Þjóðviljinn - 31.01.1986, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 31.01.1986, Blaðsíða 24
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími:81663. DJDÐVIUINN Föstudagur 31. janúar 1986 25. tölublað 51. örgangur Lífeyrissjóðir Fiskverð Gjaldþrota sjóðir Margir hinna litlu lífeyrissjóðafyrirt'œkja standa afar illa. Rafha-sjóðurinn talinn gjaldþrota. Spurningum réttarstöðu sjóðsfélaga. Samband almennra lífeyrissjóða með málið til athugunar. Hrafn Magnússon framkvstj. SAL: Mikið og erfittmál Lífeyrissjóður starfsmanna Rafha, Raftækjaverkssmiðj- unnar í Hafnarfirði, er að öllum líkindum gjaldþrota og svipað er ástatt með marga gamla fyrir- Snjómokstur 18 klst. yfir tækjasjóði sem hafa orðið fáa sjóðsfélaga. Rafha lífeyrissjóðnum var lok- að í ársbyrjun 1984 og starfsmenn verksmiðjunnar og aðrir sjóðsfé- lagar byrjuðu þá að greiða í aðra lífeyrissjóði, flestir í lífeyrissjóði verksmiðjufólks.Stjórnir þessará sjóða hafa ekki verið tilbúnir að veita þeim sem komu úr Rafha sjóðnum full réttindi fyrr en séð verður hvað kemur út úr uppgjöri á þeim sjóði. Hafa sjóðirnir ósk- að eftir því við HVafn Magnússon framkvæmdastjóraSambands al- mennra lífeyrissjóða að kanna þessi mál nánar. „Hér er um mikið hagsmunamál sjóðsfélaga að ræða og erfitt að meta stöðuna fyrr en uppgjör liggur fyrir með Rafhasjóðinn. Ég hef sent um- sjónarmanni sjóðsins erindi og óskað eftir ákveðnum upplýsing- um um stöðu sjóðsins og á von á að fá þau gögn í hendurnar fljót- lega“, sagði Hrafn Magnússon. Aðrir fyrirtækjasjóðir sem standa illa eru m.a. lífeyrissjóður Mjólkursamsölunnar og lífeyris- sjóður starfsmanna Áburðar- verksmiðjunnar. Þessir sjóðir ásamt fleiri hafa mikla greiðslu- byrði og fé þeirra hefur rýrnað mjög í verðbólgu undanfarinna ára. -Ig. Yfimefnd fundar Yfirnefnd verðlagsráðs sjávar- útvegsins hefur verið boðuð til fundar síðdegis í dag til að taka ákvörðun um nýtt fiskverð sem á að liggja fyrir nú um helgina. Nefndin kom saman sl. mánu- dag og er jafnvel talið hugsaniegt að nýtt fiskverð líti dagsins ljós síðar í dag. Sjómenn hafa gert kröfu um allt að 6,62% hækkun á fiskverði og einnig lækkun á þeirri aflahlutdeild sem tekin er framhjá skiptum, vegna olíu- verðslækkunarinnar. -Ig- Oddsskarð Norðfirðingar óánægðir með lélegar samgöngur. Guðjón Pórarinsson Vegagerðinni Reyðarfirði: Mokum eftirsettum reglum Norðfirðingar eru mjög ósáttir við að vcgagerðin opnar leiðina yfir Oddsskarð aðcins einu sinni í viku, en mikil snjó- þyngsl hafa verið fyrir austan í vetur og skarðið oft lokað jafnvel 6 daga í viku. Bæjarstjórn Neskaupstaðar hefur sent frá sér ályktun þar sem ítrekaðar eru fyrri kröfur um að sömu reglur gildi um snjómokst- ur á Norðfjarðarvegi öllum á milli Egilsstaða og Neskaupstað- ar. Núverandi reglur séu óþol- andi bæði fyrir íbúa þessa stærsta byggðarlags á Austurlandi og þá fjölmörgu sem þangað þurfa að sækja. Að sögn Guðjóns Þórarins- sonar rekstrarstjóra hjá Vega- gerðinni á Reyðarfirði sem hefur með snjómokstur á Norðfjarðar- vegi að gera, gilda þær reglur að moka skal Oddsskarð tvisvar í viku nema þegar óvenju snjó- þungt er, þá skal moka aðeins einu sinni. „Það er búið að vera óvenju snjóþungt í vetur og ég skil vel gremju Norðfirðinga. Við höfum miðað við að skarðið sé snjó- þungt ef tekur meira en 6 klst. að moka það. Nú í tvö síðustu skipti höfum við verið annars vegar 17 klst. og svo aftur 18 klst. að kom- ast yfir skarðið. Þetta hefur verið alveg yfirgengilegt og kostnaður- inn er um 580 þúsund krónur fyrir þessi tvö skipti, en árið 1985 fóru um 2 miljónir í allan snjómokstur á þessu svæði.“ _|g. Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir (t.v.) og Elísabet Kjærúlf (t.h.) leiðbeina Sylvíu Gústafsdóttur varðandi rétta tannhirðu. Mynd. Sig. Tannhirða Að bursfá tennumar rétt Félag aðstoðarfólks tannlækna kynnir varnir gegn tannskemmdum ístórmörkuðum í dag og á morgun. íslendingarþurfa að taka sig á Við verðum með bása í stærstu stórmörkuðunum í Reykjavík í dag kl. 14-20 og á morgun kl. 10-16 þar sem við kynnum fólki mikilvægi þess að hirða tennurn- ar vel og vanda fæðuval. Þetta sögðu tannfræðingarnir Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir og Elísabet Kjærúlf. Þær eru í Kindur Fjórtán bíða lokadóms Fjórtán kindur áfóðrum hjá sveitarstjóranum á Tálknafirði. Komu Ijómandi fallegar affjalli eftir að slátrun lauk. Á jaðarsvœði riðuveikinnar. Orlög fjórtán kinda, sem komu af fjalli í Tálknafirði í nóvem- ber sl., eftir að sláturhúsum hafði verið lokað, vefjast nú mjög fyrir Brynjólfi Gíslasyni sveitarstjóra. Rollur þessar reyndust allar ó- markaðar og vegna þess að þarna er um jaðarsvæði riðuveiki að ræða ber að skera þessar ær. Hér er um að ræða fjórar full- orðnar ær, sex lambhrúta og fjór- ar lambgimbur. Eru ærnar lembdar, enda stundaðar frjálsar ástir á fjöllum, að sögn Brynjólfs. Sagði hann að þetta væri ljóm- andi fallegurhópursem hann sæti uppi með og því hálfgerð skömm að þurfa að skera ærnar, einkum þar sem þeim væri slátrað engum til gagns, heldur skotnar beint ofan í jörðina, þar sem sláturhús eru lokuð. Þrátt fyrir það vildi hann ekki draga það öllu lengur, þar sem hann gæti ekki hugsað sér að slátra fé sem væri komið að burði. Ástæðan fyrir því að fénu var ekki slátrað strax og það kom af fjalli, er að í haust stóð til að fara í eftirleit og opna sláturhús til að farga því fé sem þá kæmi í leitirn- ar. Af því varð þó ekki og hafa þessar ær því verið á fóðrum hjá Brynjólfi í allan vetur. Brynjólfur sagðist hafa haft samband bæði við landbúnaðar- ráðuneytið og dómsmálaráðu- neytið og beðið um skýr fyrir- mæli, en þau hafa ekki fengist. Þá sagðist hann hafa haft samband við formann sauðfjárvarna og hefði hann hvatt til að rollunum yrði slátrað. Sagðist Brynjólfur nú bíða eftir fyrirmælum frá ráðuneytunum. -Sáf hópi aðstoðarfólks tannlækna en félag þess fólks ætlar að kynna fólki varnirgegn tannskemmdum í dag og á morgun. „Það voru haldnir tveir tann- verndardagar á síðasta ári sem tókust framar vonum og það er fyrirhugað að endurtaka tann- verndardaginn 4. febrúar", sagði Ásthildur. „Framlag okkar í dag og á morgun er öðrum þræði til kynningar á þeim degi. Við erum langt fyrir ofan nágrannalöndin hvað varðar tannskemmdir, þannig að ekki veitir af aukinni fræðslu. Erlendis er jafnvel byrjað að fara með börn í skoðun við tveggja ára aldur og síðan tvisvar á ári. Það þyrfti að gera eitthvað slíkt hér heima, fara inn á dag- heimilin og í skólana.“ Elísabet sagði að líklega væri eitthvað af fræðsluefni sent kenn- urum í skólana en ekki væri nóg gert í þessum efnum. Það vantar meiri fræðslu" sagði hún. IH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.