Þjóðviljinn - 18.12.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR
Starfsmenn veitingahúsa
Viðræður við ASÍ í dag
s
Félag starfsfólks í veitingahúsum óánœgt og íhugar úrsögn úr ASI
Fulltrúar Alþýðusambandsins
og Fclags starf'sfólks í veiting-
ahúsuni munu ræðast við á fundi í
dag vcgna óánægju félagsins og
hugmynda um útgöngu þess úr
ASI. '
Að sögn Sigurðar Guðmunds-
sonar formanns Félags starfsfólks
í veitingahúsum er óánægja te-
lagsins einkum til komin vegna
þess að félagið hefur ekki átt þess
kost að gerast aðili að tölvukerfi
lífeyrissjóðanna, ASI ogfleiri að-
ila, þrátt fyrir óskir þar um.
„Við óskuðum eftir því frá
upphafi að vera með í þessu kerfi
og fá að njóta þeirrar þjónustu
sem það býður upp á, og ef ekki
finnst viðunandi lausn á þessu
máli á ég frekar von á að við mun-
um segja okkur úr ASÍ", sagði
Sigurður í samtali við Þjóðviljann
í gær.
Þessi sjónarmið félagsins
munu hafa verið kynnt þeim aðil-
um sem að tölvukerfinu standa.
Sigurður sagði í gær að það
heföi áður verið rætt af alvöru í
stjórn félagsins að segja sig úr
heildarsamtökunum og taldi að
þetta yrði tekið fyrir á aðalfundi
félagsinsíbyrjun næsta árs. Hann
nefndi einnig aö nokkur óánægja
væri vegna þess að félög starfs-
fólks í hótel og ferðaþjónustu
eiga ekki fulltrúa í miðstjórn ASÍ
og sámninganefnd. Þessi félög
eiga beina aðild að ASÍ en eru
ekki í landssamtökum.
-gg
Starfsmenn Pjóðviljans
Lifi Þjóðviljinn!
Starfsmannafundur vill aukna samvinnu
Blaðaprentsblaða án þess að Pjóðviljinn hœtti. SIS
sýnir áhuga á blaðasameiningu
Starfsmcnn Þjóðviljans vöruðu
við hugmynduin um að leggja
blaðið niður í ályktun frá fundi
sem haldinn var um hádcgi í gær í
tilefni uinræðna um samciningu
eða samvinnu Blaðaprentsblað-
anna svokölluðu, Þjóðviljans, NT
og Alþýðublaðsins.
Þetta mál var einnig rætt á
fundi starfsmanna hjá NT. Sam-
kvæmt heimildum Þjóðviljans
sagði ritstjóri NT, Helgi Péturs-
son, á þeim fundi að aðilar innan
SÍS hefðu sýnt vilja til að styðja
sameiginlegt blað, og einnig væri
uppi hugmynd urn nýtt blað án
þátttöku Þjóðviljans.
Framkvæmdastjórn Alþýðu-
bandalagsins fjallaði um þessi
efni á fundi í fyrrakvöld án þess
að ályktun væri gerð, og tekur
blaðamál fyrir aftur á fundi á
laugardag.
Fundur starfsmanna Þjóðvilj-
ans í gær var haldinn að frum-
kvæði fulltrúa þeirra í stjórn
Þjóðviljans og verður henni
kynnt ályktun starfsmanna á
fundi í dag.
Ályktun starfsmannafundarins
í gær er svona:
1. Fundurinn varur við öllum
hugmyndum um að leggja Pjóð-
viljann niður.
2. Starfsmenn hafa fullan
áhuga á að taka j)átt í viðrœðum
um aukna samvinnu milli Blaða-
prentsblaðanna.
3. Fundurinn leggttr áherslu á
að allar ákvarðanir um slíka sam-
vinnu verði teknar af stjórnendum
og starfsliði blaðanna.
-m
Þjóðviljastarfsmenn á fundi í kaffistofunni: Stjórnendur og starfslið blaðanna taki allar ákvarðanir. Mynd: E.Ol.
Konur
Samviskufangar desembermánaðar
Lágmarksiaun
verði 30 þúsund
á mánuði
Samtök kvenna á vinnumarkaöi: Nöturlegtað í lok kvennaáratugar
séu laun láglaunakvenna svo lág að vart dugi fyrir mat
Samtök kvenna á vinnumark-
aði telja að mikilvægast varð-
andi komandi kjarasamninga sé
að ná fram lágmarkslaunum sem
unnt sé að lifa af og tclja samtökin
að þau geti vart verið undir 30
þúsund krónum á mánuði. Jafn-
framt telja þau eðlilegast að krón-
utöluhækkun komi á öll laun þar
fyrir ofan. I annan stað telja sam-
tökin brýnt að ná fram vísitölu-
tryggingu launa, óskertri og mán-
aðarlega útreiknaðri.
Samtök kvenna á vinnumark-
aði héldu nýverið aðalfund sinn.
Segir í frétt frá samtökunum að
það sé nöturlegt í lok kvennaára-
tugar að ríkisstjórn sitji í landinu
sem valdi því að í neðstu launa-
flokkum sitji verkakonur sem
vart séu matvinnungar. I lok
þessa sama áratugar þurfi fjórð-
ungur einstæðra mæðra í Reykja-
vík að leita sér opinberrar að-
stoðar. Hins vegar þurfi dilli-
drengir ríkisstjórnarinnar ekki að
kvarta, sem í skjóli ríkisvaldsins
mjólki opinbera sjóði og vasa al-
mennings.
Samtök kvenna á vinnumark-
aði benda á að lægstu launaflokk-
ar í dag nái ekki 17.000 kr. á mán-
uði. Hagfræðingar geti „dúllað
sér við að finna meðaltöl, yfir-
borganir, fríðindi og sposlur ýrn-
iss konar en það breyti því ekki
að stærstur hluti kvenna á vinn-
umarkaði og einnig stór hluti
verkakarla vinnur á strípuðum
töxtum, sem bera sköpurunt sín-
um ófagurt vitni“. Síðan segir:
„Taxtar verkalýðsfélaganna eru
ekki raunveruleg viðmiðun nema
fyrir liluta launafólks og því ekki
iangt að bíða þess að verkalýðs-
hreyfingin molni í frumeindir".
í lok ályktunar Samtaka
kvenna á vinnumarkaði segir
m.a. að samtökin krefjist þess að
bónuskerfið verði afnumið, að
fiskvinnslufólki verði búið sama
atvinnuöryggi og öðru launafólki
og að konum verði strax tryggt 6
mánaða fæðingarorlof. -v.
Mannréttindasamtökin Amnesty
Intcrnational vilja vekja athygli al-
mennings á máli eftirfarandi sam-
viskufanga í desember. Jafnframt
vonast sumtökin til aö fólk sjái sér
fært aö skrifa bréf til hjálpar þessum
föngutn og sýna þannig í verki and-
stöðu sína viö aö slík
mannréttindabrot eru framin.
TIJNIS: Iieshir Essid er 42 ára gam-
all lögfræðingur sem er í haldi vegna
tveggja greina sem hann ritaði og
sendi dagblöðum í Túnis í janúar
19H4. Tilefni greinanna voru óeiröir
sem brotist höföu út í kjölfar verö-
hækkana, en stjórnvöld höföu þá ný-
vcrið lækkað niöurgreiðslur á brauði
ogöörum brýnum nauðsynjavörum. í
greinunum sínum gagnrýnir Essid
stjórnvöld fyrir þaö meö hvaöa hætti
tekið var á óeiröunum, og einnig
gagnrýnir hann stjórnarstefnuna scm
hann tclur orsök uppþotanna. Essid
var gert aö mæta fyrir dómi 22. mars
santa árs, og var þar borinn margvís-
legum sökum, s.s. að hafa talað illa
um forsctann og aðra úr ríkisstjórn,
og hvatt til manndrápa, íkveikjustarf-
semi og þjófnaöar. Einu sönnunar-
gögnin sem lögð voru fram þessu til
stuðnings eru greinarnar tvær, cn í
þeim er hvergi hvatt til ofbeldis. Þrátt
fyrir það var Essid dæmdur sekur, og
hlaut tveggja ára fangelsisvist, en
dómnum var breytt í eitt ár við áfrýj-
un til Hæstaréttar.
KÍNA: Xu Wenli ritstýrði til skamms
tíma vinsælasta óháða dagblaðinu
sem gefið var út í norðurhluta Kína,
April Filth Tribune, en þaö hætti út-
gáfu vorið 1980 vegna þrýstings frá
stjórnvöldum. Xu Wenli hélt þó
áfram ritstjórn tveggja lítilla blaða,
og aðstoðaði við dreifingu frétta-
bréfs, Study Bullettin. Hann var
dæmdur í 15 ára fangelsi í júní 1982
fyrir „andbyltingarsinnuð" lögbrot
sem tengjast starfsemi hans við út-
gáfu og santbandi lians við ritstjóra
annarra óháðra tímarita. Xu Wenli
var unt marga mánaða skeiö haldið
langdvölum í klefa sínum, og sá dags-
Ijós aðeins cinu sinni til tvisvar í mán-
uði. Eftir aö hann var dæmdur er
hann einn í klefa scm er aðcins 2m2.
Að eigin sögn er hann vel hraustur,
en óttast að bíða andlegt tjón af lang-
varandi einangrun.
S-AERIKA: Mhulelo Goniwe er
framámaður í hverfissamtökum
svertingja í austurhluta Höfðaborgar
(Cradoek Resident’s Association,
CRADORA). Hann hefur verið í
haldi án dóms eöa ákæru síðan 25.
júlí, mcðskírskotun til ncyðarlaga frá
20. júlí. Þau gefa öryggislögreglunni
frjálsar hendur viö fangelsun og yfir-
hcyrslur, og leysir hana undan þeirri
kvöð að þurfa að svara til saka fyrir
mistök sem hana gætu hent við emb-
ættisverkin. Talið er að Goniwe hafi
hlotið iila meðferð í fangavistinni, og
er m.a. sagöur hafa gat á hljóðhimnu.
Mbulelo Goniwe sat cinnig inni án
ákæru cða dóms í 6 mánuði á síðasta
ári, ásamt þreniur öörum framá-
ntönnum hverfissamtakanna. þ.á m.
formanninum, Matthew Goniwe,
frænda Mbulelo. 28. júní í ár voru
Matthew Goniwe og 3 aðrir framá-
menn í CRADORA (sem hefur sam-
vinnu við ýmis samtök andstæð apart-
heid stefnunni) nuntdir á brott og
myrtir. Sterkur orðrómur er á kreiki
um að „dauðasveit” sú sem ber
ábyrgð á glæpnum sé runnin undan
rifjum stjórnarinnar, en hún afneitar
allri hlutdeild að málinu.
Þeir sent vilja leggja málum þess-
ara fanga lið nteð bréfaskriftum eða
áskrift póstkorta, eru vinsamlegast
beðnir að hafa samband við skrifstofu
íslandsdeildar Amnesty, Hafnar-
stræti 15, Reykjavík, sími 16940.
Skrifstofan er opin frá 16.00-18.00
alla virka daga.
Miðvikudagur 18. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3