Þjóðviljinn - 21.02.1986, Page 12
HEIMILIÐ
/
Búsetablokkin
Odýrar og
glæsilegar
íbúðir
Fjölbýlishús það sem Búsetl
hyggst reisa í Grafarvogi er
mjög reisuleg bygging, sér-
stæð útiitslega séð en þrátt
fyrir það eru hagsýnissjónar-
miðin látin ráða ferðinni. Verð
staðalíbúðar er áætlað um 3,5
milljónir en sambærileg íbúð í
Búsetablokkinni á að kosta um
tvær milljónir.
Húsinu er ætlaður staður á
hæsta punktinum í Grafarvogi og
er því gríðarlegt útsýni til allra
átta. I norður blasir við Esjan,
Akrafjall og Skarðsheiði en í for-
grunni eru sundin blá. í suður eru
Bláfjöll, vestur höfuðborgin og
austur Mosfellssveitin. Það er því
sama hvar í húsinu búið er, útsýn-
ið frá öllum íbúðunum er gríðar-
legt.
I venjulegum fjölbýlishúsum
eru flestar íbúðirnar með glugga
bara á göflunum en í Búseta-
blokkinni eru þrír gluggaveggir á
hverri íbúð. Þær eru því mjög
bjartar, fá lýsingu frá langvegg og
báðum göflum. Þetta hefur það
jafnframt í för með sér að aðeins
einn sameiginlegur veggur er
með öðrum íbúðum, þannig að
hávaðatruflanir frá nágrönnun-
um eru í lágmarki.
íbúðafjöldinn er 46 íbúðir, 16
tveggja herbergja, 15 þriggja og
15 fjögurra herbergja. Tveggja
herbergja íbúðirnar eru 62 fer-
metrar og fjögurra herbergja
íbúðirnar 88 fermetrar að flatar-
máli. Sérhver fermetri er svo ný-
ttur til hins ýtrasta.
Allar íbúðirnar byggja á sömu
módeluppbyggingunni, þannig
að baðherbergi, eldhús og and-
dyri er eins í þeim öllum og eru
þær allar sniðnar að kröfum fatl-
aðra. Þá er borðstofan sú sama í
öllum íbúðunum. Eini mismun-
urinn á íbúðunum er sá að her-
■. ' ^ ý _ _ ^ . -v. _
Teikning af fjölbýlishúsi Búseta, sem á að rísa við Frostafold 14-16 í Grafarvogi.
bergjum er fjölgað með því að
lengja íbúðirnar. Þannig hefur
tekist að halda hönnunarkostn-
aði í lágmarki.
Húsið byggist upp á þrem turn-
um, eru tveir þeirra 9 hæðir en
einn 8 hæðir. Á jarðhæð eru
geymslur og sameiginlegar
hjólhesta- og vagnageymslur auk
tveggja íbúða. Á hverri hæð eru
svo tvær íbúðir í turni. samtals
sex á hæð. Á milli turnanna er svo
lyftuhús og er brunastigi einnig í
því. Stigagangurinn er mjög
bjartur því hann fær inn lýsingu
úr þrem áttum. Hann er jaframt
mjög rúmgóður, og þar sem lyft-
an er, aðal samgöngutækið
innanhúss, kemur enginn inn á
stigagang nema hann eigi þangað
erindi.
Jafnframt því að hver íbúð hef-
ur geymslu á jarðhæð, eru
geymslur í íbúðunum, bæði í
þriggja og fjögurra herbergja
íbúðunum, en í tveggja herbergja
íbúðunum er mjög gott
geymslupláss í skápum. Þá er að-
staða fyrir þvottavél og þurrk-
skáp í öllum íbúðunum, en jafn-
framt er sameiginlegt þvottahús á
efstu hæðinni.
Á efstu hæðinni er einnig 60
Valdimar Harðarson, arkitekt. Mynd:. E.ÓI.
Veifa ek
röngum hl
„Við settum okkur það tak-
mark að íbúðirnar yrðu mjög
þokkalegar og allur frágangur
átti að vera til fyrirmyndar, en
jafnframt átti að forðast allt
bruðl,“ sagði Valdimar Harðar-
son, arkitekt, þegar blaðamað-
ur Þjóðviljans ræddi við hann
um Búsetablokkina, sem hann
hannaði sl. sumar fyrir verk-
takafyrirtækið Hagvirki, sem
kom með hagstæðasta tilboð-
ið í fjölbýlishús fyrir bygging-
arsamvinnufélagið. „Ég held
að okkur hafi tekist þetta bæri-
lega og væri mikill skaði ef
kerfið gerði mönnum ókleift að
reisa þetta hús.“
„Húsið byggir á póst-
módernisma og ég lagði mig fram
við að gera íbúðirnar þannig úr
garði að íbúarnir geti notið útsýn-
isins sem best, enda á húsið að
rísa á einhverjum besta útsýnis-
stað á höfuðborgarsvæðinu. Þá
eru íbúðirnar byggðar upp á mög
einfaldri grunnteikningu þannig
að hönnunarkostnaðurinn verð-
ur í lágmarki. í krafti þess hversu
mikið er sameiginlegt með öllum
íbúðunum og að sami verktakinn
sér um bygginguna á öllum stig-
um, gat tilboðið orðið svona lágt.
Strax í upphafi var ákveðið að
leggja metnað í verkið íbúðirnar
eiga að vera vandaðar".
Valdimar er þekktastur fyrir
Sóleyjar-stólinn, sem þýskir aðil-
ar framleiða nú og selja grimmt
um gjörvalla heimsbyggðína. Það
Rættvið
Valdimar
Harðarson,
arkitekt, um
Búsetablokkina,
Sóley og það að
betraerað veifa
öngutréen
röngu
liggur því beint við að spyrja
hann hvernig gangi að samræma
þetta tvennt, húsgagnaarkitektúr
og húsahönnun.
„Það má segja að ég stundi
þetta tvennt jöfnum höndum, þó
hefur húsahönnunin haft yfir-
höndina hingað til. Ætli 70% af
vinnutímanum fari ekki í húsin og
30% í húsgögnin. Það er mjög
þægilegt að blanda þessu svona
saman því vinnubrögðin eru
mjög ólík. Húsgögnin byggja
fyrst og fremst á hugdettu. Eg fæ
einhverja hugmynd sem ég skoða
í ákveðinn tíma og annaðhvort
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. febrúar 1986