Þjóðviljinn - 31.01.1986, Blaðsíða 10
Hlíðarfjall
VETRARBLAÐ
Tðlvustýrð
nvægísstilllng
mætti hér ýmsar breytingar til
hagræðingar, til að laða fleira
fólk að. Þannig að við fengum
þrjá arkitekta til að vinna úr þeim
hugmyndum sem komið hafa
fram um framtíð þessa staðar.
Pað hafa allskonar menn, Pétur
og Páll, verið að skjóta að okkur
hugmyndum. Svo þegar tillögur
þeirra voru kynntar var þessi
„Grand Hotel“ hugmynd fyrsti
möguleiki. Þannig að fólk gleypti
hann nokkuð hráan. En það voru
þarna fleiri, raunhæfari hug-
myndir sem mér finnst að eigi síð-
an að sjóða saman í eina hug-
mynd sem unnið yrði út frá. Svo
er það eiganda staðarins, Akur-
eyrarbæjar, að ákveða hvað
verður gert og hvenær".
Skíðaskóli
-Hérer starfræktur skídaskóli.
„Já, við erum að byrja með
hann þessa dagana. Fram að
þessu hefur hann verið sniðinn
fyrir innanbæjarmarkað, fólk
kemur hingað upp eftir og lærir á
skíði tvo tíma á dag. Nú ætlum
við hins vegar að reyna nýja leið í
HOTEL STEFANIA
Akureyri
Sími 96-26366
Njótið hvíidar og útiveru í höfuðstað Norðuriands.
Nýtt hótel í miðbæ Akureyrar. VERIÐ VELKOMIN.
Renna sér brátt
úr 1000 metrum
Ýmsar breytingar í aðsigi á skíðaaðstöðunni í
Hlíðarfjalli. Rætt við ívar Sigmundsson, forstöðu-
mann Skíðastaða í Hlíðarfjalli
nokkrar göngubrautir af ýmsum
stærðum. En hvernig hefur snjór-
inn skilað sér?
„Þetta er eiginlega fyrsti al-
mennilegi skíðasnjórinn sem við
fáum í 2>/2 ef ekki 3 ár,“ segir
ívar. „Við erum búin að fara ansi
illa út úr síðustu vetrum en að-
stæður eru ákjósanlegar núna,
okkur finnst þetta lofa ansi góðu.
Ein afleiðing hinna lélegu skíð-
avetra er sú að við erum með al-
gjörlega nýtt starfsfólk hér núna
og það tekur tíma fyrir það að
komast inn í starfið. Það fólk sem
var hér fyrir í eldhúsinu var búið
að vinna hér í ein tíu ár, það réði
sig alltaf upp á vertíð, ef nefna má
það svo, en vertíðin hefur verið
svo ótrygg síðustu vetur að það
hafði bara ekki efni á að vinna
hér lengur. Þegar við erum í full-
um rekstri erum við með 15
manna starfslið, úti og inni. En
það verður ekki fyrr en í febrú-
ar.“
Fyrrverandi
sjúkrahús
- En hvað er þetta gamalt hús?
„Ætli það sé ekki byggt á árun-
um 1954-60. Kjallarinn var
byggður upp fljótlega og stóð
lengi vel þannig. En timburverk-
ið allt er gamalt sjúkrahús sem
var niður á Akureyri. Það var
rifið niðri frá og timbrið flutt
hingað upp eftir. Þetta er nokk-
urn veginn sama húsið en það er
eins og útlínurnar hafi verið
teygðar, það var ekki svona hátt.
Og húsið er búið að vera í notkun
síðan ’62.
Hér er sem sagt veitingasalur á
miðhæðinni, sturtur og saunabað
á neðri hæðinni og gistiherbergi
og svefnpokapláss á efri hæðinni.
Og hér áður fyrr þótti þetta af-
skaplega fínn staður. Fínasta
skíðahótel landsins. En herberg-
in eru frekar lítil og kröfur fólks
hafa breyst með tímanum. Þann-
ig að við hættum eiginlegum hót-
elrekstri fyrir nokkru síðan. Við
erum reyndar enn með móttöku
fyrir skólakrakka sem koma
hingað í skíðaferðalag“.
Endurbætur
- En nú hafa verið birtar hug-
myndir um endurnýjun á staðn-
um sem miklar umræður hafa
spunnist um hér á Akureyri, sér-
staklega hugmyndin um einhvers
konar „Grand Hotel“.
„Jú, jú, húsið sem slíkt þarfn-
ast mikilla endurbóta vegna þess
að það hafa engar endurbætur
verið gerðar á því í langan tíma.
Nú, mönnum hefur sýnst að gera
Þó ég segi sjálfurfrá, erég
nú á því að í Hlíðarfjalli sé
að finna bestu aðstöðuna á
landinu til skíðaiðkunar,
það er eins og skíðaiðkun
hafi verið höfð til hliðsjónar
þegar þetta landsvæði mót-
aðist.
Það er ívar Sigmundsson, for-
stöðumaður Skíðastaða í Hlíðar-
fjalli við Akureyri sem talar svo
fallega um skíðaaðstöðu Akur-
eyringa. Og orð hans eru ekki svo
fjarri lagi. Frá skálanum sem er í
um það bil 550 metra hæð yfir
sjávarmáli, er fagurt útsýni yfir
Akureyri og Eyjafjörð. í lyftun-
um er hægð að komast í 900
metra hæð og á næsta sumri verð-
ur lokið framkvæmdum við nýja
lyftu sem gerir það að verkum að
hægt verður að komast í rúmlega
1000 metra hæð, og brekkurnar
eru fjölbreytilegar. Þá eru einnig
' •" > lr. V Yá
i
. • ií v ‘ -Æ
örugðarl akstur cott grlp I brekkum Cóblr aksturselglnieikar
á isllögöum veðum meft lausum snjó á ólöfnum vegum
Stöðugielkl Cóðlr hemiunarelglnielkar
í hálku vlft erftöar aöstæöur
COOOyear vetrardekk eru gerð úr sér-
stakrl gúmmíblöndu og með mynstrl
sem gefur dekkinu mjög gott veggrlp.
CODDYEAR vetrardekk eru hljóðlát og
endingargóð. ^ v;
ím
[SA
GEFUR e^RÉTTA GRIPIÐ
HEKLAHF
[ Laugaisegl 170-172 Símar 21240-28080