Þjóðviljinn - 13.04.1986, Síða 17

Þjóðviljinn - 13.04.1986, Síða 17
FRÉTTASKÝRING Stúdentapólitík Pólitísk reyfarasaga Ný hœgri stjórn ístúdentaróði þrótt fyrir kosningasigur vinstri manna. Juku fylgi sitt úr 31.4% í41.1 % Sá einstaki atburður gerðist í stjórnmálum stúdenta í Háskóla Islands, að fjórir af fimm fulltrú- um Félags umbótasinna í SHÍ, gengu þvert á vilja félagsmanna sinna og mynduðu stjórn með Vöku. Að því loknu bættist svo fjórða fylkingin við í stúdenta- ráði, Stúdentafélagið Stígandi, og var klofningur umba þá orðinn alger. Nú á Félag umbótasinnaðra stúdenta ekki langa sögu að baki, og ekki fyrirséð að hún muni yfir- leitt verða löng, eða lífdagar fé- lagsins sælir. Félagið er saman- sett af einstaklingum sem hafa mjög mismunandi áherslur í stjórnmálum, en það hefur í raun og veru haft það í hendi sér hverju sinni hvernig meirihluti er saman settur. Fví hefur mörgum ekki þótt það ófýsilegur kostur að starfa í þessu félagi og halda friðinn. Nú hefur hins vegar soð- ið uppúr, en þó má telja fullvíst að það sem olli klofningnum nú í vikunni eigi ekki aðeins rætur að rekja til grundvallarágreinings í pólitík. Atburðirnir í janúar Menn hallast að því að þarna sé um að ræða eftirköst þeirra at- burða sem urðu í stúdentaráði í janúar. Þá komst mikil hreyfing á málefni Lánasjóðs námsmanna, þáverandi stjórn umba og vöku- manna algjörlega á óvart, enda kunni sú stjórn ekki að bregðast við þeim átökum þannig að stúd- entar gætu sætt sig við. Þetta varð til þess að þeir umbar sem höfðu bein í nefinu að því er varðar slíka baráttu ákváðu í samráði við Fé- lag vinstri manna að koma þess- ari stjórn frá og mynda vinstri stjórn, sem gæti verið öflugt and- svar við þeirri aðför að kjörum námsmanna sem Sverrir Her- mannsson og hans nótar stóðu fyr" Vinstri stjórn Það varð úr eftir mikil átök að mynduð var ný stjórn vinstri manna og umba, sem síðan lagði megin áherslu á baráttuna gegn skerðingu námslána, með all góðum árangri eins og síðar hefur komið í ljós. Þessi einarða stefna nýju stjórnarinnar skilaði sér fyrst og fremst til vinstri manna í geysilegri vinstri sveiflu í kosn- ingum til stúdentaráðs í mars. En það var fráleitt að allir umb- ar hafi verið sáttir við þessa nýju stjórn. Umbar áttu nefnilega sína fulltrúa í hægri stjórninni, sem voru undir sömu sökina seldir og íhaldið, og sátu uppi með sömu skömmina þegar ný stjórn var komin á. Þar verður að telja fyrstan Ara Edwald, sem var varaformaður hægristjórnarinn- Fréttaskýring ar, og gerði allt sem í hans valdi stóð til að koma í veg fyrir þá byltingu. Ari lýsti þeirri skoðun sínni þá að hann teldi stjórn Vöku og umba einmitt hafa stað- ið sig með ágætum í lánamálabar- Söguleg stjórnarskipti fara fram. Mynd E.ÓI. áttunni og brást hinn versti við þegar hann var settur af. Vinstri sveifla Það gerðist síðan markverðast næst að vinstri menn unnu kosn- ingasigur í mars, og þakka menn það fyrst og fremst baráttunni í lánamálum. Vinstri menn juku þar fylgi sitt úr 31.4% í 41.1%, meðan fylgi Vöku hrapaði úr 36.6% í 31.3%. Björk Vilhelms- dóttir formaður stúdentaráðs var iðin við að koma sjónarmiðum námsmanna á framfæri og var mikið í sviðljósinu þær vikur sem hún gegndi þessu embætti. í ljósi þessara kosningaúrslita bjuggust menn við að samstarf umba og vinstri manna gæti hald- ið áfram, eða eins og Þorsteinn Húnbogason umbi sagði í samtali við Þjóðviljann nýlega, annað væri ekki í pólitísku samhengi við kosningaúrslitin. Það varengu að síður ljóst að hluti umba stefndi mjög ákveðið að því að koma á samstarfi við Vöku á ný, og herma heimildir Þjóðviljans, að Ari Edwald hafi verið þar fremst- ur í flokki og lagt á það ofurkapp. Heitt í hamsi Eftir að vinstri menn höfðu hafnað þjóðstjórnarhugmynd umbótasinna, kom það enda á daginn að hafnar voru viöræður við hægri menn undir forystu Ara. Það spurðist út að hug- myndin í þeim viðræðum væri sú að ieggja megin áherslu á fé- lagsmál námsmanna, að halda íþróttamót og eitthvað í þeim dúr. Og þegar málefnasamningur var svo borinn undir félagsfund sagði yfirgnæfandi meirihluti um- bótasinna þvert nei, en ákvað þess í stað að hefja viðræður við vinstri menn. Þetta var á rnánu- dagskvöldið í síðustu viku og mönnum farið að hitna í hamsi. Ari Edwald og Asdís Guðmunds- dóttir sem einnig á sæti í SHI lýstu yfir því á fundinum að þau myndu segja af sér í stúdentaráði ef umbótasinnar samþykktu ekki málefnasamning þeirra við Vöku. Einnig var Ijóst að Gylfi Astbjartsson, sem nýlega hafði verið kosinn formaður félagsins, og Arna Guðmundsdóttir, efsti maður á lista þeirra fyrir síðustu kosningar. hölluðust frekar að hægri stjórn. Aðeins fjórir fundarmanna greiddu atkvæði með hægra samstarfi. Ekið um Suðurland En eftir þessa samþykkt félags- fundar hjá umbótasinnum upp- hófst rnikið fjaðrafok. Setið var að samningaviðræðum við vinstri menn nóttina alla þar á eftir og síðdegis næsta dag hafði náðst samkomulag rnilli aðila. En björninn hafði ekki þar með ver- ið unninn, því sama dag hafði Eyjólfur Sveinsson vökumaður farið með umbana fjóra í ökuferð um Suðurland og virðist hafa beitt þá listilegum fortölum. Ökuferðin skilaði vökumönnum svo þeim árangri, að þeim tókst að mynda stjórn í SHÍ urn kvöld- ið, með aðild og stuðningi þess- ara fjögurra undanvillinga sem svo hafa verið kallaðir af ónafn- greinduni umbótasinna. Öllum hugmyndum félags umbótasinna hafði verið kollvarpað, og ný hægri stjórn hafði verið mynduð. Það er ekki að ástæðulausu að menn hafa líkt atburðum undan- farinna mánaða við pólitíska reyfarasögu og auðvitaða er Stíg- andi ekki annað en dæmi um pól- itíska ævintýramennsku, hvaða skoðun svo sem menn hafa á slíku. Þaðersamteinsogságrun- ur læðist að manni að enn meiri og merkilegri atburðir séu i vændum uppi í Háskóla. Sagan er ekki öll sögð. —gg LEIÐARI œvintýr á ökuferð Stígandi í stúdentapólitík endurspeglast oft sú póli- tíska gerjun sem verður annars staðar í þjóðfé- laginu. Á undanförnum árum hefur stúdentafé- lagið Vaka, sem er útibú frá Sjálfstæðisflokkn- um, haldið völdum í stúdentaráði með aðstoð Umbótasinnaðra, sem er eins konar millifram- sóknarflokkur með óglöggum pólitískum skil- um. Vaka hefur keyrt áfram sína pólitík í anda frjálshyggjunnarog helstu niðurskurðameistara ríkisstjórnarinnar og hugmyndafræðingar skortsins á vegum stjórnarinnar hafa fengið sitt pólitíska uppeldi í Vöku. Stefna Vöku hefur mætt vaxandi andbyr í háskólanum svosem frjálshyggjan annars stað- ar í þjóðfélaginu nú allra síðustu misseri. Þeir hafa keyrt með offorsi gegn félagshyggju í skólanum og á táknrænan hátt stutt og verið hluti af ofstækisfyllstu öflunum í Sjálfstæðis- flokknum. Máske er talandi dæmi um þetta, þráseta fulltrúa Vöku gegn vilja stúdenta í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna nú í vetur. Þessi fulltrúi var jafnframt forstjóri fyrirtækis sem hugðist flytja inn lúxusbíla, Islenskir eðal- vagnar hf. Sú táknræna aukavinna Vöku- mannsins, sýndi máske betur en annað fram á hvora þjóðina hægri menn í Háskóla íslands styðja. Þeir eru einfaldlega andsnúnir launa- þjóðinni íslensku. Umbótasinnar voru að vonum á báðum áttum þegar þeim og öllum öðrum varð Ijóst að með stuðningi sínum voru þeir að halda mestu of- stækisölfum í Sjálfstæðisflokknum til áhrifa í Háskóla íslands. I lánasjóðsdeilunni í vetur tókst samstarf með Umbótasinnum og Vinstri mönnum sem mynduðu meirihluta þartil í kosn- ingum til stúdentaráðs á dögunum. Á hverjum vetri er helmingur stúdentaráðs- liða kosinn listakosningu. í kosningunum kom greinilega fram að vinstri sveifla er í uppsiglingu í háskólanum sem annars staðar í þjóðfélaginu. Hægri mennirnir í Vöku fengu líka verulegan skell, - þeir töpuðu rúmlega 5% atkvæða. Vinstri menn unnu á hinn bóginn rúmlega 10% atkvæða. Umbótasinnar létu ekki annað á sér skilja í kosningabaráttunni en þeir væru opnir fyrir á- framhaldandi samstarfi við vinstri menn. Hins vegar hafa þeir átt í einhverjum erfiðleikum með að lesa í vilja stúdenta í gegnum kosningaúr- slitin. Þeir byrjuðu á (dví að bjóða uppá „þjóð- stjórn“, og upphófst mikill skollaleikur í háskóla- pólitíkinni. Vinstri menn héldu fast við tilboð sitt til um- bótasinna um samstarf um stjórn stúdentaráðs. Á félagsfundi Umbótasinna var samstarfstilboði við hægri menn hafnað með öllum greiddum atkvæðum gegn fjórum. Umbótasinnar áttu fimm fulltrúa í stúdentaráði. En nú koma „eða!vagnar“ íhaldsins í háskól- anum aftur til sögunnar. í DV fyrir helgina er upplýst, að fjórum fulltrúum Umbótasinna hafi verið boðið í bíltúr með einum oddvita hægri manna í Vöku. Þessari ævintýralegu ökuferð á að hafa lokið með því, að fulltrúarnir fjórir á- kváðu að halda samstarfi við hægri menn til streitu, hvað sem vilja félagsmanna liði. Stofnuðu þeir nýtt félag, Stígandi og sögðu skilið við Félag Umbótasinnaðra. Og þannig er nú málum háttað í stúdentaráði að Félag um- bótasinnaðra hefur aðeins einn fulltrúa í krafti tæplega 19% atkvæða, en meirihluti hægri manna styðst nú við rúmlega 30% atkvæða samkvæmt þeim listakosningum sem fram hafa farið. Meirihluti sem þannig er kominn er auðvit- að veikari en nokkru sinni - og vinstri menn munu veita honum öflugt aðhald. Forystumenn Vöku hafa gert sér grein fyrir óförunum og í málgagni þeirra, Morgunblaðinu, reyndi einn oddviti þeirra frá umliðnum árum, að koma sökinni alfarið yfir á ráðherra og forystu- menn Sjálfstæðisflokksins, sem ráðist hafa gegn hagsmunamálum námsmanna á þessu kjörtímabili af óbilgirni og hörku. í samræmi við meirihlutann nýja í Stúdenta- ráði er hins vegar þess að vænta, að innan Sjálfstæðisflokksins náist sættir um áframhald- andi aðför að hagsmunamálum stúdenta, - stígandi ævintýr á ökuferð með eðalvögnum íhaldsins. -óg Sunnudagur 13. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.