Þjóðviljinn - 05.04.1986, Síða 13

Þjóðviljinn - 05.04.1986, Síða 13
HEIMURINN Gorbatsjoff vill annan fund Marcos Gorbatsjoff Leiðtogafundur Moskvu — Bandarískur þing- maður sagði í gær að Gorbat- sjoff, leiðtogi Sovétríkjanna, hefði sagt sér á fundi þeirra að hann væri viss um að annar fundur æðstu leiðtoga Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna yrði á þessu ári og hann setti engin skilyrði fyrir þeim fundi. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Dante Fascell, var í 2 klukku- stundir og 40 mínútur á fundi með Gorbatsjoíf í gær ásamt Wil- liam Broomfield, repúblikana- þingmanni. Fascell er formaður ERLENDAR FRÉTTIR E R mmmmur- hjörle^ssoJREUI utanríkismálanefndar banda- rísku fulltrúadeildarinnar. Blo- omfield færði Gorbatsjoff bréf frá Reagan. Fyrir stuttu dró Gorbatsjoff í efa að sá fundur sem áætlaður hafði verið með leiðtogunum á þessu ári, gætiíarið fram. Hann hafði farið fram á að samkomulag yrði gert á þessum fundi um tak- mörkun vopnabúnaðar og hvatt til að fyrst yrði haldinn fundur í Evrópu um frystingu á tilraunir með kjarnorkusprengingar í rannsóknarskyni. Pessu hafði Reagan neitað. Fascell sagði að Gorbatsjoff hefði ekki nefnt sérstaka dag- setningu fyrir leiðtogafundinn. „Við vorum ekki svo vitlausir að við færurn að spyrja hann ná- kvæmlega um það hvenær hann vildi hitta Reagan,“ sagði Fasc- ell. Þá sagðist Fascell ekki heldur hafa nefnt við Gorbatsjoff þá hugmynd að utanríkisráðherr- arnir, Schultz og Shevardnaze, héldu með sér fund. Slíkt yrði að eiga sér stað sem undirbúningur undir leiðtogafund. Hann sagðist hafa það á tilfinningunni eftir fundi í marga daga> með sovésk- um ráðamönnum að slíkur fund- ur væri í undirbúningi. Taliðerað fundur Arthurs Hartmans, bandaríska sendiherrans í Mos- kvu í gær með Shevardnaze sé merki um það. Bandarískir emb- ættismenn vildu ekki nefna tilefni þess fundar. Bretland A inni febmarlaun Ferdinand Marcos stendur til boða að sœkjaforsetalaun sínfyrir febrúar sem hann tók ekkifyrir „brottför“ frá Filippseyjum! Manila — Stjórnin á Filipps- eyjum segist geyma síðasta launaseðil hins flúna Ferdin- ands Marcosar, talsmaður stjórnarinnar, Rene Saguisag, sagði í gær að Marcosi væri velkomið að taka við honum ef hann vantaði fé. „Samt held ég nú að hann láti það eiga sig“, sagði Saguisag. „Við tökum launaseðilinn líklega upp í sjúkrahúsreikning móður Marcosar eða þá sjóði sem Marc- os stal frá þjóðinni," bætti hann við. Saguisag sagði að Marcos hefði leyst út janúarlaun sín, 8,333 peseta, (17,472 íslenskar krónur, eftir að draga frá skatta) stuttu áður en hann hvarf á brott. „Hann á inni laun fyrir 24 daga, þau eru nú í okkar umsjá,“ sagði Saguisag. „Ég ætla ekki að tjá mig um það nú, hversu verður hann var þessara launa sinna sem forseti en þrátt fyrir allt geri ég ráð fyrir að samkvæmt lögum eigi hann rétt á þeim,“ bætti Saguisag við. Yfirvöld á Filippseyjum til- kynntu í fyrradag að Corazon Aquino hefði tekið við fyrstu forsetalaunum sínum síðastliðinn þriðjudag. Hún fær laun frá og með 25. febrúar, þann dag flúði Marcos og Aquino tók við emb- ætti. í síðasta mánuði tilkynnti stjórnin að hún myndi borga sjúkrahúsreikning móður Marc- osar sem nú liggur á spítala í Manila. Marcos var ekkert að hafa fyrir því að borga þann reikning áður en hann flúði. Löggan fækkar vopnum Lundúnum — Vopnuðum lög- regiuþjónum á götum Lund- úna verður fækkað á næstunni um 750 manns eftir að lög- reglumaður skaut óbreyttan borgara fyrir slysni. Slys þetta átti sér stað fyrir þremur árunt, lögreglumaður skaut þá og særði saklausan mann á götu. Nú er lokið rannsókn á þessu máli og er mælt með að val á þeim lögreglumönnum sem fá að bera skotvopn verði vandað frekar og þeir sem fá að bera þessi skotvopn fái mun meiri fræðslu en nú er. Nú eru 27,000 ntenn í lögreglu- liði borgarinnar og það á að fækka vopnuðum mönnum úr 14% í 11%. Þjálfunin verður lengd úr einni viku í tvær og þeir sem taka þátt í námskeiðinu verða dæmdir eftir því hversu fljótir þeir eru að taka ákvörðun sem og eftir tæknilegri getu. Danmörk Danskur loðdýrabúskapur tekur bakföll Lœkkun dollararns hefur haft íför með sér að Danir verða að endurskipuleggja þessa arðbœru búgrein sína: Minniframleiðsla meiri gœði Skyldi Marcos vera farið að vanhaga um febrúarlaun sín? Þetta líka... Washington — Bandaríska dag- blaðið Washington Post sagði frá því í frétt í gær að Bandaríkja- stjórn hefði í hyggju að beita fyrir sig tugum manna í hinum svo- nefndu Grænhúfusveitum (Green Berets) til að þjálfa skæruliða sem berjast gegn stjórn Sandinista í Nicaragua. Pretóríu — Andófsmenn í S- Afríku sögðu frá því í gær að um það bil 30 manns væri saknað og væri óttast að þeir væru látnir. Öryggissveitir lögreglunnar réð- ust á þúsundir manna í Pretóríu í síðustu viku og sagði lögreglan að 11 manns hafi farist en aðrir telja að sú tala sé mun hærri. Kaupmannahöfn — Danir eru einir stærstu útflytjendur loð- dýraskinna. Nú er hins vegar talið að loðdýrabúum muni snarfækka í Danmörku á næst- unni. Eftir mikið góðæri hjá dönsk- um loðdýraræktendum undan- farin ár hefur skinnaverð á upp- boðum hrapað um þriðjung að undanförnu vegna lækkunar bandaríska dollarans. Vegna þessa hugsa danskir bændur sér nú til hreyfings með breyttum framleiðsluháttum í búgreininni. Hvað varðar verð á uppboðs- markaði í Kaupmannahöfn féll skinnaverð þar úr 303 dönskum krónum í maí síðastliðnum, í 220 krónur nú. „Eftir tíu feit ár ætla danskir skinnabændur nú að einbeita sér að gæðum frekar en magni til að halda stöðu sinni á erlendum mörkuðum," sagði fulltrúi dan- skra uppboðshaldara nýlega. Hann sagði að danskir bændur hefðu verið viðbúnir þessu verð- falli, þessi búgrein hefði alltaf haft í för með sér mikla áhættu og svo yrði sjálfsagt áfram. Til marks um þá miklu uppsveiflu sem verið hefur í þessari búgrein í Danmörku undanfarin ár má benda á að á aðeins tveimur árum, 1983 til 1985, jókst ágóði Dana af skinnasölu um 39%. Einn af hverjum fjórum pels- um sem seldur er í hinum vest- ræna heimi kemur frá Dan- mörku. Sem umfangsmesti fram- leiðandi loðdýraskinna í fyrr- nefndum hluta heimsins, fram- leiddu Danir tæplega 6,5 milljónir skinna á þar síðasta ári. Á þessu ári gera Danir ráð fyrir að framleiða um það bil 7 milljónir skinna og er búist við að svo til öll þau skinn verði flutt á erlendan markað. Hagnaður af söllu loðdýraskinna mun vera 5 % af hagnaði dansks landbúnað- arútflutnings. Minkurinn er Dönum verðmætur. Þannig mun hagnaðurinn af sölu danskra minkaskinna hafa aukist um 39 % 83-85. Svo haldið sé áfram leik með tölur má nefna að nú eru 3.700 loðdýrabú í Danmörku sem framleiða um það bil 8 milljónir dýra á ári. Þessi dýr innbyrtu tæp- lega hálfa milljón tonna af fisk- fóðri og þar er með talinn allur fiskúrgagangur danska fiski- skipaflotans danska. Það var Bandaríkjamarkaður sem stóð undir þessum mikla vexti loðdýrabúskaparins í Dan- mörku, Évrópumarkaðir hafa hingað til ekki reynst Dönurn jafn heilladrjúgir hvað loðdýr varðar. En nú á sem sagt að reyna að fá Evrópubúa til að kaupa loð- skinn, sérstaklega V-Þjóðverja. Einnig gera Danir sér góðar vonir með Ítalíu, Bretland og Asíu eftir að skinnin eru orðin of dýr fyrir Bandaríkj amenn. Santband danskra loðskinna- framleiðenda (DPA) heldur upp- boð sín í Kaupmannahöfn, fimm sinnum á ári, 500 sölumenn alls staðar að úr heiminum. Á síðasta ári seldust þar 10.3 milljónir skinna fyrir 3.1 milljarð danskra króna. Norðurlandaþjóðirnar fimm, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og ísland sem selja skinn sín í sameiningu, framleiða um það bil 13 milljónir skinna á ári af þeirri 31 milljón skinna sem framleidd eru árlega í heiminum. Af þessu má sj á að mikið er í húfi. Lauaardaaur 5. aDril 1986 ÞJÖÐVILJINN - SIÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.