Þjóðviljinn - 20.12.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.12.1985, Blaðsíða 3
FRÉTflR Námslánin Sjóðurinn tómur á miðju ári Um tvennt að velja: Skerða lánin um 30% frá og með áramótum eða loka LÍN á miðju ári! Ráðherra þegirþunnu hljóði Fjárlaga- og hagsýslustofnun telur að skerða verði námslán um 30% frá og með næstu ára- mótum ef framlög ríkisins á næsta ári verða eins og fjárlagafrum- varpið gerir ráð fyrir. Tæpar 400 miljónir vantar til að endar nái saman að óbreyttum Iánareglum. Þetta upplýsti Svavar Gestsson varðandi Lánasjóðinn. Hann krafði menntamálaráðherra svara um hvað hann hygðist fyrir því ef hann ætlaði ekki að svíkja fyrirheit við þá sem eru nú á miðju námsári, hlyti hann að verða að loka Lánasjóðunum á miðju ári. „í júní verður allt fé sjóðsins uppurið", sagði Svavar. „Þá verða fjárveitingarnar bún- ar.“ Sverrir Hermannsson vill ekk- ert láta uppi um fyrirætlanir sínar en Þjóðviljinn hefur fyrir því á- reiðanlegar heimildir að hann hafi haft tillögur sérskipaðrar nefndar um niðurskurð lána- sjóðsins tilbúnar síðan í nóv- ember en þori ekki að upplýsa þær. -ÁI Ónœmistæring Fmmvaip Ragnhildar bíður nýs árs Stjórnarandstœðingar vilja ekkiflokka ónæmistæringu sem kynsjúkdóm Borgarkerfið Kóngamir með hátt í miljón í greinargerð með fjárhagsá- ætlun borgarinnar kemur fram að hver fulltrúi í borgarstjórn á að fá á næsta ári sem nemur 238.118 krónur fyrir setu sína þar. Sitji sami maður í borgarráði bætast 357.178 krónur við launin þannig að samanlagt verða laun fyrir setu í borgarstjórn og borgarráði tæpar 600 þúsund krónur á árinu. Þá eru ótalin laun fyrir setu í hvers konar nefndum og ráðum. Sem dæmi má nefna laun fyrir setu í stjórn veitustofnana, tæpar 80 þúsund krónur fyrir árið. Fyrir setu í skipulagsnefnd fást um 107 þúsund krónur. ~ 88- Dagvistun Osi synjað Meirihluti borgarstjómar féllst ekki á það í gær að kaupa lóð undir barnaheimilið Ós við Bergstaðastræti. Málið var tekið upp á borgarstjórnarfundi í gær- kvöldi en með synjun verður gert ráð fyrir að starfsemin í Ósi legg- ist niður, en þar voru 19 börn vist- uð. -gg Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra varð í gær að láta í minni pokann fyrir harðri andstöðu stjórnarand- stæðinga í neðri deild gegn frum- varpi hennar um að flokka ónæmistæringu með kynsjúk- dómum. Ráðherra hefur lagt allt kapp á að koma frumvarpinu í gegn fyrir jólin en stjórnarand- stæðingar telja sig þurfa að ræða það „ítarlega og lengi“. Til þess gefst ekki tími fyrir jólahlé. Guðrún Helgadóttir, Kristín S. Kvaran og Steingrímur J. Sigfús- son hófu skothríð á tillögur ráð- herra strax að lokinni framsögu hennar á þriðjudag. 1. umræðu er enn ekki lokið og margir á mæl- endaskrá, þeirra á meðal Guðrún Agnarsdóttir sem hefur aflað ít- arlegra upplýsinga um hvernig nágrannaþjóðir okkar skrá þenn- an ógnvekjandi sjúkdóm. Ráð- herra hefur lagt hart að andmæl- endum frumvarpsins að gefast upp strax en svarið hefur verið þvert nei. Telja þeir það síst mun hindra útbreiðslu ónæmistæring- ar að halda ítarlega skrá yfir nöfn og fæðingarnúmer þeirra sem eru í hvað mestri hættu og hóta refsi- ngu ef ekki er bent á hugsanlega smitbera eins og kynsjúkdóma- lög kveða á um. -ÁI BSRB Hlakkar til að taka við Guðrún Árnadóttir nýráðinn framkvœmdastjóri BSRB: Taka verður rekstur og skipulag BSRB til endurskoðunar. Bjartsýn áframtíð BSRB Guðrún Árnadóttir: Við þurfum á næstu mánuðum að taka ýmislegt varðandi rekstur og skipulag BSRB til endurskoðunar. „Ég hlakka til að taka við þessu starfi og finnst mjög spcnnandi að spreyta mig á því. Það er augsýni- legt að verkefnin eru margvísleg og við verðum að staldra aðeins við og íhuga ýmislegt nú þegar á fjórða þúsund manns eru að yfir- gefa samtökin“, sagði Guðrún Árnadóttir meinatæknir í samtali við Þjóðviljann í gær. Guðrún var ráðin fram- kvæmdastjóri BSRB síðast liðinn mánudag og mun taka til starfa í byrjun næsta árs. Hún hefur starfað talsvert að félagsmálum, var um tíma formaður Meina- tæknafélags íslands, hún var lengi í stjórn BSRB og SFR og ekki má gleyma því að hún var formaður verkfallsnefndar bandalagsins í verkfallinu fræga. „Við þurfum á næstu mánuð- um að taka ýmislegt varðandi rekstur og skipulag BSRB til endurskoðunar. Það verður hald- ið aukaþing BSRB í vor og ég vona að það muni skila já- kvæðum niðurstöðum", sagði Guðrún í gær. BSRB er nú að ganga í gegnum miklar hræringar og fyrir dyrum standa kjarasamningar við ríkis- valdið. Guðrún sagðist alls ekki svartsýn á framtíð BSRB. Hún vildi ekki spá um framvindu kjaramála á næsta ári, en sagði að það hlyti að verða að taka á þvf að Islendingar eru að verða lág- launaþjóð. „Það verður að koma að því að fólk fái mannsæmandi laun“. ~ gg- Þróunarfélagið Gæludýr kostað af almenningi Jólafrí Þinglausnir á laugardag Þing hefst aftur 27. janúar Ljóst er að þingstörfum lýkur vart fyrr en síðdegis á laugardag en forsetar þingsins hafa þó allan varann á og í sérstöku þingskjali um þingslit er laugardagurinn nefndur „eða síðar“ ef henta þyk- ir. Alþingi verður svo kvatt sam- an á ný 27. janúar. Gífurlegar annir voru á þing- inu í gær og var fundað langt fram á kvöld. Lánsfjárlög voru aðal- umræðuefnið í neðri deild og kvótinn í þeirri efri. Fjárlögin verða svo á dagskrá í dag en ekki er búist við atkvæðagreiðslum fyrr en á laugardag. Þær munu taka langan tíma enda eru breytingartillögur hátt á annað hundrað talsins. -ÁI Svavar Gestsson: Davíð Scheving illa svikinn Ihaldið hefur valdið Davíð Sche- ving Thorsteinssyni miklum vonbrigðum og þykist hann nú svikinn mjög, sagði Svavar Gests- son í umræðum á alþingi í gær um Þróunarfélagið en Davíð er for- maður þess. Svavar upplýsti að formaður- inn hefði á fundi með fjárhags- og viðskiptanefnd sagst hafa búist við 450 miljónum króna og það vertryggðum á næsta ári en niður- staðan hefði orðið 1-200 miljónir óverðtryggðar. Svavari þótti það þó of mikið: „Það er alger óþarfi að láta allt þetta fé í nýjasta gælu- dýr íhaldsins“, sagði hann. „Það verður að ætlast til þess að menn- irnir kosti sín ævintýr sjálfir enda sanna dæmin að annað getur orð- ið þjóðinni dýrt“. Svavar gagnrýndi harðlega að ýmsir opinberir sjóðir, bankar og lífeyrissjóðir hafa látið tugmilj- ónir króna til Þróunarfélagsins á sama tíma og þeir segjast vera á hausnum og biðja um auknar fjárveitingar frá ríkinu. Hann nefndi sem dæmi að Lífeyrissjóð- ir SÍS og VR láta 15 og 20 miljónir í félagið og sagði einmitt þessa sjóði hafa „emjað“ undan skuldabréfakaupum í húsnæðis- lánakerfinu. Þá nefndi hann Fisk- veiðasjóð og Stofnlánadeild landbúnaðarins þar sem allt er í vanskilum en þó geta þeir látið 30 og 20 miljónir af hendi rakna. Stofnlánadeildin fær á næsta ári 200 miljónir frá ríkinu og óskaði eftir 700 miljónum. Landsbank- inn og Búnaðarbankinn eru líka ofarlega á blaði með 20 miljónir króna. Svavar sagði að þetta sannaði að einkaframtakið hefði ekki rokið upp til handa og fóta og látið fé í fyrirbærið af uppbygg- ingarþrá eins og ríkisstjórnin hefði viljað vera láta. Hins vegar hefðu verið settar þumalskrúfur á menn á réttum stöðum og þetta væri útkoman: Gæludýrið væri kostað af sameiginlegum sjóð- um. Formaðurinn, Davíð Sche- ving miðstjórnarmaður í Sjálf- stæðisflokknum, hefði hins vegar aðeins haft eitt um framtíð félags- ins að segja á fundi með þing- mönnum: Að þar mætti aldrei koma neinn pólitíkus nálægt! Um verkefni félagsins hefði hann ekki getað sagt aukatekið orð. Auk Davíðs eru í stjóminni Hörður Sigurgestsson, Eimskip- um, Jón Ingvarsson, Granda, Guðmundur G. Þórarinsson, „máttarstólpi í atvinnulífinu, lík- lega?“ og Þorsteinn Ólafsson hjá SIS. „Þessir menn eru allir hvít- þvegnir af pólitík eða er ekki svo?“, sagði Svavar. „Þróunarfé- lagið er ekkert annað en flokks- pólitískt gæludýr íhaldsins og hef- ur ekkert með þetta fjármagn úr ríkissjóði að gera. Hins vegar er rannsóna- og þróunarstarfsemi í atvinnulífinu skorin niður við trog og tillögur um eflingu fisk- eldis allar í skötulíki“, sagði Svavar og boðaði breytingartil- lögur AB um atvinnuuppbygg- ingu. -ÁI Kvótinn orðinn að lögum Flokksbönd brustu þegar efri deild alþingis samþykkti i gærkvöldi kvótafrumvarp Hall- dórs Ásgrímssonar með 12 at- kvæðum gegn 7,1 sat hjá, Eyjólf- ur Konráð Jónsson. Einn stjórnarþingmaður, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, greiddi atkvæði gegn kvótanum, hinir með. Skúli Alexandersson og Ragnar Arnalds voru á móti en Helgi Seljan studdi kvótann. Þingmenn Alþýðuflokks og Bandalags jafnaðarmanna voru á móti en þingmaður Kvennalista með. Áður hafði verið felld með öllum atkvæðum gegn 2 tillaga Stefáns Benediktssonar um að al- þingi úthlutaði hverjum fslend- ingi kvóta í hinum ýmsu fiski- stofnum eftir að hafa ákveðið hámarksaflamagn fyrir 1. des- ember ár hvert. Tillagan gerði ráð fyrir að hver einstaklingur gæti síðan ráðstafað sínum hlut að vild. _ÁI Föstudagur 20. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.