Þjóðviljinn - 18.12.1985, Blaðsíða 10
B4EKUR
Pétur Gunnarsson:
Sagan öll
skáldsaga
Punktar 1985
„Hann fann sársaukann viö
eyrað, svo öxtina og um leið og
hann féll - þungt högg á hnakk-
ann." - Pannig endar sagan Per-
sónur og leikendur, síðasta
Andrabókin á undan þessari. Og
þegar þessi hefst er Andri kom-
inn eftir einhverjum leiðum til
Kaupmannahafnar í hippastand
og byltingarbrölt sem auðvitað er
aðallega hanaslagur milli strák-
anna uni snjöllustu síteringarnar.
Ekki orð um Hemingway, hvergi
minnst á Laxness, Steins Elliða-
gervið gleymt. Andri er ævinlega
í deiglunni, alltaf þar sem kyn-
slóðin hópaðist saman.
Fljótlega er skilið við Andra
með júdókonu á hælunum og þá
upphefur mál sitt maður sem tal-
ar í fyrstu persónu unt Bylgju og
Hring og furðar sig á því að hann
skuli aldrei muna neitt. Þetta er
Guðmundur Andri. Okkur skilst
að hann talar úr samtímanum,
hann er menntaður sagnfræðing-
ur, sem er kaldhæðnislegt í ljósi
minnisleysisins og hann leggur
sinn skerf til heimilisins með því
að annast litla strákinn og vélrita
handrit, (á einum stað er hann til
dæmis að eigin sögn að vélrita
heldur á penna, maður sem
skynjar ekki tímann sem sam-
fellda röð tengdra atvika, verður
allt þokukennt, draumkennt og
um leið verður frásögnin ljóðræn
og angurvær. En Guðmundur
Andri er fyrirmyndin að Andra
og er þá komin ný vídd í verkið.
Skáldverk er veruleiki byggður á
veruleika, en hér er sá veruleiki
byggður á veruieika byggðum á
enn öðrum veruleika. Eða var
það öfugt? Og hugsanlega er hér
lærdóma að hafa um það hvernig
skáldverk verður til: Guðmundur
Andri á til dæmis fjögur systkini
sem breytast í aðeins eitt í sögu
Andra, enda er það einfaldara og
þægilegra í meðförum.
Hann er kallaður Manni. Það
má tengja krakkamáli. Sjái
krakkar mann úti á götu sem þeir
eiga erindi við og hann er ekki
lögga kalla þeir „hei manni!“ Þeir
upplifa viðkomandi persónu án
nafns, stöðu eða einkenna.
Manni er að sumu leyti í svipuð-
um aðstæðum, hann veit ekki
gjörla hver hann er. Hann er for-
tíðarlaus, líf hans allt er getgáta,
hann hefur ekkert gervi. Tíminn
vill ei tengja sig við hann frekar
en Jónas.
Frásögn Guðmundar Andra er
fleyguð af þeirri sögu sent rithöf-
undur úti í bæ hefur skapað úr lífi
Að vera
hrœddur
íheiminum
Pétur Gunnarsson; „teiknarlega myndvís og litríkur"
skáldsögu - hvaða skáldsaga
skyldi það vera?) Hann man
glefsur úr eigin lífi og styðst við
dagbókarslitur þegar hann reynir
að átta sig á lífi sínu. Mynd kvikn-
ar af mynd: hann segir frá for-
eldrum vinum og systkinum,
minnist í framhjáhlaupi á ýmis
atvik úr lífi sínu og reyni lesandi
að raða þessu saman í einhvers
konar heildarmynd kæmi senni-
lega í ljós að sagan af Andra Har-
aldssyni byggirað verulegu leyti á
lífi Guðmundar Andra, þó ekki
öllu. Pannig er nærtækt að rekja
minnisleysið til höfuðhöggsins en
sökum þess að minnislaus maður
hans, sögunni af Andra og
Bylgju. Þau gera ýmislegt sem
GUÐMUNDUR A.
THORSSON
telja verður týpískt fyrir kynslóð-
ina, eru í bakpokaferðalögum um
exótísk lönd, fara út á land að
kenna eftir að hafa gefist upp á
baslinu í Reykjavík, en skyndi-
lega og næstum því harkalega er
þessi saga stöðvuð. Andri er tek-
inn fastur fyrir hassneyslu, hann
stígur upp í flugvél með rann-
sóknarlögreglunni, hann heyrir
táning blístra ofan í tóma flösku
Óðinn til gleðinnar, fer að hlæja
og hverfur þannig úr frásögninni
og á aldrei afturkvæmt þangað:
„Vélin kom hart niður.“ (204)
Það er við hæfi að Andri Haralds-
son skuli kveðja íslenskar bók-
menntir með hlátri.
Kannski deyr hann þarna.
Auðvitað deyr hann lesanda og
skapara sínum í þeim skilningi að
hann er á braut úr frásögninni -
Róóómantík
Fjórða hefti Tímarits Máls og
menningar, útkomið nýlega, er
helgað rómantík og rómantískum
skáldum í tilefni af því, að hálf
önnur öld er liðin frá því annað
tímarit um mál og mcnningu kom
fyrst út, nefnilega Fjölnir.
Kristján Árnason bókmennta-
fræðingur skrifar grein um Raun-
ir Werthcrs unga eftir Goethe,
Guðmundir Andri Thorsson um
Jónas Hallgrímsson, Gunnar
Karlsson sagnfræðingur um róm-
antík og þjóðernisstefnu, Þórir
Óskarsson um Bencdikt Gröndal
og birt er Ævintýr af Eggerti Glóa
eftir Ludwig Tieck sem þeir Jón-
as Hallgrímsson og Konráð
Gíslason þýddu í fyrsta hefti Fjöl-
nis fyrir hálfri annarri öld.
Af rómantísku tagi eru einnig
greinar þeirra Helga Grímssonar
um Ijóðagerð Einars Braga og
Ástráðs Eysteinssonar um hina
frægu bók breska sagnameistar-
ans John Fowles: Ástkonu
franska lautinantsins. Og enn má
nefna tvær greinar í heftinu: Ing-
unn Ásdísardóttir skrifar Yfirlit
yfír íslensk atvinnuleikhús á liðnu
leikári og Ágúst Georgsson segir
frá munnmælasögum í Hvalfirði
sem tengjast erlendri hersetu þar
um slóðir.
Ljóð í Tímaritinu eru eftir Ingi-
björgu Haraldsdóttur, Stefán
Flörð Grímsson, Thor Vilhjálms-
son, Kristján Árnason, Gunnar
Harðarson, Þórunni Valdimars-
dóttur. Braga Ólafsson og Magn-
ús Gezzon.
hvað sem því líður kallast þessi
„sögulok" á við hin raunverulegu
sögulok þar sem Guðmundur
Andri er nýbúinn að missa föður
sinn og dauðinn setur mark sitt á
frásögnina. Þeir feðgar eru stadd-
ir á tónleikum þar sem Bylgja
syngur Óðinn til gleðinnar; þetta
máttugasta ákall tónbókmennt-
anna til lífsins og hlátursins er
þannig vafið saman við dauðann.
Guðmundur Andri og Hringur
sonur hans eiga sammerkt að
vera „hræddir í heiminum." (73)
Persónur og leikcndur endaði á
nístandi líkamlegum sársauka,
hér logar allt af innri sársauka;
/.../Við þurfum að búa okkur
til Á HVERJUM DEGI! Það er
alltaf verið að breyta handritinu.
Gervið gengur í sífellu úr sér og
endurnýjast illa. Maður er kann-
ski hálfan daginn að snúa sér í
gang. Alltaf að búa sig til, getur
aldrei verið í eitt skipti fyrir öll, á
sífellt á hættu að rakna í sundur í
áliti sjálfs sín og annarra. Inni í
mér eru uppsprettur af óöryggi
sem gætu gert alla New York vit-
lausa." (269)
Alltaf þegar kerfið kemur við
sögu er það til ama: fruntalegir
lögreglumenn við dánarbeð
föðurins, inntakssnautt ritúalið
við jarðarförina. Reykjavík er
köld og grá og fólkið ært af
neysluhyggju. - „Maðurinn er
eftirlíking af fölsun.“ (215). Og:
„Við vorum musteri án innihalds,
það hafði verið innréttað í okkur
trú, en innihaldið var farið.“
(273) - Á eftir þessum nöturlegu
orðum kemur svo lokasetning
bókarinnar: „þú fylltir þennan
kaida geim af Iífi.“ Sá ávarpaði er
Hringur sonur sögumanns og
þannig lokast sagnabálkurinn
eins og hann hófst með Punktin-
um: á því að hylla bernskuna,
sakleysið, trúnaðartraustið, ím-
yndunaraflið, hæfileikann til að
skynja að liver dagur er splunk-
unýr dagur. Á samfelldum óði til
gleðinnar.
Persónur Péturs eru ekki þjóð-
leikhúskjallaralið heldur umtram
allt fjölskyldufólk, pabbi mamma
barn og rúgbrauð. Gamall Bing
Crosby söngur verður nokkurs
konar viðlag við þessa fjölskyldu-
sælu þrátt fyrir allt og allt - Ánd I
seem to find the happiness I seek/
when we’re out together dancing
cheek to cheek. Eiginlega er
þetta fjölskyldusaga, annað
hvort frumgerð af sögunni um
Andra, og þá sú rétta útgáfa, eða
hin æskilega útgáfa, það sem
hefði getað orðið ef Ásta og Har-
aldur hefðu lafað saman. Þetta
hjónaband er erfitt en fólkið á
samt eitthvað saman og heldur
þannig ákveðinni reisn; aftur og
aftur koma Iýsingar á sambandi
foreldra og barna - Hringur er
innsiglið það sem bindur og
sennilega er það þegar öllu er á
botninn hvolft styrkur Guð-
mundar Andra en ekki veikleiki
að þjást af minnisleysi því fyrir
vikið á hann auðveldara en ella
með að upplifa með syni sínum
nýjar og nýjar furður hvunndags-
ins.
Sagan öll er miklu lengri en
fyrri bækurnar í Andraflokknum,
miklu flóknari í byggingu, á
margan hátt lokaðra verk en hin-
ar fyrri sem byggðu margar á
óvæntum og sniðugum lýsingum
á sameiginlegri reynslu allra.
Sem fyrr einkennist stfll Péturs
nokkuð af metnaði til að troða
víðernum í litla málsgrein, segja
allt sem máli skiptir með einu
leiftri. Hann er feiknarlega
myndvís og litríkur en sú angur-
værð sem mjög hefur aukist frá
fyrri bókunum veldur því að hann
kemur ekki alveg jafn glað-
hlakkalega í fangið á okkur.
Kannski má finna að því að hug-
leiðingar Péturs um hvunndags-
lífið verði á stundum langdregn-
ar, hversdagsleikinn verði dauf-
legur þrátt fyrir orðfimi. Þessi
bók er samt sem áður landvinn-
ingur fyrir Pétur Gunnarsson.
En hver er Guðmundur
Andri?
10 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 18. desember 1985
t 4 4.4 4 4 4 G 4 4 i
► é'ér4v4 4'li*4'4 4’4’'6'4 4'Hl‘'4 4’4t’t' 4'*'4'é*6'44é'4'é'é*4'4'* i