Þjóðviljinn - 21.02.1986, Síða 17

Þjóðviljinn - 21.02.1986, Síða 17
HEIMURINN Indland Lögreglan handtekur 10.000 manns Lögreglan stöðvar mótmœlagöngu með fjöldahandtökum, þar á meðalþingmenn ogforingja stjórnarandstöðuflokka sem reyndu að mótmœla hœkkunum á nauðsynjavörum Nýja Delhí- Lögreglan handtók um 10.000 manns í gær, þar á íran/írak Flugvél skotin niður Teheran - Hin opinbera ír- anska fréttastofa, IRNA, sagði frá því í gær að íraskar þotur hefðu í gær skotið niður íran- ska farþegaflugvél. Fréttastof- an sagði að um það bil 40 manns hefðu farist. Sagt var að flugvélin sem var af Fokker Friendship gerð, hefði sprungið í loft upp á flugi og allir hefðu farist. Fulltrúi Irakshers sagði að þetta væri rakalaus lygi. Irna sagði að í vélinni hefðu verið meðal annarra, gamlir full- trúar í íranska hernum. Einnig voru í vélinni að hennar sögn, átta þingfulltrúar, hópur lögfræð- inga sem ætluðu að heimsækja bardagasvæðin þar sem íranir hafa tekið syðri hlutann af Faw fenjasvæðinu. Einn af þeim eldri fulltrúum í íranska hernum, sem voru um borð í vélinni var að sögn Irna, Hojatoleslam Mahallati, en hann var sérstakur fulltrúi Ayatollah Khomenys í hinum sérstöku Is- lömsku byltingarvarðsveitum. Hún er nú voldugasta hersveitin í íran. franska byltingarvarð- sveitin er í forystu í þeirri sókn inn í írak sem nú stendur yfir og kallast „Dögun 8“. ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR /nrn-rcc HJÖRLEIFSSON R fc U I fc K rm meðal þingmenn og forystu- menn stjórnarandstöðuflokka í mótmælagöngu sem stefndi til þinghússins til að mótmæia verðhækkunum á nauðsynja- vörum. Stjórnarandstöðuflokkarnir mættu ekki til þingfundar í gær þar sem ræða átti fjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar. Forset- inn ávarpaði tóman salinn. Auk mótmæla í höfuðborginni voru 5000 manns í mótmælagöngu í Bombay. Um það bil 500 óeirðarlög- reglumenn börðu mótmælendur með kylfum til þess að koma í veg fyrir að þeir kæmust að þinghús- inu og strætisvagnar voru notaðir til þess að aka hinum handteknu á brott. Vitni sögðu að fólk inni í strætisvögnunum hefði brotið rúðu á vögnunum og hrópað víg- orð gegn Gandhi. forsætisráð- herra: Börn okkar munu deyja úr hungri vegna verðhækkananna. Aðalmótmælin gegn verð- hækkunum verða hins vegar 26. febrúar þegar allsherjarverkfall- ið skellur á. Stéttarfélög opin- berra starfsmanna sem eru með sex milljónir félaga hafa þegar til- kynnt að þau muni taka þátt í Delhí sagði í gær að þeir sem taka þátt í því að safnast saman verkfallinu. tekið höfðu þátt í mótmælunum fleiri en fimm á götum úti en það Varalögreglustjórinn í Nýju hefðu verið handteknir fyrir að er bannað. Óeirðir og mótmæli enn á ný í Indlandi. 10.000 manns handteknir í gær. Sovétríkin Ný geimstöð í loft Stórtskrefígeimrannsóknum, segja Sovétmenn Moskvu - Tilkynnt var í Sovét- ríkjunum í gær að risastórri rannsóknarstöð sem ætti að vera grunnurinn að varanlegri mannaðri miðstöð fyrir vís- indalegar og efnahagslegar rannsóknir í framtíðinni, hefði verið skotið á loft. Stöðin verð- ur á sveimi umhverfis jörðina. Tass fréttastofan sagði að hin nýja stöð væri nefnd „Mir“ (Friður). Hún er með sex hliðum fyrir geimför til þess að lenda á og tæki ýmis konar til þess að vinna við. Tass lýsti geimskotinu sem nýju skrefi í geimrannsóknum. Sagt var að allt gengi samkvæmt áætlun. Alexei Leonov, fyrrum geimfari, sagði Tass að stöðin væri upphafið að brotthvarfi frá rannsóknum yfir í framleiðslu í stórum stíl í geimnum. Sú geim- stöð Sovétmanna sem fyrir er á braut umhverfis jörðu, Salyut 7, mun hafa verið of lítii fyrir þessi verkefni. Sagt var frá því að geimstöðinni hefði verið skotið á loft til heiðurs hinu árlega þingi sovéska kommúnistaflokksins sem hefst á þriðjudaginn. Sovétríkin hafa oft lýst yfir þeirn ásetningi sínum að setja á loft geimstöð sem væri mönnuð til frambúðar. í nokkur ár hefur verið keppst við að auka þann tíma sem menn eru í geimnum í einu. Fyrir tveimur árum síðan komu þrír geimfarar til jarðar eftir að hafa verið í mettíma í geimnum, 238 daga, um borð í Salyut 7. Síðasta ferðin á síðasta ári olli hins vegar vonbrigðum í Sovétríkjunum þar sem einn úr þeim hópi veiktist og félagar hans þurftu að fara nteð hann til baka í nóvember síðastliðnum. Síðan þá hefur Salyut 7 verið ómönnuð í geimnum. Svíþjóð Grasrótamppreisn gegn Palme Olof Palme er ímótvindiþessa dagana. Grasrótin íflokknum og virkir meðlimir ístéttarfélögunum gagnrýna forystu flokks og Alþýðusambandsins. Órói íflokknum er eiginlega gleðiefni, segir ritari flokksins hress á móti Stokkhólmi — 30.000 félagar í sænska sósíaldemókrata- flokknum og Alþýðusamband- inu hafa skrifað undir skjal þar sem efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar er mótmælt. í skjalinu er krafist hækkunar grunnlauna fyrir alla og auka prósentuhækkunar til þeirra lægstlaunuðu. Uppreisnin gegn Palme og leiðtoga Alþýðusantbandsins, Stig Malm hefur vakið mikla at- hygli í Svfþjóð. Sænsku dagblöð- in nefna hana „Dalauppreisnina“ og vísa þannig til bændaupp- reisnarinnar sem Gustav Vasa stýrði gegn harðstjórn Danakon- ungs á sömu slóðum á árunum eftir 1520. „Stjórnin og Alþýðu- sambandið standa ekki lengur með verkamönnum,“ segir Ake Wiklund, formaður starfsmanna- félagsins í Saab-Scania verk- smiðjununi í Falun. Hann hóf undirskriftasöfnina fyrir jólin síð- ustu. Laun sænskra iðnaðar- verkamanna hafa minnkað sem nemur heilum mánaðarlaunum síðan 1976. Wiklund og félagar hans eru í dag með 41 til 48 krón- ur sænskar á tímann. Árslaunin eru á bilinu 85 til 95 þúsund krón- ur sænskar. Á sama tíma hafa aldrei verið jafn margir milljónamæringar í Svíþjóð. Fjöldi atvinnurekenda hafa not- að sér hlutafjárútboð til að auka við tekjur sínar á meðan meðal- Svenson hefur fylgst með launaumslaginu skreppa saman. Og þegar ríkisstjórnin veitti sér 17% launauppbót um síðustu jól, var langlundargeð iðnaðarverka- manna í Falun á þrotum. Á svona tímum skömmumst við okkar fyrir að vera sósíaldemókratar, segja stöðugt fleiri iðnaðarverka- menn. Wiklund gekk úr flokknum í haust. Hann segist ekki vilja vera í félagsskap þeirra sem setja hagsmuni atvinnurekenda ofar hagsmunum verkamanna. „Það er til nokkuð sent nefnist sam- staða í verkalýðshreyfingunni," segir Wiklund. „Við sættum okk- ur ekki við að láglaunahóparnir eigi að sýna hógværð," segir hann. Mótmælin gegn Palme urðu enn harðari þegar stjórnin lagði fram fjárlögin fyrir næsta ár, í síð- asta mánuði. Þau voru í litlum tengslum við loforðin sem Palme hafði gefið í kosningabaráttunni í haust. Það var margt sem fólki fannst vanta, en það var spurn- ingin um atvinnuleysistryggingar sem hlcypti eldi í grasrótina. Fólk átti von á að þær yrðu auknar. Þá aukningu var hins vegar ekki að finna í fjárlögunum og fólkið sagði hingað og ekki lengra. Árangurinn af því varð sá að fjárlögin voru endurskoðuð og ýmsum liðurn var bætt inn í til að mæta kröfum. Aftonbladet sem er málgagn Alþýðusambandsins, hefur þetta eftir virkum félögum í samtökunum: „Flokksforustan í Stokkhólmi skilur ekki hvað við erunt að segja. Almennir flokksfélagar þekkja sig ekki í eigin flokki. En nú verða Feldt og Palme að hlusta. Við höfum ekki áhuga á því lengur að láta reka okkur áfram eins fénað.“ Og virknin eykst dag frá degi. Wiklund og félagar reikna með því að nú í vikulokin verði þeir búnir að safna 40.000 undirskrift- um. Það er engin ástæða til að ætlast til að þar með ljúki and- ófinu. Þeir sem skipulagt hafa og tekið þátt í þessu andófi ætla sér að halda óopinberan fund nteð vorinu í Falun. „Það sem nú þarf eru miklar launahækkanir," segir Wiklund. „Láglaunahópar ættu að fá 20%, þeir ríku ekki neitt,“ segir formaður starfsmannafé- lagsins og talar þar í andstöðu við flokksforystuna. Byggt á Ny Tid og Dagbladet. —IH Olof Palme. Eitt sinn sagði hann „Valdið til verkamanna1'. Föstudagur 21. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.