Þjóðviljinn - 07.03.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.03.1986, Blaðsíða 5
Umsjón: Álfheiður Ingadóttir Spurtum... DJODVIIJINN Helgi Seljan: Heimamönnum og smærri verktökum verði tryggður aðgangur að smærri verkefnum. Opinberar framkvœmdir Utboðsstefnan hættuleg byggðaþróun í landinu Þingsályktunartillaga um að heimamönnum og smœrri verktökum verði tryggður aðgangur að opinberum framkvœmdum. Helgi Seljan: Spurning um eðlilega hlutdeild íbúa og verktaka landsbyggðarinnar í atvinnulífi í heimabyggð Sex landsbyggðarþingmenn úr Alþýðubandalagi, Framsóknar- flokki og Alþýðuflokki hafa lagt fram þingsályktunartillögu um könnun á hagkvæmni útboða og um nánari reglur um framkvæmd þeirra. Skal athugunin miða að því að kanna hvort aðrar leiðir en útboð séu heppilegri og æskilegri fyrir byggðarlög og þjóðarheild. Áhrif útboða á byggðaþróun í landinu skulu einnig athuguð og settar skýrar reglur um fram- kvæmd þeirra þannig að smærri verktakar og aðilar í heimahéraði hafi sem besta möguleika á að taka að sér verkefni í nágrenni sínu. í greinargerð er minnt á að út- boð á vegum hins opinbera hafa færst mjög í vöxt á undanförnum árum og hin almenna stefna hefur verið að verk skuli boðin út og tekið skuli lægsta tilboði. Sam- keppnin á útboðsmarkaðinum sé grimm og miskunnarlaus og lög- málið um hinn sterka og betur setta gildi þar ríkulega. Smærri verktakar sjái oft þá einu leið færa til að brjótast inn á markað- inn að bjóða svo lágt að útboðið hefur falið í sér endalokin fyrir þá og oft hafi ekki tekist að ljúka við verk sem þannig er ástatt um. Út- boðsleiðin valdi því að verkefni hafa flust frá heimamönnum með tilviljanakenndum hætti og fram- kvæmdaféð flust úr heimabyggð. Flutningsmenn óttast að þjón- usta ýmissa aðila á landsbyggð- inni leggist af vegna þessarar þró- unar. Bent er á að hvert meðal- stórt sveitarfélag þarf á þjónustu- aðilum að halda, svo sem vinnu- vélareigendum og vörúbíl- stjórum þó verkefnin kunni að vera stopul. Ýmis verk á vegum hins opinbera, svo sem hafnar- gerð, flugvallargerð en þó eink- um vegagerð hafa gert þessum aðilum kleift að halda þjónustu við heimamenn áfram. Missi þeir alla möguleika til þátttöku vegna harðrar samkeppni á útboðs- markaði leggist starfsemi þeirra einfaldlega niður. Telja flutn- ingsmenn því nauðsynlegt að settar verði reglur sem tryggi hlut heimamanna og aðild þeirra að verkum sem hið opinbera hafi með höndum. Leggja flutnings- menn áherslu á að líta verði til þjóðhagslegrar hagkvæmni fyrir heildina þegar teknar eru ákvarð- anir um útboð. Óttast þeir ekki óhagkvæmni af annarri skipan mála en nú gildir ef tekið er tillit til allra þátta þessa máls. Flutningsmenn tillögunnar eru: Helgi Sejjan, Jón Kristjáns- son, Skúli Alexandersson, Karvel Pálmason, Steingrímur J. Sigfús- son og Davíð Aðalsteinsson. -ÁI ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 ...sláturhúsið á Fagur- hólsmýri. Hjörleifur Guttormsson og Helgi Seljan spyrja landbúnað- arráðherra hvort hann sé reiðu- búinn að stuðla að því í samvinnu við heimamenn að gerðar verði viðunandi endurbætur á slátur- húsinu á Fagurhólsmýri og veita því síðan starfsleyfi til frambúð- ar. Vitnað er til ályktunar alþing- is um þetta mál frá 8. maí 1984 og umsögn sauðfjársjúkdómanefnd- ar um tillögur Búnaðarfélags Hofhrepps frá 2. desember 1981. ...skattalagningu á raf- orku til húshitunar. Jóhanna Sigurðardóttir og Kjartan Jóhannsson spyrja fjármála- og iðnaðarráðherra hvort þeir telji frekari þörf endurskoðunar á lögum unt gjöld á raforkusölu. f greinargerð er vitnað til hæstaréttardóms 16. des. sl. þar sem úrskurðað var að Rafveitu Hafnarfjarðar væri heimilt að afmarka í gjaldskrá hvaða raforkunotkun teldist ra- forka til húshitunar. Það felur m.a. í sér að raforkunotkun vegna varntadælna eða tækja til varmaflutnings í loftræstikerfum eða lofthitakerfum telst ekki með raforkunotkun til húshitunar. í september 1983 úrskurðaði fjármálaráðuneytið hins vegar að rafmagn til þessara nota væri söluskattfrjálst og í nóvember sama ár úrskurðaði iðnaðarráðu- neytið að ekki skyldi greiða verð- jöfnunargjald af rafmgni til varmadælna hjá Hitaveitu Akur- eyrar. Með dómi hæstaréttar sé það lagt í hendur rafveitnanna en ekki ráðuneyta að úrskurða um þessi efni og telja fyrirspyrjendur að það geti leitt til ójöfnuðar milli veitukerfa. ...erlend leiguskip. Eiður Guðnason spyr viðskipt- aráðherra hversu mörg erlend leiguskip hafi verið í förum að og frá íslandi á vegum íslenskra að- ila undanfarna tvo mánuði. ...ráðgjafarþjónustu Húsnæðisstofnunar Guðrún Agnarsdóttir spyr fé- lagsmálaráðherra hve margir hafi leitað til ráðgjafarþjónustunnar eftir að hún var opnuð öðru sinni. Hvort hér sé sama fólk á ferðinni og fékk viðbótarlán á síðasta ári, hvaða skilyrði ráðgjafarþjónust- an setji fyrir viðbótarlánum, hvað sé gert fyrir það fólk sem ekki fullnægir þeim skilyrðum og getur ekki staðið undir fjárhags- legum skuldbindingum sínum. Þá spyr Guðrún félagsmálaráðherra hvort vitað sé hversu margir hafa misst húsnæði sitt á síðustu miss- erum. ...sendiráð í Japan Gunnar G. Schram spyr utan- ríkisráðherra hvaða áform séu uppi um stofnun sendiráðs í Jap- an sem hafi það meginhlutverk að annast markaðsleit fyrir ís- lenskar afurðir í Austur- Asíulöndum. ...milliþinganefnd um húsnæðismál Guðrún Agnarsdóttir spyr fé- lagsmálaráðherra hvernig störf- um milliþinganefndar um hús- næðismál sem skipuð var 11. júlí 1985 miði og hvenær áætlað sé að hún ljúki störfum. Útflutningsráðið Verkalýðshreyfing útilokuð Skúli Alexandersson: Helsti tekjustofn ráðsins er sá sem sjávarútvegsráðherra hefur samþykkt að fella niður! „Það er fagnaðarefni að enn skuli þessi íhaldsstjórn halda áfram að bera fram tillögur um ríkisaðstoð við einkageirann“, sagði Skúli Alexandersson m.a. í umræðum um Útflutningsráð. „Þetta er sá pilsfaldakapítalismi sem við búum við og ríkisstjórnin gengst fyrir!“ Skúli gagnrýndi einkum tvo þætti í frumvarpinu um útflutn- ingsráð. f fyrsta lagi að það skal byggt upp án samráðs við launþegasamtökin. ASÍ fær allra náðarsamlegast að vera í ráðinu sjálfu en engin verkalýðsfélög eru þar tii nefnd. ASÍ er hins veg- ar útilokað frá stjórninni, þar sem einungis fulltrúar stórfyrir- tækja eiga sæti. í öðru lagi gagnrýndi Skúli að helsti tekju- stofn útflutningsráðs er sam- kvæmt frumvarpinu 15% af út- flutningsverðmæti sjávarafurða, þ.e. útflutningsgjaldið sem hann sagði myndi nema 15 miljónum króna. Sjávarútvegsráðherra hefur hins vegar lýst því yfir að útflutningsgjald verði fellt niður, sagði Skúli, og hefur starfandi nefnd undir forsæti Jóns Sigurðs- sonar, forstöðumanns Þjóðhags- stofnunar, til að vinna að því. Taldi Skúli frumvarpið illa undir- búið að þessu tvennu leyti, en þess má geta að AB hefur nú lagt fram frumvarp um stofnun Rannsóknastofnunar útflutnings- og markaðsmála, þar sem m.a. er gert ráð fyrir jafnri aðild verkalýðsfélaga og atvinnu- rekenda. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.