Þjóðviljinn - 23.04.1986, Síða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663.
DJOÐVIUINN
Miðvikudagur 23. apríl 1986 91. tölublað 51. örgangur
RíkÍSStjófnUl
Albert
mætti ekki
Iðnaðarráðherra lœtur
enn ekki sjá sig áfundum
ríkisstjórnarinnar. Mœti
ekki nema að gefnu tilefni
Albert Guðmundsson iðnaðar-
ráðherra mætti ekki á fund ríkis-
stjórnarinnar í gærmorgun, en
hann lýsti því yfir fyrir um hálfum
mánuði eftir að hafa gengið af
fundi í stjórnarráðinu að hann
myndi ekki mæta á ríkisstjórnar-
fundi nema sérstök ástæða væri
til.
Iðnaðarráðherra hefur dvalið
erlendis undanfarið en hann kom
heim um sl. helgi. Hann vildi
minnst ræða um fjarveru sína af
fundi ríkisstjórnarinnar í gær en
vísaði til fyrri yfirlýsingar sinnar.
_____________—»g-
Trillukarlar
Hópast
vestair
Rögnvaldur Ólafsson
frystihússtjóri í Rifi:
Margir búnir að hafa
samband við mig til að
fáað leggja upp
Trillukarlar eru nú farnir að
hugsa sér til hreyfings, og þeir
sem eru á skaki cru raunar byrj-
aðir, en hinir sem aetla að vera á
netum mcga byrja um miðjan
maí. Mjög margir trillukarlar
sækjast eftir því að gera út frá
Sriæfellsnesi eða Vestfjarðar-
höfnum, enda er mest veiðin á
þessu svæði og styst á miðin.
„Það eru margir trillukarlar
búnir að hafa samband við mig og
spyrja hvort við tökum ekki fisk
af þeim og auðvitað tökum við
við þeirn, enda má segja að allir
bátar hér séu nú búnir með afla-
kvóta sinn“, sagði Rögnvaldur
Ólafsson frystihússtjóri í frystis-
húsinu í Rifi í samtali við Þjóð-
viljann í gær.
Hann sagði að mörg frystihús
væru ekki mjög hrifin af afla
trillubátanna, vegna þess að fisk-
ur veiddur á grunnslóð væri með
mun meira af hringormi en fiskur
sem veiddur er djúpt. En ef halda
ætti frystihúsunum gangandi væri
ekki um annað að ræða en taka
við afla af trillubátunum vegna
kvótans.
Þá hefur Þjóðviljinn haft af því
spurnir að margir trillukarlar hafi
talað við fiskverkendur á Vest-
fjörðum og spurst fyrir um að fá
að leggja upp hjá þeim. -S.dór
Nietzchka Keene: Það er svo mikið ævintýri í íslensku landslagi. (Mynd E.ÓI).
„Eg nam fomíslensku“
Bandarískur leikstjóri tekur kvikmynd á íslandi. íslenskir leikarar. íslensk tónlist
Myndin er gerð eftir
Grimmsævintýri sem
heitir Einiberjatréð en sögu-
þráður myndarinnar er nokkuð
breyttur frá upphaflega ævintýr-
inu“.
Þetta segir Nietzchka Keene.
bandarískur kvikmyndaleikstjóri
sem dvelur nú hér á landi við
undirbúning kvikmyndar sem
hún ætlar að taka hér í sumar.
„Allir leikarar verða íslenskir,
þar af eru tvö börn og má segja að
aðalhlutverk myndarinnar leiki
12-13 ára stúlka. Ég nota forna
íslenska tónlist í myndinni, rímur
og kvæði, og hluti af starfsliði við
tökur myndarinnar verður ís-
lenskt“. Við spurðum hvers
vegna hún hefði valið fsland. „Ég
hef lengi numið forn íslensku og
þegar ég var í kvikmyndanámi
vann ég sem aðstoðarmaður
prófessors Jesse Byock að
rannsóknarverkefni í forn-
íslenskum fræðum. Einnig hef ég
séð margar íslenskar kvikmyndir
á kvikmyndahátíðum erlendis og
hreifst mjög af hinu myndræna í
íslensku landslagi. Enn er ekki
komið á hreint hvort myndin
verður sýnd á íslandi en það er að
sjálfsögðu ósk mín að svo verði“.
Saga myndarinnar er í stuttu
máli um tværsystur. Eldri systirin
giftist ekkli sem á einn son en
stjúpmæðginunum kemur ekki
saman og stjúpan rekur drenginn
í dauðann. Myndin verður tekin í
svarthvítu en litur kemur tvisvar
fyrir í henni en þá handmálaður
beint á filmuna. „Slík litanotkun
gefur viðkomandi senum aukna
táknræna mérkingu" sagði Ni-
etzchka að lokum.
-IÁ
Seiðasala
Norðmenn boða verðlækkun
Öllseiðakaup íNoregifœrð á eina hendi. Norðmenn segjastmunu lœkka kaupverðið um
20%. Skellurfyrir okkur íslendingaefafverður. Fyrirhuguð ersalaá 400-500þúsund
seiðum til Noregs í ár. Fundur í Noregi í dag sker úr um málið
Laxeldisstöðvar í Noregi hafa
myndað með sér samband og
þetta samband á eitt að annast öll
seiðakaup til Noregs fyrir stöðv-
arnar. Og sambandið hefur boð-
að verðlækkun á seiðum um
20%. Verðið hefur verið 17 kr.
norskar fyrir seiðið en boðuð er
iækkun niður í 14-15 kr. norskar.
Þorkell Sigurlaugsson í stjórn
Arlax h.f. sagði í gær að Arlax
h.f. hefði verið búið að gera
samning við norskar stöðvar á
hærra verðinu, en hefði nú fengið
tilkynningu um að það verð gildi
ekki lengur. Þá hefur Laxalón
einnig gert samninga en þeim
hefur verið rift. Sveinn Snorra-
son lögfræðingur Laxalóns er nú í
Noregi að fást við þetta mál.
Markús Stefánsson stjórnar-
maður í Árlaxi h.f. sagði í gær að
hann hefði ekki trú á því að Norð-
mönnum tækist að þrúkka verðið
niður. Bæði Svíar og Finnar, sem
selja Norðmönnum mikið af
seiðum vildu fá verðhækkun og
það vildu íslendingar líka og
sagðist hann ekki sjá hvaðan
Norðmenn ættu að fá seiði ef
þessar þrjár þjóðir seldu þeim
þau ekki, en Norðmenn kaupa
árlega um 5 miljónir seiða. Héð-
an er fyrirhuguð sala á 400-500
þús. seiðum í ár.
Sagði Markús að vegna þessa
máls hefði verið ákveðinn fundur
hjá fulltrúum norsku laxeldi-
stöðvanna í dag og myndi niður-
staða væntanlega liggja fyrir um
helgina.
-S.dór
Skattsvik
Kerfið hriplekt
Byggingariðnaðarmenn komu verst út úr könnuninni. Benedikt Davíðsson,
formaður Sambands byggingarmanna: Kann enga skýringu á þessu, en kerfið
býður upp áþetta. Samband byggingarmannaþinga á Akureyri um helgina.
Skattamálin koma til umrœðu þar
Eg kann enga sérstaka skýringu
á þessu,“ sagði Benedikt Dav-
íðsson formaður Sambands bygg-
ingarmanna um þá niðurstöðu,
að skattsvik eru algengust í stétt
byggingariðnaðarmanna.
Taldi Benedikt skýringarnar ef
til vill fólgna í því að í þessari
grein er meira um viðskipti milli
einstaklinga en gengur og gerist
almennt og því væri freistingin
um að skipta ránsfengnum með
sér fyrir hendi.
„Höfuð ástæðan er samt sú að
við búum við hriplekt skattkerfi
og engin tilraun er gerð til að
framkvæma skattinnheimtu þó
allir viti að skattsvik eru jafn al-
geng og raun ber vitni.“
Benedikt sagði þessa niður-
stöðu reyndar koma sér á óvart
því hann hefði álitið að umfang
skattsvika væri mest er kæmi að
söluskattinum, en megnið af
þeirri vinnu sem byggingariðnað-
armenn selja er undanþegin sölu-
skatti.
Nú um helgina heldur Sam-
band byggingarmanna þing sitt
norður á Akureyri og bjóst Bene-
dikt við að þessi mál beri á góma
þar. Samtímis halda Meistara-
samtökin ráðstefnu um
byggingarstarfsemi á Akureyri
og verður eflaust komið inn á um-
fang skattsvika í stéttinni á þeirri
ráðstefnu.
„Það er ekki gaman fyrir heila
stétt að sitja undir svona áburði'1,
sagði Benedikt að lokum. -Sáf