Þjóðviljinn - 20.12.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.12.1985, Blaðsíða 7
Þjóðfrœði Jóns Þjóðtrú og þjóðfræði nefnist nýútkomið rit eftir Jón Hnefill Aðalsteinsson þjóðfræðing. Út- gefandi er Iðunn. Ómissandi bók fyrir áhuga- menn um þjóðlegan fróðleik, segir útgefandi, - og er sennilegt að þar sé farið nærri sanni. Að minnsta kosti er fáum jafnvel treystandi til alþýðlegs og að- gengilegs þjóðfræðispjalls og Jóni Hnefli, sem sameinar í einni persónu vísindamanninn og hinn áhugasama fróðleiksmann, varð- veitanda og uppsprettu þjóðlegra fræða. í kynningu útgefanda segir að bók Jóns sé „náma fróðleiks um þjóðmenningu okkar en einnig krydduð bráðfyndnum sögum og smellnum vísum. Þjóðsögum og sögnum er fylgt úr upprunalegu umhverfi til samfélags samtím- ans, hættir og siðir eru metnir og skýrðir í því umhverfi sem fóst- raði þá og lausavísum er fylgt milli fjórðunga og hugað að höf- undum. Þá eru raktar frásagnir um hörð kjör fólks fyrri tíðar og sagt frá viðurlögum við siðferð- isbrotum. Þjóðtrúin kemur víða við.“ Jón Hnefill I Eldvígslan Bókaklúbbur Arnar og Örlygs hefur sent á almennan bókamark- að bókina Eldvígslan eftir Jónas Kristjánsson sem út kom hjá klúbbnum fyrir nokkrum árum. Eldvígslan er söguleg skáld- saga frá víkingatímum, og er Ragnar loðbrók og hans fólk í miðju frásagnar. Grettistak íslendingasögur (fyrra bindi) Svart á hvítu 1985. Það eru ennþá til stórhuga bókaútgefendur. í fyrra var Ensk-íslensk orðabók mesti við- burður í íslenskri bókaútgáfu en í ár eru það í mínum huga íslensk samheitaorðabók og sú bók sem hér um ræðir; fyrra bindi af heildarútgáfu á helsta fjársjóði ís- lenskra bókmennta - íslendinga- sögunum með nútímastafsetn- ingu. Af viðtölum við forsvars- menn útgáfunnar hefur mátt ráða að ef vel gengur með íslendinga- sögurnar mætti búast við að fleiri miðaldabókmenntir okkár verði gefnar út í aðgengilegu formi eins og hér er sannarlega raunin. í stuttu forspjalli ritstjóra út- gáfunnar, þeirra Sverris Tómas- sonar miðaldafræðings og ís- lenskufræðinganna Örnólfs Thorssonar og Jóns Torfasonar kemur það fram að þeir telja sig fyrst og fremst vera að gefa út bókmenntir; sem góðar bók- menntir eigi íslendingasögurnar erindi við nútímalesendur. Og í því liggur styrkur þessarar út- gáfu. Allt kapp er lagt á að sögu- rnar njóti sín sem bókmenntir, án þess þó að slakað sé um of á vís- indalegum kröfum. Kommur hafa verið skornar burt í miklum mæli miðaö við útgáfur Hins ís- lenzka fornritafélgs en fornum beyingarmyndum orða er haldið þótt nútímastafsetning sé á sögu- num. Samræmdri stafsetningu, fornri er hafnað. Hér eru 14 íslendingasögur prentaðar á skýru letri og á góðan pappír. Að auki eru prentaðar tvær gerðir Bandamannasögu og Gísla sögu Súrssonar, og hinum frægu klausum úr Fóstbrœðra- sögu sem er að finna í Flateyjar- bók og Konungsbók er hér skeytt smekklega inn í söguna innan hornklofa. Þetta er vitanlega mikill kostur því þetta auðveldar almenningi að átta sig á mismun- andi gerðum sagnanna og deilum og rannsóknum fræðimanna þar um. Til dæmis hefur spurningin um hvort „klausurnar" tilheyri Fóstbræðrasögu mestu ráðið um það hvort menn hafa túlkað hana meira eða minna sem háðsrit eða ekki. Þótt slíkur textamunur sé vissulega prentaður vísindalegar og fleiri dæmi í útgáfum Fornrit- afélagsins, þá er hann aðgengi- legri hér. Og þeir Svarthvítingjar hafa sumstaðar farið aðrar leiðir við útgáfu sagnanna en útgefendur Hins íslenzka fornritafélags og njóta þar þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið síðustu áratugi. Þannig nýta þeir það að Jóni Helgasyni og Bjarna Einarssyni hefur tekist að lesa texta Egils sögu í Möðruvallabók betur en Sigurði Nordal tókst á sínum tíma og einnig hefur Ólafi Hall- dórssyni með aðstoð tækninnar tekist að lesa aðalhandrit Grettis sögu betur en áður hefur verið hægt. Þeir eru líka ófeimnir við að prenta þau lesbrigði sem hafa bókmenntalegt eða menningar- sögulegt gildi á einhvern hátt. Hver kannast til dæmis við þetta niðurlag Grettis sögu: Lýkur hér sögu Grettis Ás- mundarsonar, vors samlanda. Hafi þeir þökk er hlýddu en sá litla er krabbað hefir söguna. Er hér verksins endir en vér séum allir guði sendir. Amen. Er hér klerkleg hógværð á ferð? Örugg vitneskja um mikinn hlut munka í sagnarituninni? Útgefendur leggja til grund- vallar texta Brennu-Njáls sögu útgáfu Konráðs Gíslasonar sem gerð var í Kaupmannahöfn á seinni hluta nítjándu aldar. Konráð var annálaður fyrir ná- kvæmni og vandvirkni en hikaði samt ekki við að beita smekkvísi sinni við val á lesbrigðum text- ans. Enda þykir Njála hans ein- hver sú albesta og ótvírætt fengur að henni á prenti á nýjan leik. íslendingasögurnar eru frum- legasta og merkasta framlag ís- lendinga til heimsbókmennta og menningarsögunnar. Þær eru sú styrka stoð sem þjóðin hefur get- að stutt sig við á erfiðum tímum. Það væri til að mynda hægur leikur að rökstyðja þá fullyrðingu að án þeirra hefði þjóðinni mun seinna gengið að sækja sjálfstæði sitt. Þessi þjóðareign á ætíð að vera til í aðgengilegu formi handa öllum íslendingum og einnig þeim ört stækkandi hópi útlend- inga sem undrast svo mjög hversu mikilhæfir sagnameistarar byggðu þetta eyland fyrr á öldum. í því efni hefur hér verið unnið menningarafrek og ótrúleg annað en íslendingar meti þetta framtak að verðleikum og að framhald verði á útgáfu íslenskra miðaldabókmennta hjá þessu unga en öfluga forlagi. Illgresi Vaka - Helgafell hefur gefið aftur út Ijóðasafn Arnar Arnar- sonar, Illgresi, sem ófáanlegt hef- ur verið nú um skeið. í bókinni eru auk ljóðanna í hinu upphaflega Illgresi ýmsar ljóðaþýðingar og ljóð sem fund- ust að skáldinu látnu. Sögur Kristjáns Út er komið hjá AB smásagna- safn eftir Kristján Karlsson og heitir það Komið til meginlandsins frá nokkrum úteyjum. Þetta er fyrsta safn smásagna frá hans hendi. Þær eru sjö talsins og gerast í Bandaríkjunum og hér heima en eru með orðum útgef- anda „óháðar stað og einnig tíma að öðru Ieyti en því að þær fjalla um nútímalíf - kafa undir yfir- borð þess“. BLIND M: térfJíkB. Blindálfar Blindálfar heitir nýútkomin skáldsaga eftir Pál H. Jónsson og er gefin út hjá Vöku-Helgafelli. Þetta er fyrsta skáldsaga Páls ætl- uð fulllorðnum lesendum. „Hér er spurt um einmana- leikann, einangrunina - tóm- leikann" segir í bókarkynningu. „Og leitað leiða út úr einangrun mannsálarinnar. Skáldið Ari Jónsson hefur misst sjónina, en kannski er hann ekki einn um að vera blindur. Og hugsanlega er hann blindari að öðru leyti en því sem sjónina varðar. í huga les- andans vaknar eflaust spurning- in: Geturhalturleittblindan? Og ennfremur: Geta skilningarvit einnar manneskju komið annarri að notum?“ Einar í Betel Einar í Betel heita endurminn- ingar Einars J. Sigurðssonar for- stöðumanns Hvítasunnusafnað- arins. Bókin geymir frásagnir af upp- vexti Einars í Vestmannaeyjum, af basli kreppuára, atvinnuhátt- um og athyglisverðu fólki. Fjallað er urn sérstæðan fjárbúskap í Eyjum, um bátainn- flutning, útgerð Einars og störf önnur, - og rakin er margvísleg trúarreynsla höfundar, eins merkilegasta prédikara og trúar- boðanda landsins. Fíladelfíufor- lagið gefur út. Föstudagur 20. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.