Þjóðviljinn - 23.04.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.04.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Þjónusta hækkar í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn hefur í ríkisstjórn haft forgöngu um að lækka kjör landsmanna um rúman þriðjung síðastliðin ár. Þetta er ófögur staðreynd, en sönn eigi að síður. Hann hefur sömuleiðis átt þátt í því að kalla ómælda erfið- leika yfir húsnæðiskaupendur síðustu ára, þó vissulega eigi garmurinn hann Ketill, Fram- sóknarflokkurinn, einnig sinn mikla þátt í því. En það er fyrst og fremst stefna Sjálfstæðisflokks- ins sem hefur ráðið förinni í ríkisstjórninni, og það er sú stefna sem hefur kallað hina nýju fátækt yfir landsmenn. Fyrir tilstilli láglauna- stefnu Sjálfstæðisflokksins er nú fimmtungur íslensku þjóðarinnar undir fátæktarmörkum. Þetta er ekki lítill árangur eftir þriggja ára stjórn- arsetu, eða hvað? Sporin hræða, og í aðdraganda þeirra sveitastjórnakosninga sem fyrir höndum eru, verður æ meira áberandi, að Sjálfstæðismenn ætla að freista þess af öllum mætti að greina á milli flokksins í ríkisstjórn og flokksins í sveita- stjórnum. Þetta er sérstaklega augljóst í Reykjavík, þar sem Sjálfstæðismenn óttast að „afrek“ flokksins í ríkisstjórn kunni að slá ótíma- bærum roða á helbláan himininn yfir Reykjavík. Þeir óttast að fátæktarstefnan sem flokkurinn hefur í ríkisstjórn leitt yfir þjóðina kunni að valda því að Reykvíkingar hiki við að gjalda flokknum atkvæði sitt í borgarstjórn. Þeir óttast að slæleg frammistaða Þorsteins og kumpánanna sem velgja sessurnar við Austurvöll kunni að koma hiki á þá sem ella hefðu goldið Davíð og liði hans atkvæði sín. Einmitt vegna þessa er þeim áróðri beitt, að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík sé í rauninni eitthvað allt annað en sami flokkur í ríkisstjórn. Að kjósa flokkinn í Reykjavík sé fráleitt það sama og að kjósa hann í ríkisstjórn. Þannig á að freista þess að slappleiki Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn dragi ekki úr stuðningi við flokkinn í höfuðborginni. En auðvitað er þesi málflutning- ur gersamlega út í hött. Auðvitað er sami botn- inn undir flokknum á báðum stöðum. Það er einfaldlega enginn munur á stjórn Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík eða í ríkisstjórn. í ríkisstjórninni lækkar flokkurinn kaupmátt með því að halda laununum niðri. í borgarstjórn lækkar hann kaupmáttinn líka, með því að stór- hækka verðið á þjónustu, langt framyfir launa- hækkanir. Þetta er mjög auðvelt að rökstyðja með dæm- um. Þannig fengust í apríl 1982 fyrir sem svaraði til klukkutíma vinnu á Iðjutaxta: 9 miðar í strætó, en núna ekki nema 7. 7 afsláttarmiðar í sund, en núna ekki nema 3. 11 rúmmetrar af heitu vatni, en núna 6. 36 kílowattstundir af rafmagni, en núna 31. Flest er eftir þessu. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur beitt sér fyrir því að þjónusta á vegum borgar- innar hefur hækkað miklu meira en launin. Nú kostar sexfalt að ferðast í strætó miðað við upp- haf kjörtímabilsins, sexfalt meira að fara í bað, og nífalt meira að nota bókasafnið. En launin hafa ekki hækkað neitt í líkingu við þetta. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði líka fyrir síðustu kosningar að lækka skatta í Reykjavík. En staðreyndin er samt sú, að í dag eru Reykvík- ingar fleiri klukkutíma að vinna fyrir útsvarinu heldur en 1982. Það hækkaði því í rauninni, en lækkaði ekki, einsog lofað var. Það er því ekki nokkur munur á Sjálfstæðis- flokknum í ríkisstjórn og í borgarstjórn Reykja- víkur. Á báðum stöðum hefur flokkurinn beitt sér fyrir aðgerðum sem hafa lækkað kaupmátt fólksins. Á báðum stöðum hefur hann staðið fyrir auknum álögum. Og á báðum stöðum er kominn tími til að hvíla hann svolítið. -ÖS KUPPT OG SKORHD Staksteinar í lægð í því indæla stríöi, sem stund- um er háð í pólitískum slúður- dálkum blaðanna, eiga blöðin harða spretti, brokk og skeið, en. oft dapurlegan gang; nöldur og sífur. I flestum dálkunum bregð- ur þó yfirleitt fyrir glæsilegu skeiði á köflum. Einsog kunnugt er hefur hið mikla bákn á Morgunblaðinu yfir að ráða ýmsum deildum. Undan- farin ár hefur „pólitíska deildin" skrifað Staksteinar og farist vel úr hendi, - kaldrifjuð skrif, létt og kvikindisleg á köflum og jafnvel örlað á húmor. En síðustu vikur og mánuði bregður hinsvegar svo við að Staksteinar hefur aldrei sprett úr spori, - lullar þetta áfrant í íhaldsdeyfðinni. bað vott- ar ekki fyrir lífsmarki, -ekki einu sinni þeim skepnuskap sem gerir alla menn sátta við skrifað póli- tískt grínið. Grámugga og doði, harðstrokkað sífur útí tilveruna og kommana, án þess aö stríðni, fyndni eða stílflippað meinhorn komi við sögu. Menn eins og Styrmir, Stefán Friðbjarnar og Matthías koma greinilega ekki lengur nálægt þessum dálki, - hann er orðinn svo lítt skemmtilegur að halda mætti að Guðmundur Magnús- son og Björn Bjarnason ritstýrðu honum. Nú tala menn jafnvel um „Staksteinar - daglegan frétta- skýringaþátt Björns Bjarnason- ar.“ Kosninga- sprengjan Staksteinar hefur verið einsog fleiri deildir á Morgunblaðinu hræddur við borgarstjórnar- kosningarnar. Og í stað þess að mæra Davíð Oddsson, er sífellt verið að klippa og skera skrifin úr Halldóri Blöndal, Eggert HaukdaJ og Agli Jónssyni, - allt tímamótagreinar, en þegar ekk- ert er til á lager eftir Halldór Blöndal, þá birtir Björn þýðingar úr erlendum blöðum, - eftir greinarhöfunda, sem aflað hafa sér heimilda hjá mönnum eins og Birni Bjarnasyni og Halldóri Blöndal. Efnið er semsagt sótt utan Reykjavíkurkjördæmis. Nú hafa pólitískir andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins velt því fyrir sér hver yrði kosningasprengjan hjá Davíð, þegar hún kæmi fram, hvort Staksteinari yrði treyst fyrir henni, - eða hvort Mogginn myndi birta litmynd á forsíðu. Þessi gáta leystist á laugardaginn á baksíðu Morgunblaðsins. Þar var eindálka látlaus frétt um að Davíð vildi dýragarð í Laugardal. ísbjörninn Nú hefur Davíð nálgast Kim II Sung í prósentustuðningi sam- kvæmt skoðanakönnunum, - og ekkert virðist geta bitið á fylgiö, nema ef fólk færi að grufla útí „afrekin“ á kjörtímabilinu. - Það ntinnir á þjóðsöguna um Hriflu- Jónas og síra Gunnar Benedikts- son fyrr á öldinni. Jónas bað Gunnar að stofna Framsóknarfé- lag í Eyjafirði. Gunnar brást vel við, og aflaði sér ýmissa gagna um stjórnmál úr ýmsum áttum. Þegar hann hafði lokið sinni stú- díu, var Gunnar orðinn sósíalisti - og sagði Jónasi það þegar hann innti hann eftir stofnun Fram- sóknarfélags. Þá er sagt að Jónasi hafi svo mælst; skrambi var að þú fórst að grufla útí þetta. Davíð hefur að mörgu leyti hagað sér einsog stórkaupmaður fyrir hönd okkar Reykvíkinga, - hann kaupir allt sem honum dett- ur í hug. Þannig keypti hann Ölf- usvatnslandið fyrir Reykvíkinga á 60 miljónir, hann keypti hluta í ísfilminu, hann keypti portúg- alskt grjót, hann keypti hljóm- flutningstæki, - og svo keypti hann Isbjörninn. Hvað átti að gera við húnana? Sprengjan Þegar sprengjan féll - þ.e. bomban sem átti að fá 5% at- kvæðanna sem Davíð vantaði til að standa jafnfætis Kim II í skoð- anakönnunum - áttuðu margir sig á að Davíð hafði unnið eftir ákveðinnistrategíu. Dýragarður- inn var aðeins lokamarkið á brautinni sem vörðuð hefur verið síðustu 4 árin. Stærsti áfanginn var án efa, þegar Davíð tók ís- björninn og setti í BÚR. Það hlaut að koma að því að Davíð reisti dýragarð. í samkeppni við Sædýrasafnið Flokksbræður Davíðs í ná- grannasveitarfélögunum eru al- veg æfir útí Borgarstjórann vegna dýragarðsmálsins. Sædýrasafnið hefur átt í vissum rekstrarörðugleikum, - en Hafnfirðingar hafa fyrir löngu skapað sér hefðarsess - framyfir höfuðborgarbúa í dýragarðsmál- um. Það þykir því ekki aðeins ódrengilegt af Davíð að vilja ein- mitt setja upp dýragarð í sam- keppni við Sædýrasafnið, fyrir nú utan þau ósköp, að hugmyndin er „stolin“. Hafnfirðingar eiga hana. Hins vegar þykir mörgum borgarbúum eðlilegt að Davíð vilji reisa minnisvarða um sig í Reykjavík, - verðugan og táknrænan. Styrktarfélag Sjálf- stæðisflokksins í Laugarássókn í Reykjavík hefur efnt til fjár- söfnunar til að láta reisa 10 metra háa styttu af Davíð í Laugardal - úr vaxi. Söfnunin gengur eitthvað treglega því eitt fíokksbrotið heimtar að Davíð í vaxi verði látinn sitja á ísbirni. Þetta flokks- brot er sagt veikt og láti undan um síðir, - því sóknin vill ekki fyrir nokkurn mun dýragarð í hverfið... -óg DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. april 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.