Þjóðviljinn - 23.04.1986, Side 13

Þjóðviljinn - 23.04.1986, Side 13
HEIMURINN Kjarnorkutilraunir Ný bandarísk tilraunasprenging Pátturístjörnustríði. Byrja Sovétmenn aftur? Washington — Bandaríkja- menn sprengdu í gær tilrauna- kjarnorkusprengju i Nevada eyðimörkinni, þá þriðju á ár- inu. í stuttri tilkynningu bandaríska varnarmálaráðuneytisins sagði að sprengd hefði verið 20 til 120 kílótonna kjarnorkusprengja kl. 15.30. Með sprengingunni ítrek- ar Bandaríkjastjórn að hún ætlar að halda áfram tilraunum með kjarnorkuvopn þrátt fyrir hvatn- ingar Sovétstjórnarinnar urn að tilraunum með kjarnorkuvopn verði frestað. Bandaríkjamenn sprengdu aðra tilraunaspreng- ingu 10. apríl síðastliðinn. Það varð til þess að Sovétmenn á- kváðu að taka aftur upp tilraunir með kjarnorkuvopn en þeir höfðu ekki framkvæmt tilrauna- sprengingar í 8 mánuði. Sú til- högun sögðu Sovétmenn að yrði aðeins með þeim skilmálum að Bandaríkjamenn framkvæmdu ekki tilraunir. Fyrir utan stöðvar visinda- Waldheim manna höfðu 29 manns safnast saman til að mótmæla sprenging- unni, aðeins 88 km. frá sprengi- staðnum. Bandaríkjamenn hafa tilkynnt um 10 tilraunasprengingar frá því að Sovétmenn lýstu yfir eigin frestun á tilraunasprengingum. Ekki er vitað hvenær Sovétmenn ætla að hefja aítur tilrauna- sprengingar. Fyrir 10 dögum síð- an sagði Tass að sovésk yfirvöld væru enn tilbúin til að hefja við- ræður um frystingu tilrauna nteð kjarnorkusprengingar. Það færi hins vegar eftir því hvort Banda- ríkjamenn framkvæntdu fleiri sprengingar eftir 10 apn'l. Miðstöð upplýsinga um varnir, stofnun sern hvetur til vopna- fækkunar, sagðist telja að sprengingin í gær hefði veriö allt ERLENDAR PRÉniR hjörlqfsson/ REUIER að 100 kílótonnum. Þaðeráttfalt kraftmeiri sprengja en sú sem sprengd var í Hiroshima. Banda- ríska dagblaðið New York Tirnes hafði eftir bandarískum kjarneðl- isvísindamönnum að nú þyrfti stöðugt fleiri tilraunasprengingar til þess að fullnægja þörfinni fyrir þróun hinnna svonefndu Stjörn- ustríðsáætlana Bandaríkjastjórn- ar. Vísindamenn sem væru að vinna þróun flókinna kjarnorku- vopna þvrftu nú líklega 100 til 200 sprengingar á hverja hönnun, eins og það var orðað, miðað við aðeins sex, áður fyrr. ur Ekki nægar sannamr FráfarandiforsetiAusturíkis sagði austurrískum sjónvarpsáhorfendum ígœrað ekki vœri hœgtað saka Waldheim um stríðsglœpi samkvœmt skýrslum stríðsglœpanefndar SP Vin — Forseti Austurrikis, Ru- dolf Kirchschlaeger, sagði í gærkveldi að sem lögfræðing- ur myndi hann ekki þora að hefja mál á hendur Kurt Wald- heim, fyrrum aðalritara Sam- einuðu Þjóðanna. Kirchschlaeger hefur rannsak- að þau gögn sem safnað hafði verið saman um stríðsferil Wald- heims af stríðsglæpanefnd Sam- einuðu Þjóðanna og Alþjóða- samtökum gyðinga. Beðið hafði verið með mikilli eftir væntingu eftir úrskurði Austurríkisforseta um fortíð Waldheims þar sem bú- ist er við að úrskurður hans geti haft úrslitaáhrif á það hvern Austurríkismenn kjósi sér sem Waldheim segist saklaus. forseta í kosningum hinn 4. maí næstkomandi. Kirchschlaeger flutti ávarp í sjónvarp í Austurríki í gærkveldi þar sem hann skýrði frá niður- stöðum sínum. Hann sagði einnig að Waldheim hlyti að hafa vitað allt um framferði hers Hitlers á Balkanskaganum. „Þið verðið ein að draga ályktanir um hvern þið veljið til forsetaembættis" sagði Kirchschlaeger við austurr- íska sjónvarpsáhorfendur. Waldheim er nú ákaft ásakað- ur um að hafa tekið þátt í stríðs- glæpum nasista á stríðsárunum í Júgóslavíu. Hann segist hins veg- ar aðeins hafa gert skyldu sína. Þannig hafi hann ekkert vitað um brottflutning gyðinga úr gríska bænum Salonika en þar safnaði hann upplýsingum um óvininn. Noregur Engin lausn í olíudeilunni Deiluaðilar rœddu ífyrsta skipti saman i gœr en voru svartsýnir um árangur. Líkur á að ríkisstjórnin grípi inn í Osló — Norski ríkissáttasemj- arinn, Björn Haug, leiddi i gær saman deiluaðila í olídeilunni norsku en norskir verkalýðs- foringjar telja litla von um að úr leysist á næstunni. Þetta er í fyrsta sinn sem deilu- aðilar setjast saman til viðræðna frá því deilan hófst fyrir rúmurn tveimur vikum síðan. Um það bil 670 manns sem vinna við fram- reiðslu á norsku olíuborpöllun- um fóru þá í verkfall til að krefj- ast hærri launa, til jafns við þá sem vinna við olíuborunina. Far- ið var fram á 28 % launahækkun Vinnuveitendur svöruðu með því að setja verkbann á verkamenn sem vinna við olíu- og gasleit. Fulltrúar verkalýðsfélaganna sögðust ekki trúaðir á að lausn væri í nánd þar eð engin breyting hefði orðið á kröfum deiluaðila. Svo virðist hins vegar nú sem ríkisstjórnin muni brátt grípa inn í þessar deilur. Norska dagblaðið Handels og Sjöfartstidningen hafði í gær eftir ónefndum heimildarmönnum að ríkisstjórn- in hefði nú í huga að setja málið í gerðardóm. Blaðið sagði að slíkt yrði líklega gert í næstu viku vegna þess að deilan hefði þegar haft svo alvarlegar afleiðingar fyrir olíuiðnað Norðmanna. Sagt var að stjórnin teldi að ímynd landsins sem öruggs miðils olíu, væri nú í hættu. Deilan mun nú kosta Norðmenn 18 milljónir dollara á dag. Hingað til hefur norska ríkis- stjórnin neitað að grípa til þess ráðs að setja deiluna í gerðardóm og sagt að þetta sé ntál sem deilu- aðilar sjálfir eigi að sjá um að leysa. í síðustu viku leit svo út sem félag framreiðslufólks hefði dregið nokkuð úr kröfum sínum, fulltrúar þess sögðu þá að launa- hækkununt skyldi dreift yfir eitt ár. Vinnuveitendur neituðu þessu hins vegar. Fjarvera olíuframleiðslu Norðmanna af olíumarkaðnum (þeir framleiða 900.000 tunnur á dag) hækkaði verð á olíu. Nú telja sérfræðingar að verð lækki aftur þegar vinna hefst aftur á borpöllunum. Samn- ingum Norðmanna við olíu- kaupendur hefur verið frestað en olíufélög hafa nú sett þrýsting á norsku ríkisstjórnina um að hún grípi inn í deilurnar. Þau segja að virðing Norðmanna sem olíu- framleiðsluríkis sé í hættu. Hópur kaupenda á gasi í Vestur-Evrópu er nú að leggja síðustu hönd á samninga við norska seljendur um sölu á gasi frá Troll svæðinu. Þaðan munu í framtíðinnni koma 20 % af þörf Evrópulanda fyrir gas, vel fram á næstu öld. Kaare Kristiansson, olíu- og orkumálaráðherra Norð- manna sagði að þessir samningar væru ekki í hættu vegna vinnu- deilunnar, „en hún er aftur á móti ekki jákvæð fyrir orðspor okkar sem trausts og áreiðanlegs frant- leiðanda.“ sagði hann. Líbýa Brottvísun Líbýumanna Bretar og Danir lýstu ígœryfir brottvísunum Líbýumanna, V-Pjóðverjar œtla auk þess að fœkka sínufólki í Trípólí. Grikkir vilja fyrst frekari sannanir fyrir sekt Líbýumanna. Moskva segira.m.k. sex sprengjuvélar Bandaríkjamanna hafafaristyfir Trípólí London — Bretland, Vestur- Þýskaland og Danmörk hófu í gær aðgeröir gegn Líbýu í kjölfar samþykktar EBE um að hefta starfsemi líbýskra send- iráðsstarfsmanna í Nató rikj- um. Breska stjórnin tilkynnti að haft hefði verið upp á 21 Líbýu- manni víðsvegar um landið og yrði þeint vísað úr landi í þágu þjóðaröryggis. Stjórnin sagði að þeir hefðu staðið fyrir bylting- araðgerðum meðal stúdenta. í Bonn er í áætlun að láta Líbýu- menn fækka starísmönnum sín- unt úr 51 í 15. Stjórnin í Bonn ætlar að fækka sínum starfs- mönnum í Trípólí að sama skapi. Uffe Ellemann-Jensen, utan- ríkisráðherra Danmerkur, til- kynnti í gær að Danir myndu „eins fljótt og hægt væri“, vísa úr landi flestum þeirra sjö líbýsku diplómata sem nú eru í Dan- ntörku. Bandaríkjamenn hafa þrýst á ríkisstjórninr Evrópu að herðaaðgerðirsínargegn árásum hryðjuverkantanna á bandarísk og evrópsk skotmörk sem þeir segja að Líbýumenn standi á bak við. Gríska stjórnin sagði hins veg- ar að hún myndi ekki fylgja strax eftir ákvörðun EBE landanna þar sem enn vantaði sönnunar- gögn um að stjórnin í Trípólí stæði á bak við ofbeldisaðgerðir hryð j u ve rk antan n a. Utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, Edvard Sjevardnase, sagði í gær að aðgerðir Sovétmanna hefðu átt þátt í að ekki varð úr frekari hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna gegn Líbýu. Hann hvatti stjórnina í Washing- ton til að vinna að bættum sant- skiptum risaveldanna tveggja. Þá endurtók hann einnig fordæm- ingu Sovétmanna á loftárásum Bandaríkjanna sem „villimanns- legum hryöjuverkaaðgerðum". Fyrr í gærdag hafði sovéskur full- trui stjórnvalda sakað Banda- ríkjamenn um að leyna þeirri staðreynd að allt að því sex bandarískar sprengjuflugvélar af F-lll gerð hefðu hrapað eftir loftárásir þeirra á Trípólí. Banda- ríkjamenn neituðu þessum staðhæfingum harðlega og sögðu að aðeins ein sprengjuvél af 33 hefði hrapað. Gaddafi, Líbýuleiðtogi, kall- aði Reagan Bandaríkjaforseta, „nýnasista" í gær og sagði að ómögulegt væri að ná friði með honum. Hann bætti við að „öll heintsbyggðin yrði að stuðla að falli hans“. Nú er ljóst að 43 hafa fallið í loftárásum Bandaríkjamanna á borgirnar Trípólí og Benghazi fyrir viku síðan, eftir því sem segir í fréttum frá Trípóií. Kohl Var á móti Bonn — V-þýska stjórnin hefur neitað frétt sem birtist í banda- ríska dagblaðinu New York Times um að Helmut Kohl, kanslari, hefði stutt árásir Bandaríkjamanna á Líbýu, áður en þær hófust. Blaðið vitnaði í bandarískan fulltrúa í Washington sem neitaði að segja til nafns. Fulltrúinn á að hafa sagt að Kohl og Bettino Craxi, forsætisráðherra Italíu, hefðu verið meðmæltir „kraftmeiri árásum" á Líbýu en sagt Bandaríkjamönnum í einka- viðræðum að þeir gætu ekki látið slíkt í ljós opinberlega. „Viö neitum þessu algjörlega", sagði fulltrúi vestur-þýsku stjórn- arinnar í gær. Kohl varaði Banda- ríkjamenn opinberlega, áður en árásirnar urðu fyrir viku, við því að ráðast gegn Líbýu. Miðvikudagur 23. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.