Þjóðviljinn - 23.04.1986, Side 9
MENNING
Elfa Gísladóttir, í hlutverki Abigale Williams (á miðri mynd), læst sjá djöfulinn og áhangendur hans. Ljósm.: Sig.
Þjóðleikhúsið
Sjálfsblekking
og ofsóknaræði
Þjóðleikhúsið sýnir I deiglunni
Á morgun, Sumardaginn fyrsta,
frumsýnir Þjóðleikhúsið leikritið í
deiglunni (The Crucible) eftir
bandaríkjamanninn Arthur Miller.
Leikstjóri er Gísli Alfreðsson, en
leikritið er flutt í þýðingu Jakobs
Benediktssonar.
/ deiglunni sem var fyrst sýnt í
New York árið 1953, fjallar um
atburði sem urðu í Salem í Mass-
achussetts á Nýja Englandi árið
1962 þegar 19 einstaklingar voru
ákærðir að ósekju fyrir galdra og
samneyti við djöfulinn og voru
teknir af lífi. Þegar leikritið var
frumýnt í Bandaríkjunum voru
pólitískar ofsóknir McCarthy-
ismans að komast í hámæli og má
því líta á leikrit Millers sem
gagnrýni á þann hugsunarhátt og
þá ógn sem ríkti á sjötta áratugn-
um í Bandaríkjunum, Miller hef-
ur sjálfur lagt áherslu á að megin-
stef verksins sé sá harmleikur
sem fólginn er í sjálfsblekkingu
og ofsóknaræði valdhafa hver svo
sem einkennisbúningur þeirra sé.
Einn af aðalleikurum í sýning-
unni er Hákon Waage. „/
deiglunni er sígilt verk eins og
reyndar öll verk Millers. Þau
virðast alltaf finna sér stað í nú-
tímanum. Miller er höfundur sem
höfðar mjög mikið til mín og þess
vegna finnst mér mjög skemmti-
Hákon Waage í hlutverki Proktorsins. Með honum á myndinni er Guðrún
Gísladóttir í hlutverki vinnustúlkunnar á heimili Proktors. Ljósm.: Sig.
legt að taka þátt í þessari sýn-
ingu“, sagði Hákon.
Annar leikari í sýningunni er
Elfa Gísladóttir en hún er að leika
á fjölum Þjóðleikhússins í fyrsta
skipti. „Ég er óskaplega hrædd
við þetta stóra skref. Petta er
stærsta hlutverkið sem ég hef
fengið fram að þessu en það verð-
ur að segjast að þetta er drauma-
hlutverk. Pað er erfitt en
skemmtilegt því það reynir á
marga þætti leiktúlkunar", sagði
Elfa.
Með önnur hlutverk í sýning-
unni fara þau Edda Pórarinsdótt-
ir, Gunnar Eyjólfsson, Sigurður
Skúlason, Steinunn Jóhannes-
dóttir, Guðrún Gísladóttir, Guð-
laug María Bjarnadóttir, Sólveig
Pálsdóttir og Sólveig Arnardótt-
ir. Leikmynd og búningar eru í
höndum Baltasars og Ásmundur
Karlsson sér um lýsingu. - K.ÓI.
Frá söngnámskeiðinu. Hanne-Lore
Kuhse leiðbeinir Hlíf Káradóttur.
Söngur
Kuhse í
Fríkirkjunni
Hanne-Lore Kuhse syngur í dag í
Fríkirkjunni og koma þá einnig
fram tólf íslenskir söngvarar sem
hafa tekið þátt í námskeiði sem
þýska söngkonan hefur haldið
hérfrá 14. apríl.
Hanne-Lore Kuhse er prófess-
or í Berlín og hefur kennt á al-
þjóðlega tónlistarnámskeiðinu í
Weimar í Austur-Þýskalandi sem
íslendingar hafa sótt.
Tónleikarnir hefjast klukkan
20.30 og undirleikarar á píanó
eru Þóra Fríða Sæmundsdóttir og
Anna Guðný Guðmundsdóttir.
Akkurr’ ekki?
Ronja með íslensku tali-hrósvert fordæmi
Spurulu skógardvergarnir: Akurru? Akurru þa?
Ronja ræningjadóttir
Leikstjóri Tage Danielsson
Handrit Astrid Lindgren
Leikarar Hanna Zetterberg, Börje
Ahlstedt, Lena Nyman o.fl.
íslenskt tal undir stjórn Þórhalls Sig-
urðssonar, raddir Bessa Bjarnason-
ar, Önnu Þorsteinsdóttur, Guðrúnar
Gísladóttur o.fl.
Nýja bíó (og vonandi öli landsbyggð-
arbíóin).
Akkurru þa? spyrja skógar-
dvergarnir sjálfa sig, Ronju og
áhorfendur í allra
skemmtilegustu köflunum í
Ronju ræningjadóttur, og manni
liggur við að taka undir: akkurr’
ekki? Pað er góð hugmynd og
lofsvert framtak hjá þeim í Hinu
leikhúsinu að fá Þórhall Sigurðs-
son og vænan hóp annarra ís-
lenskra leikara - til að tal-
setja/dubba þessa ágætu barna-
mynd á íslensku. Af hverju ekki
fleiri? Af hverju ekki fyrr? Af
hverju ekki aftur?
Undntekning á þeirri siðareglu
að eyðileggja ekki kvikmyndir
með annarlegum tungum eru ein-
mitt barnamyndir, þarsem mark-
hópur áhorfenda skilur ekki út-
lensku og les texta ekki eða illa.
íslenskt tal er haft á slíku efni í
sjónvarpi og þykir sjálfsagt, og
eftir Ronju hafa bíómenn enga
afsökun þegar þeir á annað borð
hafa fengið í hendur verulega
góðar myndir fyrir börn. Og von-
andi verður þetta ekki spurning
um smekk skrifborðsmanna
heldur markaðsnauðsyn, á þann
veg að barnamynd með íslensku
tali hali meira í kassann en með
útlensku tali, að jöfnum gæðum.
Forsenda þess er auðvitað op-
inber stuðningur sem íslensk-
unarmenn Ronju hafa nú fengið,
niðurfelldur söluskattur og kann-
ski skemmtanaskattur líka, en
þessi gjöld eru um 40% af miða-
verði. Kostnaður við íslenskt tal
er mér sagt að skipti milljónum
og til að bera sig þarf mynd eins-
og íslenska Ronja uppundir 20
þúsund áhorfendur.
„Dubbunin“ í Ronju hefur tek-
ist mjög þokkalega vel. Pað er
erfitt að vinna slíkt verk þannig
að munnhreyfingar og tallotur
myndar standist fullkomlega á
við það tungumál sem þýtt er á,
en þó má komast allnærri með
vinnu og útsjónarsemi, og það
hefur verið reynt hér. Textinn er
yfirleitt eðlilegur, enda fagfólk á
ferð, og Þórhallur textastjóri hef-
ur næstum alltaf fundið raddir
sem hæfa persónum myndarinn-
ar. Sérstök ástæða er til að hrósa
tvífara Ronju sjálfrar, Önnu Por-
steinsdóttur. Hinsvegar hefði
verið ástæða til að fara yfir þýð-
inguna af örlítið meiri natni, hún
er stundum of stórkarlaleg,
stundum of bókleg.
Um myndina sjálfa er best að
spyrja krakkana, - áhorfendur á
íslandi eru víst orðnir um 18 þús-
und. Mér fannst gaman að kvik-
myndasögu Ástríðar Lindgren,
þótti fullmikið um landslag og var
að lokum orðinn leiður á sam-
dráttarsögu stráks og stelpu í að-
alhlutverkum, en á móti kættist
barnssálin verulega við húskarla-
dansa, kímilegar orustur og ekki
síst litlu spurningakvikindin. og
ég er ekki ennþá hættur að spurja
óforvarandis gest og gangandi
hins sama og dvergarnir: Ak-
kurru þa?
Miðvikudagur 23. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13