Þjóðviljinn - 31.01.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 31.01.1986, Blaðsíða 14
VETRARBLAÐ Þeir eru vígalegir, Hilmar Gíslason, Valsteinn Jónsson, Skúli Ágústsson, Vilhelm Ágústsson og Oddur Öskarsson. Mynd Sig. Vilhelm kominn á fulla ferð. Mynd Sig. Skemmtilegt sport Þeir voru vígalegir fimmmenningarnir sem voru mættir úti á flugvellinum á Akur- eyri einn góðviðrisdag í síðustu viku til að fara í vélsleðaferð inn í Glerárdal. „Við stóðumst ekki þessa veðurblíðu," sagði einn úr hópn- um, Vilhelm Ágústsson, en hann er einn af aðalhvatamönnum að stofnun Landssambands ís- lenskra vélsleðamanna, og nú- verandi formaður samtakanna. Aðspurður um tilurð þessara samtaka sagði Vilhelm að þau hefðu verið stofnuð uppi á há- lendi þar síðasta vetur á móti vél- sleðamanna sem frægt varð, mörg hundruð manns lokaðir inni í skála Ferðafélags íslands í Nýjadal vegna veðurs en skemmtu sér hið besta og allt gekk eins og í sögu. Þeir félagar, Vilhelm, bróðir hans Skúli Ágústsson, Hilmar Gíslason, Oddur Óskarsson og Valsteinn Jónsson voru sammála um það að varla væri til skemmti- legra sport en að bruna um í góðu veðri á vélsleða. Vilhelm sagði að það væru u.þ.b. 100 manns í Ak- ureyrardeild samtakanna. „Það er auðvitað minna líf í þessum samtökum þegar lítill er snjórinn. En nú er loksins kominn snór og færið er eins og best verður á kos- ið. Síðasti vetur „erfiður" Síðasti vetur var „erfiður" fyrir snjósleðaeigendur, rysjótt tíð og lítill snjór í byggð. Það var erfitt að komast upp úr byggð, í snjó- inn. íveturvar það eiginlega ekki fyrr en um síðustu helgi sem hægt var að komast hér upp úr dölun- um. Við snjósleðaeigendur hér norðanlands erum því eiginlega í sjöunda himni þessa dagana“. Og það er greinilegt á þeim fé- lögum að óþreyjan er mikil í þeim að komast af stað. Það er sól og blankalogn, gæti ekki verið betra. Skúli er á voldugum tveggjasæta snjósleða sem hann er óskaplega stoltur af og stríðir félögum sínum á því að þetta séu nú bara „aumir eintrjáningar“ hjá þeim miðað við „togarann“ hans. „Þetta er hreinasta lúxu- skerra,“ segir Skúli, stoltur á svip og því verður ekki neitað hér, leður á sætum, útvarp og auðvit- að talstöð. Ein 700 kg. á þyngd og með afturábak-gír. Féíagarnir reyna að bera af sér eintrjánings- Skautar Beðið eftir svelli Veður hamlar ekki, held- ur stjórnvöld. „Við erum fjölskylda án heimilis,“ segir Hannes Sigurjóns- son, formaður Skautafé- lags Reykjavíkur. „Aðstaðan er í núlli hjá okkur núna. Eins og málum er háttað, þurfum við að fara til Akureyrar til að æfa ísknattleik," sagði Hann- es Sigurjónsson, formaður Skautafélags Reykjavíkur, þegar hann var spurður hvernig á- standið væri hjá Skautafélags- mönnum. í tíð vinstri meirihluta í borgar- stjórn var sett upp svæði við Mel- avöllinn, malbikað svæði og lýs- ing. Nú er það horfið og eina skautasvæðið í borginni er bráðabirgðasvell á Tjörninni sem er ekkert hugsað um að neinu viti. Við erum nú búnir af sækja um lóð en það hefur gengið svolítið illa að fá hreyfingu á það mál. Það hefur verið talað um að við fengjum svæði hjá húsi TBR við Álfheima. En þessi mál eru í mikilli óvissu eins og stend- ur.“ Tjörnin er nú eina aðstaðan sem Reykvíkingar hafa til skautaiðkunar og hún er vægast sagt bágborin. Svellið er gróft og rykugt. Með því að sprauta það mætti bæta það að mun. Mynd. Sig. - Var ekki einhverju sinni komin teikning að skautahöll í Laugardalnum? „Jú, fyrir fjölda ára var Gísli Halldórsson búinn að teikna stóra og mikla æskulýðs- og skautahöll, þetta var fyrir daga ÍBR. Það var mjög fullkomin að- staða og allt var tilbúið, meira að segja útboðsgögn. En svo var fallið frá þessu og Laugardals- höllin var byggð á þessum stað. En þetta var geysimikið mannvirki og Júlíus JJafstein, formaður íþróttaráðs Reykjavík- ur, vitnar alltaf til þessa mannvirkis þegar hann er spurð- ur um skautaaðstöðuna í Reykja- vík, þetta eru 180 milljónirnar hans. Það er auðvitað hægt að byggja skautahöll fyrir 180 milljónir en það má líka koma upp aðstöðu fyrir brot af þessari fjárhæð. En þessi umræða er bara til að drepa mál niður. Það er auðvitað hægt að gera eins og þeir á Akureyri eru að gera. Koma upp svelli og Ijósum og halda síðan áfram smátt og smátt. Akureyringar eru komnir með lóð og teikningu að húsi en þeir gera ráð fyrir að næsta haust geti þeir verið farnir að skauta á þessu svæði þó fullkomin skauta- höll verði ekki til staðar strax í byrjun.“ - Nú vilja þeir í Skautafélagi Akureyrar fá ykkur til keppni í næsta mánuði, hvað segið þið um það? „Það væri náttúrulega gaman, en við núverandi aðstæður hér fyrir sunnan væri lítið gaman að fara norður og láta salla á sig mörkum, við erum auðvitað æfingarlausir. Það gæti hins vegar verið gaman að koma á hraða- hlaupi, t.d. Við höfum reynt að æfa á Tjörninni en það er ómögu- legt, aðstaðan er vonlaus. Þannig að Skautafélagið er í svolítilli lægð um þessar mundir, það er erfitt að halda fjölskyldu saman þegar maður hefur ekkert heim- ili. Það er annað líf nú en þegar við höfðum aðstöðu í skautahöllinni í Skeifunni hér fyrr á árum. Þá vor- um við komin með marga yngri flokka, listhlaup og fleira. Sú að- staða varð skautaíþróttinni mikil lyftistöng og slæmt að hún skyldi ekki verða lífseigari. En við erum bjartsýnir þrátt fyrir allt,“ sagði Hannes Sigurjónsson, formaður Skautafélags Reykjavíkur, að lokum. IH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.