Þjóðviljinn - 21.02.1986, Page 1

Þjóðviljinn - 21.02.1986, Page 1
Bœndafundur Reykingar eigna- skattur og banka- skattur? Hagfrœðingar A SI og VSIhafa bentá mögulegar leiðir til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð Hagfræðingar ASÍ og VSÍ hafa sameiginlega bent á mögulega leið til tekjuöflunar fyrir ríkis- sjóð, til að mæta kostnaði af nið- urgreiðslu verðbólgunnar í 7 prósent. Hún felst f því að setja á aukinn eignaskatt og sérstakan bankaskatt. Rætt er um að sam- böndin setji þessar hugmyndir sameiginlega fram gagnvart ríkis- stjórninni. Samkvæmt hcimild- um Þjóðviljans eru samböndin hins vegar ekki enn búin að leggja blessun sína yfír þessar hugmynd- ir hagfræðinganna. Talað er um að setja sérstakan launaskatt á banka og afla þannig um 200 milljón króna. I hug- myndum hagfræðinganna er líka gert ráð fyrir að auka eignaskatt um 35 til 40 prósent, og fá þannig inn aðrar 200 milljónir. Hluta af þessu yrði varið til að greiða nið- ur tolla af fólksbifreiðum, og ýmsum heimilistækjum þar á meðal er rætt um að lækka tolla á sjónvarpstækjum, myndböndum og hljómflutningstækjum. í hópi VSÍ manna sem Þjóð- viljinn talaði við í gær var and- staða við hugmyndirnar um aukna skattheimtu, sérstaklega um tillögur að auknum eigna- skatti. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans er Vilhjálmur Egils- son, hagfræðingur VSÍ og for- maður ungra Sjálfstæðismanna einn af höfundum þessara hug- mynda. Sjá bls 3. Aðvörun að handan Gjaldþrot blasir við Fjölmennur fundur á Breiðabliki á Snœfellsnesi ígœr: Verðlaus búfénaður. Verðlausar bújarðir íkjölfar mjólkurkvótans. Haukur Sveinbjörnsson bóndi: Hundruð kúa leidd til slátrunar Hljóðið á fundinum var alvöru- þrungið og þungt í bændum, þeir töldu gjaldþrot fjölmargra blasa við, verðlausar bújarðir og verðlaust búfé ef engu yrði hnik- að til um framkvæmd reglugerð- ar ríkisstjórnarinnar einsog fram kom á afar fjölmennum fundi Samningarnir Aukinn bænda í Breiðabliki á Snæfells- nesi í gær. Fundurinn hófst um tvöleytið í gærdag og stóð fram undir klukk- an átta í gærkveldi. Hagfræðing- ur bændasamtakanna gerði grein fyrir framkvæmd framleiðslu- kvótans og niðurskurðar á fram- leiðslu mjólkur á fundinum - og auk hans töluðu yfir 20 bændur og þingmenn kjördæmisins. Allir ræðumenn utan einn gagnrýndi kvótann harðlega. Margir fullyrtu að þessi kvóti myndi valda gjaldþroti ungra bænda sem hafa verið að fjárfesta í tækjum og húsum að undan- förnu og standa nú frammi fyrir niðurskurðinum. Haukur Sveinbjörnsson bóndi á Snorrastöðum sagði í samtali við blaðamann Þjóðviljans á fundinum í gær, að nú á miðjum Þorra væri verið að leiða hundruð kúa til slátrunar, - ég gæti frekar trúað á annað þúsund kúa til slátrurnar. Bændur eiga ekki annarra kosta völ. Það kostar nefnilega tugþúsundir kýrfóðrið. Og það er betra að slátra þeim núna en ala þær fram á sumar og mjólka þær beint í flórinn. Sjálfur er ég nú að leiða kýr til slátrunar, sagði Haukur. Nánar verður sagt frá fundin- um í Þjóðviljanum á morgun. - Sdór Sjá leiðara bls. 4 New York - Bandaríski leikarinn Yul Brynner, sem dó í október síðastliðnunt úr krabbameini, lét taka sig upp á myndband á dauðabeði þar sem hann varaði fólk við því að byrja að reykja. Á myndbandinu sem er mjög tilfinningaríkt, að sögn fulltrúa bandarísku krabbameinssamtak- anna, segir Brynner m.a.: „Þar sem ég er nú horfinn á braut vil ég hvetja alla sem horfa á mig nú að reykja ekki.“ Myndbandið sem er 30 sekúndna langt verður sýnt mjög bráðlega í sjónvarpsstöðv- um um öll Bandaríkin. IH/Reuter Rokktónleikar í Árseli á morgun laugardag til styrktar starfsemi Hjálparstofnun- grundfirskum stelpum sem eru í starfskynningu á blaðinu: Snorri Sturluson, ar kirkjunnar í Eþíópíu. Allir sem unnið hafa að undirbúningi þessara rokktón- Olafur J. Stefánsson, Snorri Geir Steingrímsson, Finnur Karl Ólafsson, Anna leika sem hefjast kl. 19.30 (kostar 300 krónur inn) gáfu vinnu sína. Nokkrir Svansdóttir og Guðmunda Ragnarsdóttir. - Mynd SigMar aðstandenda litu við á Þjóðviljanum í gær og sjást á myndinni ásamt tveimur SFR/BSRB Hvatt til verkfallsboðunar 100 mannafundur trúnaðarmannaráðs SFRfordœmir seinaganginn við samningana. Vill kaupmátt launa 1983. Fulla verðtryggingu. Aukinn kaupmátt. Meira samstarf milli ASÍog BSRB Ttúnaðarmannaráð Starfs- mannafélags ríkisstofnana krefst þess að stjórn BSRB og samninganefnd fari nú þegar í fundaherferð um landið til að brýna fólk og sameina til baráttu og kanna vilja félagsmanna til boðunar verkfalls og knýja þann- ig stjórnvöld að samningaborð- inu í fullri alvöru. Jafnframt er sá mikli seinagangur sem verið hef- ur í samningum um kjaramál op- inberra starfsmanna, fordæmdur og óbilgirni stjórnvalda kennt um. Þetta var samþykkt samhljóða á mjög fjölmennum fundi í trún- aðarmannaráði SFR í gær. Sóttu um hundrað manns fundinn og var þungt hljóð í öllum um hvern- ig viðræður hafa þróast undan- farnar vikur. í ályktuninni er lögð áhersla á að kaupmáttur launa verði aukinn á árinu og stefnt að því að endurheimta kaupmátt launa 1983. Einnig að full verðtrygging komi á þau laun sem samið verði um. Þá er lögð áhersla á aö stjórnvöld leysi vanda húsbyggj- enda og íbúðakaupenda sem eru komnir í greiðsluþrot vegna misgengisins. Þá er harðlega mótmælt hugmyndum um að fjármagn lífeyrissjóðanna verði veitt í ríkissjóð umfram 40% ráð- stöfunarfjár þeirra einsog nú er gert. Að lokum er svo hvatt til að samstarf BSRB, ASÍ og annarra launþegasamtaka verði stóraukið og að ákvarðanir um grundvallar- atriði, sem snerta afkomu allra launþega, séu ekki teknar nema í fullu samráði milli þessara aðila. - Sáf

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.