Þjóðviljinn - 30.01.1986, Side 6
VtÐHORF
Gísla B. Bjömssyni svarað
Reynir Ingibjartsson skrifar
En ég kann þvíafskaplega illaþegarfólk virð-
isthaldiðþeirri hugsun aðþað „eigi“ blöð,
flokka og jafnvel heila borg. Imínum huga á
dagblað eins og Pjóðviljinn að vera miðill en
ekki málpípa
Sá ágæti maður, Gísli B.
Björnsson gerir mér óvæntan
heiður í Þjóðviljanum sl. þriðju-
dag, með því að gera að umtals-
efni grein mína um forval Al-
þýðubandalagsins 17. jan. sl. í
Þjóðviljanum. Þar sem nokkuð
ber á því að mér eru gerðar upp
skoðanir í þessari grein og út-
úrsnúningum beitt, má ég til að
svara fyrir mig og fagna um leið
öllum umræðum um Alþýðu-
bandalagið og næstu borgar-
stjórnarkosningar.
DV auglýsir eftir
stjórnarandstöðu
í grein minni var á það bent, að
kannski myndi almenningur hér í
borg betur eftir umræðum um
setu fulltrúa Alþýðubandalagsins
í nefndum og ráðum borgarinnar,
en málefnabaráttunni og árangri
af henni. Nefnd var sem dæmi
seta Gísla í afmælisnefndinni
„hans Davíðs". Já Davíðs segi ég.
Ekki er ég í vafa um að reynsla og
þekking eins fremsta auglýsinga-
manns landsins nýtist í þeirri
nefnd, en í hverra þágu?
Hafa þeir sem horft hafa á
sjónvarp, hlustað á útvarp, lesið
b'öðin eða stundað samkvæmis-
lífið ekki orðið varir við það að
undanförnu, hver leikur fyrsta
leiknum, klippir á borða, segir
fyrstu sögnina eða kjassar feg-
urðardísir? Ekki ber þar mikið á
fulltrúum minnihlutaflokkanna,
sem eiga þó að hafa lagt fram til-
lögurnar. Jafnvel forseti borgar-
stjórnar fær ekki að opna mál-
verkasýningu, nema fjarveru
borgarstjórans við það tækifæri
sé sérstaklega getið. Hvað er 200
ára afmæli Reykjavíkurborgar
orðið annað en „skrautsýning
borgarstjórans" svo vitnað sé í
málflutning Kvennaframboðsins
og borgarbúar eru nú farnir að
skilja? Jafnvel leiðarahöfundi
DV er nóg boðið og segir í ný-
legum leiðara undir yfirskrift-
inni, - GÚLLIVER:
„Sjónvarpið sýnir Gúlliver í
Putalandi. Reykvíkingar þurfa
ekki lengi að leita síns Gúllivers.
Þar er kominn borgarstjórinn,
Davíð Oddsson. Hann kemur
fram við minnihlutamenn í borg-
arstjórn og aðra borgarfulltrúa
eigin flokks sem Gúlliver væri á
ferð. Vissulega getur verið hag-
stætt að hafa sterkan borgar-
stjóra. Þá er auðvitað gaman að
hafa syngjandi borgarstjóra sem
leikur fyrir lýðinn. En vesöld
minnihlutaflokkanna er alltof
mikil. Hún er ekki í samræmi við
lýðræðisstefnuna. Vissulega er
Davíð Oddssyni ekki um það að
kenna. En æskilegra væri, að í
Reykjavíkurborg væri einhver
annar kostur, eitthvað sem fólk
gæti treyst til borgarstjórnar, ef
núverandi meirihluti brygðist.“
Seinna í leiðaranum segir um
minnihlutann:
„Þar hefur verið á ferð höfuð-
laus og sundraður her. Minni-
hlutinn er jafnan einstaklega
óvitur í áróðri gagnvart hinum
sterku sjálfstæðismönnum."
Kaupi ekki
Morgunblaðið
Já áróðurinn. Er það ekki
hann, góður eða slæmur sem býr
til þá mynd sem fólk hefur fyrir
sér af borgarmálastarfinu sem
öðru? Kannski til að verjast
nokkuð einhliða áróðri, hef ég
haft það fyrir reglu að kaupa og
lesa ekki Morgunblaðið. Það var
því hlálegt að lesa það í grein
Gísla, að ég væri líklega tryggur
lesandi Moggans, en læsi Þjóð-
viljann bara öðru hvoru og þá
helst eitthvað misjafnt um Al-
þýðubandalagsmenn í borgar-
málastarfi eða lof um frammi-
stöðu Kvennaframboðsins á
sama vettvangi. Ég verð því að
koma því á framfæri, að á mínu
heimili hefur Þjóðviljinn verið
keyptur alla nrína búskapartíð og
borinn út í nærliggjandi götur að
ekki sé minnst á happdrættismiða
og önnur fjárútlát fyrir málgagn-
ið. Ég hef líka verið í hópi þeirra
lesenda, sem hafa fagnað faglegri
andlitslyftingu (þökk sé m.a.
Gísla B.) og efnislegri opnun,
sem felst m.a. í því að flytja ekki
aðeins „góðar" fréttir af samherj-
um en „vondar“ af andstæðing-
um. Fyrir bragðið hef ég oftast
losnað við að lesa Morgunblaðið.
En ég kann því afskaplega illa
þegar fólk virðist haldið þeirri
hugsun, að það „eigi“ blöð,
flokka og jafnvel heila borg. I
mínum huga á dagblað eins og
Þjóðviljinn að vera miðill en ekki
málpípa, flokkur eins og Alþýðu-
bandalagið á að vera baráttutæki
en ekki hagsmunahópur og borg-
armálastarf á að þjóna íbúunum
en ekki þeim sem taka þátt í starf-
inu.
Ég dreg ekki í efa að fulltrúar
Alþýðubandalagsins í borgar-
málastörfum hafa unnið vel og
heiðarlega, ekki síst Adda Bára
Sigfúsdóttir, sem brátt mun yfir-
gefa borgarstjórn með reisn og
virðingu, en á þeim fjölmiðlun-
artímum sem við lifum, dugar
ekki lengur að bíða þess að ein-
hver taki eftir starfinu og meti
það.
Kvennaframboðið á ekkert
blað og hefur engan skipulagðan
stjórnmálaflokk að styðjast við,
en fulltrúar þess hafa eftir því
sem ég best fæ séð, leitast við að
þjóna fólki í borginni sem þarf á
því að halda, og reynt með marg-
víslegum hætti að koma vanda
þess á framfæri í fjölmiðlum. Að
reyna að gera lítið úr þessu lýsir
best þeim sem það gerir.
Áfram messaguttar
eða?
I leiðara DV sem áður er vitn-
að til, eru Sigurjóni Péturssyni
ekki vandaðar kveðjurnar og
honum líkt við „messagutta“ hjá
borgarstjóranum. Það er heldur
ömurlegt að hljóta slíka samlík-
ingu eftir 16 ára barning við
íhaldið í borginni og oft nokkurn
árangur. Slíkt er ægivald hægri
pressunnar og hún á jafn auðvelt
með að niðurlægja sem upphefja.
Undir slíkum kringumstæðum er
það að sjálfsögðu mikilvægast, að
gefa ekki höggstað á sér, en hafa
jafnframt á lofti þau vopn sem
bíta.
Ég fæ ekki betur séð, en nú sé
verið að gera allt það fólk, sem
vinnur að borgarmálum, að
messaguttum hjá borgarstjóran-
um. Bráðum verður ekki hægt að
taka ákvörðun í nokkurri nefnd
eða ráði, nema með hans sam-
þykki. Það er því ekki furða þótt
leiðarahöfundur DV hafi nokkr-
ar áhyggjur af lýðræðinu.
Við þessar kringumstæður
mun skipta miklu hver verður
niðurstaðan í forvali Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík á morg-
un og laugardag. Það er sérstak-
lega jákvætt við þetta forval,
hversu stór hópur af yngra fólki
með víðtæka reynslu og þekk-
ingu, gefur nú kost á sér í borg-
arstjórnarslaginn. Baráttuviljinn
leynir sér ekki og engin minni-
máttarkennd gagnvart „hinum
sterku sjálfstæðismönnum.“
Ekki ber að vanmeta þekkingu
og reynslu af starfi í nefndum og
ráðum borgarinnar, en reynsla af
lífinu í borginni skiptir þó miklu
meira máli. Baráttuviljinn er þó
mikilvægastur eins og nú er kom-
ið málum.
Messagutti hjá Davíð skal ég
aldrei verða.
Reynir Ingibjartsson
Konur eiga leikinn
Margrét Pála Ólafsdóttir skrifar
Að auki vil ég koma þeirri skoðun minni á
framfœri að við verðum að komafram með
sterkan lista frambjóðenda, sem bermeðsér
ferskan blæ og er líklegur til að vinna á öðrum
forsendum
Nær 4 ár eru liðin frá valdatöku
Davíðs Oddssonar, borgarstjóra
í Reykjavík. Þau ár hafa ekki far-
ið fram hjá neinum.
Við vinstra fólk unnum borg-
ina einu sinni - og töpuðum henni
aftur. Til eru margar og mismun-
andi söguskýringar á þeim at-
burðum, en söguskýringar eru
ekki viðfangsefnið núna. Fram-
undan er að bretta upp ermar og
vinna - og vinna þessar kosningar
í vor.
Davíð Oddsson hefur verið
borgarstjóri þeirra, sem mest
mega sín, öðrum hefur ekki verið
hampað. Þannig er niðurstaða
síðustu ára einfaldlega að konur,
börn og gamalmenni hafa orðið
undir.
Ef litið er sérstaklega til dag-
vistarmálanna, sést greinilega að
núverandi borgarstjórn lítur fyrst
og fremst á dagvistarheimilin sem
geymslustaði og staðan í innra
starfi heimilanna hefur verið sér-
lega erfið á þessu kjörtímabili.
Það hefur EKKI EINU SINNI
VERIÐ ÓBREYTT ÁSTAND,
heldur AFTURFÖR. Stór orð,
rétt er það. Ekkert hefur verið
gert til að bæta starfsaðstæður
starfsfólksins og að auki hefur
komið til stórfelldur flótti bæði
fóstra sem og ófaglærðs fólks
vegna smánarlegra launakjara
borgarstarfsmanna. Það vill
nefnilega þannig til að við vinn-
um á hinum frægu töxtum - og
konum er ekki hyglað með auka-
greiðslum undir borðið á einn
eða annan veg. Það fellur í hlut
annarra. Þótt vinstri meirihlutan-
um hafi um margt verið mis-
lagðar hendur, tókst þó að koma
á aldursblönduninni á dagheimil-
unum og fækka þannig börnum
og fjölga starfsfólki svo dæmi sé
tekið. Þeir foreldrar, sem hafa
horft upp á starfsmannaekluna
og þar af leiðandi erfiðleikana á
góðu uppeldisstarfi, óska vart
eftir áframhaldandi stjórn hinna
„sterku.“
Ég nefni launamálin hér á
undan sem ástæðu fyrir starfs-
mannaskorti á barnaheimilum.
Við skulum nefnilega ekki
gleyma því að það er ekki aðeins
ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar, sem stendur að lág-
launastefnunni. Stjórnvöld borg-
arinnar hafa staðið að sömu
smánarsamningunum við sitt
starfsfólk - sparað sér hundruð
miljóna þar á, enda fjárhagsstaða
borgarinnar talin góð. ÞESS
HEFUR LAUNAFOLK EKKI
NOTIÐ, en portúgalskt grjót
prýðir nú Laugaveginn. Launa-
fólk á að sjá þess merki á launa-
seðlinum, hverjir fara með völdin
í þess sveitarfélagi, í Reykjavík
fer það ekki milli mála.
En nóg um það. Við Alþýðu-
bandalagsfólk missum ekki sjón-
ar af markinu og höfum nóg upp á
Davíð að klaga.
Að auki vil ég koma þeirri
skoðun minni á framfæri að til
viðbótar verðum við að koma
fram með sterkan lista frambjóð-
enda, sem ber með sér ferskan
blæ og er líklegur til að vinna á
ÖÐRUM FORSENDUM. Síðan
væri ekki síðra að sjá, að konur í
okkar flokki þurfi ekki kvenna-
framboð til að hafa áhrif. Að
þessu sögðu fagna ég framboði
varaformannsins okkar, Kristín-
ar Á. Ólafsdóttur, og spái henni
brautargengi í komandi forvali.
Er ekki tímabært að konur eigi
leikinn?
Margrét Pála Ólafsdóttir.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. janúar 1986