Þjóðviljinn - 18.12.1985, Blaðsíða 9
BÆKUR
Odysseifsför
með
Akraborginni
Valgarður Egilsson
Ferjuþulur
Rím við bláa strönd
Guðmundur Thoroddsen
myndskreytti
Almenna bókafélagið
Ekki eru þeir margir sem láta
„inspirerast" af sjóferð frá
Reykjavík til Skipaskaga og enn
færri sem festa slíka reynslu á
spjöld. Þó er komin út bók hjá
Almenna bókafélaginu sem hef-
ur að geyma slíka ferðalýsingu,
færða í bundið mál. Bókin heitir
„Ferjuþulur" og hefur að undir-
titli „Rím við bláa strönd". Höf-
undur er Valgarður Egilsson,
læknir, en Guðmundur Thorodd-
sen myndlistarmaður mynd-
skreytti.
Ferjuþulur er ekki stór bók.
Hún er tæpar 40 síður og lætur
lítið yfir sér. Þrátt fyrir það
geymir hún rnargt gullkornið í 27
þulum, sem ortar eru um siglingu
með Akraborginni og tæpa nán-
ast á öllu því sem borið getur til
tíðinda í slíkri för.
Höfundur byrjar á því að
kynna farkostinn og rekur síðan
upphaf siglingar. Fyrsti hlutinn
endar á sjoppubrag, í þann mund
sem skipið leggur út á sundin. Þá
eru áttir teknar, eyjarnar skoðað-
ar og útsýni lýst. Fjöllin ogFaxa-
flói verða Valgarði efni í kvæði,
en einnig fuglar himinsins, farm-
ur skipsins og farþegarými. Eftir
að hafa lýst hinum þverrandi
kirkjugarði að Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd, sem smánt saman
er að verða briminu að bráð, tek-
ur skáldið til við að yrkja um fiska
sjávarins, heimspekilegar vanga-
veltur og hagfræði. Að endingu
er lýsing á Akraneskaupstað,
knattspyrnunni sem íbúar eru
þekktir fyrir og ferðalokunt, þeg-
ar skipið leggst að bryggju.
Eins og titill bókarinnar gefur
til kynna, eru kvæðin þulur.
Hátturinn er leikandi léttur og
fléttar Valgarður saman kveðum
sínum af mikilli fimi. Stundum
fer hann á kostum í innrími og
endarími og skapast þá einkar
lipur hrynjandi. Þá falla ríntorð
oft á óvenjulegu atkvæði og við
það myndast alsérstætt hljómfall
og fjölbreytilegt. Þannig glímir
höfundur við hinar ýmsu þrautir
hefðbundins skáldskapar og virð-
ist sú glíma honum næsta
auðveid.
Valgarður hefur gott vald á ís-
lenskri tungu og hvarvetna ntá sjá
þess merki. Þulurnar eru fullar af
skemmtilegum fléttum. þar sem
orð hafa margræða merkingu,
allt eftir því hvernig lesið er úr
ljóðlínum. Tilvitnunum í íslensk-
ar bókmenntir er beitt af smekk-
vísi og hnyttni. Þá er Valgarður
glöggur sögumaður, sem þekkir
vel til staðhátta, sögu og náttúru-
fræði, þannig að dregin er upp
lifandi mynd af því sern fyrir augu
ber. Vangaveltur nteð heim-
spekilegu ívafi og alvarlegum
undirtón eru einnig til staðar, en
jafnharðan bregður skáldið á leik
og leysir þær upp í geislandi fynd-
ni.
Myndskreyting við Ferðaþulur
er gerð í nánu samráði við höfund
og hefur Guðmundi tekist að
bæta nýrri vídd við þessi
skemmtilegu kvæði. Skreytingar
hans mynda ramma um þulurnar
og aðeins á einum stað skarast
ljóðlínur og umgjörð á eilítið
klaufalegan hátt.
Ferðaþulur verða menn að lesa
af kostgæfni, til að njóta þess
hvernig höfundur beitir tung-
unni, en eitt sinn vel og vandlega
lesnar má hafa af þeim hina
mestu skemmtan.
HBR
Lífssaga Aðalheiðar
Bjarnfreðsdóttur ersaga
stórhuga baráttukonu sem
mátt hefur þola marga raun
og sigrastáþeim öllum.
Knúin áfram af bjartsýni
og réttlætiskennd hefur
Aðalheiður boðið óréttlæti
birginn, og krafist þess af
landsfeðrum og máttarvöldum að
sýna lítilmagnanum miskunn.
Aðalheiður þekkir af eigin raun
baráttuna fyrir því að fá að halda lífi, og
hún hefur kosið að helga krafta sína
baráttu íslenskra verkamanna og
kvenna fyrir jafnrétti og réttlæti. í þeirri
baráttu Aðalheiðar hafa hugsjónir
staðið ofar flokksböndum og pólitískri
hlýðni.
Bókin um Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur
er skráð af Ingu Huld Hákonardóttur.
Hún á vísast eftir að koma mörgum á
óvart og trúlega munu margir samsinna
einum þeirra sem lesið hafa bókina og
sagði: „Þetta er magnaðurog mannbæt-
andi lestur“.
Magnaður og
mannbætandí
íestur
VIÐTALSBÓK VIÐ RITHÖFUNDINN
OG ÞINGMANNINN
JONAS ARNASON
Rúnar Ármann Arthúrsson skrásetti. Vörumerki verömæta
í bókinni segir Jónas opinskátt
frá æsku og uppvexti. Hann
talar af mikilli hreinskilni um
átök við samherja jafnt sem
andstæðinga á sgórnmálasvið-
inu. Hann segir frá kynnum af
skemmtilegu fólki og leikhúslífi.
Bókin er ekki aðeins merkileg
heimild um mikilhæfan mann
og litríkan persónuleika, því
húmorinn óborganlegi er á
sínum stað og gerir viðtalsbók-
ina við Jónas Árnason að
sérstakri skemmtun.
------------—.
5vort á hvítu
S-------------r
Miðvikudagur 18. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 9
GOTT FÓLK / SÍA