Þjóðviljinn - 18.12.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.12.1985, Blaðsíða 11
BÆKUR Táningaástir Steinunn Jnhannesdóttir. Flautun og vindurinn. Unglingasaga. Teikningar eftir Valgarð Gunnars- son. Námsgagnastofnun 1985. Þessi saga er Dagur í lífi ung- linga. Þau þekkjast svosem ekk- ert, Hlynur og Asta, þótt þau séu í sama bekk og hafi kannski verið pinkupons skotin hvort í öðru. En einn vetrarmorgun eru þau á leið í skólann og það hefur skollið á feiknarlegur bylur og Hlynur bjargar stúlkunni úr hásk.a (að því er þeim finnst báðum) . Þau leita skjóls heima hjá honum og eru þar saman yfir daginn. Hann úr skilnaðarfjölskyldu og mamma hans á ekki fyrir síma- reikningum, hún úr „vernduðu umhverfi” eins og sagt er, þekkir útlönd, lærir að spila á flautu. Og í storminum spilar hún fyrir hann á flautuna, og þótt honum finnist náttúrlega fyrirfram, að hennar tónlist sé asnaleg, þá gerist samt eitthvert undur í samspili Ástu og stormsins úti fyrir og ástin grípur unglingana sinni sterku en þó mjúku hendi. Þetta er einkar geðþekk saga. Roskinn jálkur fær ekki beturséð en þau Ásta og Hlynur tali ofur eðlilegt mál, sem hæfir þeirra kynslóð en greinist um leið sund- ur að nokkru vegna þess að þau koma ekki úr samskonar smá- heimum. Þegar að því kemur að þau geri kannski eitthvað það sem aldrei hefur verið áður gert er farið með þann indæla háska af smekkvísi og án pentpíuskapar. Það tekst líka að gera það eðlilegt þegar stúlkan og óveðrið samein- Steinunn Jóhannesdóttir ast um að opna um stund hlustir stráksins Hlyns fyrir öðrurn tón- urn en hann hingað til hafði verið reiðubúinn að hleypa inn um eyrun. Það kemur vel og skýrt fram að ævintýrið hefur komið inn í heldur leiðinlegan hvunn- dagsheim drengsins, en þess er líka gætt að stilla væntingum í hóf. Þau Ásta ætla að hittast aft- ur. En hvað svo? Sagan hefur hlotið viðurkenn- ingu í samkeppni Námsgagna- stofnunar fyrir lesefni á léttu máli. Steinunni tekst bara vel að komast hjá leiðinlegum afleið- ingum þeirrar sjálfsritskoðunar sem slíkur rammi setur. Hitt er svo dapurlegt, að rnenn skuli telja þörf á því að skrifa bækur á ■sérstaklega „léttu lesmáli" fyrir þennan aldurshóp. En lestrar- örðugleikar færast víst ofar og ofar upp aldurstréð og þá er víst eins gott að hafa eitthvert hent- ugt lesefni til að vísa á sem engum verður til skammar. -ÁB Náttúrufrœðingurinn Húsamaurar oa halastjörnu Náttúrufræðingurinn, tímarit hins íslenska náttúrufræðifélags, er kominn út. Að vanda flytur hann forvitnilegar greinar um náttúrufræði, I grein Ólafs Karvels Pálssonar um fæðu botnlægra fiska við ís- land kemur m.a. framj að loðna er um 30% af heildarfæðu þorsks hér við land. Þá er það athygli vert, að fæða þorsks, sem er stærri en I m, er allt að 21% yngri þorskar. Vera kann, að þess hátt- ar „sjálfrán" hafi áhrif á nýliðun stofnsins. Þorskurinn heyr því harða baráttu við fiskimenn um mikilvæga fiskistofna. „Fylgst með landselum í látr- um" heitir grein eftir Erling Hauksson. í Ijós kom m.a. að sel- irnir halda tryggð við ákveðinn stað og koma aftur og aftur og liggja jafnan á sömu steinunum. Þá eru þrjár stuttar greinar í ritinu. Árni Hjartarson segir frá halastjörnu Halleys, sem heimsækir nágreinni jarðar á 76 ára fresti og getið er oft um í ís- lenskum annálum frá 1066. Ág- úst H. Bjarnason skrifar um fléttutegund, sem fannst fyrst hér á landi í 58 ára gömlu hrauni ini á Landmannaafrétti 1971 og Ingi- björg Kaldal lýsir gjóskugígunum Vatnaöldum á Tungnaáröræfum í máli og ntyndum. Að lokum er ýtarleg grein urn húsamaur eftir Erling Ólafsson og Sigurð H. Richter. Maurinn hefur víða orðið rneiri háttar plága í híbýlum manna einkum í Reykjavík. Maurarnir lifa aðal- lega þar, sem skolplögn undir húsum er úr lagi færð og getur það kostað mikið rask á íbúð og högum fólks að útrýma þeim. Þetta er m.a. eitt af þeim at- riðum, sem kaupendur íbúða ættu að athuga vandlega og geta þeir stuðst við kort, sem fylgir greininni. Náttúrufræðingurinn er til sölu á Náttúrufræðistofnun íslands, Laugavegi 105 og þar geta menn einnig gerst áskrifendur að ritinu, sem kemur út fjórum sinnum á ári. Ritstjóri er Árni Einarsson líffræðingur. Húsamaur - vængjuð drottning TÓTA TÆTUBUSKA Skemmtileg og nýstárleg barnabók Höfundur texta er Kamma Laurents, en hinn kunni danski listamaður R. Storm-Petersen teiknaði myndirnar. íslenski textinn er eftir Stefán Júlíusson. Léttar vísur undir alkunnu lagi. Tóta tætubuska verður börnum kærkomin bók, þau munu hlusta á hana, lesa hana og syngja aftur og aftur. Bókaútgáfan Björk. Tóta tætubuska er tindilfætt og smá. Hún er frek og handóð og heimtar allt að fá. Dularfult, spennandi, fyndin, óhugnanleg, æsandi, upplýsandi. Saga Halldórs Guðbrandssonar menntaskóianema er allt þetta og ýmislegt fleira

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.