Þjóðviljinn - 30.01.1986, Side 4

Þjóðviljinn - 30.01.1986, Side 4
LEHDARI Svigrúm til kauphækkanna í umræöum á alþingi í fyrradag kom glöggt fram, að þjóöarbúið stendur að ýmsu leyti býsna vel. Útlitið á þessu ári er mjög bjart - bjartara en Þjóðhagsstofnun spáði í desember sl. og bjartara en ríkisvaldið og atvinnurekendur hafa hingað til viljað viðurkenna. Þetta viðurkenndi meira að segja Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og kallar hann þó ekki allt ömmu sína þegar berja þarf lóminn á þingi til að styrkja atvinnurekendur í samninga- viðræðum við verkalýðshreyfinguna. í umræðunum á alþingi lagði Svavar Gests- son formaður Alþýðubandalagsins áherslu á að hið almenna góðæri í landinu legði ríkisvaldinu þá skyldu á herðar að ganga til móts við kröfur 'verkalýðshreyfingarinnar. Nýjustu tíðindi herma að freðfiskverð í Bandaríkjunum hafi hækkað um 5% - og verð á saltfiski hefur hækkað um 16%. Þessar hækk- anir einar og sér gætu skilað fiskvinnslunni um tveimur miljörðum króna í auknum tekjum á þessu ári. Auk þessa hefur orðið 10% verð- lækkun á olíu, sem kemur sjávarútveginum og þjóðarbúinu í heild mjög til góða. Samtals þýða þessar verðlagsbreytingar að viðskiptakjör íslendinga hafi batnað um sem nemur 3 - 4% frá því sem áður hafði verið spáð fyrir árið 1986. Þessi kaupmáttaraukning út- flutningsteknanna jafngildir 1,5% til 2% af landsframleiðslu og gæti skilað sér í 3-4% meiri þjóðartekjum en ríkisstjórnin hafði miðað við í áætlunum sínum fyrir þetta ár. Ríkisstjórnin hefur marglýst því yfir, að hún telji lítið sem ekkert svigrúm til kaupmáttar- aukningar á þessu ári. Þetta sjónarmið ríkis- stjórnarinnar er skjalfest í Þjóðhagsáætlun fyrir árið 1986 og í spá Þjóðhagsstofnunar frá því í desember síðastliðnum. í því batnandi árferði sem ríkt hefur með metfiskafla og góðu verði fyrir afurðir okkar hafa samtök launafólks auðvitað aldrei getað fallist á slíkar forsendur. Enda hefur orðið launaskrið og þeir ríkari hafa tekið til sín stærri skerf á sama tíma og hlutur launafólks af arði þjóðarbúsins hefur minnkað. En nú er svo komið, að jafnvel á þeim forsendum sem ríkisstjórnin og atvinnu- rekendur jafnan gefa sér fyrir olnbogarými til kauphækkana hefur skapast efnislegur grund- völlur til að ganga að kröfugerð verkalýðs- hreyfingar. Þannig lofar hinn efnahagslegi jarðvegur ríkulegri uppskeru ef vel er í hann sáð - og hann faglega pældur. Það er hins vegar borin von að launaþjóðin geti fagnað réttlátum hlut undir rík- isstjórn ríka fólksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Blekkingar einar Dótturfyrirtæki Alusuisse á íslandi, ísal,j greiðir um 200 miljónum króna lægri upphæð fyrir raforku á árunum 1985 og 1986 en Sverrir Hermannsson fyrrverandi iðnaðarráðherra og aðrir samninganefndarmenn frá árinu 1984 full- yrtu að endurskoðun raforkusamningsins myndi skila Landsvirkjun. í samtali við Þjóðviljann í gær minnti Hjörleifur Guttormsson á gagnrýni stjórnarandstöðunnar á sínum tíma: „Við vöruðum við óhóflegri bjartsýni í spádómum um þróun álverðs og gagnrýndum jafnframt harðlega að lágmarks- verðið og reyndar hámarksverðið líka er óverðt- ryggt í samningnum. Þær forsendur sem tals- menn samningsins gáfu sér hafa hrunið og staðhæfingar þeirra um 15 mills sem grundvall- arverð hafa reynst blekkingarnar einar“. Á sínum tíma fullyrtu samningamennirnir að verðið yrði ekki undir 15 millidölum á samnings- tímanum en í spá Landsvirkjunar er nú gert ráð fyrir að verðið á þessu ári einsog í fyrra verði um 12,5 millidalir. Niðuriæging þeirra getur ekki orðið meiri. - óg. KUPPT OG SKORIÐ Óvissa DV hefur síðustu daga birt nið- urstöður skoðanakannana um fylgi flokkanna annars vegar og fylgi ríkisstjórnarinnar hins veg- ar. Athyglisvert er að mun fleiri gefa upp afstöðu sína gagnvart ríkisstjórninni en flokkunum. Óneitanlega rýrir það gildi skoðanakönnunar um fylgi flokk- anna að yfir helmingur aðspurðra annað hvort neitar að svara eða er óákveðinn. Pau 53% óákveðinna og þeirra sem neita að svara ráða í vissum skilningi úrslitum og það væri í sjálfu sér forvitnilegra að kanna hug þessa hóps en hinna sem hafa flokkinn sínn á hreinu. Þetta hlutfall er mun hærra en í sambærilegum könnunum er- lendis og það gæti gefið tvenn- skonar vísbendingu: um van- traust á flokkakerfinu og um van- traust á fjölmiðlinum sem fram- kvæmir könnunina, DV. Dráttarklárinn Það vekur óneitanlega nokkra athygli að Framsóknarflokkurinn hefur bætt stöðu sína í skoðana- könnun DV. Haraldur Ólafsson svarar blað- inu um fylgi stjórnarinnar í gær undir fyrirsögninni: „Framsókn dregur stjórnina upp“. Nú hefur því oft verið haldið fram að Framsóknarflokkurinn hafi feng- ið það hlutskipti að vera dráttar- klár fyrir frjálshyggjuna í Sjálf- stæðisflokknum. En það er samt sem áður ekki sú sögulega stað- reynd sem veldur því að í fyrir- sögninni er agnarlítið sannleiks- korn. Andófshópurinn Staðreynd máls er sú að innan þingflokks Framsóknarflokks hefur allan stjórnartímann gætt andófs gegn þeirri hægri línu flokksforystunnar sem Steingrím- ur Hermannsson og Halldór Ás- grímsson hafa farið fyrir í sam- starfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Þingmennirnir sem leiða þetta andóf, Ingvar Gíslason, Páll Pét- ursson og Haraldur Ólafsson, bera að mörgu leyti af í málflutn- ingi á opinberum vettvangi Fram- sóknarmanna. Þeir hafa allan tímann verið í vonlausum minnihluta og hvað eftir annað verið bornir ofurliði innan þing- flokksins. En hins vegar er mál- um nú svo komið, að einmitt þessir menn bjarga Framsóknar- flokknum frá fullkomnu hruni, - og málafylgja þeirra kemur í veg fyrir að andstaðan við ríkisstjórn- ina verði auðsærri en raun er á. Firra afleióingum Síðustu misseri hefur þessum þingmönnum tekist að láta líta svo út sem Framsóknarflokkur- inn standi upp í hárinu á Sjálf- stæðisflokknum í samstarfinu. Auðvitað hafa samvinnumenn og vinstri Framsóknarmenn ekki verið sáttir við stefnu núverandi ríkisstjórnar. Þeir hefðu fleiri gefið sig upp í andstöðu við ríkis- stjórnina og Framsóknarflokkinn hefðu áðurnefndir þingmenn ekki látið í sér heyra. Að því leytinu til er málflutningur þeirra blekkjandi, - hann firrir Stein- grím og hina ráðherrana afleið- ingum af stjórnarathöfnum sín- um og sífelldri undanlátsemi við Sj álfstæðisflokkinn. Skjólið Ingvari og Páli Péturssyni hef- ur tekist að koma andstöðu sinni til skila í ýmsum málaflokkum sem ella hefðu leitt til katastrófu fyrir Framsókn. Þannig var til dæmis andstaða þeirra við vaxta- stefnu Sjálfstæðisflokksins Steingrími og kó til skjóls, og nefna mætti ótal önnur mál til marks um þetta. Nú síðast hefur þeim tekist að koma á framfæri andstöðu sinni við stefnu Sverris Hermannssonar menntamála- ráðherra í lánamálum. Og þannig hefur þetta í raun- inni verið í máli eftir máli, að þeir Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirs- son, Haraldur Ólafsson og Páll Pétursson hafa talað til vinstri Framsóknarmanna á meðan Steingrímur, Alexander og Hall- dór hafa séð um að framkvæma stefnu Sjálfstæðisflokksins. En það hefur hins vegar ekki komist eins vel til skila, að þessir heiðursmenn í Framsóknar- flokknum með sæmilegt hjarta- lag hafa um síðir í flestum ef ekki öllum málum orðið að lúta vilja Sjálfstæðisflokksins. Hugur þeirra er heiður og hreinn en höndin hefur verið rétt upp til óþurftar svo oft að tölu verður ekki á komið. Kraftaverka- karlarnir Auðvitað er hér aðeins um tímaspursmál að ræða, - fyrir næstu kosningar verður gengið harðar að þingmönnum flokksins um afstöðu þeirra á liðnum miss- erum. Gengi flokksins fer eftir sem áður dalandi - og til marks um það er málgagnið sem gefið er út með slíkum þrautum að les- andi getur næstum því getið sér til um á hvaða stigi magapína þeirra sem skrifa í blaðið er. Ungir menn sem gengið höfðu til liðs við Framsóknarflokkinn og málgagnið hafa nú snúið frá flokknum og nú hrynur utan af Tímanum. Fjárhagurinn er það slappur að brugðið getur til beggja vona eftir skamman tíma um útgáfu Tímans - en hitt er erfiðara við að fást - hvað geta Framsóknarmennirnir sagt og skrifað eftir þessa stjórnarsetu? Og það er á slíkum tímum, sem kallað er á kraftaverk, og -karla. Nú er búið að dubba þá upp að nýju Alfreð í Sölunefndinni og Kristin Finnbogason, innsiglaðan kraftaverkamann frá íscargo, Vængjum, Grjótjötni og banka- ráði Landsbankans, til að bjarga Tímanum. Það er hins vegar handan marka hins mögulega og krafta- verka í fjármálalífi að blása lífi í kulnaðar glóðir hugsjóna í Fram- sóknarflokknum. Hugsjóna- mennirnir eru komnir í brons og eir - og hugmyndafræðin rúmast í kaffibaun. -óg DJOÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsís og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjör- leifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þórunn Sigurðar- dóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útllt: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýslngastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bíl8tjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslu8tjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkoyrsla, afgreiðsia, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SlÐA - ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 30. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.