Þjóðviljinn - 31.01.1986, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
Hótel- og veitingaskólinn
TORGIÐ
Ekki króna á fjárlögum
Kópavogskaupstaður krefst þess að ríkissjóður standi við gerða
samninga um uppbyggingu Hótel- og veitingaskóla í Kópavogi.
Björn Ólafsson: skýlaust brot ágerðum samningum
Bæjarstjórn Kópavogs hefur
skorað á fjármálaráðherra og
ijárveitinganefnd alþingis að
tryggja nú þegar nauðsynlegt
fjármagn til byggingar verk-
námshúss fyrir hótel- og ma-
tvælagreinar við Menntaskólann
í Kópavogi. Minnir bæjarstjórn á
samning frá árinu 1983 milli
Kópavogskaupstaðar og
menntamálaráðuncytis þar sem
ríkið skuldbindur sig til að
tfyggja að kcnnsla í fyrrnefndum
greinum geti hafist innan þriggja
ára.
Björn Ólafsson bæjarfulltrúi
Alþýðubandalagsins í Kópavogi
sagði í samtali við Þjóðviljann í
gær að með því að fella niður fjár-
veitingu til skólans á þessu ári
væri ríkisvaldið að brjóta gerða
samninga. Allar áætlanir um
uppbyggingu skólans væru til-
búnar svo og teikningar af húsinu
en vegna skorts á fjármagni frá
ríkissjóði stæði allt fast. Mennta-
málaráðherra hefði þegar kynnt
sér áætlanir bæjaryfirvalda,
hönnuða og skólayfirvalda og lit-
ist honum vel á þær en hins vegar
hefði hann minnt á að fjármagn
væri af skornum skammti.
„Það vita allir sem vilja vita að
Hótel- og veitingaskóli íslands
býr við hraksmánarleg skilyrði í
dag. Með byggingu húss í Kópa-
vogi sem er tilbúið á teikniborð-
inu yrði öll aðstaða fyrir matvæla-
og þjónustugreinar fullnægjandi
auk þess sem með slíku húsnæði
væri hægt að taka upp nýjar
greinar við skólann“, sagði Björn
ennfremur.
í samningi Kópavogskaupstað-
ar og ríkisins frá 1983 er m.a.
kveðið á um það að
Menntaskólanum í Kópavogi
verði breytt í fjölbrautaskóla
með verknámi þar sem Hótel- og
veitingaskólinn hefði aðstöðu í
nýju húsi Yrði það skóli fyrir
landið allt. Á móti þyrfti ekki að
sjá fyrir verknámi í öðrum grein-
um í Kópavogi og nemendur það-
an gætu sótt slíkt nám til ná-
grannabyggðanna þar sem ágætis
aðstaða er fyrir hendi.
-v
Er ekki hætt við að tönnurnar í.
borgarstjóranum fari að týna töl-
unni ef Sverrir heldur uppteknum
hætti í samskiptum við náms-
menn?
Hópur ballerína sveiflar leggjunum I villtum can-can-dansi í leikriti Birgis Engilberts, Upphitun, sem Þjóðleikhúsið
frumsýnir í kvöld.
Pjóðleikhúsið
Upphitun frumsýnd í kvöld
h'orval Alþýöubandalagsins i Keykjavik
ve|»na borgarstjórnarkosninKa 1986
KJÖRSEÐILL
Atkva'OagrciDsla lcr þannig fram ao kjósamJi ritar toliirnai
I. 2. 3. 4. 5. 6 og 7 vió nöfn a listanum cins og hann ttskai ,iö
mönnum vcröi raöaö a framhoöslista vcgna htvrgarstjórnarkosninga
I.cna M. Kist Margrct Óskarsdottir
Pálmar Halldorsson
Siguröur Minarsson
Siguröur Ci TtSmasson
Sigurjon Pctursson
Skúli I'horoddscn
'I ryggvi Por Aöalstcinsson
Porbjörn Broddason
Ossur Skarphcöinsson
Anna Hildur Hildibrandsdóttir
Arnór Pctursson
Björk Vilhclmsdóttir
Trlingur Viggosson
Ciísli Sviifnisson
Ciuömundur P. Jonsson
Ciuöm Johanncsson Ciuörtin Ágústsdottir
Hclga Sigurjonsdtittir Johanncs Ciunnarsson Konráö K Björgtilfsson Kristín A. Ólafsdóttir
Kitiö tolnrnar 1 - 7 við n<»fn á listanum
Þjóðleikhúsið frumsýnir
leikritið Upphitun eftir Birgi
Engilberts í kvöld. Er hér um að
ræða einu frumsýninguna á nýju
lðnnemar
Út með
Olaf!
Iðnnemasamband Islands hcf-
ur lýst yfir stuðningi við
Stúdentaráð Háskóla Islands
vegna málefna stjórnar Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna og
minnir ennfremur á að á þingi
INSÍ sl. haust krafðist Iðnnema -
sambandið þess að stjórn SHI
skipti út fulltrúa sínum í LÍN.
I ályktun stjórnar INSÍ segir
ennfremur að Ólafur Arnarson
Vökumaður hafi margsýnt það
með gerðum sínum í stjórn sjóðs-
ins að hann sitji þar sem hand-
bendi ráðherra. Þá lýsir Iðn-
nemasamband íslands því yfir
vanþóknun sinni á starfsháttum
menntamálaráðherra.
Hugsunarháttur stóra bróður
Kvennalistinn í Reykjavík mótmælir hugmyndum um breytingar á
lögum um LÍN. Eindregin afstaða gegn hugmyndum um styrki til
þeirra sem hyggja á „þjóðhagslega hagkvœmt nám“
Sýnishom af kjörseðli í forvali ABR sem fram fer í dag frá kl. 14-22 og á morgun
frá kl. 10-20.
Forval ABR
Kosið kl. 14-22
og fra kl. 10-20
íslensku leikriti á stóra sviði Þjóð-
leikhússins á þessu leikári.
Leikritið segir frá systrunum
Þórey og Sóley skömmu eftir
andlát móður þeirra. Þær eru
staddar niðrí kjallara húss for-
eldra þeirra, sein nú skal selt. Þar
sem foreldrarnir vóru af kreppu-
kynslóðinni hafa þau engu hent
af þeim munum sem komið hafa
inn á heimilið í áranna rás og er
því geymslan yfirfull af alls lags
drasli. Þessir niunir þó gamlir séu
og úr sér gengnir kveikja minn-
ingar í hugum systranna, sem
Kvennalistinn í Reykjavík hef-
ur sent frá sér ályktun þar sem
hugmyndum Sverris Hermanns-
sonar menntamálaráðherra um
breytingar á lögum um Lánasjóð
námsmanna er mótmælt harð-
lega. Sérstaklega varar Kvenna-
listinn við vaxtaálagningu sam-
fara hertum innheimtureglum,
sem þær telja að muni valda
sækja á þær með auknum þunga í
framvindu leiksins.
Öll hlutverk leikritsins eru í
höndum kvenna. Mest mæðir á
þeim Kristbjörgu Kjeld og Þóru
Friðriksdóttur, en alls koma um
20 konur og börn fram.
Leikstjóri er Þórhallur Sig-
urðsson. Dansar eru eftir Nönnu
Ólafsdóttur, sem jafnframt
stjórnar dönsurunum. Leikmynd
sá Sigurjón Jóhannsson um. Tón-
list eftir Gunnar Þórðarson og
lýsingu annast Páll Ragnarsson.
-Sáf
Lánasjóður
mörgum óbærilegri greiðslubyrði
vegna námslána.
Þá segir í ályktuninni:
„Þá lýsir Kvennalistinn yfir
eindreginni andstöðu gegn hug-
myndum um styrki til náms-
manna, sem hyggja á þjóðhags-
lega hagkvæmt nám, en slíkt væri
dæmi um fráleitan stórabróður
hugsunarhátt, sem leitt gæti út í
hinar verstu ógöngur, enda á
fárra færi að meta, hvaða nám
muni reynast þjóðhagslega hag-
kvæmt til lengri tíma litið. Enn-
fremur telur Kvennalistinn þá
hugmynd fráleita að einskorða
lánaúthlutun við fjárlagaupphæð
án tillits til annarra aðstæðna."
-gg
Við gerð auglýsingar um forval
Alþýðubandalagsins í gær
urðu þau mistök að sagt var að
kjörfundur stæði frá kl. 10-20
báða dagana. Hið rétt er að í dag,
föstudaginn 31. janúar, er kosið
frá kl. 14—22 en á morgun,
laugardaginn 1. febrúar, frá kl.
10-20.
Forvalið fer fram í Miðgarði,
flokksmiðstöð Alþýðubanda-
lagsins að Hverfisgötu 105, 4.
hæð. Allir félagar ABR hafa
kosmngarétt að því tilskyldu að
þeir skuldi ekki meira en eitt
gjaldfallið árgjald. Þá geta nýir
félagar tekið þátt enda greiði þeir
árgjald eða 500 kr.. Kosning fer
þannig fram að merkt er við sjö
nöfn á kjörseðlinum með tölu-
stöfunum 1-7.
-v
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1986