Þjóðviljinn - 14.12.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.12.1985, Blaðsíða 7
Umsjón: Mörður Árnason Neistinn sem kveikir bálið Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld: Mikilvœgast af öllu er heiðarleiki listamanns gagnvart sjálfum sér og gagnrýni á eigin verk Listir Ekki alls fyrir löngu efndi Bandalag islenskra lista- mannatil ráðstefnu um menn- ingarstefnu stjórnvalda og sjálfsímynd listamannsins. Einn þeirra sem fjölluðu um sjálfsímyndina var Hjálmar H. Ragnarssontónskáld. Hérá eftirverðurstiklaðástóru í erindi Hjálmars. í upphafi reifar Hjálmar þá þætti sem móta sjálfsímynd fólks almennt, þætti sem menn hafa ekki á valdi sínu að breyta, svo sem kynferði, uppeldi, stétt, urn- hverfi og samfélag. Síðan segir hann að listamenn séu eins og aðrir háðir umhverfi sínu sem mótar sjálfsímyndina að miklu leyti, td. að því leyti hvernig það metur verk hans. Síðan segir Hjálmar: „Mikilvægara en allt þetta er þó heiðarleiki listamannsins gagnvart sjálfum sér og verki sín- u...að listamaðurinn setji ávallt alla sína orku og allan sinn kraft í sköpun þess, og að hann beiti allri þekkingu sinni og þjálfun við gerð verksins í öllum smáat- riðum. Hvergi má vera veikur hlekkur og hvergi má vera óljóst hvað listamaðurinn vill í verki sínu...Þegar hann er hins vegar trassafenginn og kærulaus eða er einfaldlega að selja sig á mark- aðstorgi peningahyggjunnar þá hlýtur sjálfsímynd hans að veikjast.“ Að velja sér gervi Hjálmar heldur því fram að ef listamaður er heiðarlegur og gagnrýninn á list sína sé sjálfs- ímynd hans líklega borgið í hvaða samfélagi sem er. Sem dæmi um listamann sem þurfti að grípa til ýmissa ráða til að verjast ofsókn- um og halda í heiðarleika sinn nefnir hann sovéska tónskáldið Dmitri Sjostakovitsj sem var einn fárra listamanna sem „tókst að brynja sig fyrir ofsóknum einræð- isherrans (Stalíns) og jafnframt að búa til heiðarlega list.“ „Með því að bregða sér í gervi eins konar trúðs...sem er leyfi- legt að segja og gera ýmislegt sem öðrum er bannað, þá tókst Sjost- akovitsj að lifa af þær mestu of- sóknir sem listamenn í nokkru landi hafa þurft að þola. Jafn- framt tókst honum að semja hvert listaverkið á fætur öðru án þess að ganga á mála hjá stjórnvöldum eða selja sig á nokkurn annan hátt.“ Sjostako- vitsj var einn örfárra sem tókst þetta. „Þúsundir listamanna voru einfaldlega sendir í dauðann, og aðrar þúsundir gengu stjórnvöld- um á hönd og varð list þeirra að ryki á borðum stjórnarher- ranna.“ Ekki telur Hjálmar þó maklegt að ráðast á þá listamenn sem létu undan þrýstingnum, hugmyndir stjórnvalda um stöðu og hlutverk listamannsins hafi í mörgum til- vikum orðið sjálfsímynd lista- mannsins yfirsterkari. Velferð og grámygla Dæmið frá Stalínstímanum er öfgakennt. Hér í „okkar svokall- aða frjálsa samfélagi" þar sem ríkir skoðana- og ritfrelsi eru hætturnar „óljósari og duldari.-' Þær koma til dæmis í ljós þegar listamaðurinn hefur orðið meiri áhyggjur af afborgunum af hús- næðislánunum...heldur en hann hefur af ágæti sinnar eigin listar. Það er hinn grámyglulegi hvers- dagsleiki og hin margdásamaða velferð, sem svæfir listamennina á verðinum. Þeir gleyma að brýna járnin og höggva stórt; verða yfirborðsþægindum nútím- asamfélagsins að bráð og semja eða búa til verk sem eru í sama hjólfarinu og þeirra grámyglu- lega hversdagslega líf er í. Lífs- háskann vantar og það er ekki teflt á tæpasta vað. Ekki er Hjálmar þó á því að efnahagslegir örðugleikar séu sköpuninni nauðsynlegir. Þvert á móti þurfi listamaðurinn að vera laus við niðurdrepandi áhyggjur af afkomunni og hafa svigrúm til að hugsa og skapa stórt. Hann bendir á að einmitt þetta: „skortur á svigrúmi, plássleysi og áhyggjur af hinu daglega amstri, hafa verið listsköpun kvenna fjötrar um fót í gegnum aldirn- ar.“ Kjarval og Jón Leifs Hjálmar nefnir tvö dæmi af ís- lenskum listamönnum sem brugðust hvor með sínum hætti við áreitni samfélagsins. Annar var Jóhannes Kjarval sem fór svipaða leið og Sjostakovitsj, valdi sér hlutverk trúðsins og fékk þannig frið til að skapa sín verk. Hinn var Jón Leifs tónskáld. „Hann reisti umhverfis sjálfs- ímynd sína háa múra í nafni evr- ópskrar hámenningar og setti sjálfan sig á guðlegan stall...Inn- Hjálmar H. Ragnarsson: Það er listamanninum nauðsynlegt að vera laus við niðurdrepandi áhyggjur af afkomu sinni. an þessara háreistu rnúra tókst honum að nokkru að finna þann frið, sem hann taldi sig þurfa til að geta unnið að list sinni. Og í skjóli þeirra tókst honum að semja mörg stórbrotin tónverk." Að leita neistans Hjálmar segist í lok erindis síns ekki geta svarað því hvernig ís- lenskir listamenn efli sjálfsvitund sína og skerpi gagnrýnina á eigin list. Hins vegar fullyrðir hann „að sjálfsímyndinni sé hætt við hruni ef listamaðurinn er ekki fullkom- lega heiðarlegur í list sinni og gagnvart sjálfum sér. Sjálfsvirð- ingu hans er borgið ef hann gleymir ekki að leita neistans, sem kviknar í hinni þrotlausu leit að nýjum sannleik. Spurningin er bara þessi: Er einhver að leita neistans, neistans sem kveikir bálið?“ —ÞH endursagði Fjárlagahremmingar Hœgrisljómir skeinuhœttar menningarlífi Ragnar Arnalds: Eigum að stofna útflutningsmiðstöð íslenskrar menningar Menningarefni virðast ekki vera sérlega hjartfólgin ríkis- stjórnarráðgjöfum eða fjár- málaráðherra og hafa orðið illilega fyrir barðinu á skurð- gleði sitjandi hægristjórnar. En er ekki sami rassinn undir þeim öllum? Þjóðviljinn viðr- aði spurningar þessu tengdar við Ragnar Arnalds, Alþýðu- bandalagsþingmann og fyrr- verandi yfirmann í mennta- og fjármálaráðuneyti: - Það er auðvitað staðreynd að fáir fjárlagaliðir hafa átt eins misjöfnu gengi að fagna og fram- lögin til lista. Og það gerðist nokkrum sinnum á síðasta ára- tug, í tíð íhaldsstjórnar, að þessi framlög voru látin standa óbreytt í krónutölu milli ára, og rýrnuðu þannig mjög verulega. I ár og næsta ár er hækkunin langt undir verðlagsbreytingum. - Ég leit á það sem sjálfsagt verkefni þegar ég kom síðan í fjármálaráðurieytið í seinustu ríkisstjórn að reyna að vinna aft- ur upp þennan mikla slaka sem þá var kominn á þessi mál, - og sumir hafa sjálfsagt tekið eftir því að framlög til lista hækkuðu þá örar en önnur framlög á fjárlög- unum. Það má auðveldlega sýna með tölum. Ertu hérmeð að reyna að gera þig og þinn flokk að einhverjum sérstökum vini listanna? - Ég held því engan veginn fram að Alþýðubandalagið sé eini flokkurinn sem hefur áhuga á listum og menningarmálum. Það er vonandi áhugamál okkar allra. Hinsvegar segir reynslan okkur að í stjórnartíð hægrimanna er þessi málaflokkur oft í mikilli hættu. Ég benti á það í umræðum á dögunum um skerðingarákvæði lánsfjáráætlunar að menning- armálin yrðu sérstaklega illa fyrir barðinu á niðurskurðarstefnu nú- verandi ríkisstjórnar, og nægir að benda á byggingu Þjóðarbók- hlöðu, framlögin til Kvikmynda- Ragnar: Getur ekki verið neinn vandi að hækka þessar tölur myndarlega. sjóðs og lista almennt, - og til Éánasjóðs íslenskra námsmanna sem nú eru skorin fruntalega nið- ur við trog með ískyggilegum af- leiðingum fyrir þúsundir náms- manna. Reyndar er það með ó- líkindum hvað námsmenn eru hljóðir yfir þessum niðurskurði, og ótrúlegt að þeir hafi áttað sig á hvað nú er að gerast. - Auðvitað eru þessi mál pól- itísk í eðli sínu einsog önnur. Varðandi námsmenn er það spurningin um jafnrétti til menntunar, varðandi menningu og listir er það spurningin um ís- lenskt sjálfstæði. - í sjálfstæðisbaráttu okkar hefur íslensk menning gegnt miklu hlutverki, bæði fyrr og síð- ar; sú barátta heldur áfram, og verður því miður tvísýnni eftir því sem árin líða. Sjálfstætt menning- arlíf styrkir íslenska sjálfstæðis- vitund og verður áfram beint og óbeint úrslitasönnunin fyrir til- verurétti okkar sem þátttakenda í samfélagi þjóðanna. - Ég vil skjóta því að í viðræðu um menningarmál, að eitt af því sem þarf að gerast í þessum mál- um er að setja á stofn það sem við gætum kallað útflutningsmiðstöð íslenskrar menningar. Við þurf- um ekki aðeins að rækta garðinn í eigin þágu, - við getum flutt út íslensk menningarverk til ann- arra landa í miklu stærri stíl en gert er. Listamennirnir eru ekki endilega sjálfir og hver í sínu lagi réttu mennirnir til að koma sér á framfæri. Til þess þarf ákveðið frumkvæði og forystu, örvun, sambönd, liðsinni, leiðbeiningar. Þarna gæti slík miðstöð komið að notum, sem samstarfsvettvangur listamanna og hins opinbera. Aftur að fjárlögunum: Albert sker og Porsteinn sker. Peir segja tímana erfiða. Mundir þú íþeirra sessi í rauninni geta brugðist öðruvísi við? - Já. Ég álít að þessi framlög til lista séu svo smávægileg í sam- anburði við heildarútgjöld ríkis- sjóðs að það geti ekki verið neinn vandi að hækka þessar tölur myndarlega. Enda brýn nauðsyn að það verði gert. _m Laugaraagur 14. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.