Þjóðviljinn - 30.01.1986, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 30.01.1986, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTIR Evrópukeppnin Ellert stjórnar Island ífimm landa riðli Ellert B. Schram, formaður Knattspyrnusambands Islands, hefur verið útnefndur formaður framkvæmdanefndarinnar sem sér um Evrópukeppni landsliða 1986-1988. Ellert hefur um skeið átt sæti í stjórn Knattspyrnu- sambands Evrópu, UEFA, og er einn varaforseta þess. Dregið verður í riðla fyrir keppnina í Frankfurt þann 14. febrúar. Ellert verður að sjálf- sögðu viðstaddur ásamt þremur stjórnarmönnum KSÍ sem ntunu freista þess að ná þá strax samn- ingum um leikina í keppninni. Löndunum 32 verður raðað í 7 riðla, fimm lið í fjórum og fjögur lið í þremur, og er öruggt að ís- land verður í fimm liða riðli. —VS Knattspyrna Wallace byrjar bærilega Skoraði í 4-0 sigri Englendinga Bjarni Guðmundsson æfir af krafti einsog aðrir í landsliðinu. Hann er leikjahæstur íslenskra landsliðsmanna frá upphafi og ætti að verða kominn nálægt 200 landsleikjum að lokinni A-keppninni. Handbolti Englendingar unnu fremur auðveldan sigur á Egyptum, 4-0, í vináttulandsleik í knattspyrnu sem háður var í Kaíró í gær. Trevor Steven skoraði fyrsta markið eftir 16 mínútna leik og varnarmaður Egypta sendi bolt- ann í eigið mark rétt fyrir hlé. Nýliðinn Danny Wallace skoraði þriðja markið á 55. mínútu og Gordon Cowans hélt uppá endurkomu sína í landsliðið með marki, 4-0, á 74. mínútu. Þetta var fyrsti landsleikur milli þessarra þjóða og fengu Englendingar hann sérstaklega til að kynnast leikstíl Egypta — þeir leika svipað og Marokkó sem er í riðli með Englandi í loka- keppni HM í Mexíkó. —VS/Reuter Knattspyrna Völsungar fá þrjá Völsungar á Húsavík hafa feng- ið liðsstyrk úr Reykjavík fyrir baráttuna í 2. deild næsta sumar. Þrír cfnilegir piltar hafa ákveðið að leika með þeim, Framararnir Grétar Jónasson og Eiríkur Björgvinsson og markvörðurinn Þorfinnur Hjaltason úr Val en hann lék í marki Leiknis á Fá- skrúðsfirði sl. sumar. -VS Flestir bestu í Flugleiðamótinu 21 leikmaður œfir—lófara til Sviss T uttugu og einn leikmaður æfir nú af krafti með landsliðinu í handknattleik fyrir Flugleiða- mótið sem hefst í Laugardalshöll- inni annað kvöld. Þar eru allir okkar bestu leikmenn nema Þor- bergur Aðalsteinsson og Alfreð Gíslason. Bogdan Kowalczyck landsliðs- þjálfari mun að endingu velja 16 leikmenn úr þessurn hópi til að taka þátt í A-keppninni í Sviss en hverjir það verða nákvæmlega Knattspyrna Fjölgar hjá Blikum Örn Bjarnason, markvörður- inn snjalli sem leikið hefur með Njarðvíkingum í 2. deildinni und- anfarin ár, er genginn til liðs við Breiðablik, nýliðana í 1. deild. Félagi hans, Guðmundur Valur Sigurðsson, hefur ákveðið að gera slíkt hið sama. Báðir léku með Haukum áður en þeir gerð- ust leikmenn með UMFN. Breiðablik hefur einnig fengið til liðs við sig Harald Úlfarsson, sterkan varnarmann úr Fylki, Helga Ingason, sóknarmann úr Víkingi, og varnarmanninn Hallgrím Sigurjónsson frá Grindavík. Þá er baráttujaxlinn Vignir Baldursson mættur til leiks á ný eftir að hafa þjálfað Austra á Eskifirði sl.sumar. —VS liggur sennilega ekki ljóst fyrir Sigurður Sveinsson leikur þó fyrr en eftir landsleikina við Nor- ekki með á Flugleiðamótinu, eg hér á landi um miðjan febrúar. hann er rétt að komast í gang eftir Flugleiðamótið hefst annað meiðslin slæmu sem hann varð kvöld kl.19.30 í Laugardalshöll- fyrir fyrr í vetur. Þá er Þorgils inni með leik Póllands og Banda- Ottar meiddur á hné eftir Baltic- ríkjanna. Kl. 21 hefst síðan viður- keppnina. eign Islands og Frakklands. Á —VS laugardag leika Frakkland og PóHand kl 16.30 og ísland- Körfubolti Bandankin kl. 18. A sunnudag- _______í___________ inn lýkur mótinu, Bandaríkin og Frakkland mætast kl. 16.30 og DaiiNIII ■ Ísland-Pólland kl. 18. IbCVÍI Landsliðshópurinn er skipaður r * eftirtöldum leikmönnum: CTDI'hiDTtll Markverðir: Einar Þorvarðar- wlUI IICGHU son, Brynjar Kvaran Kristján Reynir stendur verst að vígi í 1. Sigmundsson og Ellert V.gfus- deildarkeppni karla í körfuknatt- SOIa a i i h u leik eftir tap gegn Breiðabliki í Aðrir leikmenn: Þorbjorn Sandgerði \ gafrkvöldi, 54-56. Jensson Þorgils Óttar Mathie- Keynir var yfir nær allan leikinn, sen, Guðmundur Guðmundsson, 29.24 f hálfleik en Blikar tr ðu Bjarm Guðmundsson, Stemar sér sigur með góðum endaspretti. B.rgisson Jon Arn. Runarsson, staðan í 1. deild: Guðmundur Albertsson, S.gurð- Fram...... 15 15 0 1298.924 3Q ur Gunnarsson, Ath Hilmarsson, Grindavík. 15 9 6 1061-1987 18 Páll Ólafsson, Kristján Arason, Breiöablik. 16 7 9 1063-1172 14 Egill Jóhannesson, Sigurður £órA...... 14 5 9 943-963 10 Sveinsson, GeirSveinsson, Júlíus |seyn r .. ,? 3 1q zzuRnn r Jónasson, Valdimar Grímsson og Jakob Sigurðsson. __VS Italía Risarnir töpuðu Risarnir Juventus og AC Mi- lano töpuðu óvænt í 2. umfcrð ítölsku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Juventus tap- aði 1-0 í Como og skoraði þar Sví- inn Dan Corneliusson eina mark- ið. AC Milano tapaði 1-0 fyrir 2. deildarliðinu Empoli. Þetta voru fyrri leikir liðanna svo öll nótt er ekki úti. Fiorentina vann Udinese 3-1, Roma vann Atalanta 2-0 og Verona sigraði Pisa 3-0 en þrem- ur leikjum var frestað vcgna snjóa. —VS/Reuter England Millwall vann Villa Enn gengur allt á afturfótunum hjá Aston Villa. Fallbarátta í 1. deild og í gærkvöldi féll liðið útúr bikarkeppninni, tapaði 1-0 fyrir 2. deildarliðinu Millwall í London. Millwall sækir Sout- hampton heim í 5. umferð. Tottenham fór létt með 3. deildarlið Notts County, 5-0, og mætir Everton heima. Man.Utd sigraði Sundcrland 3-0 og leikur úti gegn West Ham eða Ipswich. Chelsea féll óvænt útúr deilda- bikarnum á heimavelli, tapaði 0- 2 gegn QPR. Liverpool, Oxford og Q.P.R. eru þá komin í undan- úrslit keppninnar og fjórða liðið verður Arsenal eða Aston Villa. —VS/Reuter Getraunir Góður afli Barkar! Skipverjar á loðnubátnum Berki frá Neskaupstað kræktu í góðan afla um síðustu helgi. Seðill frá þeim var með 12 rétta leiki, ásamt þremur öðrum, í 22. leikviku. Vinningur fyrir hverja tólfu er 276,680 krónur og fyrir 11 rétta 4,839 krónur. Vinningspotturinn var samtals 1,581,037 krónur og fer vaxandi á ný. KR seldi fiestar raðir, 55,596 talsins. Fjölmiðlaspáin fyrir 23. leikviku er þannig: > 5 _• •O —’ f-4 rj) -Q ■ 'O -Q > E 03 \Q.j> HTS Q i— Q <0 Arsenal-Luton........................................ 1111111 Aston Villa-Southampton........................ x x 2 x x x x Everton-T ottenham................................... 1111111 Ipswich-Liverpool.............................. 1 x 2 2 2 2 2 Newcastle-Coventry................................... 1111111 Nottm.Forest-Q.P.R............................. 1111111 Oxford-Birmingham................................. 1111112 Watford-Sheff.Wed.............................. 1 x 2 1 x 1 x Barnsley-Norwich............................... 2 2 2 x 2 x2 Bradford C.-Wimbledon............................. 1x12x12 Leeds-Stoke.................................... 2x11111 Sheff. Utd-Brighton............................ 2 x x 1 x 1 x Getraunir bjóða nú upp á nýja tegund getraunaseðla, seðla sem hægt er að prenta út í tölvuprentara. Til að byrja með verða þeir aðcins á boðstólum með 10 einföldum röðum en þegar fram líða stundir bætast kerfisseðlarnir við. 4. deild Fjölgun frá í fyira Aukning á Vestfjörðum, fœkkunfyrir norðan og austan. Skotfélagið komið með knattspyrnudeild! Alls hafa 36 lið tilkynnt þátt- töku í 4. deildarkcppni.ini í knatt- spyrnu fyrir næsta sumar, eða jafnmörg og í fyrra. Þó er víst að liðin verða fleiri því í gær var vit- að um a.m.k. tvö félög sem voru sein fyrir með þátttökutilkynn- ingar. Þessi lið hafa tilkynnt þátt- töku: Suður- og Vesturland: Eyfellingur, Stokkseyri, Hvera- gerði, ÞórÞ., Afturelding, Hafn- ir, Haukar, Augnablik, Víkverji, Árvakur, Léttir, Leiknir R., Skotfélag Reykjavíkur, Víkingur Ó., Snæfell og Grundarfjörður. Grótta á eftir að skila. Eyfel- lingur var ekki með í fyrra og Skotfélagið er nýtt á knattspyrn- usviðinu. Mýrdælingur var með í fyrra en hefur ekki tilkynnt þátt- töku. Vestfirðir: Hörður Patr., Höfrungur, Stefnir, Bolungarv.k, H&V, Reynir Hn. og Geislinn. Stefnir og Hörður voru ekki með í fyrra og Höfrungur á Þingeyri og H&V frá ísafirði eru ný félög á Islands- móti. Norðurland: Kormákur, Hvöt, Höfðstrend- ingur, Svarfdælir, Vaskur, Æsk- an, HSÞ.b, Tjörnes og UNÞ.b. Skytturnar, Bjarmi og Árroðinn voru með í fyrra en hafa ekki til- kynnt þátttöku. Kormákur frá Hvammstanga hefur ekki áður tekið þátt. Austurland: Huginn, Hrafnkell, Súlan og Sindri. Höttur, Neisti og Egill rauði voru með í fyrra en hafa ekki tilkynnt þátttöku. Samkvæmt þessu fjölgar liðum á Suðurlandi til Vestfjarða en fækkar nokkuð fyrir norðan og austan. f ár verður leikið í sér- stökum riðli á Vestfjörðum í fyrsta skipti í mörg ár og ýtir það verulega undir þátttöku á svæð- inu. —VS Fimmtudagur 30. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.