Þjóðviljinn - 14.12.1985, Blaðsíða 5
Únýt
fjárlög
Viö afgreiðslu fjárlaga í fyrra
varaði Geir Gunnarsson og
minnihluti fjárveitinganefndar
alþingis við því að fjárlögin yrðu
afgreidd með þeim hætti sem gert
var. Þá var gert ráð fyrir 743 milj-
ón króna halla á fjárlögunum, -
en margt bendir til þess að halli á
yfirstandandi ári verði allt að 2.7
miljörðum króna.
Albert og Þorsteinn Pálsson
taka fram í fjárlagafrumvarpinu
fyrir árið 1986, sem nú er til af-
greiðslu á alþingi, að hallinn á
fjárlögum yfirstandandi árs sé
talinn verða 1859 miljónir króna.
í minnihlutaáliti fjárveitinga-
nefndar til annarrar untræðu fjár-
laga er hins vegar upplýst, að for-
stöðumaður Þjóðhagsstofnunar
hafi staðfest á fundi nefndarinn-
ar, að „hallinn“ á ríkissjóði í ár
verði 2000-2500 milljónir króna
og þó e.t.v. nær hærri tölunni."
Rangar
áætlanir
Þannig sýnir minnihluti fjár-
veitinganefndar fram á að áætl-
anir í athugasemdum með frum-
varpinu um afkomu ríkissjóðs
séu augljóslega rangar. „Þrátt
fyrir viðvaranir við afgreiðslu
fj árlaga og þrátt fy rir að sj áanlegt
hafi verið að hverju stefndi þegar
á árið leið hefur ríkisstjórnin látið
skeika að sköpuðu og á engan
hátt brugðist við þessari síauknu
skuldasöfnun“ á þessu ári.
Geir Gunnarsson bendir á að
þarmeð séu áætlanir um tekjur og
gjöld á næsta ári einnig rangar,
því þær byggjast á sömu röngu
forsendunum - um mun minni
halla á ríkissjóði í ár. Þá er mis-
ræmi milli „áætlunar um tekjur
og gjöld þarsem nú er talið að
hækka þurfi áætluð útgjöld í fjár-
lagafrumvarpinu að því er tekur
til allra verðlags- og launaþátta
en tekjur munu hækka minna en
því nemur“, segir í minnihlutaá-
liti fjárveitinganefndar. Minni-
hlutann skipa Geir Gunnarsson,
Kristín Halldórsdóttir, Kolbrún
Jónsdóttir og Sighvatur Björg-
vinsson.
Raunasaga
Þorsteins
í framsöguræðu sinni við aðra
umræðu í gær, föstudag, rakti
Geir Gunnarsson nokkuð hina
sérstæðu sögu þess fjárlagafrum-
varps fyrir árið 1986 sem nú er í
meðferð þingsins.
Hann minnti á Stykkis-
hólmsævintýrið þegar miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins samþykkti
að fjárlagafrumvarpið væri ekki
viðunandi grundvöllur til fjár-
lagagerðar fyrir árið 1986, - þrátt
fyrir að Framsóknarflokkurinn
hefði verið látinn samþykkja það
áður. Síðan var Albert Guð-
mundsson flæmdur úr stól fjár-
málaráðherra og í það settist Þor-
steinn Pálsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Tilgangurinn var sá að móta
fjárlög sem Sjálfstæðisflokkurinn
sætti sig við.
Þorsteinn kynnti síðan í fjár-
veitinganefnd nokkrar breyting-
ar á frumvarpinu hinn 12. nóvem-
ber og lýsti því aðspurður yfir við
1. umræðu að ekki væri að vænta
fleiri breytinga á frumvarpinu af
hálfu ríkisstjórnarinnar.
í máli Geirs í gær, en hann tal-
aði sem framsögumaður minni-
hluta nefndarinnar sagði einnig
að hálfum mánuði eftir þessa yfir-
lýsingu hafi fjárveitinganefnd
verið borin þau boð að ríkis-
stjórnin væri fallin frá þeim meg-
inmarkmiðum sem falist hefðu í
tillögum frumvarpsins um tekju-
hlið fjárlaganna. Þorsteinn kom
ekki sjálfur á fundinn. „Um þess-
ar breytingar fengu fulltrúar
Framsóknarflokksins í nefndinni
fyrst að vita á þessum fundi. Þeir
komu af fjöllum. Höfðu ekkert
fengið að vita.“
Nú hefur kosningaáróður, lof-
orð og síendurteknar auglýsingar
Sjálfstæðisflokksins á lækkun
tekjuskatts, reyndar alltaf verið
að tala um sömu lækkunina, -
verið alfa og omega undanfarin
ár. Geir Gunnarsson benti á að
allt sem fjármálaráðherra hefði
greint þjóðinni frá í útvarpsum-
ræðum frá alþingi hefði þarmeð
hálfum mánuði síðar reynst
markleysa. „öll skrif málgagna
stjórnarflokkanna og frásagnir
þingmanna þeirra og ráðherra
um 400 miljóna króna lækkun
tekjuskatts á næsta ári og laga-
breytingar varðandi veltuskatt
voru orðin sagnfræði og annað
ekki, sagnfræði um fyrirætlanir
sem nú voru að engu gerðar."
Meiri
seðlaprentun
Geir Gunnarsson benti á, að
nú væri öðru fjárlagaári núver-
andi ríkisstjórnar að ljúka, með
þeim hætti að í stað 743 miljóna
króna rekstrarhalla ríkissjóðs
væri hallinn 1859 miljónir í
greinargerð, -en að öllum líkind-
um þriðjungi meiri.
Ekki hefði ríkisstjórnin mikið
lært af reynslunni frá 1984, því að
þá var þó brugðist snemma við,
en nú hefur verið flotið sofandi
að feigðarósi. í inngangi að
greinargerð með frumvarpinu nú
fyrir næsta ár, væri svo srgt: „Þar
sem sýnt er að erfitt er að bregð-
ast við þessum halla þegar svo
langt er liðið á árið er ljóst að
hann verður að fjármagnast með
lánum fyrir milligöngu Seðla-
bankans," sem þýðir einfaldlega
meiri seðlaprentun. Geir sagði
skuldir ríkissjóð við Seðlabank-
ann hafa verið 1256 miljónir í árs-
byrjun, en í septemberlok voru
Geir Gunnarsson flytur framsöguræðu sína við aðra umræðu fjárlaga á alþingi í gær. - SigMar.
þær orðnar 4012 miljónir.
Hver hafa verið viðbrögð ríkis-
stjórnarinnar við þessari þróun?
„Viðbrögðin eru þau ein, nú við
afgreiðslu fjárlaga og lánsfjárá-,
ætlunar, að taka ný lán í Seðla-
bankanum og gera ráð fyrir að
greiða af þeim 860 miljón króna á
næsta ári. Vegna hallans er auk
þess rætt um heimild til langtíma-
lántöku í lánsfjárlagafrumvarpi
fyrir árið 1986 að fjárhæð 1500
miljón króna, því að það þarf
m.a. að taka lán fyrir vöxtunum
líka. En vaxtagjöld einungis
vegna aukins halla 1985 nema 200
miljón króna á næsta ári. Lán-
takan vegna vaxtagreiðslu veldur
síðan nýjum vaxtaútgjöldum.
Þannig er vítahringurinn sem ver-
ið er að stofna til.“
Benti Geir á að slík skulda-
söfnun kynti undir verðbólgu og
viðskiptahalla og að ríkisstjórnin
væri enn fremur að taka ný lán til
A-hluta ríkissjóðs, lán sem verða
erlend lán, þarsem mikið vantar á
að innlendur lánamarkaður geti
annað eftirspurn eftir lánsfé og
öll viðbótarlántaka því í raun er-
lend lántaka.
Lánsfjárþörfin í A-hluta ríkis-
sjóðs nemur á næsta ári 3164 milj-
ónum króna í samanburði við
1526 miljónir króna í núgildandi
lánsfjáráætlun og fjárlögum en
það er 107% aukning lánsfjár á
einu ári.
Hin stöðuga skuldasöfnun leiði
til þess að vaxtagjöldin hækka úr
1472 miljónum króna á núgild-
andi fjárlögum í 2006 miljónir á
næsta ári. Geir benti enn fremur
á að fjárlagafrumvarpið væri á
desemberverðlagi, „en sé miðað
við áætlað meðalverðlag á næsta
ári má gera ráð fyrir að vaxtaút-
gjöld hækki á næsta ári um 470
miljónir að raungildi, eða hærri
upphæð og talið er að Utvegs-
bankinn tapi vegna Hafskips-
málsins.“
Fallin markmið
Geir fjallaði nokkuð í ræðu
sinni um þau markmið sem
stjórnarherrarnir væru öðru
hvoru að lýsa yfir með miklu
brambolti - og sýndi svo hvernig
við það hefði verið staðið. Marg-
ítrekað „markmið" er t.d. að
„nýjar erlendar lántökur verði
ekki meiri en nemur afborgunum
eldri gengisbundinna lána.“
Geir benti á að þetta væri af-
sannað í upplysingum sem felast í
greinargerðinni sem og í skrif-
legum upplýsingum frá Fjárlaga-
og hagsýslustofnun sem lagðar
voru fyrir fjárveitinganefnd 2.
desember sl. Þar segir að lán-
tökur opinberra aðila erlendis
nemi samkvæmt lánsfjáráætlun
1986 3729 miljónum króna, en af-
borganir 2935 miljónum.
Nýjar lántökur á næsta ári
munu því - þvert ofan f staðhæf-
ingar stjórnarliða - verða hvorki
meira né minna en 794 miljónir!
Þá er annað markmið nefnd
sem aðalmarkmið, en það er að
sem næst jöfnuður náist í rekstri
ríkisins á næsta ári. „Hætt er við
að hér sé fullyrt um efni fram,“
sagði Geir Gunnarsson. Benti
hann á, að væri tekið tillit til
þeirra breytinga sem gerðar hafa
verið á uppsetningu fjárlaga
standi mál þannig að ef reiknað
væri með þeim breytingatillögum
sem fluttar eru eða boðaðar hafa
verið af hálfu ríkisstjórnarinnar,
yrði áætlaður rekstrarhalli nú um
476.5 miljónir, samkvæmt þeirri
uppsetningu frumvarpsins sem
hingað til hefði gilt.
Inní þessu dæmi eru samt sem
áður ótrúlegir hlutir einsog lækk-
un rekstrarliða um 170 miljónir
með almennum yfirlýsingum um
sparnað án þess að hann konti
fram í raun samkvæmt
reynslunni. Gert er ráð fyrir að
lækkun útgjalda almannatrygg-
inga um 150 miljónir án þess að
nokkur svör fáist við spurningum
um hvernig framkvæma eigi þá
lækkun. Og Geir benti einnig á,
að framlög til Lánasjóðs náms-
manna væru um 200-250 miljónir
lægri en óbreyttar lánareglur gefa
tilefni til. Þegar spurt er um
breytingar á reglunum - fást ekki
heldur nein svör.
En það sem mestu skiptir,
sagði Geir, er að forsendur fjár-
lagafrumvarpsins standast ekki
við endurskoðun nú í desember,
einsog sagði í upphafi þesarar
greinar.
Þá rakti Geir m.a. tillögur fjár-
málaráðherra um lækkun
launaútgjalda um 130 miljónir
króna. Benti hann á reynsiuna af
sams konar viljayfirlýsingu á yfir-
standandi fjárlagaári, en þvert á
móti hefðu 114,4 ný stöðugildi
verið samþykkt sem fastar stöður
á þessu ári. Og á fjárlögum næsta
árs er gert ráð fyrir nýjum 114,2
stöðugildum. Það þarf fjár-
veitingar á næsta ári fyrir 156
stöðum alls umfram það sem gert
er ráð fyrir í fjárlögum, - en samt
ætlar ráðherrann að „spara“ 130
miljónir með því að ráða ekki í
nýjar stöður.
Krafa um
endurskoðun
Því miður er ekki rými hér til
að rekja umfjöllun Geirs Gunn-
arssonar í ræðunni í gær, en fram-
söguræður hans við fjárlagaaf-
greiðslu vekja ævinlega mikla at-
hygli vegna nákvæmra upplýs-
inga og vandaðrar gagnrýni.
I lok ræðu sinnar benti Geir á
að í óefni stefndi um afgreiðslu
frumvarpsins og bauð fyrir hönd
minnihlutans uppá að stuðla að
samþykkt nauðsynlegra greiðslu-
heimilda þartil fjárlögin fyrir
1986 yrðu samþykkt, en brýn
nauðsyn væri á að taka frumvarp-
ið til gagngerrar endurskoðunar.
Las hann svo upp dagskrártillögu
frá minnihluta fjárveitinganefnd-
ar um, að þarsern forsendur fyrir
áætlunum urn tekjur og gjöld
væru ekki í nokkru samræmi við
raunveruleikann, væri ljóst að
verulegur halli yrði einnig á næsta
ári. Segir þar að óhjákvæmilegt
sé að taka frumvarpið til ræki-
legrar endurskoðunar, og með
því markmiði að afgreidd verði
hallalaus fjárlög fyrir árið 1985.
Óskar Guðmundsson
Laugardagur 14. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5