Þjóðviljinn - 31.01.1986, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR
Flugleiðamótið
Fyrsta alvörumótið
Leikið við Frakka í kvöld, Kana á morgun og Pólverja á
sunnudag. Vinnur Bogdan sinnfyrsta sigur á Pólverjum?
Fyrsta alvöru alþjóðlega
handknattleiksmót A-landsliða
sem haldið er hér á landi, ef
undan er skilið Norðurlandamót,
hefst í Laugardalshöllinni í kvöld.
Pólland og Bandaríkin leika kl.
19.30 og kl. 21 hefst leikur íslands
og Frakklands.
ísland og Frakkland hafa leikið
18 landsleiki til þessa. ísland hef-
ur unnið 10 en Frakkland 8. Sjö
leikir hafa farið fram hér á landi.
níu í Frakklandi og tveir í öðrum
löndum. Munurinn í leikjum
þjóðanna hefur oftast verið lítill,
viðureignir þeirra oftast jafnar og
spennandi. Frakkar unnu síðasta
leik þjóðanna, fyrir nákvæmlega
einu ári síðan í dag, 19-16 á ai-
þjóðlegu móti í Frakklandi.
Á laugardag mætir ísland
Bandaríkjunum kl. 18 en á
undan, kl. 16.30, mætast Pólland
og Frakkland. Af 23 leikjum
þjóðanna hefur ísland unnið 21
en 2 töpuðust í Bandaríkjaferð
fyrir 10 árum. Framanaf voru
Bandaríkjamenn mjög auðveldir
andstæðingar en það hefur breyst
í seinni tíð. Tvo síðustu leiki
þjóðanna, sem báðir fóru fram
hér á landi fyrir þremur árum,
vann ísland t.d. með aðeins eins
marks mun. Bandaríkjamenn eru
með hávaxið og óárennilegt lið
sem er til alls líklegt á góðum
degi.
Island mætir Póllandi í loka-
umferðinni á sunnudaginn kl. 18
en á undan, kl. 16'30, mætast
Frakkland og Bandaríkin. Ef allt
fer að óskum ætti þetta að vera
Félagaskipti
Um hundrað
hafa skipt!
Algjört metár, segir Páll.
Flestir í Leikni og Skotfélagið
Síðustu vikurnar hefur
tveimur Reykjavíkurfélögum sem
leika í 4. deildinni í knattspyrnu
áskotnast mikill fjöldi leikmanna.
Það eru Leiknir og hið nýja
knattspyrnulið sem keppir undir
nafni Skotfélags Reykjavíkur.
Hvort um sig gctur stillt upp liði
skipuðu leikmönnum sem hafa
komið frá öðrum félögum undan-
farna daga og vikur.
Nokkur straumur liggur einnig
til ÍR í 3. deild og Víkings í 2.
deild, og einnig til Vorboðans
sem þó hefur ekki tilkynnt þátt-
töku í 4. deildarkeppninni en
stóð sig vel í íslandsmótinu
innanhúss.
Félagaskipti frá því í haust eru
orðin um eitt hundrað talsins og
að sögn Páls Júlíussonar fram-
kvæmdastjóra KSÍ er hér um al-
gert met að ræða. Þessi höfðu
verið staðfest af KSÍ til gærdags-
ins:
1- deild karla
Skúli Jónsson Reynir S.-ÍBK
Siguröur Guönason, Reynir S.-ÍBK
Sigursteinn Gíslason, ÍA-KR
Stefán Steinsen, Vik.R.-KR
Marcelo Houseman, Lausanne-KR
Rene Houseman, argent.fél.-KR
Guöbjörn Tryggvason, Start(N)-ÍA
örn Bjarnason, UMFN-Breiöablik
Helgi Ingason, Vík.R.-Breiðablik
Guöm.Valur Sigurðsson, UMFN-Breiöabl.
Vignir Baldursson, Austri-Breiöablik
Logi Einarsson, Leiftur-Þór A.
Jón Örvar Arason, Hafnir-Víöir
Pétur Finnsson, Víkingur Ó.-FH
Ólafur Jóhannesson, Skallagrimur-FH
Sigurður Sveinbjörnsson, FH-Valur
Hilmar Árnason, Fylkir-Valur
pórður Marelsson, Vík.R.-Fram
2. deild karla
Heiðar Olgeirsson, Völsungur-Einherji
Njáll Eiösson, KA-Einherji
Elías Guömundsson, KR-Vikingur R.
Hafþór Aðalsteinss, SIF(Fær)-Vík.R.
Jón B. Guömundsson, Fylkir-Vík.R.
Gunnar Örn Gunnarss, Vík.Ó.-Vík.R.
Ragnar Rögnvaldsson, ÍBl-Vik.R.
Þorfinnur Hjaltason, Leiknir F.-Völs.
Skarphéöinn Ómarsson, Tjörnes-Völs.
Grétar Jónasson, Fram-Völsungur
Eiríkur Björgvinsson, Fram-Völs.
Steinn Guðjónsson Fram-lBV
Gústaf Björnsson, ÍR-KS
Gunnlaugur Guöleifsson, Skytturnar-KS
Baldur Hannesson, Léttir-Þróttur R.
Axel Geirsson, Drengur-Þróttur R.
Ottó Hreinsson, Grótta-Þróttur R.
Júlíus Ólafsson, Hafnir-UMFN
Gísli Guöjónsson, Hafnir-UMFN
3. deild
Hafsteinn Hafsteinsson, Snæfell-lR
Guöjón Ragnarsson, Fram-ÍR
Geir Magnússon, Vikinqur R.-fR
Heimir Karlsson, Valur-lR
Jón Ingi Tómasson, Ármann-lR
Gunnar Orrason, Skallagr.-Fylkir
Óskar Ingimundarson, Leiknir F.-Leiftur
Þorvaldur Jónsson, KA-Leiftur
Guðjón Antoniusson, Einherji-HV
4. deild
Gísli Þorsteinsson, Valur-Leiknir R.
Ingi P.lngimundars., Þróttur R.-Leiknir R.
Ragnar Baldursson, Þróttur R.-Leiknir R.
Baldur Baldursson, Þróttur R.-Leiknir R.
Hilmar Gunnarsson, Þróttur R.-Leiknir R.
Þóröur Ragnarsson, Vík.R.-Leiknir R.
Garðar Ólafsson, Fram-Leiknir R.
Ragnar Ragnarsson, Vik.R.-Leiknír R.
Jóhann Viöarsson, Vik.R.-Leiknir R.
Svanur Þórsson, Stefnir-Leiknir R.
Vignir Þormóðsson, KA-Vorboöinn
Hjörtur Unnarsson, Vaskur-Vorboöinn
Halldór Aðalsteinsson, Vaskur-Vorboöinn
Valdimar Júlíusson, Vaskur-Vorboöinn
Þórir V.Þórisson, KA-Vorboðinn
Jón Einarsson, Breiöablik-Augnablik
Börkur Antonsson, Vaskur-Árroöinn
Ómar Björnsson, Víkingur R.-Neisti
Lárus Grétarsson, EB(Fær)-Víkverji
Ari Hallgrímsson, HSÞ.b-Hrafnkell
Jónas Hallgrímsson, Völsungur-HSÞ.b
Skúli Helgason, Fram-Skotfél.Rvíkur
Pétur Ólafsson, iK-Skotfél.Rvíkur
Snorri Skúlason, Fram-Skotfél.Rvikur
Agnar Hansson, Fram-Skotfél.Rvíkur
Bragi Ólafsson, Fram-Skotfél.Rvikur
Þorfinnur Ómarsson, Fram-Skotfél.Rvíkur
Hrafn Loftsson, ÍR-Skotfél.Rvikur
Knútur Bjarnason, (R-Skotfél.Rvíkur
Páll Leó Jónsson, Stokkseyri-Hveragerði
Sólmundur Kristjánss, Stokkse.-Hverag.
1. deild kvenna
Arney Magnúsdóttir, Höttur-Valur
Magnea Magnúsdóttir, Öxaback(S)-Valur
Brynja Guðjónsdóttir, Öxaback(S)-Valur
Hera Ármannsdóttir, Þór A.-Valur
Sigrún Sævarsdóttir, Breiöabl.-Þór A.
Edda Herbertsdóttir, Breiöabl.-Þór A.
Hjördís Hjartardóttir, Fram-KR
Helga Eirlksdóttir, Valur-ÍBK
Úr landi
Egill Steinþórsson, Ármann-TB (Fær)
Jón E.Ragnarsson, FH-Viking (Nor)
Janus Guölaugsson, FH-Lugano (Sviss)
Guðmundur Magnússon, ÍR-sænskt félag
Haraldur Gislason, Hafnir-norskt fél.
Helgi Bentsson, ÍBK-v.þýskt félag
Kristinn Atlason, Fram-norskt félag
Aöalst.Aöalsteinss, Vík.R.-norskt fél.
Ómar Torfason, Fram-Luzern (Sviss)
Guöm. Baldurss, Breiðab.-Senglea(Möltu)
Pétur Arnþórsson, Þróttur R.-Viking (N)
Guðmundur Þorbjörss, Valur-Baden
(Sviss)
Ragnar Margeirsson, IBK-Waterschei
(Bel)
úrslitaleikur mótsins. íslandi
gekk lengi vel best gegn Pólverj-
um af öllum Austur-Evrópuþjóð-
unum, vann t.d. fjórar af fyrstu
sex viðureignunum gegn þeim.
En í seinni tíð hefur gengið verr
og í síðustu 15 leikjunum hefur
Island aðeins náð einu jafntefli.
Síðast vann Pólland í
Baltic-keppninni í Danmörku
fyrr í þessum mánuði, 22-20. Af
25 landsleikjum þjóðanna hefur
Pólland unnið 19, ísland 5 en
einu sinni hefur orðið jafntefli.
Hinn pólski landsliðsþjálfari ís-
lands, Bogdan Kowalczyck, hef-
ur aldrei stýrt Islandi til sigurs
gegn Póllandi. Spurningin er
hvort honum takist það.í fyrsta
skipti á sunnudaginn.
—VS
Atli Hilmarsson verður án efa mikið í sviðsljósinu um helgina. Hann er
orðinn einn mikilvægasti hlekkurinn í landsliðinu og blekkir iðulega varnir
andstæðinganna með sínum sérstaka stökkstíl.
Akranes
Bairon ráðinn?
Endanlegt svar eftir helgi
Allar líkur eru á því að Eng-
lendingurinn Jim Barron þjálfl 1.
deildarlið ÍA í knattspyrnu næsta
sumar. Hann ræddi við forráða-
menn ÍA nú í vikunni, gengið var
frá samningi og Barron mun gefa
endanlegt svar í næstu viku.
Jim Barron hefur þjálfað hjá
Manchester United, Wolves og
Peterborough og í Saudi-Arabíu.
Hann lék lengi í marki Notting-
ham Forest snemma á síðasta
áratug.
—vs
Nýjung
Handbolta-
getraunir
Islenskar getraunir og HSI
hafa sameinast um mcrkilcga nýj-
ung. Seldir verða getraunaseðlar
með leikjum úr forkeppni
heimsmeistaramótsins í Sviss, og
verða seðlarnir nákvæmlega eins-
og þeir sem nú eru notaðir hjá
Getraunum. Sala á þeim hefst um
helgina, á Flugleiðamótinu í
Laugardalshöll, og í næstu viku
ættu umboðsmenn Getrauna,
þ.e. íþróttafélögin, að vera komn-
ir með nægar birgðir. Skilafrest-
ur er til kl. 17 þriðjudaginn 25.
febrúar, en þá hefst keppnin í
Sviss.
—vs
KR-ingar
Marcelo
mættur
Marcelo Houseman, annar
argcntínsku bræðranna sem lcika
með KK í 1. deildinni í knatt-
spyrnu næsta sumar, kom til
landsins nú í vikunni. Hann er
alkominn, en hinn bróðirinn,
Rene Houseman, tafðist vegna
verkfalla i Argentínu og er vænt-
aniegur eftir 10 daga.
Einsog kunnugt er hafa þeir
báðir leikið með argentínska
landsliðinu. Rene lék nreð í úr-
slitum HM 1974 og varð síðan
heimsmeistari með Argentínu
1978, kom þá inná sem varamað-
ur í úrslitaleiknum gegn Hollend-
ingunt.
—VS
Keila
Fellibylur
á toppnum
Þegar þremur umferðum er
lokið í 1. dcildarkeppninni í keilu
sem hófst eftir áramót hefur
svcitin Fellibylur forystu, nauma
þó. Fellibylur hefur unnið 17 leiki
af 24 en Glennurnar eru í öðru
sæti með 16 sigra.
Víkingasveitin er með 14sigra,
Keiluvinir 13, Keilubanar 12,
Hólasniglar 11, P.L.S. 10,
Þröstur 10, Gæjar og Píur 9 og
Kaktus rekur lestina með 8 sigra.
Hæsta skor í einum leik eiga
þeir Helgi Bergs úr Gæjum og
Pfum og Alois Raschofer úr Vík-
ingasveitinni, hafa náð 217 stig-
um. Alois er með hæsta meðaltal
allra keppenda, 186. Hæsta skor í
seríu á hinsvegar Höskuldur
Höskuldsson úr Víkinga-
sveitinni, 599.
Italía
HM-stjömumar
aftur í hópinn
Skærustu stjörnur ítala í
heimsmeistarakeppninni í knatt-
spyrnu á Spáni 1982, Paolo Rossi
og Bruno Conti, eru á ný komnar
í náðina hjá Enzo Bcarzot lands-
liðseinvaldi.
Hvorugur hefur verið valinn í
landsliðið síðan í fyrravetur. Ár-
angur ftala síðan þeir urðu
heimsmeistarar hefur verið held-
ur bágborinn og frammistaða
þeirra í síðustu Evrópukeppni
leiddi til þess að þeir hafa verið
settir í fjórða og næstneðsta
styrkleikaflokk fyrir dráttinn í
næstu keppni.
Rossi og Conti eru báðir í 18
manna hópnum sem Bearzot hef-
ur valið fyrir vináttuleik gegn
Vestur-Þjóðverjum. Þrír aðrir
sem léku úrslitaleikinn 1982 eru í
hópnum, þeir Sandro Altobelli,
Antonio Cabrini og Fulvio Collo-
vati.
—VS/Reuter
Bruno Conti, útherjinn snjalli, er
aftur í náðinni hjá Bearzot.