Þjóðviljinn - 24.12.1985, Síða 5

Þjóðviljinn - 24.12.1985, Síða 5
MagnúS Guðjónsson, biskupsritari. Mynd: Sig. Kirkjuþing Arftaki hinna almennu kirkjufunda Magnús Guðjónsson biskupsritari og mhg rœða um Kirkjuþing, skipanþess, tilgang og störf Það hefur atvikast svo, að undir- rituðum blaðamanni hefur verið falið að fylgjast með störfum Kirkjuþings nú [ tvö eða þrjú ár. Kannski hefur vottað fyrir því í byrjun, að einstaka Kirkjuþings- manni þætti það nokkurri furðu gegna að blaðamaður frá sjálfu „bolsa“-blaðinu skyldi vera þarna á kreiki. Blaðamaður mun þá hafa tæpt á því, að sérhvert það „bolsa“- blað sem ætlaði að standa undir nafni, mætti blátt áfram engar mannlegar hræringar hjá sér leiða. Biskupar og prestar víða um heim væru í fararbroddi þeirra, sem berðust fyrir friði og réttlæti og ofan í kaupið hefði svo Kristur verið róttækasti maður veraldarsögunnar. Ekki urðu umræður um þessar kenningar, enda málið ekki beint á dagskrá þingsins þótt friðarmál bæri þar vissulega á góma. En hvað um það, blaðamanni var tekið með miklum virktum og hann kunni vel við sig í þessum hópi. Nú er það svo, að margir vita lítið um Kirkjuþing, skipan þess, starfsvettvang og tilgang og gera sér vafalaust ekki ljóst, að það fjallar alla jafna um mörg gagn- merk mál. Ur þessu þykir rétt að bæta þótt í litlu verði, og því fór blaðamaður á fund Magnúsar Guðjónssonar biskupsritara, og átti við hann eftirfarandi spjall. Skipan Kirkjuþings - Hvenær var Kirkjuþing fyrst haldið? - Fyrsta Kirkjuþingið var sett í Bindindishöllinni við Fríkirkju- veg í okt. 1958 og var það sam- kvæmt lögum frá 1957. Biskup þá var sr. Asmundur Guðmunds- son. Kirkjuþing var einskonar arftaki hinna almennu kirkju- funda, sem áður tíðkuðust. - Eru þingin haldin árlega? - Þau voru lengi vel haldin annað hvert ár en með lögum frá 1982 var svo kveðið á, að Kirkju- þing skuli haldin árlega og jafn- framt var Kirkjuþingsmönnum fjölgað úr 15 í 20. Átján þeirra eru kosnir í 8 kjördæmum, Guð- fræðideild Háskólans kýs 1 og fastráðnir guðfræðingar, sem vinna í þágu þjóðkirkjunnar, kjósa 1. Þá eiga sæti á Kirkju- þingi biskup og kirkjumálaráð- herra eða fulltrúi hans. Vígslu- biskupar og Kirkjuráðsmenn eiga rétt til þingsetu með mál- frelsi og tillögurétti en atkvæðis- rétt hafa þeir ekki nema þeir séu jafnframt kjörnir þingfulltrúar. - Hvernig skiptist landið niður í kjördæmi? - Það skiptist þannig: Reykja- víkurprófastsdæmi, Kjalarnes- prófastsdæmi, Borgarfjarðar-, Snæfellsness- og Dalaprófasts- dæmi, Barðastrandar- og ísa- fjarðarprófastsdæmi, Húna- vatns- og Skagafjarðarprófasts- dæmi, Eyjafjarðar- og Þingeyjar- prófastsdæmi, Múla- og Áust- fjarðaprófastsdæmi og Skafta- fells-, Rangárvalla- og Árnes- prófastsdæmi. í hverju þessu kjördæmi eru kosnir tveir Kirkjuþingsmenn, prestur og leikmaður, nema í Reykjavík, þar eru kosnir tveir prestar og tveir leikmenn. - Hverjir kjósa Kirkjuþings- menn? - Prestar og prófastar, sem hafa ábyrgð á prestakalli innan hvers kjördæmis kjósa úr sínum hópi 1 aðalmann og 2 varamenn. f Reykjavík eru hinsvegar, eins og fyrr segir, kosnir 2 prestar og 4 til vara. Síðan eru það sóknar- nefndarmenn og safnaðarfull- trúar hvers kjördæmis, sem kjósa úr sínum hópi 1 fulltrúa og 2 til vara, nema í Reykjavík, þar eru aðalfulltrúar 2 og varamenn 4. Kjörtímabilið er 4 ár. - Eru einhver ákvæði um það hvað Kirkjuþing má standa lengi hverju sinni? - Já, það má standa í allt að 10 daga. - Hver kostar þinghaldið? - Ríkið greiðir Kirkjuþings- mönnum ferðakostnað, dagpen- inga og þingfararkaup. Fjölþœtt viðfangsefni - Hver má svo í stuttu máli segja að séu megin verkefni Kirkjuþings? - Kirkjuþing fjallar um sam- eiginleg málefni þjóðkirkjunnar að eigin frumkvæði og leysir úr þeim málum, sem vísað er til þingsins af hálfu biskups, Kirkju- ráðs, Alþingis, kirkjumálaráð- herra og einstakra þingfulltrúa. Því er ætlað að efla íslenska kristni og styðja að trúar- og menningaráhrifum í þjóðlífinu. Það hefur ráðgjafaratkvæði og tillögurétt um öll þau mál er varða kirkju, presta og söfnuði landsins og heyra undir löggjafar- valdið eða sæta úrskurði forseta íslands. Og eins og ég veit að þú hefur fylgst með koma hin marg- víslegustu mál til meðferðar á Kirkjuþingi. - Kirkjuþing má standa í 10 daga mest, segirðu. Getur ekki verið öllu til skila haldið með að sá tími endist? - Jú, það kemur fyrir og fer þá eftir umfangi og fjölda mála. En ég' get fullyrt að þarna er ekki slegið slöku við störfin. Að þessu sinni voru málin færri en stundum áður, ekki nema 27. Um sum eru auðvitað skiptar skoðanir eins og eðlilegt er og alltaf hlýtur að vera. Svo eru önnur, sem við get- um sagt að beri yfir og allir eru á einu máli um þýðingu þeirra. Dœmi um viðfangsefni - Viltu nefna einhver mál sér- staklega, sem lágu fyrir síðasta Kirkjuþingi? - Eg get það já, þótt sú upptal- ing verði engan veginn tæmandi. Það er þá svar þjóðkirkj unnar við Limaskýrslunni, sem svo hefur verið nefnd og fjallar um skírn, máltíð drottins og þjónustu. Það er stórt mál, sem alger eining var um. Þá er það fyrri hluti skýrslu- kirkjueignanefndar. Formaður nefndarinnar doktor Páll Sig- urðsson, dósent, flutti athyglis- verða yfirlitsræðu um skýrsluna. Kirkjuþing lagði til að forsvars- menn ríkis og kirkju reyni að semja um framtíðarlausn þessara mála og það samkomulag verði staðfest með löggjöf, kirkjumála- ráðherra beiti sér gegn sölu kir- kjujarða þar til frá samkomulagi hefur verið gengið og að kirkju- eignir verði ekki seldar nema biskup og Kirkjuráð samþykki, enda komi fullt verð fyrir, sem renni í Kristnisjóð. Síðari hluti skýrslunnar er væntanlegur á næsta ári. Þar tekur Ólafur Ásgeirsson, þjóð- skjalavörður saman skrá og greinargerð um einstakar jarð- eignir kirkjunnar. Ályktað var um stofnun fræðsludeildar þjóðkirkjunnar, þar sem sameinuð yrði sú fræðslustarfsemi, sem nú er á margra höndum. Tvær ályktanir komu fram um útvarpsmál. Var samþykkt að fela Kirkjuráði að gera athugun á möguleikum kirkjunnar til að standa að útvarpsrekstri, ein sér eða í samvinnu við aðra. Kosin var þriggja manna nefnd til þess að gera tillögur um hvernig kirkj- an skuli bregðast við og hagnýta sér hin breyttu viðhorf, sem nýju útvarpslögin hafa í för með sér. Samþykkt var ályktun um öldr- unarmál þar sem bent er á brýna þörf úrbóta í þágu aldraðra og hvatt til þess að framlag kirkj- unnar til þeirra mála verði bæði veigamikið og mótandi. Loks má nefna áskorun til Aþingis um að taka til jákvæðrar afgreiðslu starfsmannafrumvarp þjóðkirkjunnar. - Margt fleira mætti nefna en þá færi þetta rabb okkar að verða nokkuð fyrir- ferðarmikið. - mhg Þriðjudagur 24. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.