Þjóðviljinn - 18.01.1986, Qupperneq 6
Ragnhei&ur Runólfsdóttir var fyrir skömmu útnefnd íþróttamaður ársins 1985 á Akranesi. Ragnheiður er í.
hópi albestu sundmanna landsins og náði mjög góðum árangri á árinu 1985, bæði innanlands og utan, og setti
fjölmöra íslandsmet. Magnús Oddsson formaður íþróttabandalags Akraness afhenti Ragnheiði veglegan bikar
og tók Árni Árnason myndina við það tækifæri.
England
13 eftir
úr l.deild
Nú er loksins endanlega Ijóst
hvaða félög mætast í 4. umferð
ensku bikarkeppninnar í knatt-
spyrnu næsta laugardag, 25. jan-
úar. Mikið var um frestanir og
jafntefli í 3. umferð og lauk
leikjum ekki fyrr en í fyrrakvöld
þegar Sheff. Wed. vann WBA 3-2.
Þessi lið mætast um næstu
helgi:
Arsenal-Rotherham
Aston Villa-Millwall
Chelsea-Liverpool
Everton-Blackburn
Hull-Brighton
Luton-Bristol Rovers
Manch.City-Watford
Notts County-Tottenham
Peterborough-Carlisle
Reading-Bury
Sheff.Utd-Derby County
Sheff.Wed.-Orient
Southampton-Wigan
Sunderland-Manch.Utd
West Ham-lpswich
York-Altrincham
Eins og sést á þessu eru 13 lið úr
1. deild meðal þeirra 32 sem eftir
eru í kcppninni, níu féllu út í 3.
umferð. í 16-iiða úrslitunum
verða mest 10 1. deildarlið eftir
þar sem þrjár innbyrðis viður-
eignir eru í umferðinni. Ein
þeirra, Manchester City og Wat-
ford, verður sýnd beint í íslenska
sjónvarpinu.
—VS
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ■
Pólverjar unnu 22-20 ogfengu sínfyrstu stig í mótinu
Kristján Arason og nafni hans
Sigmundsson stóðu sig einna best
íslensku leikmannanna og
Steinar skoraði góð mörk úr
horninu, sem er ekki hans vana-
lega staða. Steinar og Kristján
gerðu 5 mörk hvor, Atli 3, Páll 3,
Guðmundur 2, Geir 1 og Þorgils
Óttar Mathiesen 1.
Lokaumferð mótsins fer fram í
dag og ísland leikur við B-lið
Dana. Heiðurinn er í veði, það
yrði ekki glæsilegt að tapa þar og
sitja uppi í botnsæti keppninnar.
—VS
Knattspyrna
íslands-
mótið inn-
anhúss
Fyrri hluti íslandsmótsins í
innanhússknattspyrnu fer fram
um hclgina og verður leikið í 2. og
3. deild. Að vanda fer mótið fram
í Laugardalshöllinni og hefst kl.
11 í dag. Hér kemur dagskrá
mótsins um helgina:
3. deild
Laugardagur
11.00 Víkverji-Valur Rf.
11.22 Árroðinn-Stjarnan
11.44 Afturelding-Vorboðinn
12.06 Einherji-Leiknir R.
12.28 Valur Rf.-Stjarnan
12.50 Víkverji-Árroðinn
13.12 Vorboðinn-Leiknir R.
13.34 Afturelding-Einherji
13.56 Árroðinn-Valur Rf.
14.18 Stjarnan-Víkverji
14.40 Einherji-Vorboðinn
15.02 Leiknir R.-Afturelding
15.24 Hafnir-Árvakur
15.46 Víkingur Ó.-UMFN
16.08 Stokkseyri-ÍBV
16.30 Reynir Á.-Leiknir F.
16.52 Árvakur-UMFN
17.14 Hafnir-Víkingur Ó.
17.36 (BV-Leiknir F.
17.58 Stokkseyri-Reynir Á.
18.20 Víkingur Ó.-Árvakur
18.42 UMFN-Hafnir
19.04 Reynir Á.-lBV
19.26 Leiknir F.-Stokkseyri
2.deild
Sunnudagur
11.00 Bolungarvlk-Neisti
11.22 Leiftur-HSÞ.b
11.44 Ármann-lK
12.06 fBl-Þróttur N.
12.28 Neisti-HSÞ.b
12.50 Bolungarvík-Leiftur
13.12 (K-Þróttur N.
13.34 Ármann-lBl
13.56 Leiftur-Neisti
14.18 HSÞ.b-Bolungarvík
14.40 IbI-Ik
15.02 Þróttur N.-Ármann
15.24 Dómarar-Formenn Kn.deilda
15.46 Austri-Víkingur R.
16.08 HV-Léttir
16.30 Reynir S.-lR
16.52 Grindavík-Víðir
17.14 Dómarar-Stjóm KSl
17.36 Víkingur R.-Léttir
17.58 Austri-HV
18.20 IR-Víðir
18.42 Reynir S.-Grindavík
19.04 Stjórn KSl-Form.Kn.deilda
19.26 HV-Víkingur R.
19.48 Léttir-Austri
20.10 Grindavik-lR
20.32 Víðir-Reynir S.
Keppni í 1. og 4. deild og
kvennaflokki fer fram 21.-23. fe-
brúar. Nú er leikið eftir nýjum
reglum, þannig að skora má
mark hvaðan sem er af vallar-
helmingi andstæðinga. Þess má
geta að Reykjavíkurmótið hefst á
mánudag kl. 17 með keppni í 6.
flokki og 2. flokki. Keppni lýkur á
föstudag og verður keppt í mfl.
kvenna á þriðjudag en í mfl. karla
á fimmtudag og föstudag.
—VS
Þorsteinn Gunnarsson lék á fimmtudagskvöldiö sinn 100. meistaraflokks-
leik með KR I körfuknattleik. Porsteinn er aðeins 22ja ára en er kominn með
mikla reynslu og hefur verið fyrirliði KR-inga. Jón Sigurðsson þjálfari KR afhenti
honum viöurkenningu fyrir leikinn, sem var gegn UMFN, og tók E.ÓI. þá þessa
mynd.
Brasilía
Minelli ráðinn?
Miklar líkur eru á að Rubens
Minelli, 54 ára þjálfari Corinthi-
ans, verði ráðinn landsliðsþjálf-
ari Brasilíu eftir að Pinto Guim-
araes var kjörinn forseti brasil-
íska knattspyrnusambandsins í
fyrrakvöld. Brasilíumenn eru
taldir sigurstranglegastir í
heimsmeistarakeppninni í Mex-
íkó, þrátt fyrir að þeir hafi ekki
enn ráðið landsliðsþjálfara. Min-
elli hefur náð mjög góðum ár-
angri með félagslið í Brasilíu en
aldrei verið beðinn um að stýra
landsliðinu.
—VS/Reuter
Hingað til hefur yfirleitt mátl
sætta sig sæmilega við tap fyrir
Pólverjum í landsleik í hand-
knattleik. Fyrir leik liðanna í
Baltic-keppninni í Næstved í Dan-
mörku í gærkvöldi höfðu þeir
unnið 18 af 24 viðureignum þjóð-
anna, þótt íslandi hafi gengið ein-
na best gegn þeim af þjóðum
Austur-Evrópu. En þegar pólska
liðið er í öldudal einsog nú og búið
að liggja bæði fyrir A- og B-liði
Dana verður að setja spurningar-
merki við þá frammistöðu ís-
lenska liðsins að tapa fyrir því,
20-22. Þar með er ísland komið í
botnsæti keppninnar, nokkuð
sem ekki virtist yfirvofandi eftir
sigurinn góða á Dönum í fyrsta
leik.
Pólverjar skoruðu tvö fyrstu
mörkin en Atli Hilmarsson og
Kristján Arason jöfnuðu metin,
2-2. Island náði síðan yfirhönd-
inni, ekki síst vegna þáttar Krist-
jáns Sigmundssonar sem varði
tvö vítaköst á fyrstu 10 mínútun-
um. fsland komst í 4-3 og síðan
6-4 en leiddi síðast 7-6. Pólland
komst yfir, 7-8 og 8-9 en Atli jafn-
aði rétt fyrir hlé, 9-9.
Fyrstu 6 mínútur seinni hálf-
leiks réðu úrslitum. Þá gerðu Pól-
verjar fjögur mörk og staðan var
skyndilega 9-13. Páll Ólafssori
tók sig til og gerði þrjú mörk í
röð, 12-13, og Kristján varði inná
milli sitt þriðja vítakast. En næstu
þrjú mörk voru pólsk, 12-16, og
útlitið svart á ný. íslensku leik-
mennirnir gáfust ekki upp og
minnkuðu muninn í 16-17. Pól-
land komst í 16-19 og 17-20 en
spennan var ekki úti. Geir
Sveinsson jafnaði, 20-20, með
miklu harðfylgi þremur mínútum
fyrir leikslok eftir að Steinar
Birgisson og Guðmundur Guð-
mundsson höfðu skorað góð
mörk. Pólland náði forystu á ný,
20-21, og ísland fékk færi á að
jafna. Það tókst ekki, liðið missti
boltann 40 sekúmjum fyrir leiks-
lok og Pólverjar létu ekki trufla
sig í lokin, skoruðu 22. markið
þegar 10 sek. voru eftir og
tryggðu sér þar með sín fyrstu stig
í mótinu.
Úrvalsdeildin
Pálmar bjargaði tvisvar!
Tvisvar þrjú stig á lokasekúndum og Haukar unnu eftir tvœr
framlengingar í Keflavík
ar leiktími í framlengingu var að
renna út var ÍBK aftur þrem stig-
um yfir. Pálmar reyndi þá þriggja
stiga skot en Guðjón Skúlason
braut á honum. Pálmar fékk 3
vítaskot fyrir vikið og sýndi
feiknarlegt öryggi með því að
skora úr öllum, 94-94.
Aftur framlengt, og spennan enn
óbærileg í lokin. Jón Kr. kom ÍBK
yfir, 106-105, með 3ja stiga körfu 25
sek. fyrir leikslok. fvar Webster svar-
aði með því að blaka knettinum í
Keflavíkurkörfuna þegar 11 sekúnd-
ur lifðu. 107-106, og það voru sigur-
stigin. Olafur Gottskálksson var með
boltann í góðu færi þegar flautan gall
en var of seinn að skjóta, Haukar
fögnuðu ótrúlega naumum sigri.
Pálinar var lengi í gang en var síðan
bestur Haukanna. Olafur lék vel og
fvar Webster einnig framanaf
leiknum. Jón Kr. átti stórleik með
ÍBK, Guðjón var einnig virkilega
góður og Ólafur var sterkur í fráköst-
unum. Keflvíkingar voru klaufar að
tapa, þeir höfðu leikinn hvað eftir
annað í hendi sér en það dugði ekki
til.
—SÓM/Suðurnesjum
Pálmar Sigurðsson hefur oft
skorað mikilvægar körfur fyrir
Hauka en sjaldan hefur hann þó
bjargað þeim frá tapi tvívegis í
sama leiknum einsog gerðist í
Keflavík í gærkvöldi. Haukar
sigruðu þá Keflvíkinga 107-106 í
tvíframlengdum spennuleik.
Þegar leiknum var að ljúka
voru Keflvíkingar með þriggja
stiga forskot, 86-83. Pálmar jafn-
aði þá með 3ja stiga skoti, 86-86,
þegar 8 sekúndur voru eftir. Þeg-
Keflavík 17.jan.
ÍBK-Haukar 106-107 (94-
94) (86-86) (42-37)
24-16, 32-23, 42-37, 53-55, 69-66,
86-83,86-86,90-86,90-91,94-91,94-
94, 101-98, 101-103, 103-105, 106-
105, 106-107.
Stig ÍBK: Jón Kr. Gíslason 35,
Guðjón Skúlason 31, Þorsteinn
Bjarnason 12, Ólafur Gottskálksson
10, Hreinn Þorkelsson 8, Ingólfur Har-
aldsson 6, Hrannar Hólm 2, Sigurður
Ingímundarson 2.
Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 36,
Ólafur Rafnsson 26, Ivar Webster 20,
Kristinn Kristinsson 10, Eyþór Árna-
son 8, Henning Henningsson 7.
Dómarar: Kristinn Albertsson og
Ómar Scheving — góðir.
Maður leiksins: Pálmar Sigurðs-
son, Haukum
y Baltic
Island komið
í botnsætið