Þjóðviljinn - 14.12.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.12.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR Olís Viðræður hafnar um sölu Þjóðviljinn hefur heimildir fyrir því að viðrœður hafa fariðfram milli Olís og Olíufélagsins um að hið síðarnefnda kaupi Olís Þjóðviljinn hefur fyrir því ör- uggar heimildir að viðræður hafa þegar átt sér stað milli Olís og Olíufélagsins um að hið síðar- nefnda kaupi að hluta til eða að öllu leyti hið fyrrnefnda. Mjög mikil leynd hvílir yfir þessu máli, enda er það enn á byrjunarstigi. Ástæðan fyrir því að Olís er til sölu ef viðunandi tilboð fæst er afar slæm fjárhagsstaða þess. Olís skuldar um eða yfir 800 milj- ónir króna í lausaskuldum í Landsbankanum, bankaleynd kemur í veg fyrir að hægt sé að fá nákvæmlega upphæð. Þar fyrir utan er Olís svo með venjulegar viðskiptaskuldir, svo sem banka- ábyrgð o.fl. en öll olíufélögin standa í þannig skuldum og þykir eðlilegt. Enn sem stendur er talið að Olís eigi fyrir skuldum, en það hallar stöðugt á stjórnborða, þannig að frumathugun er í gangi með að selja Olís áður en verr fer. Höfuðástæðan fyrir þvt' hve illa Olís stendur eru skuldir útgerð- arfyrirtækja. Vitað er að mikið af þeim skuldum nást aldrei inn og verða því afskrifaðar. Einna verst var staða ísbjarnarnins h.f. áður en Reykjavíkurborg bjargaði því I fyrirtæki frá gjaldþroti í haust. -S.dór Þarf ekki Sjálfstæðisflokkurinn að koma sér upp hreinsunardeild? Undirbúningur samninga Kröfur kynntar VSÍ á mánudag Guðmundur Þ. Jónsson: Sérkröfur iðnverkafólks að fœðast. Góð samstaða innan hreyfingarinnar um meginkröfur Guðmundur Þ. Jónsson. Þær tillögur scm samþykktar voru á formannafundi ASI á dögunum verða líklega kynntar fyrir atvinnurekendum á mánu- Goð jolagjoý daginn kemur og ég á von á því að nú strax upp úr áramótum fari þessi mál í almennar umræður í félögunum auk þess sem ganga þarf endanlega frá hinum ýmsu sérkröfum félaganna, sagði Guð- mundur Þ. Jónsson formaður Landssambands iðnverkafólks í samtali við Þjóðviljann í gær. Guðmundur sagði að búið væri að leggja töluverða vinnu í að undirbúa sérkröfur iðnverka- fólks og þær væru nú komnar á lokastig. Við höfum bæði rætt þessi mál á vinnustaðafundum og eins í trúnaðarmannaráði og við eigum eftir að taka þessi mál fyrir á almennum félagsfundi. „Fólk er nú komið á kaf í jólaundirbún- inginn þannig að ég á ekki von á því að þetta verði fullmótað fyrr en í upphafi næsta árs,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að nokkuð góð samstaða virtist vera um aðal- kröfur komandi samninga, aukinn kaupmátt og kaupmátt- artryggingu. „Ég á frekar von á því að það liggi ekkert á lausu í þessum samningum, hvorki frá atvinnurekendum né ríkisvaldi og því eins víst að menn verði að leggja nokkuð á sig til að ná sínu fram,“ sagði Guðmundur Þ. Jónsson. -lg- Afsláttur á skyri Opið svarbréftil Davíðs Scheving Thorsteinssonarfrá Ólafi Ragnari Grímssyni Hæstvirti forstjóri og fyrrunt stjórnarmaður í Hafskip h.f. Ég ‘ þakka opið bréf þitt í tveimur dagblöðum. sent bar heitið „Þeir sletta skyrinu sem eiga það“. Þar víkur þú að tveimur efnisatriðum. í fyrsta lagi segir þú að hvorki Smjörlíki h.f. né Sól h.f. hafi fengið desember- og jólauppbæt- ur frá Hafskip h.f. Er sjálfsagt að taka orð þín gild, þótt mínar heimildir hafi haldið öðru fram. í öðru lagi viðurkennir þú að það sé rétt hjá mér, að fyrirtæki þín hafi fengið afslátt á farm- gjöldum hjá Hafskip h.f. Þú verð þig hins vegar með því að nefna fjölmörg önnur fyrirtæki, þar sem þú hefur einnig fengið af- slátt. Sá er þó munurinn á þessum fyrirtækjum - flestum eða öllum — og Hafskip h.f., að hvorki munt þú hafa verið stjórnarmaður né stór hluthafi í þeim. Það varst þú hins vegar hjá Hafskip h.f. og fékkst því í því tilfelli afslátt hjá sjálfum þér. í bréfi þínu kom ekki fram hve oft þú fékkst þennan afslátt né hve miklum upphæðum hann nam né heldur hvort hann var meiri eða svipaður og sá afsláttur sem Hafskip veitti hliðstæðum fyrirtækjum, sem ekki voru í eigu stjórnarmanna Hafskips. Væri æskilegt að slík efnisatriði kæntu fram, fyrst þú ert á annað borð korninn út í opinbera umræðu unt málið. Eða eigum við kannske að bíða í mörg ár eftir að það verði upplýst í rannsókn skiptaréttar? Það er hins vegar rétt að hæla þér í leiðinni fyrir að hafa ekki gefið kost á þér áfram í stjórn Hafskips á síðasta aðalfundi. Þar sýndir þú meiri vitsmuni en ýmsir aðrir. Með sambærilegr virðingu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.