Þjóðviljinn - 20.12.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.12.1985, Blaðsíða 13
HEIMURINN Afvopnunarmál Sovétmenn opna fyrir eftirlit Moskva - Pravda, málgagn so- véska kommúnistaflokksins, sagði frá því í gær að Sovétrík- in væru tilbúin til að opna svæði þau sem þau nota undir Norðurlönd Samvinna við „Framvarðar- ríki“ Afríki Helsinki - Á fundi forsætisráð- herra Norðurlandanna var gef- in út yfirlýsing þess efnis að aukin yrði aðstoð Norðurland- anna við „Framvarðarríkin" svonefndu, þ.e. þau ríki svörtu Afríku sem liggja að Suður- Afríku. í yfirlýsingunni sagði að að- stoðin yrði aðallega á sviði tækni- mála, fjárfestingar og verslunar. Auk þess sagði í yfirlýsingunni að menningarleg samskipti milli þessara tveggja svæða myndi aukast. Gert er ráð fyrir að formleg yf- irlýsing um norræna samvinnu við Framvarðarríkin verði undir- rituð í janúar næstkomandi í Har- are í Zimbabwe. tilraunir með kjarnorkuvopn fyrir erlendum aðilum ef Bandaríkin væru tiibúin tii þess sama. Greinin í Pravda kemur í kjöl- far þess að Gorbachev, formaður sovéska kommúnistaflokksins, hefur hvatt bandarísk yfirvöld til þess að gangast inn á það að banna allar tilraunir með kjarn- orkuvopn, áður en einhliða ákvörðun Sovétmanna um að gera ekki tilraunir með kjarn- orkuvopn gengur úr gildi, sem verður í janúar. Vestrænir stjórnarerindrekar segja að þetta sé í fyrsta skipti sem Kremlarherrar bjóða upp á þann möguleika að erlendir aðil- ar fái að rannsaka svæði þau sem þeir nota til tilrauna með kjarn- orkuvopn. í frétt Pravda sagði einnig að Sovétríkin tækju jákvætt í þá hugmynd forystumanna ríkis- stjórna Indlands, Argentínu, Grikklands, Mexíkó, Tanzaníu og Svíþjóðar um að þessi ríki settu upp eftirlitsstöðvar á kjarn- ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR r i i -r rn HJÖRLEIFSSON R E U1 E R orkutilraunasvæðum Sovét- manna. Bandaríkjamenn segjast fagna tillögum Sovétmanna um eftirlit með kjarnorkuvopnatilrauna- svæðum en segjast ekki geta fall- ist á bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Holland Meirihlutavilji fyrir líknardrápi Haag - Nú virðist sem Holland verði fyrsta landið í heiminum til að heimila líknarmorð eftir að Frjálslyndi flokkurinn, sem, er einn af minni flokkunum í stjórn Hollands, lýsti sig sam- þykkan frumvarpi stjórnarand- stöðunnar um líknardráp. Talsmenn flokksins sögðu að þeir myndu lýsa sig samþykka þessu frumvarpi ef gerðar yrðu nokkrar minni háttar breytingar á frumvarpinu. Einn af stjórnar- flokkunum, Kristilegir demó- kratar, hafa lýst því yfir að þeir séu algjörlega á móti þessu frum- varpi og mun það vera á trúar- legum forsendum. Frumvarpið hefur stuðning stærsta stjórnarandstöðuflokks- ins, Verkamannaflokksins, og því nægir fulltingi Frjálslynda flokksins. Frumvarpið er borið fram af litlum vinstri flokki, D'66, og myndi það gera dauðvona sjúklingum kleift að fara fram á að bundinn sé endi á líf þeirra svo lengi sem þeir eru taldir með fullu viti. D’66 hefur barist fyrir þessu máli í fjölda ára. Málið fékk byr undir báða vængi síðasta sumar þegar ríkisskipuð nefnd komst að þeirri niðurstöðu að líknardráp væru réttlætanleg í sérstökum til- fellum. Skoðanakannanir meðal almennings í Hollandi hafa leitt í ljós að meirihlutavilji er- meðal Hollendinga fyrir líknardráp. Afganistan Frakkland Dómari og kvið- dómari í gíslingu Nantes - „Við viljum gefa Frakklandi einn utanundir" sagði Arabi nokkur í Nantes í Frakklandi í gær, sem tók rúm- lega 30 manns í gíslingu í dómshúsi þar sem verið var að fjalla mál tveggja Frakka sem ákræðir höfðu verið fyrir vopn- að rán. Dómshúsið var fljótlega um- kringt af öryggislögreglu. Myndatökuhópur frá franska sjónvarpinu fékk að fara inn í réttarsalinn og fengu franskir sjónvarpsáhorfendur því að fylgj- ast með öllum gangi mála. Að miljónum Frakka áhorfandi ávarpaði Arabinn dómara og kviðdómendur og sagði: „Ég vii að þið vitið hvernig það er að vera dæmdur, þar eð þið komuð hingað til að dæma.“ Þegar síðast fréttist hafði 14 manns verið sleppt en ekki höfðu þá komið í ljós neinar kröfur frá mönnunum þremur sem halda fólkinu í gíslingu. Sovétmenn færast í aukana Hefur tekist að laga sig að aðstœðum íAfganistan Pesh awar - Eftir sex ára styrj- aldarástand í Afganistan virð- ist sem sovéski herinn sé að styrkja stöðu sína til muna. Honum virðist hafa tekist að tileinka sér aðferðir til að berj- ast gegn skæruliðum, skæru- hernað. Setja þar með skæru- liða múhameðstrúarmanna í varnarstöðu í fyrsta skipti í sex ár. Erlendir sendimenn og afg- anskir útlagar segja að frá Mos- kvu hafi að undanförnu komið mun betur þjálfaðir njósnarar og sérþjálfaðar skyndiárásarher- sveitir til viðbótar við þær hefð- bundnu aðferðir sem hingað til hafa verið tíðkaðar, t.d. að ger- eyða landsvæðum með öllum til- tækum ráðum. Breytingar Sovéskar og afganskar her- sveitir hafa einnig náð betra haldi á höfuðborginni Kabúl og svæð- unum umhverfis hana. Sovétmenn eiga samt enn langt í land með að sigra í stríðinu, sem virðist nú geta haldið áfram árum saman. Og skæruliðar vitna í tölur frá Moskvu sem sýna að tölur yfir fallna sovéska hermenn hafa hækkað til muna á þessu ári auk þess sem þeir hafa misst enn fleiri flugvélar og þyrlur en á síð- asta ári. Þetta sýnir að skæruliðar hafa ekki í neinu látið af baráttu sinni. En erlendum sendimönn- um og afgönskum útlögum í Pak- istan finnst samt mikið til koma varðandi þær breytingar sem hafa orðið á hernaðartækni Sovét- manna í Afganistan. Þeir hafa látið af stórvirkum landhernaði og tekið upp skyndiárásir í auknum mæli sem hafa skapað aukna pressu á skæruliða. „Sovétmenn hafa lært að koma þeim á óvart sem sitja fyrir þeim“, sagði Barhouddin Majro- oh, fyrrverandi rektor háskólans í Kabúl, sem nú stjórnar upplýs- ingaþjónustu útlægra Afgana í Pakistan. í fyrsta skipti í öllu stríðinu eru afganskir skæruliðar nú meira í vörn en í sókn. Það hefur gerst á þessu ári. Við fyrstu sýn virðist kannski sem skæruliðar hafi staðið sig vel á þessu ári. Seint á síðastliðnu sumri börðust þeir í fimm vikur, í einum blóðugustu átökum sem verið hafa í stríðinu til að verjast því að sovéskum hersveitum og afgönskum stjórnarhermönnum tækist að ná landamærastöðvum skæruliða. í Pansjher-dal drápu skæruliðar afganskan hershöfð- ingja og uþb. 300 menn úr liði hans í júní síðastliðnum. Þar tókst skæruliðum að sprengja upp hverja eldsneytisflutninga- lestina af annarri. Varnir hrynja En í maí og júní í sumar hrundu varnir þeirra þegar þúsundir sovéskra hersveita æddu upp eftir Kunar-dalnum og tókst að ná á sitt vald einni af mikilvægustu landamærastöðvunum við Pak- istan. Eftir þessa og aðrar skyndi- sóknir Sovétmanna hafa skæru- liðar sem staðsettir eru í Pesh’aw- ar í Pakistan átt í auknum erfið- leikum með að senda vistir til skæruliða í Afganistan. Snemma á árinu komu sovéskar þyrluher- sveitir skæruliðum í opna skjöldu með skyndiárásum fyrir dögun. Þessar árásir voru enn áhrifam- eiri fyrir þá sök að leyniþjónusta Sovétmanna á jörðu niðri var orðin mun virkari og gat bent hersveitum á mikilvæga árásar- staði. Og höfuðborgin Kabúl, sem á síðasta ári bergmálaði stöðugt af fallbyssuskothríð skæruliða, hef- ur á þessu ári verið mun betur varin. Fréttir þaðan herma að ekki séu nú gerðar eins strangar öryggiskröfur og áður var. Betri stjórn Sovétmanna á borginni hefur haft það í för með sér að skæruliðar hafa átt mun erfiðara með að ráðast inn í borgina, sem þeir gerðu áður mikið af. Einn af helstu foringjum skæruliða á Ka- búl svæðinu hefur sagt að hann geti enn komið mönnum sínum inn í borgina en hann eigi nú erf- iðara með að koma þeim þaðan burt aftur. Fjöldamorð Samkvæmt skýrslu frá sér- stakri sendinefnd Sameinuðu þjóðanna sem fór til Kabúl, hafa sovéskar og afganskar hersveitir framið tilviljanakennd morð á óbreyttum borgurum og aftökur án dóms og laga á grunuðum pól- itískum andstæðingum stjórnar- innar í Kabúl. Frá Kunduz í Afg- anistan bárust þær fregnir til Pes- h’awar að framin hefðu verið a.m.k. fern fjöldamorð og tölur um fjölda látinna voru allt að þús- und manns. í Kunduz höfðu So- vétmenn verið að koma sér upp herflutningaleiðum og vopna- búri. Eitt af því sem staðið hefur skæruliðum í Afganistan fyrir þrifum er að þeir hafa verið klofnir í mörg samtök. í maí síð- astliðnum stofnuðu flokkar mú- hameðstrúarmanna annars vegar og flokkar þjóðernissinna hins- vegar með sér bandalag í Pes- h’awar. Var það gert eftir mikinn þrýsting frá yfirvöldum í Pakist- an, Saudi-Arabíu og Bandaríkj- unum. Þetta bandalag átti að samhæfa aðgerðir skæruliða. Það höfðu komið fram ásakanir um að fulltrúar skæruliða í Pakistan hefðu notað fjármuni sem þeim voru fengnir í hendur til eigin nota. Þessa fjármuni átti að nota til að styrkja skæruliðasveitir í Afganistan. En áframhaldandi deilur milli andstæðra fylkinga innan sveita skæruliða komu í veg fyrir að fyrrnefnt samband yrði virkt. Það virðist því ekki blása byrlega fyrir afgönskum skæruliðum þessa stundina. Föstudagur 20. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.