Þjóðviljinn - 21.02.1986, Side 14

Þjóðviljinn - 21.02.1986, Side 14
HEIMILIÐ Valgerður og dóttir hennar Elín Birna við eitt risablómið að Víðigerði 1. Ljósm.: E.ÓI. Blómarækt Blómin eru ómiss- andi á heimili Spjallaö við Valgerði Björnsdóttur, mikla blómaræktarkonu í Reykjavík, um blómin, ræktun þeirra og umönnun Ég kom hingað í starfskynn- ingu frá Selfossi, og það fyrsta sem ég gerði var að fara að Víði- gerði 1 með ljósmyndara og taka viðtal við Valgerði Björnsdóttur og Elínu Birnu dóttur hennar 3 ára, því sagt var að hún ætti mikið af stórum og fallegum stofublómum. Þegar við komum inn var það fyrsta sem við tókum eftir stór Hawairós sem hún sagði að mamma sín hefði gefið sér af- leggjara af fyrir 10 árum. Val- gerður segir að henni þyki vænst um Hawairósina því hún er búin að fylgja henni allan búskap. Hún segir að blóm eigi mjög erfitt með að flytja. „Við fluttum árið 1983 að Víðigerði 1 og þá hrundu öll blöðin af og ég hélt að þau myndu drepast", sagði Valgerð- ur. Við litum aðeins í kringum okkur og þá komum við auga á annað stórt blóm sem hún sagði að væri japönsk stofulind, og er svo mikill vöxtur á því að hún hefur ekki kynnt öður eins. „Það hafði vaxið upp undir loft en þá fór ég með það út síðastliðið sum- ar og klippti af því. Fólki var far- inn að ofbjóða vöxturinn, það hafði ekki einu sinni frið fyrir því og því klippti ég af því, en sem betur fer náði það sér á strik aft- ur. Mér þykir mjög vænt um blóm- in en tala nú samt ekki við þau. Mér finnst þetta mjög skemmti- legt tómstundagaman. Það þýðir ekkert að vera að fást við þetta ef fólk hefur engan áhuga. Ég hef t.d. oft gefið fólki blóm, sem nennir ekkert að hafa þau, og blómin verða ljót og loks deyja þau“, sagði hún ennfremur. „Það er vandamál þegar ég fer í sumarfrí. Þá verð ég alltaf að fá einhvern til að vökva fyrir mig og þegar ég kem heim aftur sé ég hvað þau hafa stækkað." Við spurðum Valgerði hvort hún væri ekkert hrifin af kaktus- um, því við sáum enga. Þá sagði hún okkur að hún hefði einu sinni þegar hún var lítil stungið sig svo illa á kaktusi að hún hafi ekki þolað þá síðan. „Maðurinn minn hefur ekki eins gaman af blómum og ég en þau eru honum ómissandi inni á heimi!inu.“ - Oft er sagt að ef maður steli afleggjurum þá komi þeir betur til, heldur þú að það sé rétt? „Nei, það held ég ekki því að af sumum blómum er ekki hægt að taka afleggjara. En einu sinni þegar ég var úti á Júgóslavíu stal ég afleggjara og hann hefur bara komið vel til.“ Við spurjum Elínu dóttur Val- gerðar hvort hún hafi gaman af blómum og hún segist hafa ofsa- lega gaman af þeim. Hún á 1 blóm hjá ömmu. í lokin spurðum við Valgerði hvort hún gæti ráðlagt okkur eitthvað um blómarækt og hún sagði að aðeins væri hægt að rækta blóm ef maður hefði áhuga, og passaði líka að ofvökva ekki blómin. „Þetta er mikil vinna en mjög skemmtileg". Við þökkum Valgerði og Elínu Birnu fyrir spjallið. - Þ.E.Þ. Hollensk leðursófasett - Hagstætt verð - Góðir greiðsluskilmálar. JIE Jón Loftsson hf. . i •:] -•-iLZC LiiQQaqjJ - i_ — _ ~J 1-JiJOO.j'rv Hringbraut 121 Sími 10600 Opið í öllum deildum til kl. 20 í kvöld. Opið laugardag kl. 9-16. Jli KORT Þórdís Þórðar- dóttir í starfs- kynningu skrifar 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.