Þjóðviljinn - 23.04.1986, Síða 1
AKUREYRI
MENNING
ÞJÓÐMÁL
Ítalía
Ástir í
aftursæti
Napólí- Bæjarfulltrúi hefur bor-
ið upp tillögu í borgarráði um að
setja upp víggirtan garð þar sem
fólk getur stundað ástalíf sitt án
áreitni annarra.
Bæjarfulltrúinn, Maurizio
Cardano, sagði í gær að slíkur
garður væri nauðsynlegur vegna
árása sem fólk yrði fyrir þegar
það væri að láta vel hvort að
öðru. Ástandið væri nú orðið
þannig að fólk þjappaði bílum
sínum saman þannig að ekki væri
hægt að komast inn í bílana og
setti síðan dagblöð á bílrúðurnar.
Þessar athafnir hafa nú valdið
kvörtunum annarra notenda
garðsins.
Cardano leggur til að sett verði
upp rammgerð girðing á af-
skekktum stað þar sem fólk geti
lagt bílum sínum. Verðir gæti
þess síðan að engir óviðkomandi
komist að. IH/Reuter
VorwerkstarfsmannaReykjavíkurborgareruþegarbyrjuð. Þessastarfsmenn hittum við á Austurvelli í gær þar sem þeir voru að planta trjám og einn
Ijósmyndari Moggans, Ólafur K. Magnússon fylgdist grannt með. Ljósm. Sig.
Vorið
Gróður tekur við sér
Góð tíð undanfarið og gott veðurútlit. Vor í lofti
Þetta má teljast hið bærilegasta
góðæri“, sagði Páll Bergþórsson
um vorkomuna í ár. Hann sagðist
telja að vorgróðurinn væri að
taka við sér, nú síðari hluta apr-
ílmánaðar.
„Enn þá á ég við hér sunnan-
lands. Norðanlands er vorgróður
að taka við sér um það bil 20
dögum síðar, rnánuði síðar á
annesjum norðanlands. Þar hef-
ur verið kalt undanfarið".
Þá sagðist Páll hafa heyrt af því
að undir Eyjafjöllum væri nú þíð
jörð. „Mér skilst að á Þorvalds-
stöðum hafi þeir t.d. ætlað sér að
hefja plægingu fyrir um það bil 10
dögum“, sagði Páll.
Garðyrkjustjórinn í Reykja-
vík, Jóhann Pálsson sagði að sér
litist mjög vel á ástandið. Hann
sagði að það væri erfitt að átta sig
á vissum runnum en það virtist
ekki vera mikið um skemmdir.
„Einu skemmdirnar á gróðrinunt
eru eiginlega lúsarskemmdir og
þær eru vegna góðæris. Það var
góð tíð síðasta sumar og því á ég
von á kröftugri gróðurtíð í sum-
ar“, sagði Jóhann.
-IH
Reykjavíkurborg
Davíð var plataður
HÍjómflutningstœkin sem borgin er að kaupa kosta með innflutningsgjöldum
rúmar20 miljónir króna. Borginfer fram á niðurfellingu aðflutningsgjalda uppá
rúmarlO miljónir. Hörð gagnrýni innflytjenda hljómflutningstœkja á tœkjakaupin.
Hvers vegna voruþau ekki boðin út? Verðið á tækjunum talið alltofhátt
Reykjavíkurborg er að kaupa
hljómflutningstæki fyrir af-
mælishátíðina í sumar, sem sögð
Lánasjóðurinn
gestir
Menntamálaráðherra
boðar3,5% vexti ofan á
verðtryggingu hertar
endurgreiðslur og styttri
lánstíma. Páll Pétursson
þingflokksformaður
Framsóknar: Gamlir og
hundleiðir gestir sem við
héldum að vœrufarnir
I skýrslu sem Sverrir Her-
mannsson menntamálaráðherra
lagði fram á Alþingi í gær um
Lánasjóð íslenskra námsmanna
leggur hann m.a. til að tekjutillit
við ákvörðun námslána verði fellt
niður, vextir af verðtryggðum
námslánum verði 3,5%, endur-
greiðslukröfur verði hertar, tekið
verði upp 1% lántöku- og inn-
heimtugjald og að fulltrúar Al-
þýðusambandsins og Vinnuveit-
endasambandsins skipi sinn
hvorn fulltrúann í stjórn LIN.
Miklar umræður urðu um
þessa skýrslu ráðherrans og lýsti
Páll Pétursson þingflokksfor-
maður Framsóknar því m.a. yfir
að Framsóknarflokkurinn myndi
aldrei fallast á vaxtatillögu Sverr-
is og ýmsar aðrar tillögur sem
ráðherrann viðraði í skýrslu
sinni.
Sjá bls. 5.
eru kosta 10 miljónir króna. Það
er þó hálf sagan, tækin kosta ef
grcidd eru af þeim öll venjuleg
aðflutningsgjöld, rúmar 20 milj-
ónir króna. En ef sú niðurfelling
aðflutningsgjalda fæst, sem sótt
er um til ríkisins þá verður verðið
10 miljónir. Mikil og hörð
gagnrýni hefur komið fram hjá
þeim aðilum, sem flytja inn
hijÓffifiuíSÍagStsgki, á þessi kaup.
Steini Daníelsson eigandi versl-
unarinnar Hjá Steina segir að það
fyrirtæki sem Reykjavíkurborg
kaupir tækin af, sé heimsþekkt
fyrir okurverð. Hann segist hafa
borið þetta verð, 238 þúsund
dollara undir erlenda sérfræð-
inga, miðað við hvaða tæki er
verið að kaupa, og ber þeim
öllum saman um að hér sé urn
fáheyrt verð að ræða. Fyrir helm-
ing þessa verðs hefði verið hægt
að fá jafn góð tæki.
„Mér þykir það líka furðulegt
að þessi tækjakaup skuli ekki
hafa verið boðin út og það þykir
fleirum en mér. Við fengum bréf
frá Æskulýðsráði í júní í fyrra þar
scm s.kýrt var frá fvrirhueuöum
tækjakaupum og ófullkomfn iýs-
ing á þeim tækjum sem kaupa átti
fylgdi. Við hljómtækjainnflytj-
endur vorum beðnir um hug-
myndir, við vorum 18 sem feng-
um bréf og 8 skiluöu inn hug-
myndum. Eg var með hugmynd
uppá 6 miljónir króna í tækja-
kaup. En það vantaði hinsvegar
öll gögn, þ.e. útboðsgögn og ekk-
ert útboð var framkvæmt. Ef svo
hefði verið, þá hefði verið hægt
að átta sig á hvað þetta átti að
vera og hvað það myndi kosta
nákvæmlega. En þetta verö fyrir
þessi tæki er fáránlegt. Ég er á því
að Davíð Oddsson og Óntar Ein-
arsson, sem fóru í heimsókn til
þessa breska fyrirtækis hafi látið
þlata sia", sagði Steini.
Omar Einarsson framkvæmda
stjóri Æskulýðsráðs staðfesti í
samtali við Þjóðviljann að ákveð-
ið hefði verið að láta útboð ekki
fara fram.
-S.dór
Vísitölur
Lánin
vaxa
Lánskjaravísitalan
hœkkar um 0,49% í
maímánuði. Áfengið
hœkkaði um 10% ígœr.
r
Afengið hækkaði að mcðaltali
um 10% í gær. Hækkunin fel-
ur í sér 0,13% hækkun á vísitölu
framfærslukostnaðar, - og sú
hækkun leiðir til hækkunar á
lánskjaravísitölu um 0,1%
Lánskjaravísitalan fyrir ntaí-
mánuð var nýlega reiknuð út og
er hún 0,49% hærri en fyrir apríl-
mánuð. Hækkunin á áfenginu
kemur á eftir útreikningi láns-
kjaravísitölu fyrir maímánuð,
þannig að 0,1% hækkunin vegna
áfengisins reiknast fyrir lánskjar-
avísitölu í júnímánuði.
Fyrir skuldara þýðir þessi
hækkun á lánskjaravísiiölu seiri
varð í maí og vitað er unt í júní
u.þ.b. 12000 krónur í verðtrygg-
ingu á 2ja miljön króna láni á
ársgrundveili. -óg