Þjóðviljinn - 31.01.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Seðlabankinn gengisfelldur
í grein sem Svavar Gestsson formaöur Al-
þýðubandalagsins skrifar í vikunni lýsir hann því
yfir, að óhjákvæmilegt verði við stjórnarskipti að
gera kröfur um að núverandi forráðamenn
Seðlabankans víki. í þeirra stað skuli koma hæf-
ir menn með yfirgripsmikla, faglega þekkingu.
Með þessu er því lýst skorinort yfir, að þegar
Alþýðubandalagið tekur næst sæti í ríkisstjórn
verði þessi krafa sett fram af fullum þunga.
Mörg rök hníga að þessu. Seðlabankinn er
stofnun, sem eðlis síns vegna verður að njóta
almenns trausts. Hann er nauðsynlegur til að
hafa umsjón með ákveðnum atriðum í peninga-
og bankamálum okkar. Þess vegna þarf hann
öðru fremur á því að halda að um hann ríki
tiltölulegasæmilegurfriður. En þvíerhinsvegar
alls ekki að heilsa í dag.
Því valda ýmsir þættir. Einn er sá, að Jóhann-
es Nordal, aðalbankastjóri Seðlabankans, hef-
ur látið mjög til sín taka í einu umdeildasta máli
þjóðarinnar, stóriðjumálinu. Hann hefur gerst
skeleggur málsvari erlendrar stóriðju og nánast
runnið í fararbroddi þeirra, sem hafa ákafast
kallað hana til landsins. Sú stefna hefur hins
vegar orðið (slendingum dýrkeypt. Mistök á
mistök ofan í orkumálum þjóðarinnar má rekja
beint til stóriðjustefnunnar. Þannig hefur aðal-
bankastjóri Seðlabankans kosið sér mjög um-
deilt, pólitískt hlutverk. Að sjálfsögðu hefur það
svo rýrt mjög traust manna á þeirri stofnun sem
hann veitir forstöðu, Seðlabankanum.
( annan stað hafa pólitískar ráðningar á
bankastjórum Seðlabankans gengisfellt hann
mjög á meðal fólks. En það er mála sannast, að
bankakerfið er nánast að verða að dvalarheimili
fyrir afdankaða stjórnmálamenn, sem sumir
hafa takmarkaða hæfni til að gegna svo ábyrgð-
armiklum störfum.
Fyrir nokkru var Tómas Árnason gerður að
Seðlabankastjóra. Sú ráðning var mjög um-
deild, og hafði þó Tómas verið viðskiptaráð-
herra um þriggja ára skeið og fjármálaráðherra
meir en ár. Nú hefur það hins vegar gerst, að
fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir
Hallgrímsson, hefur verið dubbaður í embætti
Seðlabankastjóra. Þetta er auðvitað fáheyrt.
Með þessu er Sjálfstæðisflokkurinn einungis að
leysa innanflokksvandamál. Það erfundið emb-
ætti, nægilega virðulegt til að hægt sé að skáka
Geir Hallgrímssyni í það, og rýma þannig stól í
stjórninni.
Auðvitað verður þetta til að minnka enn það
traust sem Seðlabankinn nýtur á meðal fólksins
í landinu. Eða með öðrum orðum Svavars
Gestssonar, formanns Alþýðubandalagsins, í
fyrrnefndri grein: „Ráðning Geirs Hallgríms-
sonar er kaflaskipti í sögu Seðlabankans. Ekki
vegna þess að Geir sé verri en aðrir þingmenn
eða ráðherrar íhaldsins heldur vegna þess að
hann er fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokks-
ins og forystumaður hans í áratugi. Þar með
verður ekki tekið frekar mark á Seðlabankanum
en flokksályktunum Sjálfstæðisflokksins. Þar
með hefur Seðlabankinn dæmt sig algjörlega úr
leik sem ráðgjafi ríkisstjórna og alþingis í efna-
hagsmálum. Með ákvörðun um að ráða Geir
Hallgrímsson hefur núverandi ríkisstjórn ákveð-
ið að Seðlabankinn verði enn umdeildari en
áður...“
Það er einfaldlega staðreynd að með ráðn-
ingu Geirs verður alþýðu manna enn torveldara
en áður að bera til bankans það traust sem
hann þarfnast. Þannig hefur ríkisstjórnin veikt
Seðlabankann verulega með skipan Geirs.
Við fyrsta tækifæri verða vinstri öflin að sjá til
þess að hreinsað verði til í Seðlabankanum. Þar
þarf fólk með yfirgripsmikla, faglega yfirsýn.
Hann á ekki að verða afdrep fyrir afdankaða
stjórnmálamenn.
-ÖS
KLIPPT OG SKORHE)
Ég er með frelsinu
og ég er meðsam-
keppninni
Viðtal víó ögmund Jónasson
fféttamann
LitiðinntilAuðarog
Halldórs Laxnessá
Gljúfrasteini
Sérviska, hjátrú
og heilagar kýr
Aðskapa hunda-
menninguá Islandi
Talað víóGuórúnu
Guójohnsen, formann
Hundaræktarfélogs
Opnara þjóðfélag
Vikan hefur að undanförnu
birt forvitnileg viðtöl við fólk þar
sem ekki einungis er farið í yfir-
borðið eins og svo oft. Pessi ný-
breytni Vikunnar á síðustu mán-
uðum hefur mælst vel fyrir og í
klippi dagsins eru sýnishorn úr
viðtali Vikunnar við Ögmund
Jónasson fréttamann, sem fjallar
um fjölmiðlamál, verkalýðsmál,
húsnæðismál og aðra pólitík:
„Ég held að það sé ákaflega
erfitt að setja alla íslenska fjöl-
miðla undir sama hatt, á þeim
starfar aragrúi fréttamanna sem
beita ólíkum vinnubrögðum, en
ég hef þá trú að fréttamennsku
hafi að ýmsu leyti farið mikið
fram síðustu áratugi. Fjölmiðl-
arnir eru ekki eins miklar þjón-
ustustofnanir við valdakerfið og
þeir voru áður. Hins vegar finnst
mér langt í land að til dæmis út-
varp og sjónvarp séu nægilega
krefjandi fyrir hönd neytandans.
Fólk vill sannleikann og engar
refjar. Pað vill fá að vita hvernig í
pottinn er búið í hverju máli og
það vill að fjölmiðlarnir veiti
kerfinu hressilegt aðhald.
Þó ég segi að fréttamennsk-
unni hafi farið mikið fram,
þjóðfélagið sé orðið miklu opn-
ara og fjölmiðlarnir eigi drjúgan
þátt í því þá eru þeir oft að fást við
hégómamál á yfirborðinu en láta
stóru málin og misréttið, sem
búið er að geirnegla inn í kerfið,
sigla sinn sjó“.
Talandi þögnin
„Stundum er líka hægt að segja
margt með þögninni. Þegar til
dæmis samningarnir voru teknir
úr gildi, verkfallsréttur afnuminn
og þriðjungurinn tekinn af
laununum vorið ’83 þá fjölluðu
ríkisfjölmiðlarnir sumarlangt nær
viðstöðulaust um gönguleiðir á
hálendinu og annað álíka spenn-
andi og í erlendu fréttunum vor-
um við að sjálfsögðu eins og ekk-
ert hefði í skorist með fréttaskýr-
ingar um stöðu verkfallsréttar í
Póllandi og víða um lönd. Það var
ekki fyrr en undir haust að ein-
hver hafði orð á því að sennilega
væri rétt að hafa fréttaskýringu
um verkfallsréttinn á íslandi.
Ekki minnist ég þess þó að þessi
uppástunga hafi komið frá meiri-
hiuta útvarpsráðs".
Frjálshyggjan
á enda
„Nú er að renna upp sá tími
þegar hugsjónir ’68 kynslóðar-
innar fara að rætast. Þær hafa
ræst að hluta til því ef þú lítur til
baka þá er ýmislegt sem breyttist
vegna umrótsins sem varð ’68 og
’69. Um þetta mætti taka mörg
áþreifanleg dæmi.
Öldungadeildin í Hamrahlíð
og opinn skóli eru dæmi um
þetta. Grunntónninn í ’68-’69 er
lýðræðisbaráttan og ég hef þá trú
að þjóðfélagið sé að umskapast í
þá mynd sem er mjög í anda þess-
arar kynslóðar.
Frjálshyggjan er að renna sitt
skeið á enda. Hún hafði fimm,
sex ár og hristi upp í mörgum.
Það sem gerði hana svo spenn-
andi fyrir mörgum var að menn
þóttust greina þarna • einhvern
lýðræðistón, „burt með alla
fjötra“, „hver er sinnar gæfur
smiður" og allt það. Síðan kemur
bara á daginn að frjálshyggjan
nær alltof skammt, hún getur
aldrei svarað þeim væntingum
sem fólkið hefur. Til dæmis er
atvinnulýðræði samkvæmt frjáls-
hyggjunni einhver „funktion",
eitthvert tæki til að bæta fram-
leiðsluna og frelsið samkvæmt
kenningu frjálshyggjumanna
felst í því að velja milli Sparr og
Omo úti í búð. Það er bara ekki
nóg, þú vilt vera frjáls á meðan
þú ert að framleiða Sparr og
Omo. Pú vilt þess vegna hafa
svigrúm, atvinnulýðræði á vinnu-
staðnum, þú lítur á það sem rétt
þinn. Og það er í þessari réttinda-
baráttu sem fólk er að rísa upp.'
Þetta gerist smám saman, tekur
langan tíma en þessi tími er að
renna upp“, segir Ögmundur
sannfærandi á svip.
Breyta
veruleikanum
„Fyrir nokkrum misserum var
ákveðið að nú skyldi gefa at-
vinnurekendum sjans svo þeir
gætu sýnt hvað í þeim býr. Teknir
voru peningar frá launamönnum
og færðir í hendur þeirra. Þetta
tókst nú ekki betur en svo að
helmingurinn fór út í okurlána-
bransann. Þessi tilraun reyndist
þjóðinni dýrkeypt. Nú held ég að
tími sé kominn til þess að taka
tillit til fólksins og gefa okur-
bransanum frí. Annars eru menn
alltaf að skoða það sem er, setja
meira að segja upp ráðgjafar-
þjónustu til að kenna fólki að
laga sig að veruleikanum, en við
viljum breyta veruleikanum, laga
veruleikann og breyta hugsunar-
hættinum. Sigtúnshópurinn berst
fyrir því að fjölmiðlar og
stjórnmálamenn sjái stærðarhlut-
föllin í nýju ljósi. Nú kemur til
dæmis upp mál eins og þetta Haf-
skipsmál. Það er verið að tala um
upphæðir sem hefðu sennilega
dugað til að leysa vanda allra hús-
byggjenda á íslandi síðustu árin“.
Lýðræðisbaráttan
„En fyrst þú minnist á pólitík
þá finnst mér allt of mikið gert af
því að segja að allir stjórnmála-
menn séu eins og jafnvel að allir
stjórnmálaflokkar séu eins. Ég
held að þetta sé ekki rétt,
stjórnmálamenn og stjórnmála-
flokkar berjast fyrir ólíkum hug-
myndum og ólíkum stefnum og
mér finnst það raunverulega
skipta máli hverjir stjórna
landinu. Ég finn það meira að
segja á skrokknum á mér hverjir
fara með völdin. Það er gengið of
langt í því að segja að þetta sé allt
sama tóbakið. Hins vegar þarf
eitt að gerast í öllum stjórnmála-
flokkum sem öðrum stofnunum,
það þarf að vera ákveðinn hrist-
ingur og titringur í þeim, lýðræð-
isbaráttan þarf að ná þangað inn
líka, vegna þess að frelsið byrjar
ekki á morgun, það byrjar ekki
þegar þú kemst til valda“.
Frelsið byrjar
núna
„Þú getur ekki búið til ein-
hverja stofnun og sett svo frelsið
ofan í hana. Frelsið byrjar núna,
það byrjar ídag og það þurfa allir
stjórnmálaflokkar að hafa í huga.
Flokkar sem segjast til dæmis
vera á móti miðstýringu þurfa að
hyggja að því í öllu starfi sínu
núna, ekki á morgun eða þegar
þeir komast í stjórn. Annars er
svo margt nýtt í pólitíkinni núna.
Það Ieika lýðræðisstraumar um
þjóðfélagið og fólk lætur ekki
lengur bjóða sér það sem það lét
gera fyrir bara tíu, tuttugu árum.
Þá göptu menn upp í foringja og
báru virðingu fyrir valdastofnun-
um. Fólk gerir það ekki lengur,
það virðir vissulega marga ein-
staklinga sem standa framarlega í
stjórnmálum en það gerir harðar
málefnalegar kröfur til þeirra“.
-óg
DJÖÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjör-
leifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason,
Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þórunn Sigurðar-
dóttir, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 40 kr.
Helgarblöð: 45 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 450 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1986