Þjóðviljinn - 20.12.1985, Side 1

Þjóðviljinn - 20.12.1985, Side 1
HEIMURINN GLÆTAN JÓLABLAÐ II Framsóknarflokkurinn Verður að selja Hótel Hof Framsóknarflokkurinn á50%í húsinu að andvirði 30-50 milj. kr. Eignin erfullveðsett fyrir NTsem skuldar meira en þvínemur. Forystumenn Framsóknarflokksins ípersónuiegum ábyrgðum fyrir NT Hin hrikalega erfiða fjárhags- staða NT hefur orðið til þess að Framsóknarflokkurinn neyðist til að selja einu eignina sem hann á, en það er 50% eignarhlutur í húsinu sem Hótel Hof er rekið í. Hinn helminginn eiga þrjú Framsóknarfélög í Reykjavík og hafa þau ekki Ijáð máls á veði fyrir NT. Húsið er metið á 60-70 miljónir kr. þannig að flokkurinn gæti fengið 30-35 miljónir í sinn hlut. Skuldir NT eru hinsvegar mun meiri. Framkvæmdastjóri NT vildi ekki í gær gefa upp hvað þær eru miklar. Nefndar hafa verið tölur frá 40 uppí 80 miljónir króna. Hann vildi heldur ekki skýra frá því hvort NT hefði veð fyrir öllum sínum skuldum. Vitað er að margir af forystu- mönnum Framsóknarflokksins eru persónulega í ábyrgðum fyrir skuldum NT og mun ætlunin að létta af þeim þessari alvarlegu kvöð með því að selja eign flokksins. Framkvæmdastjóri NT vildi ekki greina frá því hvað tæki við hjá blaðinu eftir áramótin. Þjóð- viljinn hefur það aftur á móti eftir öðrum heimildum að blaðið verði minnkað niður í 8-16 síður og jafnvel að það verði skýrt upp og kallað „Tíminn". -S.dór Laugavegurinn Heildarkostnaður við framkvœmdir nœr22 miljónir. Hefði máttspara 2,5 miljónir Breytingarnar eru óneitanlega til hagsbóta fyrir gangandi vegfarendur, en sá rnikli flýtir sem varð á framkvæmdum er greinilega vegna komandi kosn- inga. Aukakostnaður borgarbúa vegna þess er hugsanlega rúmar 2,5 miljónir króna og það er auðvitað ekki verjandi að standa þannig að málum, sagði Guðrún Ágústsdóttir i samtali við Þjóð- viljann í gær. Það kom fram í svari borgar- stjóra til Guðrúnar í borgarstjórn í gær vegna framkvæmdanna á neðri hluta Laugavegarins að heildarkostnaður við fram- kvæmdirnar er nær 22 miljónum króna. Þar kemur einnig fram að ef verkið hefði verið boðið út hefði líklega verið hægt að spara um 2,5 miljónir króna. Verkið var aftur á móti ekki boðið út vegna þess að ekki þótti nægur tími til undirbúnings. Þá var stað- festur sá grunur manna að enginn umferðarsérfræðingur ber ábyrgð á breytingunum sem gerðar voru og hafa valdið því að síðan er stöðugt umferðaröng- þveiti á þessum kafla, og hafa strætisvagnar orðið verst úti. „Það er sorglegt að þessar dýru framkvæmdir skuli vera svo hroðvirknislega unnar að nauðsynlegt er að hafa verulega löggæslu svo umferð gangi þolan- lega fyrir sig“ sagði Guðrún. • í greinargerð sem fylgir svar- inu til Guðrúnar segir að bfla- stæðin séu „ óþarflega þröng“ og lagt er til að áfram verið haldið uppi strangri gæslu og athugað verði hvort ekki sé rétt að rýmka bflastæðin. -gg Jólastemmning. Miðbærinn í Reykjavík iðar af jólakæti þessa síðustu daga fyrir jól. Jólasveinar af ýmsum stærðum og gerðum hafa glatt börnin einsog t.d. þessir sem Sig. hitti fyrir á dögunum. 4 dagar ti! jóla! Teikning: Jóhanna Helgadóttir, 8 ára, Mýrar- götu 3, Neskaupstað. Vorlambadauði Senditæki á lömb Úr hverju dó lambið? Ný tœkni svarar því Ekki er það ótítt að rckast á dauð vorlömb í haga. Ósjálfrátt fer maður þá stundum að velta því fyrir sér hvað orðið hafi þeim að aldurtila. Sjaldan fást svör enda geta dauðameinin verið margvísleg. En nú kann að vera skammt í það, að unnt sé að greina dánarorsökina. Leiðin að því marki er þessi: Fest er „þögult" radíósendi- tæki á lambið. Um það bil 5 klst. eftir að lambið er dautt fer sendi- tækið í gang. Sé daglega farið um svæðið með móttökutæki og stefnuvirkt loftnet má miða út dauða lambið og koma því til krufningar innan mjög skamms tíma. Venjulega er þá hægt að ákvarða dánarorsökina með verulegri nákvæmni. Þetta kemur fram í viðtali við Pál Hersteinsson, veiðistjóra, sem bráðlega birtist hér í blaðinu. -mhg Flýtt vegna kosninga Ríkisfjármálin Eriend lán hækkuðu um 60% Svavar Gestsson: Ef6 mánaða áœtlun ríkisstjórnar- innar stenst ekki betur enþetta, hvers erþá að vœnta afáœtlunfyrir nœsta ár? Erlend lán íslendinga á þessu ári hafa farið 60% framúr lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinn- ar, sem samþykkt var í júní s.l. Erlend lán munu nema 11,5 milj- örðum króna á árinu sem nú er að líða í stað 7,2ja miljaðra sem lánsfjárlög ákváðu. Á næsta ári er áætlað að slá 8,3 miljarða er- lendis. Þetta kom m.a. fram í ræðu Svavars Gestssonar um lánsfjár- lög ríkisstjórnarinnar í gær. Svav- ar benti á að lánsfjáráætlun var gerð á miðju ári og spurði hvernig væri hægt að ætlast til þess að sömu menn gerðu áætlun af ein- hverju viti fyrir 12 mánuði næsta árs. Svavar sagði að fullkomið stjórnleysi hefði ríkt í erlendum lántökum á þessu ári. Allir liðir á lánsfjárlögum hefðu farið um- fram áætlun, en mest þó liðurinn „opinberir aðilar“, sem hækkaði úr 4,3 miljörðum í 7,2 eða um 67%. Minnihluti fjárhags- og við- skiptanefndar leggur til að frum- varpi til lánsfjárlaga verði vísað frá, enda sé ekki að marka það. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.