Þjóðviljinn - 18.12.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.12.1985, Blaðsíða 1
Eimskip Davíð studdi einokun Eimskip fœr hafnaraðstöðu Hafskips. Davíð Oddsson mœtti sjálfur áfund hafnarstjórnar til að tryggja málið. Engin tryggingfyrir tekjum. Skilyrði afhálfu Eimskips fyrir kaupum á eignum Hafskips að hafnaraðstaðanfylgi. Eimskipafélagið gerir það að skilyrði fyrir kaupum sínum á þrotabúi Hafskips að félagið fái í Bóksala Indælt sbíð 0, þetta er indælt stríð! Efst á sölulista Þjóðviljans í blaðinu í dag eru fjórar bækur um stríð: landhelgisstríð, pólitískt stríð, njósnir og heimsstyrjöld: Guð- mundur skipherra, Vilmundur Gylfason, MacLean og Þór Whitehead. Vinsælastir höfundar barna- og unglingabóka samkvæmt Þjóð- viljalistanum: Eðvarð Ingólfs- son, Guðrún Helgadóttir og Andrés Indriðason. Nánar í tólf síðna bókakálfi í blaði dagsins. Sjá síður 7-18 Kvótinn og AB Skúli Alexandersson þingmað- ur Vestlendinga hefur mótmælt breyttri afstöðu flokksbræðra sinna til kvótans með úrsögn úr iðnaðarnefnd efri deildar. Sjá bls. 5 6 dagar tiljóla! Teikning: íris 6 ára, dagheimilínu Hálsakoti, Reykjavík. JÓl Rjúpur til Þýska- lands 175 krónur stykkið. Fokin tilfjalla „Við erum byrjaðir að selja rjúpurnar alla leið til Þýska- lands" sagði Pétur Pétursson í Kjötborg Péturs á Laugavegin- um. „Þetta er nú rétt svona til prófunar, cn þvskaranum hefur smakkast rjúpan bara vel, held ég.“ „Innanlands erum við búnir að selja einar 2300 rjúpur og stykkið kostar 175 krónur. Veiðin var nokkuð góð í byrjun tímabilsins, en svo fauk hún til fjalla vegna veðurs“, sagði Pétur. „Veiðin hefur þó verið að glæðast undan- farið og þetta lítur nokkuð vel út“. Mynd: Sig. IH. sínar hendur umráðarétt yfir fyrrum athafnasvæði Hafskips við austurbakka hafnarinnar. Þar með fær Eimskip einokun á nær allri hafnaraðstöðu í Reykja- vík. Davíð Oddsson borgarstjóri styður þessa kröfu Eimskips og fylgdi því fast eftir að hafnar- stjórn gekk frá samningi við Eim- skip sl. föstudag um leigu á austurbakkanum fram til ársins 1991. Það er til marks um hinn mikla stuðning Davíðs við málið, að hann sat sjálfur fund hafnar- stjórnar til að fylgja málinu eftir, en sækir að öðru jöfnu slíka fundi sjaldan. Þegar svo gengið var frá samningnum sendi hann borgar- ritara í sinn stað, en það er nánast einsdæmi að borgarritari komi á fundi hafnarstjórnar. Gunnar Guðmundsson hafnar- stjóri sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær að menn hefðu vitað um skilyrðin af hálfu Eimskips. „Það kom ekki fram neitt skriflegt plagg um það en ég held að flestir hafi haft einhverja vitneskju um að slíkt atriði var inni í mynd- inni“, sagði Gunnar. í samningnum skuldbindur Eimskip sig til að nýta vöru- geymslur Hafskips sem mest þannig að tekjur hafnarinnar skerðist sem minnst. Aðspurður hvaða tryggingu hafnarstjórn hefði fyrir því að verða ekki fyrir tekjumissi vegna þessa samnings sagði hafnarstjóri að sú trygging væri ekki önnur en orðalag samn- ingsins. Eigendursmærri skipafé- laga bentu á, í spjalli við Þjóðvilj- ann, að þessi samningur myndi að öllum líkindum þýða tekjutap fyrir Reykjavík, þar sem minni skipafélögin myndu sækja til Hafnarfjarðar með sína flutn- inga. Mikil reiði er meðal margra stórra innflytjenda og eigenda minni kaupskipafélaganna, en þessir aðilar höfðu óskað eftir því við hafnarstjórn að fá til umráða athafnasvæði Hafskips. Guðmundur Þ. Jónsson, borg- arfulltrúi sat einn hjá í hafnar- stjórn við afgreiðslu ntálsins, og kvaðst hafa varað mjög sterklega við þeirri einokunaraðstöðu sem samningurinn byði Eimskip upp á. ->g- Fjölmiðlarisinn Sex milljónir í ísfilm Hlutafé borgarinnar aukið úr2 miljónum í8. Davíðfœr umboð til að veita lán til hlutafjáraukningar og jafnframt til að selja hlut borgarinnar Borgarráð samþykkti í gær að veita borgarstjóra umboð til að auka hlutafé borgarinnar í ís- film hf. í allt að 8 miljónir en sem stendur er hlutafé borgarinnar í fyrirtækinu 2 miljónir. Borgarstjóri bar fram tíilögu um þetta á borgarráðsfundi í gær og var hún samþykkt með þrem- ur atkvæðum gegn einu atkvæði Sigurjóns Péturssonar fulltrúa Abl. Þetta er þó ekki endanleg samþykkt þar sem taka verður málið fyrir í borgarstjórn á morg- un en gera verður ráð fyrir að meirihlutinn þar samþykki engu síðar en borgarráð. Enn fremur var samþykkt tillaga borgarstjór- ans um að honum yrði heimilað að veita bráðabirgðalán upp í hlutafjáraukningu ef eftir því verður leitað. Þá var samþykkt samhljóða að heimila borgarstjóra að bjóða hluta hlutafjár eða allt til sölu til fyrirtækja eða einstaklinga í sam- ræmi við samþykktir Isfilm hf. Þessi tillaga er efnislega sam- hljóða tillögu Sigurðar E. Guð- mundssonar Alþýðuflokki sem hann lagði fram á síðasta borgar- stjórnarfundi. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig borgarstjóri hyggst not- færa sér þetta umboð, en telja verður líklegt áð hann ntuni auka hlutafé borgarinnar í fyrirtækinu, sem er sameign Morgunblaðsins, Sambandsins, Almenna bókafé- lagsins, borgarinnar o.fl. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.