Þjóðviljinn - 21.02.1986, Page 22

Þjóðviljinn - 21.02.1986, Page 22
FRÁ LESENDUM Fyrir tvö þúsund árum - eða svo segir sagan - var í Kína dýra- temjari, sem átti marga apa, sem kunnu að leika ýmsar fjölbragða- listir. Dýratemjaranum þótti ósköp mikið vænt um apana sína. Hann vildi, að þeim liði vel og þeir hefðu nóg að borða. Þess vegna tók hann iðulega af mat fjölskyldu sinnar til þess að gefa þeim ábót á sitt einhæfa fæði. Svo gerist sá atburður, að það koma óáran í Kína. Það komu verðbólga og vaxtahækkanir og menn urðu að setja kvótakerfi á hrísgrjónaræktina. Meira að segja ráðherrar liðu skort - þó ekki á dagpeningum. Var því ekki undarlegt að harðna færi á dalnum hjá fjölskyldu dýratemj- arans. Svo ekki sé þá talað um vesalings apana. Dögum saman höfðu þeir ekki fengið ábót á sitt einhæfa fæði. Garðastrætihins- himneskafriðar Auðvitað mátti ekki við svo búið standa. Var því efnt til fund- ar í Garðastrætihinshimneska- friðar. Þangað komu sársvangir aparnir og þangað komu dýra- temjarinn og fjölskylda hans. Er- indið var að leita lausnar á vanda- mákim. Fyrst fullvissuðu samningsaðil- ar hvor annan um, að mikil væru vandamál í Kína. Síðan komu þeir sér saman um að skrifa keisaranum og ríkisstjórninni bréf um vandamálin í landinu. Kínverskt ævintýri Svo var farið að ræða saman, því í Kína fyrir 2000 árum skildu ailir alla. „Ástandið í landinu er skelfing erfitt“, sagði dýratemjarinn. „Samt sem áður ætla ég að teygja mig eins langt til móts við ykkur og ég get sökum væntumþykju minnar í ykkar garð. Ég býð ykk- ur því sem ábót á ykkar einhæfa fæði þrjár hnetur handa hverjum ykkar í hádegismatinn og fjórar hnetur handa hverjum í kvöld- matinn." Allir urðu hissa Öllum viðstöddum brá mikið í brún. í veggblöðunum, sem eru útbreidd í Kína, var meira að segja fullyrt, að aparnir hefðu ekki einu sinni ákveðið sig hvers þeir ætluðu að krefjast af dýra- temjaranum þegar hann flutti ræðuna sína. Sum veggblöðin fullyrtu meira að segja, að aparn- ir hefðu yfirleitt ekki ætlað að tala neitt um hnetur, heldur ban- ana. Eftir ræðu dýratemjarans fór hins vegar ekki hjá því að um- ræðan snerist um hnetur en ekki banana. Bananabarekki ágóma. Umsvifalaust fóru allir í landinu hinsvegar að tala um hnetur. í sjónvarpinu sögðu frambjóðend- ur hnetubrandara og tekið var viðtal við eiginkonu forsætis- ráðherrans um hvernig hún eld- aði hnetugraut fyrir manninn sinn. Uppskriftin var birt. Þegar mesta undrunin var af- staðin stóðu aparnir á fætur sem einn maður. „Vér mótmælum all- ir“, sögðu þeir. Svo gengu þeir allir út. Illt í efni Veggblöðin sögðu að nú væri illt í efni. Allar horfur væru á að aparnir ætluðu að hætta að vinna fyrir fjölskyldu dýratemjarans. Fjölleikahúsinu yrði þá að Ioka. Ekki myndi þá fækka vanda - málunum í Kína. Aftur var boðað til fundar í Garðastrætihinshimneskafriðar. Þar var rætt um erfiðleikana í Kína, sérstaklega um verðbólgu- vandamálið. Svo var keisaranum og ríkisstjórninni aftur skrifað sameiginlegt bréf þar sem vakin var athygli á vandamálunum í landinu. Svo var aftur farið að tala saman. Af hollustu við ættjörðina Dýratemjarinn kvaddi sér hljóðs. „Ástandið í landinu er orðið uggvænlegt", sagði hann. „Það er uggvænlegt fyrir mig og fjölskyldu mína og það er ugg- vænlegt fyrir ykkur hin, sem fáið ekki ætan bita á meðan ekki er gengið til samninga. Af hollustu við ættjörðina og sakir sérstakrar væntumþykju í ykkar garð ætla ég því fyrir hönd fjölskyldu minnar að teygja mig lengra en við höfum efni á. Ég býð ykkur því sem ábót á ykkar einhæfa fæði fjórar hnetur í hádeginu og þrjár í kvöldmatinn.“ Alla setti hljóða. Veggblöðin sögðu, að þetta væri auðvitað allt annað mál. Ábótin kæmi miklu fyrr á hið einhæfa fæði en sam- kvæmt fyrra tilboði dýratemja- rans. Veggblöðin sögðu að nú hefði verulega þokast í samkomu- lagsátt. Veggblöðin sögðu, að nú væri komin samningsstaða. Og það varð. í Garðastrætihins- himneskafriðar var tekist í hend- ur og samningar gerðir og sýning- ar gátu hafist á ný í fjölleikahús- inu. Vandamálunum í landinu hafði að vísu ekkert fækkað en tekist hafði að afstýra að þeim fjölgaði um eitt. Allir voru sam- mála um að það væri stórkost- legur sigur. Köttur úti í mýri, setti upp á sér stýri, úti er ævintýri. 2000 ára gömul saga Sjálfsagt halda einhverjir að ég sé að búa þetta allt saman til. En því fer víðs fjarri. Þetta 2000 ára gamla kínverska ævintýri er m.a. prentað því sem næst einsog hér er sagt frá í dönskunámsbókina, sem yngsti sonur minn er að lesa um þessar mundir. Þar rakst ég á það í gærkvöldi. Þótti eins og ég kannaðist við það einhvers staðar frá. Og eins og gjarna er sagt í Velvakanda MBL. Þegar lesend- ur birta þar vísubrot sem þá rekur minni til: „Kannast einhver les- enda við þetta ævintýri?“. Ef svo er vildi ég gjarna fá að vita hvort rétt er farið með endirinn. Þorri Gjörbreytið launakerfinu Við verðum að geta lifað af laununum okkar Stúlka sem vinnur á barna- heimili í sjöunda flokki eftir þrjú ár. Hún er með 18805 krónur á mánuði. Af því borgar hún í fé- lagsgjald 1%, lífeyrissjóð 4%, - í gjaldheimtuna 940 krónur. Þessi stúlka leigir ódýrt með tveimur vinkonum sínum og greiðir 3500 krónur fyrir það. Þessi stúlka reyndi að hefja nám í Öldungadeild en varð að gefast upp vegna þess að hún gat ekki fjárhagslega staðið undir náminu. Á barnaheimilinu er litla sem enga yfirvinnu að hafa. Svona láglaunakona greiðir að sjálfsögðu ekki háa skatta og bað um að ekki yrði samið um skatta- fórnir í stað þeirra launahækkana sem hún þarf á að halda. „Ég hef mikið yndi af því að vinna með börnum, - en ég get það ekki lengur, - ég get ekki lifað af því“. - Ég vil ekki samninga uppá 7% eða 9%, - ekki heldur uppá 15% - það er það langt frá því að ég geti lifað af laununum mínum, það verður að gjörbreyta þessu launakerfi“. Lesandi HVAÐ ER AÐ GERAST IALÞÝÐUBANDALAGINU? AB Noröurlandi vestra Almennir fundir Kristín Á Ólafsdóttir, ■varaformaður Alþýðu- bandalagsins, og Ragn- ar Arnalds alþingismað- ur mæta á almennum fundum: Á Blönduósi (Félagsheimili) laugardag 1. mars kl. 16:00 Á Hvammstanga (Félagsheimili) laugardag 1. mars kl. 20:30 Á Skagaströnd ' (Félagsheimili) sunnudag 2. mars kl. 16:00 Á Sau&árkróki (Villa Nova) laugardag 8. mars kl. 16:00 Á Sigluflrði (Alþýðuhúsinu) sunnudag 9. mars kl. 16:00 AB Norðurlandi vestra Félagsmálanámskeið Kristín Á Ólafsdóttir, varaformaður Alþýðubandalagsins stjórnar félagsmálanámskeiðum á Norðurlandi vestra: Á Hvammstanga (Grunnskólanum) föstudagskvöld 28. febr. kl. 20:30 fimmtudagskvöld 6. mars kl. 20:00 Þátttaka tilkynnist Erni Guðjónssyni eða Fleming Jessen. Á Skagaströnd (Félagsheimili) laugardag 1. mars kl. 10:00 föstudagskvöld 7. mars kl. 20:30 Þátttaka tilkynnist Guðmundi H. Sigurðssyni eða Ingibjörgu Krist- insdóttur. Á Sauðárkróki (Villa Nova) sunnudag 2. mars kl. 10:00 mánudagskvöld 3. mars kl. 20:30. Þátttaka tilkynnist Ingibjörgu Hafstað eða Rúnari Bachmann. Á Siglufirði (Suðurgötu 10) þriðjudagskvöld 4. mars kl. 20:30 sunnudag 9. mars kl. 10:00. Þátttaka tilkynnist Brynju Svavarsdóttur eða Benedikt Sigurðs- syni. Á Blönduósi (Hótel Blönduósi) miðvikudagskvöld 5. mars kl. 20:30 laugardag 8. mars kl. 10:00. Þátttaka tilkynnist Guðmundi Theódórssyni eða Eiríki Jónssyni. Kristín • Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráð Fundur í bæjarmálaráði verður haldinn mánudaginn 24. febrúar kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Undirbúningurfyrir bæjarstjórn og rætt um kosningaundirbúning. Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins 22. og 23. febrúar. Fundarstaður: Miðgarður Hverfisgata 105. Laugardagur 22. febrúar. Kl. 10.00 - Efnahags- og atvinnumál. Framsögumenn verða Finnbogi Jónsson, Guðrún Hallgrímsdóttir, Már Guðmundsson, Ragnar Árnason og Vilborg Haröardóttir. - Almennar umræður. Kl. 12.00 - Matarhlé en kl. 13.00 halda umræður áfram. Kl. 15.00 verður gefið kaffihlé. Kl. 15.20- Verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins. Önnur mál. Kl. 17.00 - Starfshópar um efnahags- og atvinnumál og e.t.v. um önnur mál. Búast má við kvöldvinnu starfshóþa. Sunnudagur 23. febrúar. Kl. 09.00 - Starfshópar Ijúka störfum. Kl. 10.30 - Skil starfshópa. Kl. 12.00 - Matarhlé. Miðstjórnarkonur funda um væntanlega kvennastefnu. Kl. 13.00 - Afgreiðsla á efnahags- og atvinnumálum. Afgreiðsla á öðrum málum. Stefnt er að því að fundinum Ijúki fyrir kl. 17.00. AB Akranes Góufagnaður AB verður haldinn í Rein laugardaginn 1. mars og hefst hann kl. 20.30 með borðhaldi. Húsið oþnað kl. 20.00. Dagskrá: 1) Ávarp Össurar Skarphéð- inssonar ritstjóra Þjóðviljans, 2) Fjölbreytt skemmtiatriði, 3) Diskótekið Dísa sér um undirleik fyrir dansi. Miðasala í Rein mánudaginn 24. febrúar kl. 20.30-22.00, sími 1630. Skemmti- nefndin. össur Alþýðubandalagsfélag Ólafsvíkur Forval Vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor, fer fram forval sunnudag- inn 23. febrúar í Félagsheimili Ólafsvíkur frá kl. 13-17. Rétt til þátttöku hafa allir félagsmenn og yfirlýstir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins. Eftirtaldir eru í framboði í forvalinu: Guð- mundur Jónsson, trésmiður, Haraldur Guðmundsson, skip- stjóri, Heiðar Friðriksson, verkamaður, Herbert Hjelm, verka- maður, Margrét Jónasdóttir, húsmóðir og verkamaður, Rúnar Benjamínsson, vélstjóri, Sigriður Sigurðardóttir, húsmóðir og verkamaður, Sigurjón Egilsson, sjómaður. Þeir sem vilja kjósa utankjörstaðar snúi sér til einhvers eftirtal- inna: Jóhannes Ragnarsson s: 6438, Heiðar Friðriksson s: 6364, Rúnar Benjamínsson s: 6395 og Sigríður Sigurðardóttir s: 6536. Félagar eru hvattir til að taka þátt í forvalinu. - Alþýðubanda- lagsfélag Ólafsvíkur. AB Selfoss Almennur félagsfundur verður haldinn mánudaginn 24. febrúar kl. 20.30 að Kirkjuvegi 7. Fundarefni: Upþstillinganefnd leggurfram tillögur sínar um fram- boðslista vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor. Félagar eru hvattir til að mæta. Heitt á könnunni. - Uppstillinganefnd LAL-félagar athugið! LAL-félagar og annað áhugafólk um landbúnaðarmál er boðað til fundar í Miðgarði Hverfisgötu 105 4. hæð nk. föstudag 21. febrúar á milli kl. 15 og 19. Miðstjórnarmenn á leið í bæinn eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á dagskrá fundarins verður staða landbúnaðarins, bú- marksmálið, stefnumótun í landbúnaðinum o.fl. - Stjórn LAL. BYGGÐAMENN AB. Ahugamenn um sveitarstjórnarmái Ráðstefna Byggðamanna AB Ráðstefna Byggðamanna Alþýðubandalagsins um sveitarstjórn- armál og undirbúning kosninga verður haldin í Miðgarði Hverfis- götu 105 dagana 15.-16. mars. Ráðstefnan stendurfrá kl. 17-19 fyrri daginn en seinni daginn frá kl. 10-16. Fyrirhuguð dagskráratriði: 1. Kosningarundirbúningur, hagnýt atriði. 2. Sveitarstjórnarlög - réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna. 3. Málsmeðferð í sveitarstjórnum. 4. Bókhald og fjárreiður. 5. Samskipti sveitarstjórna og ríkisins. 6. Starf í sveitarstjórn. 7. Starf Alþýðubandalagsins að sveitarstjórnarmálum. Þeir sem áhuga hafa á að sækja þessa ráðstefnu tilkynni það til skrifstofu Alþýðubandalagsins Hverfisgötu 105. Sími 91-17500. Stjórn Byggðamanna Alþýðubandalagsins. ÆSKULYÐSFYLKINGIN Þriðjudagur 25. febrúar ki. 20.30 Fundaröð um sósíalisma Baldur Óskarsson segir frá dvöl sinni í Tansaníu og sýnir myndir. Allir velkonnir! Stjórnin Baldur 22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Föstudagur 21. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.