Þjóðviljinn - 14.12.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.12.1985, Blaðsíða 8
_______________________________MENNING Kjarvalsstaðir Burt með loftið! 101 myndlistarmaður skorar ó arkitektinn að ganga til samninga 101 myndlistarmaður hefur nú skorað á arkitekt Kjarvalsstaða að láta af andstöðu sinni við að breyta loftinu í sýningarsölum hússins, sem bæði myndlistar- menn og stjórn hússins telja spilla sýningum á staðnum. Stofnun undirskrifta fór fram á einni viku, og aðeins á höfuð- borgarsvæðinu, með góðum ár- angri. Allflestir undirskriftar- manna hafa sýnt á Kjarvalsstöð- um. Textinn er þessi: „Við undirritaður myndlistar- menn lýsum yfir þeirri skoðun okkar aðnauðsynlegt sé að gera breytingar á lofti Kjarvalsstaða til þess að lýsing sé viðunandi og sýningarsalir geti þjónað tilgangi sínum. Skorum við því á Hannes Kr. Davíðsson arkitekt að ganga nú þegar til samninga við borgar- yfirvöld svo þetta mál fái sem farsælasta lausn." -m Þrætueplið: hengiloftið í sýningarsölum Kjarvalsstaða. Myndlistarmenn segja það skyggja á myndirnar og speglast í gleri á myndunum. Arkitektinn vill engu breyta þrátt fyrir eindregin tilmæli hússtjórnar. Mynd: Ari. Makalaust klarinett, frábcer flauta, afbragðs kvartett Ofmettun? Tónleikar Konsertklúbbsins Askirkju S.des. Martial Nardeau, Guðrún S. Birgisdóttir, Kathleen Be- arden, Þórhallur Birgisson, Nora Kornblueh, Elin Guðmundsdóttir Verk eftir Bach og Hándel. Nú er langt liðið á Bach- Hándel- Scarlatti-Schutz-Berg árið, sem mig minnir að eitt eða annað ráðið hafri reyndasr útnefnt í heilu lagi „tónlistarárið" en annað ráð (eða voru það Sameinuðu Þjóðirnar?) kallað „Ár æskunnar". Þetta her- rans ár 1985 er bráðum búið og „Kvennaáratugurinn" líka. En það kemur ef Guð lofar nýtt ár, og ráðið og nefndirnar verða áreiðan- lega ekki í vandræðum að gefa því sín formerki. Enda veit ég ekki hvernig færi annars fyrir veröld- inni. Hér á landi hefur maður nú helst orðið var viö Bach-Hándel partinn, þó Scarlatti og Berg hafi fengið að fljóta mcð einu sinm eða tvisvar og Schútz sé byrjaður að heyrast út- varpinu. Æskan er hinsvegarósköp lík og þegar ég var ungur: Hæfilega drykkfelld og lauslát og brúkar alls ekki meira munn, í það minnsta ekki til að tala. Og hún lítur rey ndar heldur betur út, ef eitthvað er. Eða er þetta misminni og mis- skilningur hjá mér? Eg vil nú alls ekki segja að maður sé ofmeftaður af meisturunum miklu, Bach og Hándel. En þó verð ég að játa. að hálf var ég feginn þegar tónleikar tileinkaðir öðrum þeirra féllu niður um daginn. Hins- vegar fannst mér býsna gaman í Askirkju á sunnudaginn, þar sem líflegar ungar manneskjur komu saman í Hándel-Back-leik: Martial Nardeau, flai’ta, Guðrún S. Birgis- dóttir, flauta, Kathleen Bearden, fiðla, Þórhallur Birgisson, fiðla, Nora Kornblueh, selló og Elín Guðmundsdóttir, sem lék á sembal. Meirihluti efnisskrárinnar var eftir Bach; tvær tríósónötur og sól- ópartítan fyrir flautu og svo var ein tríósónata eftir Hándel. Alít var þetta leikið þeim náttúrulausa, harða stíl, sem margir kalla hinn eina sanna og er víst „barrokkend- urvakning", þ.e. trúfesta við leik- máta og söng á tímabiiinu 1600- 1760 eða svo. Þetta getur hljómað spennandi, sérstaklega þegar öll hljóðfærin eru gömul, eða ná- kvæmar kópíur á barrokkhijóðfær- um og menn hafa gott samband (gegnum miðla?). En með nýlegum fiðlum og fínni nútíma silfurflautu, ásamt sellói í stað gömbu (eða t.d. fagotts) í bassanum, þá hljómar „víbratóleysið" og expressjón — litlar fraseringar hálf vandræða- lega. Og semballinn verður, hvern- ig sem á er haldið, einsog uíangátta íþessum félagsskap. Samt vargam- an og það af því þetta var gert af góðri kunnáttu, og einlægni og laust við hégómaskap. Held ég. En eitt bar af: partítan í með- förum Nardeaus. Hann var ekkert að spila þetta upp á dramatíkina, sem liggur svo beint við (og væri þó rétt, segja sumir), heldur lék hann af miklu látleysi, festu, og á sinn hátt, sönnu músíkalíteti. Og tækni hans er auðvitað makalaus, það vissum við fyrir. Hans vegna vildi ég gjarnan fara á fleiri svona kons- erta. Mozart „slœr f gegnu Sinfóníuhljómsveitin Tónleikar Háskólabiói 12. des. Verk eftir Mo/art Stjórnandi Jean-Pierre Jacquillat, Kór Langholtskirkju, einsöngvari Katrín Sigurðardóttir, einleikarar Gísli Magnússon, Einar Jóhannesson, kynnir Sigurður Sigurjónsson Sinfónían var með sína síðustu tónleika fyrir jólin s.I. fimmtudags- kvöld og aldrei þessu vant var hús- fyllir. Þetta voru enda sannkallaðir popptónleikar og haldnir í tilefni vinsælda þeirra sem fyrirbærið „Amadeus" hefur fengið vegna samnefndrar kvikmyndar eins og snillingum filmunnar í dag, Milos Forman hins tékkneska. Þarna var semsé fengin ókeypis sú kynning, auglýsing, sem for- ráðamenn hljómsveitarinnar hafa verið svo ógnar klaufalegir að út- vega stofnuninni, þrátt fyrir mikinn velvilja, bæði fjölmiðla og almenn- ings. Og þarna voru mestmegnis ný andlit í hópi áheyrenda, enda mið- arnir seldir að mér skilst á frjálsum markaði, flestir, þetta voru sumsé ekki venjulegir áskriftartónleikar. Þarna voru fluttir kaflar úr nokkrum verkum snillingsins Moz- arts, og það er auðvitað stórskrýtið að heyra þá úr samhengi og satt að segja býsna vafasamt athæfi. En þetta var samt stórskemmtilegt og á sinn hátt hrífandi. Mér er ekki nokkur leið að fara að gagnrýna einstök atriði eða flyt- jendur, þeir voru allir góðir. En mikið hefði ég gefið fyrir að heyra Gísla Magnússon leika C dúr kons- ertinn allan og ég er viss um að Jaquillat hefði stjórnað Esdúrsin- fóníunni vel og vandlega í heild, með svolítið meiri æfingu en venju- lega. Ungur kór einsog Langholt- skórinn er alltaf tilvalinn að koma útá mér tárum og klarinettið hans Einars, ja er það ekki makalaust? Og Katrín Sigurðardóttir stendur sannarlega fyrir sínu, þó hún sé greinilega nokkuð slæpt eftir Grím- udansleiksglímuna í Þjóðleikhús- ínu. Og svo var þarna Sigurður Sig- urjónsson, sem kynnir, og það í gervi Mozarts. Hann er og verður í hópi okkar miklu tragísku leikara (þó hann sé æfinlega í umbúðum trúðsins), en hefði mátt kunna tex- tann í stað þess að lesa hann af blaði, sem hann gerði þó prýðilega. Eitt er ég viss um, og það er, að hljómsveitin okkar á bráðum eftir að leika Mozart svo um munar. En þá verður að vísu að skipta um nokkra hljóðfæraleikara (já og bæta nokkrum við), um stjórnanda og já því miður, yfirstjórnina, kont- óristana, því þeir kunna greinilega ekkert til verka þó þeir slampist á aulagæfu einsog Amadeus. r RAGNAR BJÖRNSSON hf. Dalshrauni 6 Haínarflröi - Síini 50397 fyrir þá sem sætta sig ekki við það næstbesta Þú þarft ekki að bua a enskum herragarði til að geta leyft þer að pryða stofuna meö Chesterfield sófasetti. Það fer allstaðar vel. Og eitt getur þu verió viss um. það kemur aldrei neitt annað i staðinn fyrir Chesterfield. Ef þu saettir þig ekki við það næstbesta skaltu snúa þér til Ragnars Bjornssonar hf bólstrara sem i áraraðir hefur framleitt Chestertield sófasett úr viðurkenndu leöri - oa á veröi. sem þu ræður við. J American String Quartet Amcrican String Quartct Tónleikar Tónlistarfélagsins í Austur- bæjarbíói 11. dcs. Verk eftir Alban Berg og Franz Schubert Einn stórkostlegasti konsert vetrarins, það sem af er ef ekki sá stórkostlegasti, var á vegum Tónl- istarfélagsins s.l. miðvikudags- kvöld. Þarna voru fjórar ungar manneskjur, sem þó hafa leikið saman í strengjakvartett í meira en tíu ár, að koma úr mikilli konsert- reisu um Evrópu og á leiðinni heim til sín, til New York. Óskapleg heppni var að þau máttu vera að því að gera hér stuttan stans og leika fyrir okkur tvö makalaus meistara- verk, Lýriskiu Svítuna eftir Berg og síðasta kvartett Schuberts, G dúr op 161. Ég hef heyrt marga leika fyrra verkið, enda er það eitt frægasta kammerverk sarnið á þessari öld (1926), en ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að það hafi aldrei hljómað svona sterkt og sannfærandi, í mínum eyrum a.m.k. Hafa þó allir almennilegir strengjakvartettar heimsins glímt við það og auðvitað margir skilað afbragðs árangri, sérstaklega man ég eftir Juilliardkvartettinum og Amadeus, og þó best vínargrúpp- unni, sem kennir sig við sjálfan Berg, en þeir hafa síðustu árin ver- ið mitt uppáhald, ekki bara í nýrri músík, heldur og ekki síður í t.d. Haydn og Mozart. En þarna voru, finnst mér a.m.k. komnir þeirra jafnokar, og fyllilega það. Þessi lýríska svíta Bergs, er risat- ónsmíð, flókin og blæbrigðarík og jafnast fyllilega hvað snertir form- galdur og tjáningarmátt við síðustu kvartetta Beethovens. Það sem tö- fraði mig sérstaklega í flutningi am- eríkananna í þessu verki, var fyrir utan hnífjafnt samspil og hreinan hljóm, hversu vel þeir náðu útúr þessu „vínarstílnum", þessum Ijúfsára saknaðarastíl (með valsinn eilífa í baksýn). En það var einnig svo margt annað, kröftugt og trölls- lega ágengt á ferðinni, að maður var sem þrumu lostinn á köflum. Miðþátturinn allegro misterioso, sem er einn mesti galdur „rað- tækni" eða „serial" tónlistar, fyrir utan að vera eitt ótrúlegasta virtú- ósstykki í kvartettlitteratúrnum, fengu hárin bókstaflega til að rísa á höfði manns. Og svo kom Schubert eftir hlé. Ég hafði aldrei heyrt þennan kvart- ett áður, því hann er lítið fluttur, líklega vegna hversu erfiður hann er og langur. Hvílík músík. Þarna er Schubert, helsjúkur, síðasta árið sem hann lifði, að gera hluti sem Brahms og jafnvel Mahler, fóru fyrst að tæpa á meira en hálfri öld seinna, og svo sannarlega ekki með þessum makalausu meistaratökt- um. Ekki var leikur kvartettsins ameríska lakari þarna og mátti svo sannarlega heyra að þetta fólk hef- ur alla stíla kvartettsögunnar, sem spannar bráðum 300 ár, á valdi sínu. Hafi Tónlistarfélagið miklar þakkir fyrir þá ómældu gleði sem þarna var veitt af rausn og myndar- skap. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.