Þjóðviljinn - 18.12.1985, Blaðsíða 24
Aðalsími: 681333. Kvöidsími: 681348. Helgarsími:81663.
DJOÐVIUINN
Miðvikudagur 18. desember 1985 292. tölublað 50. árgangur.
Útvegsbankinn
Bankarað verði endumýjað
Framkvœmdastjórn Abl.: Bankaráð Útvegsbankans verði endurnýjað.
Abl. tilnefni ekkiþingmenn íbankaráð. Garðar Sigurðsson: ekkimál framkvœmdastjórnar
þeirra á alþingi eiga skýlausan eru forsenda þess að vel takist til Framkvæmdastjórn leggur AB gegni þessari upplýsinga-
rétt á slíkum upplýsingum sem við stjórnun viðkomandi banka. áherslu á að bankaráðsfulltrúar skyldu." -gg
Mjólkursamsölumennirnir Guðlaugur Björgvinsson, (t.v.) og Gunnar Guð- Gunnar Kristinsson, tormaður stjórnar Þjóðskjalasatns og Björk Ingimundar-
bjartsson (t.h.) benda á líkanið at verðandi húsakynnum Þjóðskjalasafns ís- dóttir, skjalavörður. Mynd. E. Ól.
lands. Aðrir á myndinni eru frá vinstri, Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður,
Mjólkurstöðin
Skjöl í stað mjólkur
Ríkið kaupirhús Mjólkursamsölunnar við Laugaveg til notafyrir Þjóðskjalasafn íslands.
Kaupverð: 110 milljónir. Flutningar hefjast í júníá nœsta ári
Þessi húsakynni eiga að duga
Þjóðskjalasafninu vel fram á
næstu öld, sagði Sverrir Her-
mannsson, menntamálaráð-
herra, þegar hann ásamt stjórn
Þjóðskjaiasafnsins og fulltrúum
Mjólkursamsölunnar kynnti
kaup ríkisins á húseign Mjólkur-
samsölunnar við Laugaveg 162
fyrir starfsemi Þjóðskjalasafns-
Kaupverðið var 110 miljónir,
og Þjóðskjalasafnið mun byrja að
flytja inn í húsnæði í júní á næsta
ári. Ólafur Ástgeirsson, þjóð-
skjalavörður, sagði að þetta hús-
næði þyrfti í raun ekki mikilla
breytinga við og það væri í góðu
ásigkomulagi. Hann taldi að það
tæki þrjú til fjögur ár til að flytja
alla starfsemina í nýja húsið.
Nú eru einungis 13 starfsmenn
hjá Þjóðskjalasafni og ekki hefur
verið aukið við mannafla þess í 30
ár, enda húsnæði og vinnuað-
staða af skornum skammti. „En
þetta er afskaplega góð lausn á
þeim brýna húsnæðisvanda sem
við áttum við að etja“ sagði Ólaf-
ur að lokum.
IH
Súðavík
Rækjufarmur innsíglaður
Vantraust áfulltrúa Ríkismatsins. Pétur Geir Helgasonfulltrúi óskaði
eftir lausnfrá starfi vegna ágreinings um matsaðferð
Framkvæmdastjórn Alþýðu-
bandalagsins telur óeðlilcgt að
fráfarandi bankaráð Útvegs-
bankans verði endurkjörið, held-
ur eigi vegna atburða síðustu
mánaða að endurnýja allt banka-
ráðið. Kosið verður í bankaráð
fyrir jólaleyfi þingmanna sam-
kvæmt nýjum lögum um við-
skiptabanka sem taka eiga gildi
um áramótin.
Þetta kemur fram í samþykkt
frá fundi framkvæmdastjórnar á
mánudaginn. Þar var ennfremur
samþykkt tillaga sem segir að
framkvæmdastjórn flokksins
samþykki fyrir sitt leyti „þá meg-
inreglu að þingflokkur AB til-
nefni ekki þingmenn í bankaráð
ríkisbankanna. Beinir fram-
kvæmdastjórn því til þingflokks
að þessi regla verði tekin upp
jafnóðum og núverandi banka-
ráðsmenn flokksins úr þing-
mannahópi víkja fyrir endurnýj-
unarreglunni eða að eigin ósk“.
Þingflokkar Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks hafa hins
vegar ákveðið að fulltrúar þeirra í
núverandi bankaráði Utvegs-
bankans skuli vera þar áfram í
kjöri. Alþýðuflokkur telur að
ráðinu beri að víkja.
Garðar Sigurðsson fulltrúi
Abl. í bankaráði Útvegsbankans
sagði í samtali við Þjóðviljann í
gær að hann væri ekki reiðubúinn
að gefa neinar yfirlýsingar um
þessar samþykktir framkvæmda-
stjórnar. „Framkvæmdastjórn
ræður engu um það hverjir skipa
bankaráð, það er Alþingis að á-
kveða það“ sagði Garðar.
Framkvæmdastjórn Abl. sam-
þykkti einnig á áðurnefndum
fundi að leggjast eindregið gegn
því að Útvegsbankanum verði
breytt í sjálfstæðan einkabanka.
Þá segir: „Framkvæmdastjórn á-
réttar að lög um bankaleynd
koma ekki í veg fyrir að bankar-
áðsmenn, bankastjórar eða ráð-
herrar bankamála komi skil-
merkilega á framfæri við alþingi
og almenning öllum almennum
upplýsingum er varða stöðu við-
komandi ríkisbanka eða stefnu-
mörkun hans m.a. í bygginga- og
vaxtamálum. Eigendur þjóð-
bankanna eru skattborgarar
landsins og kjörnir fulltrúar
Þyrlukaupin
Albert
„týndist“
Fjármálaráðherra og dóms-
málaráðherra hafa í skriflegu
svari við fyrirspurn Guðrúnar
Helgadóttur um kaupin á frönsku
Dauphine-þyrlunni fullyrt að
ekki sé vitað hver hafi verið um-
boðsmaður fyrir þyrluna á árun-
um 1980-1983.
Guðrún Helgadóttir lýsti þetta
ósannindi á alþingi í gær og krafð-
ist þess að ráðherrarnir drægju
þingskjalið til baka.
Sjá bls. 5
Pétur Geir Helgason fulltrúi
hjá Ríkismati sjávarafurða
hefur óskað eftir því að verða
leystur frá störfum hjá stofnun-
inni vegna ágreinings um aðferðir
við mat á rækjufarmi vestur á
fjörðum.
Málsatvik eru þau að í ágúst í
sumar var rækjufarmur á Súðavík
dæmdur óhæfur til útflutnings, en
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
fékk því framgengt að fram-
kvæmt var endurmat í byrjun
desember. Pétur átti að vera við-
staddur matið, en á síðustu
stundu óskaði SH eftir því að svo
yrði ekki og samþykkti fiskmat-
stjóri það. Pétur iítur á þá
ákvörðun sem vantraust á sig og
hefur óskað eftir því að verða
leystur frá störfum þar til málið er
útkljáð. Pétur hefur yfirumsjón
með rækjumati fyrir Ríkismati
um allt land.
Fyrir nokkrum dögurn sam-
þykkti fjölmennur fundur í
Starfsmannafélagi Ríkismat sjá-
varafurða stuðningsyfirlýsingu
við Pétur „vegna mála hans varð-
andi svokallað „endurmat" á
rækju sem fram fór á ísafirði 3.
desember s.l.“ Telur fundurinn
að endurmat eigi sér ekki laga-
stoð. Ennfremur skorar fundur-
inn á Pétur að halda áfram störf-
um.
Matsmenn eru mjög óánægðir
með þessi vinnubrögð og
heimildarmenn blaðsins telja frá-
leitt að verkendur og útflytjendur
geti valið sér menn á þennan hátt
til að sinna mikilvægu mati.
Atvik sem þetta á sér ekki for-
dæmi að því er næst verður kom-
ist.
Rækjufarmurinn er enn
innsiglaður á Súðavík og er fyrir-
hugað að fiskmatsráð fjalli um
málið í janúar. Fiskmatsráð er
skipað fjórum fulltrúm
hagsmunaaðila í sjávarútvegi og
að auki skipar ráðherra þrjá
menn í ráðið. Þó er talið að það sé
ekki í verkahring ráðsins að skera
úr um málið.
-88
Happdrætti Þjóðviljans - Dregið 13. janúar - Gerið skil!