Þjóðviljinn - 30.01.1986, Page 5

Þjóðviljinn - 30.01.1986, Page 5
Hinn 16. janúar sl. var fjár- hagsáætlun Reykjarvíkurborgar tekin til umræðu, og afgreiðslu hennar lauk laust fyrir hádegi hinn 17. eftir 18 klst. fund. f fjárhagsáætlun meirihluta kemur skýrt fram stefna hans og forgangsröðun mála. Það þarf engum að koma á óvart að sem endra nær urðu félagsmálin út- undan en gatnaframkvæmdir fá að venju myndarlega fjár- veitingu. Alþýðubandalagsmenn í borg- arstjórn báru fram margar til- lögur um breytingar á fjárhagsá- ætlun sem ganga í þveröfuga átt. Við lögðum áherslu á félagslegar úrbætur en á móti lögðum við til að dregið yrði úr útgjöldum til gatnagerðar. M.a. lögðum við til að hætt yrði við byggingu bíla- geymsluhúss í Kvosinni, sem kosta á 20 miljónir, en engin þörf er fyrir slíkt hús nú. Mig langar til að geta hér nokk- urra þeirra tillagna sem við flutt- um og tengjast sérstaklega félags- málum, en margar þeirra eru unnar í samráði við ýmsa flokks- menn. Aldraöir Eins og allir sem lesa Þjóðvilj- ann vita hefur Sjálfstæðismeiri- hlutinn ekki byggt og tekið í notk- un eina einustu íbúð fyrir aldraða á kjörtímabilinu, enda lengjast biðlistarnir stöðugt og neyðará- stand ríkir hjá allt of mörgum. Við lögðum til að borgarstjórn beitti sér fyrir samstarfi milli Reykjarvíkurborgar, ríkis og verkalýðshreyfingarinnar um átak til bygginga þjónustuíbúða og dvalarheimila fyrir aldraða, og skyldi stefna að því að á næstu 4-5 árum yrði leystur vandi a.m.k. 600 aldraðra. Nú eru á annað þúsund á biðlistum. Sjálfstæðis- menn hafa lagt áherslu á að styrkja félagasamtök sem eru að byggja söluíbúðir fyrir aldraða með því að byggja þjónustu- kjarna í húsunum. í það fóru á síðasta ári 9.4 miljónir og sam- kvæmt áætlun 1986 eiga að bætast við 58.7 miljónir. Þessar söluí- búðir leysa því miður ekki vanda þeirra öldruðu sem verst eru staddir, þ.e.a.s. þeirra sem nú eru og lengi hafa verið á biðlist- um félagsmálastofnunar. Ein- ungis töluvert fjársterkir einstak- lingar hafa möguleika á að kaupa sér íbúðir í þessum húsum. Sama gildir um parhús við dvalarhei- mili aldraðra Seljahh'ð, sem borg- in er að byggja en þau eiga að kosta 3.2 miljónir. Þau munu ein- ungis vera fyrir verulega stöndugt fólk. Þess vegna er nauðsynlegt að berjast áfram af fullri hörku fyrir byggingu þjónustu- og dval- arheimilisíbúða fyrir aldraða. Vinstri meirihlutinn hóf rekst- ur dagvistar fyrir aldraða í tengsl- um við þjónustuíbúðir við Dal- braut. Sú þjónusta hefur verið afar vinsæl og stuðlað að því að þeir aldraðir sem það vilja geti búið á heimilum sínum sem lengst. Allt þetta kjörtímabil höf- um við lagt á það áherslu að hald- ið yrði áfram á þessari braut og fluttum nú enn einu sinni tillögu um að keypt yrði hús í gamla bænum, þar sem flestir aldraðir búa, og hafinn rekstur dagvistar. Meirihlutinn (Davíð) felldi þessa tillögu, taldi að peningum væri betur varið til annarra hluta - því miður. Eins voru felldar tillögur okkar um að koma á sendiþjón- ustu fyrir aldraða og fatlaða í borginni. Aldraðir og fatlaðir hafa lengi bent á nauðsyn þessar- ar þjónustu. Dæmi eru um það að fólk sem þarf á lyfjum að halda, þurfi að panta leigubíl til að sækja þau fyrir sig, þannig að ofan á lyfjakostnaðinn bætist leigubíla- kostnaður. Eins eru leigubílar pantaðir til að fara í banka og greiða reikninga. Við lögðum til að keypt yrði bifreið og ráðinn starfsmaður, kostnaður yrði 1.7 milj. Þessi mikilvæga og nauðsynlega þjónusta hefði breytt mjög aðstæðum margra aldraðra og fatlaðra til hins betra. 2 miljónir vildum við að færi til þess að koma á heimilishjálp um helgar. Hún er nú veitt á virkum dögum eingöngu, sem engan veg- inn er nægilegt. Það er fyrir marga algjörlega óviðunandi að fá enga aðstoð frá föstudegi til mánudags. Við lögðum til að ráðinn yrði starfsmaður í hálfa stöðu til þess að koma upp tómstundaklúbbum með frjálsu sniði fýrir fólk á hvaða aldri sem er, í þeim tilgangi að rjúfa þá einangrun sem margt fólk býr við og brúa kynslóðabil. Bentum við á mjög vel heppnaða starfsemi af þessum toga í Kópa- vogi, en þar tókst mjög vel til með ráðningu starfsmanns. Dagvistun barna Eins og mönnum er kunnugt drógust byggingar dagvistar- heimila mjög saman strax eftir síðustu kosningar. Vegna mjög mikils þrýstings borgarfulltrúa minnihlutans og ekki síst borgar- búa hefur nú fyrir kosningar ver- ið reynt að klóra í bakkann. Við fluttum tillögu um að bætt yrði við þá upphæð sem meirihlutinn leggur til 15 miljónum til þess að hægt sé að hraða byggingu dag- vistarheimilis í Ártúnsholti, en þar búa margar einstæðar mæð- ur. Hægagangurinn á fyrstu árum núverandi meirihluta er því átakanlegri að borgarsjóður hefir verið ríkur eins og risinn í fjallinu - öfugt við borgarbúa. En þá ber að hafa í huga að það hefur aldrei verið stefna Sjálfstæðisflokksins að byggja næg og góð dagvistar- heimili fyrir öll börn. Unglingamál í fyrra fluttum við mjög margar tillögur um úrbætur í málefnum unglinga. M.a. lögðum við til að ráðinn yrði sérstakur starfsmaður til að samhæfa allt það starf sem nú er unnið vegna vímuefnavand- ans, og bentum á að vinnubrögð hefðu verið fálmkennd og ó- markviss. Haustið 1984 hófst á vegum Félagsmálastofnunar hópstarf með unglingum sem komist höfðu í vandræði vegna vímuefnaneyslu. Það starf hélt svo áfram á árinu 1985, og var þá bætt við hópstarfi með foreldr- um. Þetta hvort tveggja er mjög mikilvægt, og það olli því miklum vonbrigðum, furðu og hneykslun að sjá að fjárveiting til þessa starfs var skorin niður. Starfs- menn sem hafa á þessum málum verulega þekkingu og reynslu leggja eindregið til að hópstarf- inu verði haldið áfram. En Davíð telur sig ekki þurfa á ráðleg- gingum frá sérfræðingum að halda - hann vill ráða sjálfur. Fíkniefnakvikmynd er hans lausn, en kostnaður við hana eina mun nema um þrefaldri þeirri upphæð sem áætluð var í hóp- starfið. Raunar er kvikmynd af Alþýðubandalagsmenn í borgarstjórn bárufram margar tillögur sem gengu íþveröfuga átt. Við lögðum áherslu áfé- lagslegar úrbœtur þessu tagi af mörgum talin létt- væg í fyrirbyggjandi starfi - en best hefði verið að gera hvort tveggja. Minnihlutinn allur lagði til að farið yrði að hugmyndum starfsmanna um 500 þúsund kr. til hópstarfsins, en það eins og annað var fellt og Davíð úthlut- aði 50 þús. krónum. 800 þúsund lögðum við til að varið yrði til að gangast fyrir námskeiðum fyrir ungt fólk, sem af einhverjum ástæðum hefur dottið út úr nárni og hefur ekki fasta atvinnu. Á þessum námskeiðum vildum við að fram færi kynning á mögu- leikum til náms og starfs og að námskeiðum loknum væri þessu unga fólki veittur stuðningur í því sem þau kunna að vilja taka sér fyrir hendur. Kópavogur hefur gengist fyrir slíkum námskeiðum og þóttu þau gefast vel. Auðvitað ætti starfsemi sem þessi að vera fastur liður í borgarkerfinu, e.t.v. sem samvinnuverkefni Vinnu- miðlunar, Fræðsluskrifstofu og Félagsmálastofnunar. Þetta þótti Davíð ekki spennandi verkefni og var því að sjálfsögðu fellt. Félagsmálastofnun Starfsmenn hverfaskrifstofa Félagsmálastofnunar hafa borið fram ósk um fjölgun starfsmanna vegna gífurlegs vinnuálags. Þessi fróma ósk þeirra þarf ekki að koma á óvart, því vegna kjara- skerðingarinnar og innleiðslu fá- tæktar í borgina á ný hefur beiðnum um aðstoð fjölgað um 64% frá hausti ’82 til hausts ’83. Þess má geta að árinu áður fækk- aði þeim sem aðstoð fengu. Da- víð vill ekki horfast í augu við afleiðingar af kjararánsstefnu ríkisstjórnarinnar og felldi því til- lögur okkar um fjölgun. En sam- hliða aukinni fátækt í borginni hefur erfiðum barnaverndarmál- um fjölgað mjög og þyngd hvers máls aukist. Allt þetta kallar á fleira starfsfólk, sérstaklega í forræðis- og ættleiðingarmálum. Felld var tillaga um það ásamt með tillögu um að koma á svo- kölluðum bakvöktum fjölskyldu- deildar Félagsmálastofnunar vegna barnarverndarmála. Bak- vaktir eiga að sinna bráðavanda- málum barna og unglinga sem þarfnast tafarlausrar aðstoðar. Þessi þjónusta er lagaleg skylda Reykjarvíkurborgar skv. ákvæðum í barnaverndarlögum. Þörfin á þessari þjónustu hefur aldrei verið meiri en nú, þegar svo margar fjölskyldur eiga í erf- iðleikum. Kvennaathvarf Kvennaathvarfið hefur sýnt og sannað gildi sitt. Fjölmargar kon- ur hafa dvalið þar ásamt börnum sínum, og sem dæmi má nefna að hinn 13. janúar sl. höfðu 23 kon- ur og 38 börn dvalið þar. Á þessu máli tók meirihlutinn með afar sérkennilegum hætti. Styrkurinn hækkar ekki á milli ára, sem er auðvitað raunlækkun, og það sem meira er: Hann á ekki að veita nema með sérstakri ákvörð- un borgarráðs. Sem sagt ef Davíð kemst að þeirri niðurstöðu að reksturinn sé ekki með þeim hætti að honum sé hann fullkom- lega þóknanlegur, þá getur svo farið að kvennaathvarfið fái eng- an styrk. Bent hefur verið á að ef borgin tæki yfir reksturinn þá yrði hann mun dýrari, því veru- legur hluti starfsins þar er sjálf- boðavinna. Tillaga alls minni- hlutans um hækkun styrks og að skilyrði yrðu felld brott náðu ekki fram að ganga. Unga kynsloöin Unglingar í Félagsmiðstöðvum borgarinnar héldu bráðskemmti- legan og vel undirbúinn borgar- stjórnarfund hinn 24. okt. sl. Það olli þeim töluverðum vonbrigð- um hve fáir borgarfulltrúar meiri- hlutans sýndu þann áhuga að mæta og sérstaklega var borgar- stjóra saknað. Unglingarnir hafa Iíka orðið fyrir vonbrigðum með áframhaldið - við þau hefur ekki verið talað, þrátt fyrir gagnmerk- ar tillögur þeirra um ýmislegt það sem betur má fara í borginni. Þau lögðu áherslu á ódýrari strætis- vagnaferðir og mánaðarkort sem meirihlutinn vill ekki fallast á, eins og kunnugt er. Þau báru fram tillögur um úrbætur í mál- efnurn unglinga, með sérstakri áherslu á vímuefnavandanum. Þau ræddu um nauðsyn á gjör- breytingu á starfsemi Vinnu- skólans og margt fleira. Á hátíðlegum stundum er oft talað um að ráðgast eigi við ung- lingana sjálfa áður en stórar á- kvarðanir í unglingamálum eru teknar. Það verður hins vegar minna úr framkvæmdum. Það kom skýrt í ljós þegar felld var tillaga okkar um að borgin not- færði sér góðar hugmyndir ung- linganna og þeirra frumkvæði með þvi að skipa viðræðuhóp sem tæki sérstaklega fyrir félags- og tómstundastarf unglinga og rædd starfsemi Vinnuskólans. I tillögu okkar fólst einnig að við- ræðunefndin fengi 1.5 milj. til að mæta kostnaði við breytingar og nýjungar sem nefndin kynni að leggja til. Ennfremur vildum við að viðræðuhópurinn kannaði hvort ekki væ.ri æskilegt að halda unglingadansleiki í Laugardals- höll mun oftar en nú er. í útvarpsþætti nú nýlega var verið að segja frá fundi æskufólks í Tónabæ, þar sem litið var um öxl og rætt um helstu atburði á ári æskunnar. Flestum sem þar töl- uðu kom saman um að borgar- stjórnarfundur æskunnar hefði verið það markverðasta sem gerðist á árinu. Hins vegar lýstu þau yfir hneykslun sinni yfir því hve illa borgarfulltrúar meirihlut- ans sóttu fundinn og sérstaklega fannst þeim snautlegt að borgar- stjóri skyldi ekki geta séð af ein- um klukkutíma í að hlusta á unga fólkið, hann sem er þó alls staðar og alltaf, sögðu þau. Unglingarnir sendu borgar- stjórninni undirskriftarlista þar sem þau skoruðu á borgarfulltrú- ana að styðja tillögu okkar. 300 undirskriftir söfnuðust á ör- skömmum tíma. En nei. 1.5 milj. til þessa starfs og 500 þús. í vímu- efnavarnir var ekki hægt að sam- þykkja. Öndvegissúlurnar áttu að kosta nákvæmlega þessa upp- hæð. Hvort hefði peningum verið betur varið í uppbyggjandi starf með unglingum eða í plastsúlur? Sjálfstæðismeirihlutinn hefur svarað. Þess sjást nú lýsandi dæmi á borgarmörkunum. Fimmtudagur 30. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 5 Guðrún Ágústsdóttir. Þomblót ABK í Þinghóli laugardagskvöldið 1. febrúar. Hið vinsæla þorrablót Alþýðubandalagsins í Kópavogi verður haldið á laugardagskvöldið í Þinghóli, Hamraborg 11. Húsið verður opnað kl. 19.00 og verður þá gestum boðið upp á lystauka. Kl. 20.00 verður hinn vinsæli þorramaturfrá Sveinbirni á borðum. Meðan á borðhaldi stendur verður flutt fjölbreytt dagskrá. • Á dagskrá er m.a. ávarp frá Birni Ólafssyni bæjarfulltrúa, gamanmál flutt af Helga Seljan al- þingismanni, söngur stúlknakórs úr Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, fjöldasöngur o.fl. • Að loknu borðhaldi og dagskráratriðum mun dansinn duna til kl. 3 um nóttina. Tríó Ásgeirs Sverrissonar ieikur. • Aðgöngumiði að blótinu gildir sem happdrættis- miði og verða vinningar dregnir út um kvöldið. Tryggið ykkur miða og borð í dag frá kl. 18.30 - 21.00 í Þinghóli, sími 45715. Skemmtinefndin. Björn Ólafsson Þórunn Björnsdóttir Helgi Seljan

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.