Þjóðviljinn - 21.02.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.02.1986, Blaðsíða 2
FRÉTTIR SKÁK Grandastjórn Davíð kærður á ný Kœra minnihlutans vegna tilnefningar ístjórn Granda ítrekuð. Minnihlutinn telur að kjósa beri stjórnarmenn borgarinnar lltrúar minnihluta- félagsmálaráðherra í dag bréf þar Oddssyni borgarstjóra vegna til- ítrekuð. nefningar í stjórn Granda hf. er Borgarfulltrúar minnihluta- félagsmálaráðherra í dag bréf þar flokkanna í borgarstjórn senda sem kæra þeirra á hendur Davíð Spánarhús bæjarstarfsmanna í Garðabæ á Hvítu ströndinni. Garðabœr Bæjarstarfsmenn kaupa Spánarhús Starfsmannafélag Garðabæjar hefur fcst kaup á húsi í þorp- inu Torraveja rétt hjá Alicante á suðausturströnd Spánar (Costa Blanca) og er kaupverðið um 550 þúsund krónur. Frá þessu segir í Alþýðubanda- lagi, nýútgefnu blaði Alþýðu- bandalagsins í Garðabæ. Félagið tekur við húsinu 1. júní og hefur í burðarliðnum samninga við Ferðamiðstöðina um aflsátt á ferðum fyrir félaga sína, en sú ferðaskrifstofa sér um ferðir til Alicante. Páll Ingimarsson formaður Starfsmannafélagsins bjóst við að menn dveldu í húsinu í þrjár vik- ur í senn, og sagði ekkert á móti því að húsið nýttist líka yfir vetrartímann væri á því áhugi. Ekki væri ákveðið hvort utanfé- lagsmönnum yrðu boðin afnot af húsinu. Bæjarstarfsmenn í Garðabæ eru tæplega 90. ítrekuð. Davíð Oddsson borgarstjóri tilnefndi þá Þórarin V. Þórarins- son lögfræðing, Þröst Ólafsson framkvæmdastjóra Dagsbrúnar og Ragnar Júlíusson borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins í stjórn Granda þegar af samruna BÚR og ísbjarnarins varð, en málið kom ekki til afgreiðslu í borgarr- áði eða borgarstjórn. Davíð taldi sig hafa umboð borgarráðs til verksins, en minnihlutinn er á öðru máli, hefur aldrei samþykkt slíkt og krefst þess að stjórnar- mennirnir verði kosnir í borgar- stjórn með lýðræðislegum hætti. Borgarfulltrúar minnihlutans kærðu tilnefninguna til fé- lagsmálaráðuneytisins strax í nóvember. Félagsmálaráðuneyt- ið kom sér undan því að taka af- stöðu til málsins á þeirri forsendu að ekki hefði verið fjallað um það íborgarstjórn. Fyrirhálfum mán- uði síðan lagði minnihlutinn hins vegar til að borgarstjórn lýsti til- nefninguna ólöglega, en borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins felldu tiliöguna eins og vænta mátti. Þegar stofnsamningur Granda var samþykktur í borgarstjórn í nóvember var jafnframt sam- þykkt að bjóða hlutafé borgar- innar í fyrirtækinu falt á frjálsum markaði. Til þess hefur enn ekki komið, en þess er að vænta innan tíðar. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans hafa nokkrir aðilar lýst yfir áhuga á þessum bréfum, en ekki er vitað hverjir það eru. Borgarsjóður telst nú fara með 75% hlutafjár í Granda. - gg Friðsemd á toppnum Áttunda umferð mótsins fór fram í gærkvöldi eftir dags hlé sem menn gátu notað til hvíldar. Ekki hvíldust þó allir og m.a. tefldi Bent Larsen fjöltefli við 45 andstæðinga í Taflfélagsheimil- inu. Hann vann 37, gerði 4 jafn- tefli og tapaði 4 skákum. Meðal þeirra sem unnu stórmeistarann var Páll Árnason, 11 ára gamall piltur úr Kópavogi. Er þessi góði árangur hans ánægjulegur vitnis- burður um þá grósku sem ríkir í skákiðkuninni um þessar mund- ir. Efstu menn á mótinu gerðu flestir jafntefli. Hansen lét skipt- amun gegn Gheorghiu en öflugt frípeð tryggði honum jafnan hlut. Tal og Geller sömdu fljótt og var það raunar eina stórmeistara- jafnteflið að þessu sinni. Helgi tefldi við Miles og var skák þeirra í jafnvægi allan tímann. Margar skákir fóru í bið og bætast örugg- lega fleiri í hóp þeirra sem hafa 51/2 vinning þegar þeim er lokið. Margeir á erfiða biðskák við Kudrin en Guðmundur stendur líklega betur í flókinni stöðu á móti Dehmelt. Jón L. tefldi þunga stöðubaráttuskák gegn Seirawan. Þegar kom út í tíma- hrak reyndi Bandaríkjamaðurinn að flækja taflið en hann græddi nú ekki á því og stendur Jón betur í biðstöðunni. Skák Jóhanns fór einnig í bið. Hann hefur peði meira gegn Indónesanum Utut. Hér eru menn farnir að nefna hann skírnarnafni sínu en ekki eftirnafninu Adianto enda nýtur hann mikilla vinsælda meðal áhorfenda, maðurinn langt að kominn, býður af sér góðan þokka, teflir hvasst og er öllum skeinuhættur. Úr neðri deildinni er það helst tíðinda að bandaríski stór- meistarinn Browne er kominn þangað til að vera (eins og sagt hefur verið um kvótakerfið). Hann tapaði í gær fyrir landa sín- um Wilder. Þrestirnir unnu báðir sínar skákir og hafa staðiö sig mjög vel fram að þessu. Það verður að hafa í huga þegar litið er á árangur hinna reynsluminni keppenda að svona mót er afar erfitt því enginn andstæðingur er auðveldur viðureignar og það verður alltaf að tefla á fullu. Bandaríski stórmeistarinn Bjrne er meðal elstu keppend- anna, kominn á sjötugs aldur. Hann minnir mig mikið á Björn bónda á Húnsstöðum, báðir menn heldur hávaxnir og grann- leitir en bjartir yfirlitum. Hann hefur teflt nokkrar vandaðar skákir á mótinu og í gær átti hann í höggi við Svíann Welin. Hvítt: Byrne Svart: Welin Frönsk vörn 1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 - Bb4 4. e5 - c5 5. a3 - Bxc3+ 6. bxc3 - Re7 7. Rf3 - Bd7 8. Be2-Ba4. Þótt þessi leikur sé svolítið skringilegur þá er hann ekki út í loftið. Hugmyndin er að skorða a-peð hvíts og jafnframt binda mann við að valda peðið á c2. í lokuðum stöðum gerir yfirleitt ekki svo mikið til þótt sama manninum sé leikið oftar en einu sinni í byrjuninni. 9. 0-0 - c4 10. Rg5 - h6 11. Rh3 - Rb-c6 12. Rf4 - Da5 13. Bd2 - 0-0-0 14. Bg4 - Kb8 15. Hbl - Hd-e8 JÓN TORFASON Það væri gott fyrir svart að geta leikið peðunum á kóngsvæng fram (f7-f5, g7-g5 o.s.frv.). Hvít- ur hefur hins vegar beint riddara sínum og biskup að e6-reitnum svo svartur verður að byrja á að valda hann. 16. Hb2 - Rd8 17. D13 - Bc6 18. Hal - He-f8 19. Rh5 - f5. Svartur er kominn í hálfgerð vandræði á kóngsvæng. Hvítur getur í makindum undirbúið peð- aframrásina f2-f4-f5 og svartur þarf að gera eitthvað við því. Ekki er gott að leika g-peðinu fram því þá fer riddarinn til f6. Ef hann valdar nú g-peðið með hrók, 19. ... Hh-g8, gæti komið 20. Rxg7 Hxg7 21. Bxh6 H7-g8 22. Bxf8 Hxf8 og nú ýtir hvítur h-peðinu áfram og óvíst að svart- ur fái stöðvað það nema með mannfórnum. 20. exf6 (fh) - gxf6 21. Bxh6 - Hf7 22. Bf4+ - Ka8 abcde fgh 23. Bg3 - ... Snjallt. Hvítur hótar nú 24. Df4 og Db8 og mát. Riddarinn á d8 stendur í vegi hróksins á h8 þannig að hann getur ekki valdað mátreitinn. 23. ... - e5 24. Rxf6 Svartur gafst upp því hann verður þrem peðum undir. Fjölmargir áhorfendur sækja mótið. í gær voru meðal gesta Dagsbrúnarmennirnir Jón, Bjarni og Sigurður, smiðirnir Guðmundur og Árni, Páll sjó- maður, Gunnar og Halldór kenn- arar, Guðrún Sóknarkona og tvær Iðjukonur. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN . O Viva Espana ! LÍN Alltá huldu Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra veigrar sér enn við því að leggja frumvarp sitt um Lánasjóð námsmanna fyrir þing- menn stjórnarflokkanna. Sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans hefur forsætisráðherra einn feng- ið að líta á gripinn, auk formanns SUF, sem nú hefur sent Steingrími sínar athugasemdir við frumvarpið. Finnur Ingólfsson formaður Sambands ungra framsóknar- manna sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að hann hafi sent Steingrími athugasemdir við frumvarpið fyrir rúmri viku, en síðan hefur ekkert spurst af því. Finnur vildi ekki tjá sig sérstak- lega um frumvarp Sverris, en sagðist í mörgu mjög ánægður með núgildandi lög, og þær breytingar sem þyrfti að gera á LÍN gætu vel rúmast innan nú - gildandi laga. -gg Efstir Með 6V2 vinning: Hansen. Með 6 vinninga: Larsen, Nikolic, Gheorghiu. Með 5V2 vinning: Helgi, Miles, Geller, Tal, Byrne. skákir í gær (8. umferð) Hansen-Gheorghiu.............y2-y2 Larsen-Nikolic...............V2-V2 Helgi-Miles..................V2-V2 Geller-Tal...................'h-'k Salov-Quinteros................bið Margeir-Kudring................bið DeFirmian-Reshevsky..........y2.y2 Adanto-Jóhann.................t>iö Byrne-Welin....................1-0 Dehmelt-Guðmundur S............bið Seirawan-Jón L.................bið Christiansen-Ligterink.........1-0 Lein-Karl Þorst..............V2-V2 Alburt-Jens Kristiansen........1-0 Browne-Wilder.................0-1 Fedorowicz-Schússler.........y2-y2 Benjamin-Burger................1-0 Dlugy-Davíð....................1-0 Jung-Sterren..................o-1 ÁsgeirÞ.-Yrjölá...............o-1 Hannes H.-Donaldson............bið Schiller-Zaltsman............y2-y2 Guðmundur H.-Kogan.............bið Hoi-ÓlafurK................... bið Remlinger-Þröstur Þ...........o-1 Lárus J.-Pyhala...............o-1 BragiH.-RóbertH................i_q Þorsteinn-Benedikt.............bið JóhannesÁ.-Karklins........””'o-1 JónG.-Haukur A...............Vz-'k Björgvin-Herzog............... i_g Dan Hansen-GuðmundurG........ bið Árni Á.-Sævar B...............g-1 LeifurJ.-HilmarK...... g-1 .Kristján-Haraldur..WW. 0-1 Áskell Ö.-Tómas....... 0-1 Þröstur-HalldorE....1-0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.