Þjóðviljinn - 30.01.1986, Page 2

Þjóðviljinn - 30.01.1986, Page 2
FRETTIR iTQRGIÐ Lánasjóður Fmmvaipið enn ókomið Svavar Gestsson formaður Abl.: Verið að leggja sjóðinn niðursem tœki til að stuðla að jafnrétti til náms Eg lít á þetta frumvarp Sverris Hermannssonar um breyting- ar á lögum um Lánasjóð náms- manna sem fyrsta skrefið í þá átt að leggja sjóðinn niður sem fé- lagslegt tæki til að stuðla að jafnrétti til náms. Mér sýnist að þarna sé verið að færa kjör á námslánum til samræmis við þau kjör sem fólki bjóðast í bönkum, sagði Svavar Gesísson formaður Alþýðubandalagsins í samtali við Þjóðviljann í gær, en að frum- kvæði þingflokks Abl. fer fram umræða utan dagskrár um mál- efni LIN á alþingi í dag. Áðurnefnt frumvarp hefur raunar hvergi verið lagt fram, en búist við að það verði lagt fyrir stjórnarflokkana innan tíðar. Frumvarpið er þess eðlis eftir því Fisksala sem næst verður komist að það er líklegt til að valda miklum deilum í þinginu og er jafnvel reiknað með að sumir þingmenn Fram- sóknarflokksins muni leggjast gegn því að það verði samþykkt. Meðal þess sem frumvarpið felur í sér er að námslán beri 3% vexti og innheimt verði 1% lán- tökugjald. Endurgreiðslutími verður styttur úr 40 árum í 30 ef þetta nær fram að ganga og hætt verður að taka tillit til tekna að námi loknu. Það sem vekur kann- ski einna mesta athygli er að gert er ráð fyrir að skyldur fjárveiting- avaldsins við sjóðinn verði að engu gerðar. Sjóðurinn verði að miða útlán sín að öllu leyti við hvað alþingi þóknast að leggja í sjóðinn. - gg. Blanda, blanda, gættu þinna handa Mest í gámum Fjórir togarar frá Rcykjavík og Hafnarfirði sigldu mcð nær allan sinn afla á erlendan markað á sl. ári líkt og á fyrri árunt. Þetta eru togararnir Karlsefni, Ögri og Vigri frá Reykjavík og Ymir frá Hafnarfirði. Samtals seldu þessir togarar á sjöunda þúsund tonn af bolfiski erlendis 10 fyrstu mánuði sl. árs. Á þessum sama tíma voru flutt út 26.600 tonn af bolfiski í gám- um en 26.500 tonn voru flutt út með fiskiskipum. 40% aflans var þorskur, 20% karfi og ríflega 10% skarkoli. - lg. Stúdentar Yfir þúsund gegn Ólafi Félag íhaldsmanna í Háskólanum tekur undir með stjórn SHÍ og villað Olafur Arnarson víki úrstjórn Lín. Ólafur Arnarson: Hefekkert umþað aðsegja Námsmenn ætluðu að afhenda Ólafi Arnarsyni mótmæli við dyr LÍN í gær. Hann kaus að mæta ekki á staðinn. Ljósm.: E.ÓI. BÍSN Olafur óskabam íhalds Jón Bjarni Guðsteinsson formaður BÍSN: Atkvœði Ólafs ístjórn LÍN réðiþvíað fyrstaársnemar fái ekkifyrirgreiðslu Reyndar er það mín pcrsónu- lega skoðun að Ólafur sé ekki fulltrúi námsmanna, heldur sé nokkurs konar óskabarn íhald- sins þarna í oddastöðu í stjórn sjóðsins, segir m.a. í yfirlýsingu Jóns Bjarna Guðsteinssonar for- manns BISN um setu Ólafs Arn- arson * Vökumanns í stjórn LÍN. í yfirlýsingunni segir einnig að þar sem nú hafi komið fram opin- berlega hversu „lúalegum vinnu- brögðum menntamálaráðherra" hefur beitt við að halda Ólafi inni í stjórn LÍN, vilji Jón benda á að atkvæði Ólafs á stjórnarfundi í haust hafi orðið til þess að 1. árs nemar fá nú enga fyrirgreiðslu hjá sjóðnum. Þá segir Jón: „Hversu góðvæn- leg sem tilboð og ummæli þessara tveggja ágætu manna, sem eiga að fara með hagsmuni náms- manna, kunna að vera þá ber ég ekki meira traust til þeirra en svo að ég krefst þess að ráðherra sjái sóma sinn í því að veita Ólafi lausn frá störfum í stjórn lána- sjóðsins, og virði þar með kjör Stúdentaráðs í það embætti er þeim ber í stjórn LÍN.“ -gg- Eg hef ekkert við Þjóðviljann að segja um þetta mál. Ég hef ekkert heyrt frá Vökumönnum um þetta og vil því sem minnst segja að svo stöddu, sagði Ólafur Arnarson Vökumaður og stjórnarmaður i LIN í gær þegar Þjóðviljinn bar undir hann frétt í Morgunblaðinu þess efnis að hans eigið félag vilji hann nú út úr stjórn sjóðsins. Yfir eitt þúsund háskólanemar hafa nú skrifað undir mótmæli við setu Ólafs í stjórn LÍN, þar sem hann situr eins og kunnugt er þvert á vilja Stúdentaráðs, og er sú tala meira en helmingur þess fjölda sem tók þátt í síðustu stúd- entakosningum. Verða Ólafi af- hent mótmælin innan tíðar. Stjórn Stúdentaráðs hefur ítrek- að mótmælt þeirri ákvörðun Ólafs að segja ekki af sér stjórn- arsetu og eins og fram kemur annars staðar í blaðinu í dag hef- ur formaður Bandalags íslenskra sérskólanema tekið undir þau mótmæli. Nú hafa Vökumenn sem sagt bæst í hópinn og farið fram á það við Ólaf að hann víki úr stjórninni, en Ólafur var upp-- haflega kosinn í stjórn fyrir hönd meirihlutastjórnar Vöku og Fé- lags umbótasinna, sem var felld vegna aðgerðaleysis mnamálum námsmanna. Ólafur sagði í gær að ákvörð- unar væri að vænta innan fárra daga um það hvort hann mun taka tillit til þessara fjöldamót- mtgla námsmanna, sem hann var áður fulltrúi fyrir í LÍN. -gg- Skák Þröstur vann flokka Þröstur Árnason varð í gær efstur í opnum flokki Skákþings Reykjavíkur, fékk níu vinninga. Þröstur vann einnig unglinga- flokk og er því tvöfaldur skák- meistari Reykjavíkur þetta árið. Þröstur vann Andrés Áss Grét- arsson í fyrradag, og sigur hans í flokknum varð ljós í gærkvöldi þegar biðskák þeirra Hannesar Hlífar Stefánssonar og Héðins Steingrímssonar lauk með jafn- tefli. Hannes Hlífar varð í öðru sæti, fékk 8'/2 vinning. Þeir Þröstur og Hannes eru báðir þrettán ára gamlir. Þeir héldu í morgun ásamt félögum sínum á norrænt skólamót einstaklinga í Svíþjóð. Við veljum frambjóðendur Auglýsing um forval ABR 31. janúar og 1. febrúar Forval frambjóöenda G-listans, við borgarstjórnar- kosningarnar í vor, fer fram föstudaginn 31. janúar og laugardaginn 1. febrúar kl. 10-20 í Miðgarði, Hverfis- götu 105, 4. hæð. Rétt til þátttöku eiga félagsmenn ABR, sem ekki skulda meira en eitt gjaldfallið árgjald, og nýir félagsmenn, enda greiði þeir hálft lágmarksárgjald við inngöngu, þ.e. 500 krónur. Minnt skal á að kosning fer þannig fram að merkt er við sjö nöfn á kjörseðlinum með tölustöfunum 1 2 3 4 5 6, 7. ’ ’ ’ ’ Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í forvalinu. Nýir félagsmenn velkomnir. Kjörnefnd.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.