Þjóðviljinn - 20.12.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.12.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími:81663. DJOÐVIUINN Föstudagur 20. desember 1985 294. tölublað 50. örgangur. Menntamálráðuneytið Þjóðarbókhlaða 5 milj. Mjólkurstöð 110 milj. Sverrir Hermannsson: Reyfarakaup ogeinstök heppni. Enginnþrýstingur á mig hvorki íríkisstjórn né frá bændum. Kaupin á Víðishúsinu voru skammsýni Gagnrýni hefur komið fram á þá ákvörðun Sverris Her- mannssonar menntamálaráð- herra að kaupa Mjókurstöðina undir Þjóðskjalasafn Islands. Bæði efast menn um ágæti þess- ara húsakynna, sem sniðin eru að þörfum mjólkurframleiðslu, fyrir vörslu og úrvinnslu þjóðsk- jala og eins gagnrýna menn að aðeins skuli veitt 5 miljónum króna til Þjóðarbókhlöðu-bygg- ingarinnar fyrst hægt er að veita 110 miljónir í kaup á mjólkur- stöðvarhúsi. Sverrir Hermannsson var inntur álits á þessari gagnrýni í gær. Hann sagði hana ekki rétt- mæta. Hér væri um reyfarakaup að ræða og einstaka heppni að fá þetta húsnæði til að leysa neyðarástand það sem Þjóð- skjalasafnið býr við. Hann var þá spurður hvort ein- hver þrýstingur hefði komið fram á hann að kaupa húsið, frá bænd- um eða fulltrúum þeirra í ríkis- stjórn, þar sem erfiðlega hefði gengið að selja húsið til þessa. „Ekki orð í mín eyru, hvorki frá bændum né innan ríkisstjórn- arinar“. Þú líkir þessu þá ekki sainan við kaupin á Víðishúsinu hér um árið? „Fjarri lagi. Ég skal játa að kaupin á Víðishúsinu á sínum tíma voru skammsýni. Hvort ég ætli að selja það? Ég veit það ekki enn. Ég ætla að skoða húsið ná- kvæmlega á Þorláksmessu og sjá hvort hægt er að nýta það, en margir efast um að það sé hægt“, sagði Sverrir. Þá var hann spurð- ur hvort ekki hefði verið hægt að taka 110 milj. kr. lán og veita í Þjóðarbókhlöðuna í stað þess að kaupa mjólkurstöð. „Hvar á að fá það lán?“, spurði ráðherra. Ríkisskuldabréf, svaraði blaða- maður. Ég mun kynna hugmikla áætlun um Þjóðarbókhlöðuna eftir áramótin, svaraði ráðherra. - S.dór. Reykjavík Stjómin tekur 265 miljónir Sigurjón Pétursson: Jólakveðja stjórnarinnar. Gjöldífjárhagsáœtlun 4,2 miljarðar. Engar launahœkkanir Það er alveg augljóst að þessi fjárhagsáætlun á eftir að breytast mikið áður en hún kem- ur til afgreiðslu. Þar nægir að nefna að í fjárlögum alþingis er aðeins gert ráð fyrir 42,9 mi|jón- um króna til framkvæmda á veg- um Reykjavíkurborgar, en í þess- ari áætlun er gert ráð fyrir 108,2 miyónum þaðan, sagði Sigurjón Péturssan borgarfulltrúi Abl. i samtali viS Þjóðviljann í gær. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1986 var tekin til fyrri umræðu í gærkvöldi, en hún verður endanlega afgreidd í janú- ar. Borgarstjóri mælti fyrir frum- varpinu, en síðan fjölluðu fulltrú- ar minnihlutaflokkanna um það. Sigurjón Pétursson sagði í gær að það sem hann kallaði jóla- kveðju ríkisstjórnarinnar til íbúa Reykjavíkur skerti tekjur borg- arinnar um 265 miljónir króna. Sigurjón hefur reiknað út að mið- að við framreiknaða áætlun fyrir 1982 ættu tekjur af gatnaðgerð- argjöldum að vera 184 miljónir króna en í fjárhagsáætlun 1986 er aðeins reiknað með 107 miljón- um í gatnagerðargjöldum. Þetta, segir Sigurjón, stafar af þeim vanda sem ríkisstjórnin hefur skapað húsbyggjendum sem hef- ur leitt til þess að mun minna er byggt en áður. Framlög úr jöfn- unarsjóði sveitarfélaga er nú 270 miljónir en ef sömu framlög á áætlun 1982 eru framreiknuð samkvæmt byggingarvísitölu er þar um að ræða 393 miljónir, mis- munurinn er 123 miljónir. Þess má geta að borgarstjórn samþyk- kti í gær að mótmæla árásum stjórnarinnar á jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Niðurskurður á framlögum ríkissjóðs til fram- kvæmda er 65,3 miljónir þannig að alls kostar jólakveðjan um 265,3 miljónir. Heildarútgjöld borgarinnar á næsta ári eru talin verða 4,2 milj- arða króna, en það vekur sérs- taka athygli að í áætluninni er ekki gert ráð fyrir neinum kauphækkunum. -gg Verktakafyrirtækið Hagvirki hefur gert stjórn Verkamanna- bústaða í Hafnarfirði tilboð um að þeir kaupi 16 íbúðir í fjölbýlis- húsi sem Hagvirki er að byggja við klaustrið í Hafnarfirði. Kauptilboð þetta er nú til umfjöll- unar hjá húsnæðisstjórn varð- andi fjármögnun úr byggingar- sjóði verkamanna, en bæjarráð Hafnarfjarðar hefur fyrir sitt leyti lýst áhuga á þessum kaupum. Tilboð Hagvirkis kemur til vegna þess að erfiðlega hefur gengið að selja þessar íbúðir og samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans eru Verkamannabústöðum boðnar íbúðirnar á „góðurn" kjörum. Grétar Þorleifsson formaður stjórnar Verkamannabústaða sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að lítið væri hægt að segja að svo stöddu, menn biðu ákvörð- unar Húsnæðismálastjórnar sem tekur málið fyrir í dag. Vilyrði væri fyrir byggingu 40 félagslegra íbúða í Hafnarfirði á þessu ári, aðeins hluti þeirra væri kominn af stað en tugir íbúða enn á teikni- borðinu vegna þess hve erfiðlega gengi að fjármagna byrjunarf- ramkvæmdir og hönnunarvinnu. Því væri góður kostur að geta fengið þessar íbúðir nú en mikill skortur væri á félagslegum íbúð- um í bænum. - lg. Árni Einarsson verslunarstjóri Máls og menningar: Salan er jafnari en í fyrra og krítarkortin hafa tekið völdin. Mynd: Sig. Jólabókaflóðið Mestu bokajol i aratug Árni Einarsson í Máli og menningu: Gífurleg aukning Sala bóka hefur gengið mjög vel það sem af er, ég held þetta verði mestu bókajól undanfar- inna tíu ára, það er gífurleg aukning frá í fyrra, sagði Árni Einarsson verslunarstjóri í Bóka- búð Máls og menningar þegar Þjóðviljinn spurði hann um jóla- bókasöluna í gær. „Ég kann nú ekki að útskýra það upp á hár hvers vegna fólk kaupir frekar bækur nú en und- anfarin ár, en við höfum tekið eftir því að það er minna fundið að verði bóka nú en áður og ég held að fólki finnist bækur ekki dýrar jólagjafir miðað við margt annað. Það er einnig athyglisvert ef við höldum áfram að bera saman, að salan er miklu jafnari nú en t.d. í fyrra þegar ein bók bar af í sölu. Nú erum við með tiltölulega margar bækur í mjög góðri sölu. Ég hef trú á að best seldu bæk- urnar muni seljast í fjögur til sex þúsund eintökum", sagði Árni. Það hefur mikið verið rætt um hlut greiðslukorta í jólakaupun- um og Árni hafði tölur um það. „Notkun kortanna tók mikið stökk þegar nýtt tímabil hófst á miðvikudaginn. Á þriðjudaginn hafði notkun korta verið um 13%, en hoppaði í 45% á mið- vikudaginn, og þetta á enn eftir að aukast“. Og hver er svo hátíðisdagur sölumanna? „Þorláksmessan, það er enginn vafi, þá verður gífurlegt áhlaup. Ætli salan á Þorláksmessu sé ekki um 7% af ársveltu bókabúða", sagði Árni. -gg- Hafnarfjörður Hagvirki biðlar til Verkó Hagvirki vill selja 16 íbúðir sem eru ísmíðum til verkamannabústaða í Hafnarfirði. Sölutregða á almennum markaði. Húsnœðisstjórn og bœjarráð með málið til afgreiðslu. Mikill skortur á verkamannabústöðum í bænum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.