Þjóðviljinn - 18.12.1985, Blaðsíða 6
Austurbefgi5 109Fteykjavik Island simi75600
Frá Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Skólaslit veröa í Bústaöakirkju föstudaginn 20. des-
ember og hefjast kl. 16.00.
Viö skólaslitin veröur þess sérstaklega minnst aö tíu
ár eru liðin frá því Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hóf
starfsemi sína haustiö 1975.
Skólaslitin taka bæði til Dagskóla F.B. og Öldunga-
deildar. Allir nemendur er lokiö hafa áfangaprófum
eöa lokaprófum eiga aö koma á skólaslitin og taka á
móti prófskírteinum.
Foreldrar, ættingjar, eldri nemendur svo og aörir vel-
unnarar skólans eru velkomnir á skólaslitin.
Skólameistari
Tilkynning frá
Póst- og símamála-
stofnuninni
Talsambandiö viö útlönd verður lokaö fyrir handvirka af-
greiðslu frá kl. 15.00 á aðfangadag til kl. 13.00 á jóladag og
frá kl. 15.00 á gamlársdag til kl. 13.00 á nýjársdag.
Sjálfval til útlanda veröur opið meö eölilegum hætti og er
símnotendum bent á að upplýsingar þar aö lútandi eru á bls.
15 - 17 í símaskránni.
Lestu
aðefrs
stíórnarbloðfr?
DJðDVIUINN
Höfuömálgagn
stjórnarandstöðunnar
Áskriftarsími (91) 681333
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Raf-
magnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboöum í 132 kw
jarðstreng.
Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi
3, Reykjavík.
Tilboðin veröa opnuð á sama staö, þriðjudaginn 4.
febrúar 1986 kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORCAR
Frikifkjuvegi 3 Simi 25800
Unnusti minn, sonur okkar og bróöir
Þórður Harðarson
Hábergi 24
lést að kvöldi 15. desember s.l.
María Jónsdóttir
Hörður Þórðarson
Sigríður Sóley Magnúsdóttir
Margrét Harðardóttir
Helga Magnea Harðardóttir
Inga Mjöll Harðardóttir
Hrönn Harðardóttir
Hörður Harðarson
Svanur Magnússon
Hafliði J. Hafliðason
Guðný Harðardóttir
Hermann Bjarnason
Svanhildur Ó. Harðardóttir
Að gefnu tilefni
Gísli Örn Lárusson skrifar
Undanfarið hefur Reykvísk
Endurtrygging hf. dregist inn í
umræður um Hafskips/Útvegs-
bankamálið. Hefur verið látið
liggja að því að fjármunir hafi
verið færðir milli þessara fyrir-
tækja á óeðlilegan hátt og jafn-
framt að bruðls hafi gætt í starf-
semi félagsins.
Vegna þessa vil ég koma eftir-
farandi á framfæri.
Saga í hnotskurn
Reykvísk Endurtrygging var
stofnuð árið 1972 í tengslum við
Almennar Tryggingar hf. og var
hlutverk hennar, eins og nafnið
bendir til að annast svonefndar
endurtryggingar, þe. að tryggja
tryggingafélög á alþjóðlegum
markaði og dreifa þannig áhættu.
Árið 1978 rofnuðu tengsl við
Almennar Tryggingar og árið
eftir var félaginu sniðinn nýr
stakkur og lögð áhersla á að sér-
hæfa það í frumtryggingum fyrir
fyrirtæki og stofnanir. Var starfs-
leyfi vegna þeirra veitt árið 1980.
Síðan hefur mikil gróska verið í
starfsemi félagsins, sem best sést
á því að iðgjöld til þess hafa 25-
faldast, enda hafa starfsmenn
þess lagt inn á margar nýjar
brautir í tryggingarstarfsemi.
í ársbyrjun 1981 urðu eigenda-
skipti á nokkrum hluta hlutafjár
og jafnframt voru gefin út ný
hlutabréf. Þá urðu þeir Björgólf-
ur Guðmundsson og Ragnar
Kjartansson hluthafar, ásamt
eiginkonum sínum. Hvor hjónin
um sig eiga 18,5% hlutafjár.
Hluthafar eru alls átta.
Viðskipti
við Hafskip hf.
Árið 1980 ákváðu stjórnendur
Hafskips að leita eftir vátrygging-
um á skipum félagsins erlendis,
vegna þess hve þeim þóttu ið-
gjöld há hér á landi. Þann hátt
hafa t.d. stærstu aðilar hérlendis í
millilandasamgöngum haft á um
árabil.
1981 tókst Reykvískri Endur-
tryggingu að ná mjög hagstæðum
samningum við franskt trygg-
ingafélag og var með því unnt að
lækka tryggingariðgjöld Hafskips
um 50%. Varð það þá úr að Haf-
skip fól, eftir stjórnarumfjöllun,
Reykvískri Endurtryggingu að
annast milligöngu þessara trygg-
inga og hefur sá háttur haldist síð-
an.
Mjög strangar kröfur eru gerð-
ar á erlendum tryggingamarkaði
um greiðslu iðgjalda og fellur
vátrygging niður sé iðgjald ekki
greitt innan tíu daga frá gjald-
dögum, sem í þessu tilviki eru
ársfjórðungslegir. Reykvísk
Endurtrygging hefur greitt ið-
gjöld Hafskips á þessum gjald-
dögum, en skipt iðgjaldinu niður
í innheimtu hjá Hafskip í
mánaðar- og/eða vikulegar
greiðslur.
Hefur verið beitt fyllsta að-
haldi í innheimtu iðgjalda, ella
hefðu skip verið óvátryggð og
veðhafar þar með verið réttlausir
ef tjón hefði borið að höndum.
Verður tæplega séð með hvaða
rökum er unnt að álasa Reyk-
vískri Endurtryggingu fyrir að
hafa þessi mál á hreinu.
Skipatryggingar Hafskips voru
langstærsti tryggingarflokkurinn
í viðskiptum félaganna, en auk
þeirra annaðist Reykvísk Endur-
trygging gámatryggingar, eina
ábyrgðartryggingu og slysatrygg-
ingar nokkurra starfsmanna.
Engin önnur viðskipti voru milli
félaganna.
Hafskip fól Reykvískri Endur-
tryggingu engar vátryggingar,
nema sýnt væri fram á lægri ið-
gjöld en annars staðar voru í
boði. Tryggingaflokkar Hafskips
munu alls vera 32 og annaðist
Reykvísk Endurtrygging aðeins 4
þeirra.
Þess má einnig geta að trygg-
ingaiðgjöld Hafskips eru tæp
18% af heildariðgjaldatekjum
Reykvískrar Endurtryggingar,
enda tryggja um 250 fyrirtæki
starfsemi sína og eignir hjá fé-
laginu og hafa iðgjöld aukist um
70% á því ári sem nú er að líða.
Líftryggingar-
féiagið Vörður hf.
Allt frá árinu 1983 hafa stjórn-
endur Reykvískrar Endurtrygg-
ingar hugað að þeim möguleika
FRÁ LESENDUM
að taka upp líftryggingar. Sam-
kvæmt íslenskum lögum verður
að reka líftryggingastarfsemi sér-
staklega og annast líftryggingafé-
lög því engar aðrar tryggingar en
slysa- og líftryggingar. Onnur
tryggingafélög sem hafið hafa
líftryggingar, hafa því stofnað
dótturfélög sem annast þær, eins
og alkunna er.
Þann 1. desember 1984 var
Líftryggingafélagið Vörður
stofnað af Reykvískri Endur-
tryggingu, hluthöfum og starfs-
fólki. Starfsleyfi fékk í maí 1985
og er félagið nú að hefj a starfsemi
sína. Engar greiðslur hafa farið
fram milli Hafskips og Líftrygg-
ingafélagsins Varðar.
Staðarstaður hf.
Að ráði löggilts endurskoð-
anda var stofnað sérstakt hlutafé-
lag um húseignina Sóleyjargata
1, þegar Reykvísk Endurtrygging
fluttist þangað í haust. Meginá-
stæðan fyrir því var sú, að ekki
þótti rétt að binda sjóði félagsins í
fasteign, enda hefur verið uppi
ágreiningur milli tryggingafélaga
og Tryggingaeftirlitsins um skyld
mál.
Kaupverð hússins Sóleyjargata
1 var 9,5 milljónir króna og eru
kaupin fjármögnuð með lánum
frá seljanda og lánastofnunum.
Getur þetta tæplega talist óhóf-
lega dýr vinnustaður fyrir fyrir-
tæki í örunr vexti með átta manns
í vinnu, en Reykvísk Endurtrygg-
ing leggur á það áherslu að vel
fari um starfsmenn hennar og
viðskiptavini.
Á hinu háa Alþingi íslendinga
hefur mönnum orðið tíðrætt um
flóðlýsingu hússins. Hljóta þeir
þingmenn sem vaskast hafa
gengið fram í þeirri umræðu, að
hafa fremur áhyggjur af kostnaði
við slíka lýsingu, en því hvort úti-
ljós fellur ofanfrá eða neðanfrá á
húsið.
Þeim til hugarhægðar skal það
upplýst að ljósaútbúnaður, sem
er einn lampi, kostaði 5.000,-
krónur.
Gísli Örn Lárusson, er forstjóri
Reykvískrar Endurtryggingar.
Oheillaspor
Varla fer það milli mála að
mesta óheillaspor í sögu þjóðar-
innar stigu þeir er kölluðu amer-
íska herinn hingað. Þar var við
menn að semja sem sviku þau lof-
orð er gáfu jafn fljótt og þau voru
gefin. Því var hátíðlega lofað að
herinn færi úr landi strax og stríði
lyki en þeir sátu samt og er
minnst var á brottför svöruðu
þeir: „Það er stríð í Asíu”, og þeir
sitja enn. Nú eru þeir, auk Kefla-
víkurstöðvarinnar, víðsvegar um
og taka land undir hernaðarbrölt
sitt. Vígahreiður á landi og grafin
í jörð, hafnir og olíugeymslur. fs-
lenskt land er lagt undir amerískt
hernaðarbrjálæði og yfirráð og
fylgja því ómæld amerísk áhrif.
Minntust menn, er þessir at-
burðir gerðust, ummæla Einars
Þveræings er hann svaraði beiðni
Noregskonungs um Grímsey, en
hann svaraði: „Þetta gerðum við
ekki oss einum heldur og öllum
örfum okkar”. En þeir sem
glöggir eru á peningalykt fundu
fljótt lyktina af þessu máli og
stofnuðu aðalverktaka sem grætt
hafa ógrynni milljóna á skítverk-
um fyrir herinn. Úm allt land nást
inn stórtekjur af þjónustu við
herinn og stutt er í að land okkar
verði aðeins eitt amerískt víga-
hreiður.
Ó þjóð mín, sérðu ekki hve óð-
fluga stefnir að því að við verðum
bara leppur sem Bandaríkin
troða á?
Nú stendur til að veita Banda-
ríkjunum part af okkar landi, á
Norðausturlandi. Hafa þeir
þarna norður frá staðið á móti því
en nú berast þær fréttir að verið
sé að stofna fyrir norðan félag,
ekki til að verja sitt land í þeim
tilgangi að verja landið yfirgangi
mesta herveldis í heimi, heldur til
að hjálpa hernum við landnámið
og þiggja dali ameríska fyrir. Þar
fer einn hluti landsins enn í klær
útlendinga. Hvenær fæst hann
aftur? Geta skítugir amerískir
dalir bætt það? Mér er það einnig
áhyggjuefni hversu starf utan-
ríkisráðherra virðist vera hallara
undir amerísk sjónarmið en ís-
lensk. Líttu upp þjóð mín og
sjáðu hvað ameríski herinn
grefur sundur landið og sprengir
kletta til að búa sér byrgi, til að
skríða í þegar atómregnið dynur
yfir. Sem betur fer eru þeir jafn
óvarðir þar og þjóðin sem lifir
enn óvarin þegar helregnið sem
þeir kalla yfir okkur dynur yfir.
Ó þjóð mín, opnaðu augun og
gerðu þér grein fyrir því hversu
dýru verði þessi hergróði er
keyptur. Hann kostar ekkert
minna en líf þjóðarinnar.
Viljir þú þjóð mín lífi halda ber
þér að skipa þér í fremstu fylk-
ingu friðarvina og reka smán
hersetu í ystu myrkur. Aðeins
staða meðal fremstu friðarþjóða
er sæmandi íslenskri þjóð. Að
lokum vona ég að Langnesingar
fái vænan hlut við að búa Gunn-
ólfsvíkurfjall tilheyrandi skækju-
búnaði fyrir ameríska herinn.
Glúmur Hólmgeirsson.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJiNN Miðvikudagur 18. desember 1985