Þjóðviljinn - 20.12.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.12.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Okurmálið Geysileg skriffinnska Mun dragastfram yfir áramót. 160 manns yfirheyrðir Við sjáum nú fram á að við munum ekki ná að ljúka rannsókn okurmálsins fyrr en skömmu eftir áramót, því það hefur reynst erfitt að ná til nokk- urra vitna sem við verðum að kalla til yfirheyrslu, sagði Þórir Oddsson vararannsóknarlög- reglustjóri í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Upphaflega var stefnt að því að senda ríkissaksóknara öll gögn í málinu fyrir áramót en ljóst er að af því getur ekki orðið. Þórir giskaði á að nú þegar væri búið að yfirheyra um 160 manns. „Það hefur verið alveg gífurleg skif- finnska í kringum þetta, skýrsl- urnar liggja hér hjá okkur í haugum. Þetta mun liggja fyrir allt sundurgreint og rannsakað í botn fyrir hvern og einn, en þrátt fyrir alla þessa vinnu hefur verið góður gangur á þessu máli, og býst ekki við á að þetta þurfi að taka langan tírria hjá saksókn- ara“, sagði Þórir í gær. ~gg ORGIÐ^jy— 9 Topplagið á Alþingi þessa dagana: Vert’ ekk’ að horfa svona alltaf á mig ... • / • •• Byggingar Mogginn blómstrar Fœr2.500fermetra stœkkun í nýja miðbænum Sjálfstæðismenn í borgarráði samþykktu í gær heimild til hf. Arvakurs, útgáfufélags Mogg- ans, um 2.500 fermetra viðbót við stórhýsi þeirra í Nýja miðbænum við Kringlu. Stækkunin jafngildir 25 hundr- að fermetra íbúðum en húsið allt verður 11.500 fermetrar. Þegar hefur verið byggt yfir prent- smiðju Morgunblaðsins sem er flutt í Nýja miðbæinn en eftir er að reisa ritstjórnar- og skrifstofu- bygginguna. Minnihlutinn í borg- arráði sat hjá við þessa af- greiðslu. _Á1 Reykjavíkur- kort í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar, hefur Ár- bæjarsafn gefið út dagatal fyrir árið 1986 með litprentuðum Reykjavíkurkortum. Elsta kortið er frá 1715 en það yngsta frá 1981. Ha, ha, ha! Kremlverjinn glottir við Jóni og þinghúsinu. Ljósm. Sig. Kreml Rússamir komnir á Austurvöllinn Tillaga í borgarráði að fjarlœgja gripinn Kristján Benediktsson, borg- arfulltrúi Framsóknarflokks- ins, hefur lagt til að auglýsinga- skilti Kremlverja við Austurvöll verði fjarlægt. Byggingarnefnd hefur tillögu Kristjáns nú til at- hugunar. Þegar veitingahúsinu Óðali við Austurvöll var breytt nýlega var nafninu líka breytt í Kreml, auðvitað ritað með „rússneskum“ hætti. Þar fyrir ofan er á að giska 16 fermetra tjald með glottandi Kremlverja sem bendir hæðnislega á Jón Sig- urðsson og alþingishúsið. Skiltið er hárautt að lit og vægast sagt mjög áberandi í annars látlausu umhverfi Austurvallar. Og nú hefur byggingarnefnd sem sagt til athugunar hvort fjarlægja eigi gripinn. El Salvador-nefnd Söfnunin gengur vel Jólasöfnun El Salvadornefnd- arinnar heldur áfram af full- um krafti í dag og næstu daga. Um síðustu helgi söfnuðust um 60 þúsund krónur á götum úti fyrir sjúkrastöð í Santa Barbara í E1 Salvador, en stefnt er að því að safna nægu fé til að reka þessar sjúkrastöð í 3 mánuði. Við minnum hér á póstgírónúmer söfnunarinnar sem er 3032610401. Framlög má einnig senda Sjúkrastöðinni, pósthólfi 1032, 121 Reykjavík. -gg Viðburður Jólaævintýri Kramhússins essa dagana snýst allt um skerrimta sjálfum sér konunglega blessuð jólin og undirbúning í leiðinni. þeirra. í Kramhúsinu við Berg- (Fréttatilkynning staðastræti, sem venjulega er frá Kramhúsinu) vettvangur leik- og dansiðkenda, er nú hægt að kaupa jólagjafir handa ungum sem öldnum. Hópur fólks, sem á það sam- merkt að hafa eitthvað fallegt og áhugavert á boðstólum, býður þar fram sköpunarverk sín dag hvern fram til jóla, að sunnudeg- inum 22. desember og aðfanga- degi meðtöldum. Úrvalið er fjöl- breytt og margt af þessu heiðursfólki treður auk þess upp með söng og upplestur úr verkum sínum, og má búast við slíkum uppákomum dag hvern kl. 16 til 17, og jafnvel oftar eftir aðstæð- um. Þau sem þannig munu gera þetta „jólaævintýri“ Kramverja að sannkölluðu ævintýri í skammdeginu eru m.a. rithöf- undarnir Pétur Gunnarsson og Þórarinn Eldjárn, tónlistarfólkið og leikararnir Kristín Á. Ólafs- dóttir og Helgi söngvari í Grafík. Og hver veit nema ástandspíur og draumadátar úr Iðnó reki inn nefið og taki lagið af nýútkom- inni söngleiksplötu. Kaffi, kakó og vöfflur ættu varla að draga úr jólagleði þeirra sem gera sér ferð í Kramhúsið fyrir þessi jól. Og svo mikið er víst að þar er hægt að bjarga fjöl- mörgum úr klóm jólakattarins og 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Umferðin Virðið stæði fatlaðra Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, hefur látið prenta spjöld, sem vekja athygli á merkt- um bílastæðum fatlaðra. Fyrir hreyfihamlaða, sem nauðsynlega þurfa á bíl að halda til þess að komast leiðar sinnar, er áríðandi að geta lagt bílnum nálægt stöð- um; þar sem þjónusta er veitt. Á síðustu árum hefur stæðum, sérstaklega merktum fötluðum, fjölgað töluvert. Hins vegar er mikill misbrestur á því að al- menningur taki tillit til þeirra. Menn hugsa oft sem svo, að 2-3 mínútur skipti engu máli og leggja bílum sínum í merktu stæðin. Fatlaðir verða fyrir tölu- verðum óþægindum af þessum sökum. Spjöldin fást á skrifstofu Sjálfs- bjargar, Hátúni 12, s. 91-29133, og eru afhent ókeypis, meðan birgðir endast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.