Þjóðviljinn - 18.02.1986, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 18.02.1986, Qupperneq 5
Falsaðar löndunarskýrslur Fyrir skömmu birtist frétt í Þjóðviljanum um rýrnun á fersk- fiski sem siglt er með á markað erlendis. Var þar talið að um 20- 25% rýrnun yrði á þeim fiski sökum vökvataps og annars sem fylgir langri geymslu. Samkvæmt því ætti fiskur vigtaður 10 tonn hér heima að vigta 7,5-8 tonn úti. En eins og greint var frá í fréttinni þá er 10% af heildarvigt bætt við útilandaðan afla og því ætti þessi rýmun að vera um 10-15% er upp er staðið. Af þessum sökum ætti því skip að geta veitt sem rýmun- inni nemur, meira en kvóti þeirra gefur til kynna. En hvað um það. Ég ætla að minnast örlítið á annars konar rýrnun á ferskfiski, sem er mjög tegundabundin, á sér einna helst stað í þorski og það sem öllu furðulegra er, rýrnun þessi virðist jafnast út í aukningu á öðmm afla og það á jafnt við um úti- og heimalandanir. Ég vil nefnilega meina að mun meira hafi veiðst af þorski á sl. ári en opinberar tölur gefa til kynna og þeim mun minna af öðrum tegundum svo sem ýsu, grálúðu og karfa. Ástæðan fyrir þessu er sú að síð- an kvótinn komst á sjá menn sér hag í því að hreinlega falsa lönd- unarskýrslur í því skyni að geta veitt meira af þorski sem er ein dýrasta tegundin og mesti slagur- inn stendur um. Þetta fer einfald- lega þannig fram að þegar búið er að vigta upp úr skipinu er afla- samsetningunni hagrætt til þann- ig að þorskur minnkar (nema undirmál sem er utan kvóta) en að sama skapi eykst karfi sem er ódýrari tegund og svo einnig grá- lúða, ýsa og koli en í tvær síð- astnefndu tegundirnar er oft erf- itt að ná og því liggur það vel við að eyða þeim á þennan hátt. Sennilega er best að sýna þetta með dæmum, raunverulegum dæmum.svomenn geti glöggvað sig betur á þessu. Ég ætla að sýna Björn V. Gíslason skrifar: „Ég held að mun meira hafi veiðstaf þorski á sl. ári en opinberar tölur gefa til kynna og þeim mun minna aföðrum tegundum svo sem ýsu, grálúðu og karfa“ hérþrjúdæmi,tvöerufrálöndun par af voru u.þ.b. 80 tonn af í Englandi en eitt er frá heima- þorski en 55 tonn af öðrumfiski. í löndun. löndunartölum þessa skips sést Dæmi eitt, landað í Englandi: Fisktegund Þorskur Ýsa Grálúða Raunvcrul. aili Uppcefið á skýrsi. 161,020 kg 117,270 kg 17,425 kg 44,925 kg 15 kg 16,250 kg Mismunur -43.750 kg +27.500 kg + 16.235 kg Hér sést að 43.750 kg hefur verið stungið undan þannig að 37% vantar upp á að uppgefinn þorskafli sé réttur. Eins og sjá má hefur ýsan heldur braggast þvf hún hefur aukist um heil 157% í þyngd á leiðinni yfir hafið hvorki meira né minna! Grálúðunni hef- að breyting hefur orðið á! Þor- skur vigtar ekki nema 53 tonn en annar afli eykst að sama skapi. Það vantar því þarna 51% uppá að þorskurinn sé rétt gefinn upp! En annar afli, ýsa, koli o.fl. teg- undir bæti við sig 49%. Enn eitt dæmi og nú er landað hér heima: Fisktegund Þorskur Grálúða Annar afli Raunverul. afli Uppgeflð á skýrsl. 101.173 kg 82.384 kg 7.812 kg - 26.601 kg 3.493 kg 3.436 kg Mismunur -18.789 kg + 18.789 kg 0 ur einnig vaxið fiskur um hrygg því hún eykst um heil 108.000% dálítið öfgafullt en engu að síður rétt. Annað dæmi frá löndun í Englandi: Skip lagði af stað til Englands með áætlaðan afla ca. 135 tonn. Hér sem áður, hefur orðið samdráttur í þorskinum og vantar hér 23% uppá að hann sé rétt gef- inn upp. En það er sjálfsagt eðli- leg rýmun miðað við það sem minnst er á hér í upphafi. Grálúð- an hefur hinsvegar ein tekið á sig auknar byrðar og hefur þyngst um heil 242% í meðförum skýrslugerðarmanna! En taka ber fullt tillit til þess að það er aðeins lítið brot af því sem hún jókst um í dæmi eitt, svo þetta er nú ekki svo voðalegt!! Og það er hægt að benda á fleiri dæmi en þessi þrjú. Ef við leikum okkur aðeins með þessar tölur þá er hægt að fá ansi skemmtiiegar útkomur eins og sjá má: Talið er að landað hafi verið um 21.200 tonnum af þorski erlendis á sl. ári. Samkvæmt þeim tölum sem ég nefni í dæmunum þrem, sem eru raunveruleg, ætti að vanta 8-9000 tonn upp á þann afla (ca. 35-40%) til að fá út rétta tölu. Ef við heimfærum þetta upp á heimalandaðan þorskafla sem var í fyrra ca. 290.000 tonn þá hljóðar skekkjan upp á um eða yfir 100.000 tonn, hundrað þús- und tonn!! En það er fjarri mér að halda því fram en möguleikinn er ótvírætt fyrir hendi, eða hvað? En hverjir taka þátt í þessu? Verður ekki allt vitlaust ef þetta spyrst út? Því er til að svara að hér er enginn saklaus. Það vita þetta allir sem vilja jafnt sjómenn sem útgerðarmenn, fiskkaupendur sem fiskmatsmenn og allir aðrir sem vinna við þessa grein. Sem dæmi um það má benda á að í Englandi eru starfrækt umboðs- fyrirtæki sem hafa með höndum sölu á ferskfiski. Þessi fyrirtæki sjá um allar skýrslugerðir varð- andi fisksöluna eins og td. afla- skýrslur, sundurliðun á fiskteg- undum o.s.frv. Það vill þannig til að í Hull og Grimsby eru þessi fyrirtæki í eigu íslenskra ræðis- manna. Það eru því þessir útverð- ir íslensku þjóðarinnar sem sjá íslenskum embættismönnum fyrir rammfölsuðum skýrslum til að vinna úr! En að sjálfsögðu samkvæmt beiðni útgerðar- manna. Sömu sögu er að segja hér að heiman. Fiskkaupandinn þarf að sýna sín gögn varðandi fiskinn sem hann kaupir og sömu- leiðis fiskseljandinn sem og markaðsmennirnir. Allt verður þetta að standast á því annars kæmi skekkjan í ljós. Því verða annaðhvort allir að segja satt og rétt frá eða þá að allir ljúgi jafn mikið!! Og fyrir þá sem ekki hafa sterka trú á fiskifræðingum má til gamans benda á að í kvótafrum- varpinu frá því í haust, sem mikið til er byggt á gögnum þeirra fræðinga, er skjal frá Hafrann- sókn og þar segir meðal annars um stofnstærðarmælingar á þorski: „Við núverandi stofnmat var stuðst meira við aflaskýrslur togara en áður“. En ef aflaskýrsl- ur togara eru rangar hver verður þá útkoman úr dæminu? Jú, hún verður líka röng! Sjávarútvegsráðherrann sagði ekki alls fyrir löngu að kvótinn væri kominn til að vera. En er það þetta sem við viljum? Ég hef þá trú að það hljóti að vera hægt að stunda þessa atvinnugrein á heiðarlegan hátt og sleppa öllu því svindli og svínaríi sem nú við- gengst víða. En ef svo er ekki þá verðum við líka að sætta okkur við það neikvæða umtal í garð sjómanna og útgerðar sem nú á sér stað því það á að nokkru leyti rétt á sér eins og nú er komið. Björn Valur Gíslason, sjómaður, Ólafsfirði. Orsakir verðbólgunnar Sigurður Gunnarsson skrifar „Ég held að verkalýðshreyfingunni vœri nœr að krefjast kjarabóta en láta vinnuveitendum eftir að ákveða hvernig þeir borga hana. Það er löðurmannlegt að krefjastþess að landsbyggðin borgi brúsann enn einn ganginn“ Ef verðlag innanlands héldist alveg stöðugt, þá væri eðlilegt að hækka gengið um Vi% á mánuði svo erlendar verðhækkanir hafi ekki áhrif á vöruverðið innan- lands. Verðbólga umfram al- þjóðlegt verðfall peninga (6% á ári) á sér innlendar forsendur í formi aukinnar neyslu hins opin- bera, auknum launakostnaði, gengisfellingu umfram verðbólgu eða meiri gróða. Lítum á þróun þessara þátta. Opinber neysla Allt kjörtímabilið hefur kaupmáttur launa opinberra starfsmanna lækkað. Hann er nú 25-30% lakari en í upphafi kjör- tímabilsins. Framlög til opin- berra framkvæmda og þar með til aukningar í opinberri þjónustu hafa stórlega dregist saman og heilu málaflokkamir hafa alveg verið skornir niður. Einu kostn- aðarliðirnir sem hafa hækkað í tíð núverandi ríkisstjómar em raun- vaxtagreiðslur, sem hafa marg- faldast, aðkeypt þjónusta og launakostnaður til sérfræðinga og háembættismanna. Sá fjár- austur vegur þó létt móti sam- drættinum í almennum launum og framkvæmdum. Opinber neysla fer því minnkandi ár frá ári hvort sem metið er í raunkostn- aði eða sem hlutdeild í þjóðar- framleiðslu hvers árs. Opinber neysla og þar með skatturinn á vöruverðið hefur farið lækkandi síðustu ár. Að öðm jöfnu hefði vömverð því átt að fara lækk- andi. Barátta launþegahreyfingar- innar er komin á það stig að per- sónulegur þrýstingur launa- manna hvers um sig gefur betri raun en samtakamátturinn. Launaskrið, eða launahækkanir umfram kjarasamninga, er því veruleg þó samningarnir segi því miður allt um hagi stórra starfs- hópa. Samningsbundin laun hafa lækkað um 30% á kjörtímabilinu og ekki óeðlilegt að ætla að með- altalshækkun launa að teknu til- liti til launaskriðs, sé 15-20%. Að öðm jöfnu hefði verðlag átt að lækka um 6-8% bara vegna kjara- skerðingarinnar. Þessi 6-8% hafa síðan verið notuð sem grýla á lahnþegahreyfinguna á öðmm vígstöðvum. Við útreikning þjóðartekna birtist launaskerð- ingin nefnilega sem samdráttur. Launin eru hluti af framleiðsiuk- ostnaði vömnnar og verðmætið er metið í kostnaði, þannig minnkar framleiðslan á menntun og þar með þjóðarframleiðslan ef laun kennara lækka og sömu- leiðis ef laun póstafgreiðslufólks lækka þá lækkar verðmæti póstþ- jónustunnar, sem þó er ein besta og ódýrasta sinnar tegundar í heiminum. Þannig hefur sam- dráttur í þjóðarframleiðslu sem orsakast af launaskerðingum ver- ið notaður til að afsaka og rétt- læta sjálfa launaskerðinguna. Gengisstefnan Ef veita á útflutningsatvinnu- vegunum óbreytt kjör verður að lækka gengi krónunnar til jafns við innlendar verðhækkanir um- fram alþjóðlegar. Ef alþjóðleg verðbólga er 5% en innlend 30% þá þarf að láta gengið síga um 25% á tímabilinu. Annars eykst innlendur kostnaður hjá fyrir- tækjunum sem hlutfall af tekjum. Þau fá minni vörur og þjónustu fyrir gjaldeyrinn. Þetta lendir að sjálfsögðu á launakostnaði út- flutningsiðnaðarins og torveldar kjarabaráttu fiskverkafólks, því sá kostnaður er borgaður með gjaldeyri. Vorið 1983 var lögð af sú stefna að láta gengi fylgja verðbólgu, gengið var fellt um 10% umfram verðbólgu og síðan var því ekki breytt í heilt ár. Á sama tíma hækkaði innlent verðlag um 30%. Þannig jókst innlendur kostnaður útflutningsfyrirtækja um 20% meðan afurðaverðið hélst óbreytt að frátöldutn mark- aðssveiflum erlendis. Á þennan hátt hafa þúsundir milljóna streymt frá útflutningsiðnaðinum til sparifjáreigenda og fyrirtækja á innanlandsmarkaði. Þetta er Framhald á bls. 6 Þrlðjudagur 18. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.