennir einnig, eftir að hafa eins og Þórður byrj- að með skætingi í minn garó, að þótt Hagvirki eigi að hans dómi eignir umfram skuldir er „lausa- fjárstaðan hins vegar erfið“. Ýonandi eru veðin hjá Hagvirki betri en þau voru hjá Hafskip. Erfið lausafjárstaða hjá stór- fyrirtæki eins og Hagvirki getur hins vegar haft afdrifaríkar af- leiðingar í för með sér. Árni Þór Árnason hjá Bygg- ung er sá eini viðmælenda Morg- unblaðsins sem reynir að veita nákí/'æmar upplýsingar. Hann viðurkennir að erfiðleikar Byg- gung hafi „leitt til þess að félagið hefði þurft að fá fyrirgreiðslu hjá viðskiptabanka sínum, Útvegs- bankanum. Hún hefði verið veitt í formi 10 ntillj. kr. yfirdráttar- heimildar á hlaupareikningi. Fé- lagið skuldaði einnig 25 millj. kr. í erlendunr lánum sem tekin hefðu verið til tækja- og efnisk- aupa fyrir milligöngu Útvegs- bankans". Þessar upplýsingar sýna að vissulega hafa þáttaskil til hins verra orðið í rekstri Byggung þótt Árni Þór Árnason reyni hins vegar að gera lítið úr þeim með því að bera þessar tölur saman við hlutfall af veltu. Slíkur sam- anburður segir hins vegar lítið um erfiðleika fyrirtækisins. Viðtöl Morgunblaðsins við þessa þrjá forstjóra staðfesta að Fóstrur Fóstra óskast á leikskóla Bæjarbóls. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 40970. Forstöðumaður apóteks Starf forstöðumanns Apóteks Austurlands, Seyðis- firði, er auglýst laust til umsóknar samkvæmt ákvæðum laga um lyfjadreifingu. Upplýsingar um laun og starfskjör veitast hjá Lyfsölusjóði, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, Reykja- vík. Umsóknarfrestur til 20. desember nk.. 5. desember 1985. Lyfsölusjóður. Fóstrur - starfsfólk Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar A. Skóladagheimili Dalbrekku: fóstra í fullt starf, starfsmaður við uppeldisstörf 1/2 starf. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 41750. B. Leikskólinn við Fögrubrekku, starfsmaður v/ uppeldisstörf, fullt starf. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 42560. C. Dagvistarheimili Grænatún, fóstra í 1/2 starf á leikskóladeild. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 46580. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf 1. janúar 1986. Félagsmálastofnun Kópavogs Ólafur Ragnar Grímsson spurningar mínar á Alþingi áttu fyllilega rétt á sér. Það vekur hins vegar athygli að Morgunblaðið leitaði ekki til forstjóra Víðis eða forstjóra Sjöstjörnunnar en þau fyrirtæki voru einnig nefnd í ræðu minni. Væri ekki fróðlegt að fá einnig svör frá þessum for- stjórum? Ég er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að gera úttekt á skuldastöðu stórfyrirtækjanna við viðskiptabankana. Þeirri skoðun lýsti ég á Alþingi. Það var ánægjulegt að Matthías Bjarna- son viðskiptaráðherra tók undir þessi sjónarmið. I sömu umræðu á Alþingi tilkynnti viðskiptaráð- herra að hann hefði falið „Banka- eftirliti Seðlabankans að gera at- hugun á því hvernig skuldastöðu stærstu viðskiptafyrirtækja í ríkisbönkunum sé háttað og fjár- hagsstöðu viðskiptabankanna". Eg fagnaði þessari ákvörðun viðskiptaráðherra og benti jafn- framt á nauðsyn þess að slíkri at- hugun Bankaeftirlitsins á skuld- astöðu stórfyrirtækjanna yrði hraðað og meginniðurstöður hennar birtar. Forstjórar þeirra þriggja stór- fyrirtækja sem voru með stóryrði í Morgunblaðinu um „róg og níð“ ættu að sýna sömu vitsmuni og viðskiptaráðherra. Þeir ættu að taka fagnandi kröfum um upplýs- ingar. Ef fyrirtækin hafa ekkert að fela og eru jafn sterk og for- stjórarnir láta, þá er slík rann- sókn þeim til styrktar. Forstjórar stórfyrirtækja sem safna skuldum hjá þjóðbönkunum þurfa einnig að sinna upplýsingaskyldu gagnvart fólkinu í landinu. Jóhannes Nordal Að fmmkvæði Seðlabankans Til ritstjórnar Þjóðviljans. Hr. ritstjóri. í gær áttum við samtal um Haf- skipsmálið og í framhaldi af því sendi ég þér nokkra minnis- punkta um sama efni. Treysti ég þér til þess að koma öllu þessu efni skýrt og greinilega til skila í Þjóðviljanum án þess að það færi í formi greinar frá mér eða bréfs. Því miður hefur það brugðizt. Bæði er mörgum meginatriðum málsins sleppt í frásögn blaðsins, en auk þess er beinlínis sagt, að ég hafi vitað um varhugaverða stöðu Útvegsbankans í Haf- skipsmálinu um mánaðamótin maí/júní, þótt ég hafi sagt bæði munnlega og skriflega, að fyrsta viðtal mitt við Útvegsbankann um málið hafi verið eftir miðjan júní, eða um 20. þess mánaðar. Hins vegar voru tölur þær, sem ég fékk frá Útvegsbankanum mið- aðar við mánaðamótin maí/júní. Vil ég því enn rekja mál þetta, svo að það megi liggja skýrt fyrir lesendum Þjóðviljans. Skömmu eftir miðjan júní átti ég viðræður við einn af banka- stjórum Útvegsbankans um mál- efni Hafskips. Kom þar fram, að bankastjórinn hefði áhyggjur af málinu, en biði nánari upplýsinga um rekstrarafkomu félagsins á fyrstu mánuðum ársins. Jafn- framt fékk ég í hendur yfirlit um skuldir Hafskips við Útvegsbank- ann, sem miðaðist við 3. júní, ásamt yfirliti yfir tryggingar þær, sem bankinn hafði frá félaginu. Samkvæmt þessu yfirliti voru beinar skuldir og ábyrgðir Haf- skips aðrar en víxlar vegna ann- arra um 614 millj. kr., en 21 millj. vantaði á, að tryggingar bankans nægðu fyrir þessum skuldum. Af þessu varð Ijóst, að staða bank- ans gagnvart félaginu var orðin varhugaverð, en þó stóðu vonir til, að úr vandanum mætti leysa með viðbótartryggingum. Hins vegar gáfu tölurnar orðið tilefni til þess, að málið yrði rannsakað nánar og því var bankaeftirlitinu falið að gera sjálfstæða könnun á skuldastöðu Hafskips gagnvart Útvegsbankanum og verðmæti þeirra trygginga, sem fyrir þeim voru. Sú athugun, sem miðaðist við skuldastööuna í lok júnímán- aðar var tilbúin af hálfu bankaeft- irlitisins seint í júlí og kom þá í Jóhannes Nondal ljós, að tryggingastaða Útvegs- bankans var stórum verri en fram hafði komið í skýrslu bankans sjálfs. Samkvæmt þessari skýrslu virtist taphætta bankans á bilinu 168-264 millj. kr., eftir því hvaða mat var lagt á hinar verðtryggðu eignir. Þessar upplýsingar voru þegar í stað sendar viðskiptaráð- herra og rætt um nauðsyn að- gerða bæði við hann og banka- stjórn Útvegsbankans. Jafnframt var haldið áfram athugunum bankaeftirlitsins á tryggingum Hafskips og aflað nýrra mata á verðmæti skipa, sem leiddi til enn alvarlegri niðurstöðu um van- tryggingu á skuldbindingum fé- lagsins við Útvegsbankann en fram kom í þessari fyrstu skýrslu. Voru málin þá enn rædd ýtarlega bæði við ráðherra og bankastjórn Útvegsbankans. Af þessu er Ijóst, að Seðla- bankinn sendi viðskiptaráðherra upplýsingar um stöðu Hafskips, strax og sjálfstætt mat bankaeft- irlitsins á stöðunni lá fyrir. Hins vegar þótti ekki ástæða til að senda skýrslu Útvegsbankans til ráðuneytisins, áður en faglegt mat hafði verið lagt á hana af hálfu bankaeftirlitsins, enda gaf hún ekki ótvíræða mynd af áhættu Útvegsbankans. Af því sem að framan er rakið má því draga eftirfarandi niður- stöður: í fyrsta lagi, að frumkvæðið að raunhæfri athugun á Haf- skipsmálinu felst í beiðni minni unt upplýsingar um það í samtali við bankastjóra Útvegsbankans síðara hluta júnímánaðar. Út- vegsbankanum var þá ekki ljóst, hve alvarleg staða málsins var orðin, sbr. nýlega yfirlýsingu hans í blöðum um það mál. í öðru lagi voru þær tölur, sem Útvegs- bankinn lét í té í sjálfu sér ekki svo alvarlegs eðlis, að ástæða væri til þess að slá því föstu, að um tapshættu væri að ræða, þótt formlegar tryggingar nægðu ekki til fulls fyrir skuldbindingum. Eðlileg viðbrögð hlutu því að vera þau, að kafa nánar ofan í upplýsingar Útvegsbankans og meta, hvort staðan væri í reynd verri eða betri en þar kom fram. Þetta var gert með því að fela bankaeftirlitinu könnun málsins. Það er svo ekki fyrr en þeirri könnun er lokið, að fram kemur, að tryggingar Útvegsbankans hafa verið stórlega ofmetnar, svo að ljóst er í hverja hættu bankinn var kominn, og var málið þá taf- arlaust sent viðskiptaráðherra, svo að hann gæti gert viðeigandi ráðstafanir. Seðlabankinn verður því sízt af öllu sakaður um það að reyna að tefja aðgerðir í máli þessu, heldur má þvert á móti segja, að vegna frumkvæðis hans og könnunar í málinu hafi það komið til vitund- ar stjórnvalda löngu fyrr en ella hefði orðið. Virðingarfyllst, Júhannes Nordal Frá ritstjóra Seðlabankastjóri kvartar í bréfi sínu yfir því að Þjóðviljinn hafi ranglega sagt, að hann hafi vitað um „varhugaverða stöðu Útvegsbankans í Hafskipsmálinu um mánaðamótin maí/júní“, þrátt fyrir að hann hafi sagt að sú vitnesicja hefði ekki borist sér fyrr en eftir miðjan júní, eða um 20. þess mánaðar. Áf því tilefni er rétt að birta eftirfarandi kafla úr leiðara Þjóðviljans í gær, svo ekkert fari á milli mála: „Málsvörn Jóhannesar á for- síðu Þjóðviljans í dag er sú, að þegar hann fékk í kringum 20. júní í hendur skýrslu Útvegs- bankans urn stöðu bankans gagnvart Hafskip urn mánaða- mótin maí/júní, þá hafi skortur á tryggingum fyrir skuldum Haf- skips ekki verið nema 21 miljón króna." - ÖS 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.