Þjóðviljinn - 30.01.1986, Qupperneq 7
Þau Stefán Viðarsson og Hlíf Káradóttir, starfsmenn í Múlakaffi voru önnum kafin við að útbúa þorratrogið þegar Ijósmyndara Þjóðviljans bar að garði,, og þegar lítið bar á laumuðu þau
harðfiskflís eða öðru góðgæti uþþ í sig. Mynd. Sig.
Þorratrogið
Slegist um þorramatinn
í ár eru liðin þrjátíu ár síðan
þorrablótið var endurvakið.
Það var Halldór Gröndal, þá-
verandi eigandi Naustsins,
sem með aðstoð Kristjáns Eld-
járns, þáverandi þjóðminja-
varðar, sem ákvað árið 1956 að
bjóða gestum veitingahússins
upp á þessa fornu rétti, sem
margir hverjir fundust ekki
lengur í búri nútímamannsins.
Það að blóta þorrann átti
greiðan aðgang að þjóðarsálinni
og nú er svo komið að margir
álíta þetta fornan sið sem hafi
fylgt okkur allt frá heiðni. Flest
félagasamtök hóa saman félögum
sínum til að lyfta sér upp í
skammdeginu og við að renna
hákarli niður með brennivínstári
og um sveitir landsins eru haldin
fjölmenn þorrablót og sækja þau
allir sem vettlingi geta valdið.
Sálin í sýruna
í öllum matvöruverslunum eru
kjötborðin yfirfull af súrmeti og
feitmeti þessa dagana og að sögn
þeirra sem Þjóðviljinn hafi sam-
band við, er þorramaturinn rifinn
út, eða einsog einn kaupmaður-
inn orðaði það: Það er slegist um
þorramatinn með kjafti og klóm.
Þjóðviljinn ákvað að grennsl-
ast fyrir um verðlag og ýmislegt
annað viðvíkjandi þorramatinum
og hafði samband við nokkra að-
ila, sem annaðhvort framleiða
eða selja þessa vöru. Vitaskuld
var fyrst haft samband við
Naustið þar sem í ár eru liðin
þrjátíu ár frá því að siðurinn var
endurvakinn þar á bæ.
Ómar Hallsson, veitingamað-
ur á Naustinu, sagði að það væri
erfitt fyrir sig að spá í hvort það
hefði aukist stöðugt að almenn-
ingur blótaði þorrann. Það hefur
hinsvegar verið mjög góð aðsókn
á Naustinu undanfarin ár þegar
boðið er upp á þorramatinn.
Sagði hann að það væri einkum
eldri kynslóðin sem kynni vel að
meta þorramatinn. Yngra fólk
væri meira á varðbergi gagnvart
þessum mat, en þrátt fyrir það
verður það æ algengara að ungt
fólk komi í Naustið og panti
þorramat og taldi Ómar það
mjög ánægjulega þróun.
Ómar vildi vara fólk við súr-
meti sem sumar matvöruverslan-
ir framleiddu sjálfar. Sagði hann
að það væri allt of mikið um að
menn væru að flýta sér og til að
hraða sýringunni helltu þeir ediki
yfir kjötið. „Sumt af þessu sem er
selt sem þorramatur er and-
skotann enginn þorramatur held-
ur afskræming á honum.“
Hjá Naustinu er þorramatur-
inn verkaður á staðnum. Er mat-
urinn settur í mjólkursýru á
haustin og snúið reglulega eftir
gömlum og gegnum reglum.
Kostar þorramatur fyrir einn í
Naustinu krónur 1090.
Og hvað er gert til að minnast
þrjátíu ára afmælisins? „Þess er
minnst með því að framreiða eins
góðan þorramat og nokkur kost-
ur er á,“ sagði Ómar. „Því get ég
lofað þér að í ár höfum við lagt
sálina í sýruna.“
Mikil aukning
Stefán Ólafsson hjá Múlakaffi
sagði að það hefði átt sér stað
gífurleg aukning í þorramatnum
undanfarin ár. Sagði hann að hjá
Múlakaffi væri framleitt sama
magn ár eftir ár og önnuðu þeir
nokkurn veginn eftirspurn. Á
móti kæmi að svo til hver einasta
matvörubúð væri nú farin að
bjóða upp á þorramat og eftir því
sem hann best vissi væri slegist
um þetta með kjafti og klóm í
verslununum.
Þorramaturinn sem Múlakaffi
býður upp á er verkaður á staðn-
um og er kjötið sett í súrt á
haustin og látið liggja í ámum í
þrjá mánuði og skipt reglulega
um pækil. „Við stöndum að þessu
einsog var gert í gamla daga, á
þann eina hátt sem mögulegt er
að framleiða þessa vöru svo vel
sé.“
Einsog Ómar taldi Stefán alltof
algengt að verið væri að af-
skræma þorramatinn með því að
láta súrmatinn liggja í ediki í
nokkra daga í stað þess að verka
hann á gamla mátann. Sagði
hann að með því væri verið að
plata fólk.
Hjá Múlakaffi er hægt að
kaupa þorramatinn í mismunandi
pakkningum. Tólf hundruð
gramma þorrakassi sem inniheld-
ur 14 tegundir af þorramat og er
ætlaður fyrir tvo, kostar 590 kr.
Þá er hægt að kaupa þurrkassa
sem kostar 350 kr. og súrkassa
sem kostar 240 kr. Múlakaffi
býður líka upp á þorramat í trog-
um fyrir fimm eða fleiri og kostar
það 490 kr. á manninn.
Stefán sagði að töluvert væri
um að Múlakaffi sæi um að senda
þorramat til íslendinga erlendis,
t.d. hefðu íslendingafélögin í
Kaupmannahöfn og Ösló pantað
undanfarið mat frá Múlakaffi.
Eftirspurn
varla annað
Hjá Veitingamanninum feng-
ust þær upplýsingar að þar væri
þorramatur bara afgreiddur til
fyrirtækja sem er.u í föstum við-
skiptum við Veitingamanninn
eða hafa verið í viðskiptum. Var
okkur sagt að þeir önnuðu ekki
meiru, en mikið hefur verið
hringt og spurt hvort hægt væri að
fá þorramat þaðan.
Hjá Kjötbúðinni Borg var
tekið í sama streng, þeir anna
varla eftirspurninni. Var okkur
tjáð að mjög góð sala hefði verið í
þorramatnum þar sem af er þorr-
anum. „Fólk virðist hafa mikla
ánægju af þessu.“
600 gr. bakki af þorramat kost-
ar hjá Borg kr.150, og var okkur
Fimmtudagur 30. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7