Þjóðviljinn - 01.05.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.05.1986, Blaðsíða 5
1. MAI Hópurinn sem ætlar að flytja atriði úr verkum Nóbelskáldsins í dag. Önundarfjöröur Leikið eftir Laxness Leikfélag Flateyrar og Samkór Önunarfjarðar hafa æft atriði úr verkum Halldórs Laxness undir stjórn Oktavíu Stefánsdóttur. Fyrsta sýningin verður í dag 1. maí og einnig verða nokkrar sýning- ar úr nágrannabyggðunum. Borgarnes Keflavík Listaverk afhjupað Listaverk verður afhjúpað í dag 1. maí í Keflavík og er það Mána- hesturinn eftir Erling Jónsson. Verkið er staðsett vestanvert við norðurenda Hringbrautar. Tóm- as Tómasson forseti bæjarstjórn- ar flytur ávarp en listamaðurinn afhjúpar. Lúðrasveit Tónlistar- skóla Keflavíkur flytur nokkur lög. Norræna húsiö Bergþóra með tónleika í dag í kvöld mun Bergþóra Árnadótt- ir halda tónleika í Norræna hús- inu og hefjast þeir kl. 20.30. Hún flytur eigin lög, gömul og ný. For- eldrar Bergþóru, þau Arni Jóns- son og Aðalbjörg M. Jóhanns- dóttir, munu aðstoða. Grindavík Tékknesk tónlist í dag verða á vegum Tékknesk- íslenska félagsins tónleikar í Grindvík og leikin tékknesk tón- list. Á efnisskránni eru verk eftir nokkur þekktustu tónskáld Tékka, Smetana, Suk, Janácek og Dvorák. Flytjendur eru Selma Guðmundsdóttir, Laufey Sigurð- ardóttir og Sigríður Ella Magnús- dóttir. Á sunnudag verða tónleikarnir síðan endurteknir í Norræna hús- inu, en tékknesku tónleikarnir í Grindavíkurkirkju í dag hefjast kl. 17.00. M(R Heimsmót æskunnar o.fl. í dag kl. 16 verður kvikmynda- sýning í bíósal MÍR að Vatnsstíg 10. Sýndar verða m.a. myndir frá heimsmóti æskunnar, sem haldið var í Moskvu í fyrrasumar, og frá samningaviðræðum stórveldanna í Genf um afvopnunarmál. Sunnudaginn 4. maíkl. lóverður svo einnig kvikmyndasýning í MÍR-salnum og þá sýndar syrpur frétta- og fræðslumynda frá So- vétríkjunum. Aðgangur að kvikmyndasýn- ingum MIR er ókeypis og öllum heimill. Roxzý Ofris og Qtzjí í kvöld verða tónleikar í Roxzý við Skúlagötu og leika þar hljóm- sveitirnar Ofris og Qtzjí Qtzjí Qtzjí. Húsið verður opnað kl. 10.00. Kópavogur 1. maí kaffi í Hamraborg 11 Alþýðubandalagið í Kópavogi efnir til 1. maí kaffis í dag í Þing- hól, Hamraborg 11 efstu hæð. Þar munu flytja ávörp Heiðrún Sverrisdóttir 2. maður G-listans og Pétur Már Ólafsson 8. maður G-listans. Karnivalband Horna- flokks Kópavogs leikur nokkur lög og ýmislegt annað verður til skemmtunar. Húsið verður opn- að kl. 14.30 en dagskrá hefst kl. 15.30. Hafnarfjörður Gengið að Lækjarskóla Hátíðahöld fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Hafnarfirði og Starfsmannafélags Hafnarfjarðar hefjast í dag kl. 13.30 með því að safnast verður saman við Hval- eyri hf. og kl. 14.00 hefst kröfu- ganga að Lækjarskóla. Verður gengið um Reykjavíkurveg og Hverfisgötu. Kl. 15.00 verður útifundur við skólann þar sem þau Guðríður Elíasdóttir, Óskar ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Vigfússon og Sigþrúður Ingi- mundardóttir flytja ávörp. Hljómsveitin Hálft í hvoru mun skemmta. Lúðrasveit Hafnar- fjarðar leikur í Kröfugöngunni og á útifundinum. Sjálfsbjörg Krafa um jafnrétti Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, hefur ákveðið að taka þátt í kröfu- göngu allra launþega á 1. maí og ganga undir kröfu um jafnrétti. Skorar félagið á félaga sína, þá sem mögulega geta, að taka þátt í kröfugöngunni og sýna sam- stöðu. Safnast verður saman á Hlemmi kl. 13.30 og gengið það- an niður Laugaveg að Lækjar- torgi þar sem útifundur verður haldinn. Félagið bendir fólki á að vera vel búið. Ferðaþjónusta fatlaðra mun starfa og eitthvað af hjóla- stólum verður til taks, staðsettir á Hlemmtorgi, Rauðarárstígs- megin. Forseti ASÍ með aðalræðuna Hátíðahöldin í Borgarnesi hefj- ast kl. 13.30 á Hótel Borgarnesi. Margt er á dagskrá, m.a. leikur Lúðrasveit Borgarness, Sigrún D. Elíasdóttir formaður 1. maí- nefndarinnar setur samkomuna, Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ flytur ræðu, Álafosskórinn syngur og Stjúpsystur skemmta. Þá leikur Hljómsveit harmon-' ikkuunnenda á Vesturlandi nokkur lög og síðan verða flutt ávörp fulltrúa stéttarfélaganna. Kl. 14.00 verður börnum boðið á kvikmyndasýningu í Samkomu- húsinu. Akranes Kröfuganga í Bíóhöllina Safnast verður saman við hús Verkalýðsfélagsins kl. 14.00 í dag og gengið til Bíóhallarinnar. Þar verður hátíðarfundur. Lúðra- sveit Akraness leikur undir í göngunni. Aðalræðu dagsins flytur Guðmundur J. Guðmunds- son formaður Verkamannasam- bands Islands. Vísnasöngur, Jón- ína Magnúsdóttir, Þóra Gríms- dóttir og Ragnar Skúlason syng- ja. Ávörp frá stéttarfélögunum á Akranesi. Hallærisplan Samtök kvenna gegn samningum Samtök kvenna á vinnumarkaði efna til sérstakra aðgerða í dag með því að gengið verður á eftir göngu fulltrúaráðsins frá Hlemmi en safnast saman á Hallærisplani. Margrét Pála Ólafsdóttir flytur ræðu dagsins en einnig verður flutt 1. maí-ávarp og kveðjur frá konum á Bolungarvík. Fagnaður í Félagsstofnun í kvöld frá kl. 21.00-01.00. Lækjartorg Fulltrúaráðið með útifund 1. maínefnd Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og INSÍ hefja aðgerðir kl. 13.30 með kröfugöngu frá Hlemmi að Lækjartorgi. Þar flytja ræður þær Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir. Fundurinn hefst kl. 14.00. Ávarp flytur Linda Ósk Sigurðardóttir. Herinn burt Morgunkaffi Herstöðvaandstæðingar hita upp fyrir daginn með morgun- kaffi í Mjölnisholti 14, við hliðina á Hampiðjunni, frá klukkan tíu. Söngur, glaumur og gleði. Guðrún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi, Guðrún Helgadóttir, alþm., Kristín Jónsdóttir, þroskaþjálfi, 1. maí Svavar og JBH á Siglufirði Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins og Jón Baldvin Hannibalsson munu tala saman á 1. maí þ. Siglufirði. Sama dag mun Svavar einnig vera ræðu- maður á fundi á Sauðárkróki. Þess má geta að eftir þinglok hélt formaður Alþýðubandalags- ins í fundaferð með Kristni H. Gunnarssyni, bæjarfulltrúa á Bolungarvík, um Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal. Guðmundur Kristmundsson Norræna húsið Einleikara- próf í dag Nemendatónleikar á morgun Guðmundur Kristmundsson ví- óluleikari mun í dag þreyta fyrri hluta einleikaraprófs frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Tón- leikarnir verða í Norræna húsinu og hefjast kl. 17.00. Á morgun, 2. maí, munu svo verða nemenda- tónleikar Tónskóla Sigursveins í Norræna húsinu og hefjast þeir kl. 20.30. Ólöf Ríkharðsdóttir, forstöðumaður félags- máladeildar Sjálfs- bjargar, Sigurrós Sigurjóns- dóttir varaform. Sjálfsbjarg- ar í Reykjavík og ná- grenni. Tónlist, kaffi, kökur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. ABR 1. maí kaffi í Þinghól í tilefni dagsins býður Alþýðubandalagið í Kópavogi öllum bæjarbúumiheimsókn r Þinghól Hamraborg 11. Húsið opnað kl. 14.30 en dagskrá hefst kl. 15.30. Á dagskrá: • Heiðrún Sverrisdóttir í 2. sæti G-listans og Pétur Már Ólafsson í 8. sæti G-listans flytja ávörp. Karnivalband Hornaflokks Kópavogs leikur nokkur lög. Myndlistarsýning í nýjum sal ABK. • Kaffi og meðlæti á boðstólum. Allir velkomnir í Þinghól á 1. maí! Heiðrún Pétur Már Alþýðubandalagið í Reykjavík hefur Opið hús um Málefni fatlaðra, í Miðgarði, Hverfisgötu 105 sunnudaginn 4. maí kl. 15-18. Stutt framsöguerindi:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.