Þjóðviljinn - 31.01.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.01.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Lánasjóður Sverrir að draga í land Menntamálaráðherra sakaður umþekkingarleysi oggerrœðisleg vinnubrögð. Sverrir Hcrmannsson mennta- máiaráðherra dró mjög úr hugmyndum sínum um breyting- ar á lögum um Lánasjóð náms- manna þegar hann svaraði raeðu Steingríms J. Sigfússonar þing- manns Alþýðubandalagsins við utandagskrárumræður á alþingi í gær. Sverrir talaði þar um að að- eins væri um að ræða frumdrög sem ekki hafi enn komið fyrir sjónir félaga hans í Sjálfstæðis- flokknum, sem þrátt fyrir það hafa veist að Sverri í fjölmiðlum, til að mynda Davíð Oddsson borgarstjóri sem hefur gefið í skyn að Sverrir kunni að kok- gleypa þetta allt saman aftur. Sverrir mátti sæta hörðurn á- sökunum í umræðunum í gær, bæði frá stjórnarandstæðingum og samherjum í ríkisstjórn. Steingrímur J. Sigfússon taldi að Sverrir hefði enga þekkingu á viðfangsefni sínu og aðför Sverris að LÍN og starfsfólki hans væri forkastanleg af hálfu ráðherra, en þó dæmigerð fyrir Sverri. Benti Steingrímur á að þegar núgildandi lánakerfi varð til hafi legið að baki gífurlegur undir- búningur, en nú virtist sem Sverr- ir ætlaði að setja fram hugmyndir sem væru svo lítt grundaðar að með endemum væri. Ingvar Gíslason þingmaður Framsóknarflokksins og stuðn- ingsmaður stjórnarinnar gagnrýndi Sverri harðlega fyrir að hafa ekki haft ininnsta samráð við Framsóknarmenn við undir- búning aðgerða sinna. Ingvar sagði að honum virtist sem Sverr- ir væri eitthvað að draga í land með hugmyndir sínar vegna and- stöðu í eigin flokki og hvatti hann til að gera það, enda væri hann efnislega á villigötum. bá benti Ingvar á að þessar hugmyndir ráðherrans ættu sér enga stoð í stjórnarsáttmála flokkanna. Ing- var sagði ennfremur að hann teldi núgildandi lánakerfi gott og gilt og hafnaði öllum hugmyndum um rniklar breytingar á því. Guðmundur Einarsson BJ hóf mál sitt á því að líkja Sverri við vestrakappann John Wayne. Wa- yne þessi hafi átt sér kjörorð sem Sverrir virtist hafa tekið upp hjá sér, það er að skjóta fyrst og hugsa svo. Slík væru vinnubrögð Sverris varðandi málefni LÍN. Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista, gagnrýndi Sverri fyrir aðför hans að sjóðnum og gerræðisleg vinnubrögð hans. Fjölmargir þingmenn aðrir tóku til máls í gær og Sverrir fékk ádrepur fyrir margra hluta sakir. Umrætt frumvarp Sverris er enn í startholum í menntamála- ráðuneytinu, en verður að öllum líkindum lagt fyrir stjórnarflokk- ana innan skamms. Ef marka má ummæli Ingvars Gíslasonar og fleiri þingmanna Framsóknar- flokksins verður að gera ráð fyrir að það taki nokkrum breytingum í meðförum þingflokkanna. Einnig hefur heyrst um andófs- raddir í röðum Sjálfstæðis- flokksins. ~ S8- Ríkismat Fjallganga Sex íslendingar klífa Himalaya Sex einstaklingar fara 1987 og 1990 til Kína og Tíbet. Komast ekkifyrrþar semfjöllin eru upppöntuð fram að þeim tíma Eg held mér sé óhætt að segja að þetta sé viðamesta fjallganga sem íslenskir fjallgöngumenn hafa ráðist í, sagði Ari Trausti Guðmundsson, einn af fjórum meðlimum í Alpaklúbbnum sem ætla að klífa tvö fjöll í Kína og Tíbet á næstu árum. Ráðgert er að sex manna leiðangur haldi héðan til Kína snemma sumars 1987 en eftir er að velja tvo. Þá á að glíma við rúmlega 7500 metra háan fjall- garð skammt frá Pamír fjöllum þar sem gamla verslunarleiðin liggur milli Pakistans og Kína. Fjallið sem þá verður klifið heitir Kongur Tiube og er 7595 metra hátt. Síðari leiðangurinn sem þeir félagar fara hefst vorið 1990. Þá er takmarkið að komast upp á 14. hæsta fjall jarðar, báknið Sisap- angma sem er rétt norðan við Everest fjall. Sisapangma er 8046 metrar á hæð. Þegar þeir félagar voru spurðir hvers vegna svo langt væri þar til þeir færu sögðu þeir að fjöllin væru „upptekin“ fram að þeim tíma. „Stjórnvöld bera vissa ábyrgð á þeim sem klífa fjöllin og vilja ekki að of margir séu þarna, einn- ig vilja þeir að kínverskir fjall- göngumenn hafi góðan aðgang að þessum fjöllum", sagði Ari Trausti. Islendingarnir sem ætla sér á fjöll í Kína og Tíbet, (f.v.): Ari Trausti Guðmundsson, Hermann Valsson, Árni Árnason og Höskuldur Gylfason. Það er eftir að velja tvo til viðbótar í hópinn. Mynd: Sig. Hann sagði að það þyrfti að borga svonefnt tindagjald sem væri 30.000 kr. á hvert fjall. „Þetta lýsir því, held ég, hvað kostnaðurinn verður gífurlegur", sagði hann. „Kostnaður við fyrri leiðangurinn verður rúm ein milljón króna og við ætlum að reyna að safna sem mestu fé með fulltingi einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Við ætluni einnig að reyna nýjar leiðir, t.d. að bjóðast til að fara með sérstök póstkort sem fólk hefur keypt og senda þau frá Himalaya fjöllum." - IH. Rækjumálið enn í hnút Rœkjufarmur Frostah.f. innsiglaður á Súðavík. Pétur Geir Helgason enn að störfumþrátt fyrir ósk hans um að verða leysturfrá. Ríkismatinu heimilt að svipta Frosta h.f. vinnsluleyfi Deilan sem reis upp í vetur milli þcirra Halldórs Árnasonar fiskmatsstjóra og Péturs Geirs Helgasonar fulltrúa frá ísafírði hefur enn ekki verið leyst og hefur Halldór neitað að verða við beiðni Péturs um að hann yrði leystur frá störfum þar til málið leysist. Forsaga þessa máls er sú að í júlí í fyrra var rækjufarmur frá Frosta h.f. á Súðavík dæmdur óhæfur til útflutnings. Eigandi farmsins sætti sig ekki við þann úrskurð og fór fram á að fram færi endurmat, sem varð í desember. Pétur Geir sem er yfirmaður rækjumatsmanna á landinu ætl- aði þá að vera viðstaddur matið, en hagsmunaaðilum tókst með tilstilli fiskmatsstjóra að koma í veg fyrir það. Þótti Pétri sér þá misboðið í starfi og fór fram á að hann yrði leystur frá störfum. Það hefur Halldór Árnason ekki tekið til greina. Áformað var að mál þetta kæmi til umsagnar fiskmatsráðs, en ekki hefur enn orðið úr því. Heimildir Þjóðviljans herma að eigandi Frosta h.f. hafi farið fram á að sjóða áðurnefndan rækju- farm niður en farmurinn er enn innsiglaður á Súðavík. Það vekur athygli að í 11. grein reglugerðar um fyrirkomulag mats og eftirlits með sjávarafurð- um til útflutnings segir að Ríkis- mati sjávarafurða sé heimilt að svipta framleiðanda vinnsluleyfi sýni hann vítaverða meðferð á hráefni eða komi gallar í Ijós í afurðum hans. Ekki mun hafa komið til tals að svipa Frosta h.f. vinnuleyfi. -gg Flugumferðarstjórar Truflanir á innan- lands- flugi Mjög miklar truflanir urðu á öllu áætlunarflugi innanlands í gær vegna þess að bara þrír af níu flugumferðarstjórum, sem áttu að vera á vakt, mættu um morg- uninn. Lá allt innanlandsflug niðri þar til birti, en þá var ákveðið að fljúga sjónflug í stað blindflugs eins og venjan er í áætl- unarflugi. Sex flugumferðarstjórar til- kynntu veikindi í gærmorgun og þar sem yfirvinnubann el hjá þeim var enginn tilbúinn að hlaupa í skarðið. Þetta varð til þess að Flugleiðir flugu aðeins fjórar áætlunarferðir í stað ellefu. Flugumferðarstjórar hafa ver- ið kvaddir á fund til samgöngu- málaráðherra í dag til að ræða mál, en engir fundir hafa verið með þeim og flugmálastjóra í viku tíma. -Sáf Hafnarfjörður Fullt hjá heimilislæknum 100 fjölskyldur ábiðlista. Ofmikið álag á heimilislœknum. Dregistað koma upp varanlegu húsnœði fyrir heilsugœslu íHafnarfirði Heimilislæknar í Hafnarfirði taka ekki við fleiri skjólstæð- ingum og verða því nýir íbúar í Hafnarfirði að vera án heimilis- lækna. Þegar munu um 100 fjöl- skyldur vera án heimilislæknis, sem vitað er um, en jafnframt má gera ráð fyrir að þó nokkrar fjöl- skyldur hafi ekki tilkynnt um bú- ferlaflutninga tii sjúkrasamlags- ins. Jóhann Ágúst Sigurðsson, hér- aðslæknir í Hafnarfirði, sagði við Þjóðviljann að sex heimilislækn- ar væru starfandi í Hafnarfirði og væru sumir þessara lækna með allt að 3000 skjólstæðinga, sem er langt yfir þeim mörkum sem þeir ráða við. Heilsugæslustöðin er til húsa yfir Sparisjóði Hafnarfjarðar og er öll aðstaða mjög þröng og slæm, það er því enginn mögu- leiki á að fjölga heimilislæknun- um. Sagði Jóhann að mjög hefði dregist að koma upp varanlegri aðstöðu fyrir heilsugæslu í Hafn- arfirði. Hefur þegar verið steypt plata fyrir stöðina við Sólvang en vegna einhverrar tregðu í ríkis- geiranum hefur ekkert orðið úr framkvæmdum. Áætlaður kostn- aður við næsta áfanga heilsu- gæslustöðvarinnar er um 18 milj- ónir króna og eru þegar um 9 miljónir fyrir hendi. Hefur verið talað um að ljúka við byggingu stöðvarinnar á árinu 1987 en eins- og nú horfir bendir ekkert til að svo verði. Þeir sem eru án heimilislæknis í Hafnarfirði munu fá læknishjálp hjá þeim læknum sem vinna við heilsugæslustöðina í neyðartil- fellum. -Sáf ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.